Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981
100. úrslitaleikur FA-bikarsins á laugardaginn:
Ótrúlegustu atvik eiga til að
skjóta upp kolli í úrslitaleiknum
- leiknum sem alla drengi í Englandi dreymir um að taka þátt í
9.MAÍ næstkomandi, fer fram úrslitaleikurinn í ensku FA-bikar-
keppninni, en þá mætast á Wembley-leikvanjíinum i Lundúnum lið
Tottenham ok Manchester City. Urslitaleikir sem bjóóa upp á
viðurei«nir norðanliða Ke>cn sunnanliðum vekja yfirleitt mestu
athyKlina, enda rÍKur mikill milli þeirra landshluta Kruclands á
knattspyrnusviðinu. Úrslitaleikurinn nú, er 100. úrslitaleikurinn frá
upphafi. í byrjun var þó ekki leikið á Wemhley ... hreinlega ve«na
þess að leikvangurinn var þá ekki til. í upphafi voru úrslitaleikir
þessir ekki Kæddir sama aðdráttarafli ok nú. Þannig má Keta þess, að
árið 1873, er Oxford University ok Wanderers áttu að leika til úrslita,
var leikurinn færður fram þannijc að hæði leikmenn ok áhorfendur
Kætu fylKst með hinum árleKa bátakappróðri milli Oxford ok
CambridKe. Enn í daK nýtur kappróðurinn KeysileKra vinsælda, en
hann strndur nú lanKt að baki úrslitaleiknum. Eins ok leiða má Kctum
að. hefur ýmisleKt drifið á daKa „úrslitaleiksins" á 100 árum. í
meðfylKjandi Krein er víða drepið niður fæti ok eitt ok annað rifjað
upp.
Hikarnum stolið
Það hefur jafnan verið hlut-
skipti þeirra félaga sem bikarinn
hafa unnið, að geyma hann fram
að næsta úrslitaleik. Aston Villa
hefur unnið bikarinn sjö sinnum7
eða oftar en nokkurt annað lið. í
sex tilvikum hefur félagið geymt
bikarinn á þennan hátt, en árið
1895 kom babb í bátinn. Félagið
hafði þá haft bikarinn undir
höndum í fjóra mánuði, er gengið
var til samninga við íþrótta-
vöruframleiðanda nokkurn að
nafni William Shillock. Sam-
kvæmt samningunum fékk hann
bikarinn til útstillingar í búðar-
glugga sínum. í auglýsingaskyni
að sjálfsögðu. En ekki hafði bikar-
inn staðið lengi í gluggakistu
Shillocks, er honum var stolið og
enn í dag hefur hvorki sést tangur
né tetur af honum. Margir töldu
leyndardóminn uppljóstraðan, er
83 ára gamall maður að nafni
Uarry Burge gaf sig fram mörgum
árum síðar, eða árið 1958, og
sagðist hafa rænt bikarnum,
brætt hann og notað hann til
myntsláttu. Ekki voru þó allir
sannfærðir, því engin sönnunar-
gögn gat Burge lagt fram og eins
og allir vita er alltaf nóg til af
fólki sem gerir allt til að komast í
fréttirnar.
Utandeildarliðið
sÍKraði
Aðeins einu sinni hefur lið utan
deilda sigrað í bikarkeppninni, en
það var árið 1901 og það var
Tottenham, sem þá var lítt frægt
félag utan deilda, sem sigraði
Sheffield Utd. Leikurinn fór fram
á Ieikvelli Crystal Palace og áhugi
fyrir íþróttaviðburðinum orðinn
mikill, 114.000 áhorfendur. Enginn
reiknaði með sigri Tottenham, en
er fáeinar mínútur voru til leiks-
loka var staðan engu að síður 1—0
fyrir Tottenham. Þá skoraði
markvörður liðsins makalaust
sjálfsmark, ætlaði að varpa knett-
inum fram á völlinn, en kastaði
honum þess í stað óvart í markið!
Aukaleik þurfti því en Tottenham
bætti þá um betur og vann
örugglega 3—1.
Charlie Wallace komst
á spjöld sögunnar
Árið 1913 komst Aston Villa í
úrslitin og átti að mæta Sunder-
land sem þá var nýbúið að tryggja
sér Englandsmeistaratitilinn og
átti því möguleika á að vinna
tvennu. Ungan leikmann í liði
Villa, Clem Stephenson, dreymdi
nokkru fyrir leikinn, að Villa
myndi vinna 1—0 og Tom Barber
myndi skora sigurmarkið. Sagði
hann skilmerkilega frá draumför-
um sínum áður en leikurinn hófst.
Og Villa vann 1—0 með marki
Barbers! En draumaúrslitin héngu
heldur betur á bláþræði, er Villa
fékk vítaspyrnu er staðan var enn
0—0. Charlie Wallace fram-
kvæmdi spyrnuna, en brenndi af!
Enn þann dag í dag, er hann eini
leikmaðurinn sem hefur klúðrað
víti í úrslitaleik bikarkeppninnar.
• Bikarinn eftirsótti
Fyrsti leikurinn
á Wembley
28. apríl 1923 var loks leikið til
úrslita á Wembley-leikvanginum
og þá áttust við West Ham og
Bolton. Leikurinn átti eftir að
vera sögulegur, einkum fyrir þær
sakir, að forráðamenn vallarins
ofmátu gersamlega hversu margir
áhorfendur kæmust fyrir á áhorf-
endastæðum vallarins. Völlurinn
átti að taka 125.000 manns og
breska knattspyrnusambandið gaf
út þá yfirlýsingu að nóg pláss væri
fyrir alla sem vildu sjá leik West
Ham og Bolton. En þar skjátlaðist
sambandinu. Þegar búið var að
stappa inn á völlinn að því marki
að erfitt var um andardrátt meðal
gesta voru enn um 100.000 manns
utan vallarhliðanna. Skarinn
lagðist á veggi og hlið með þeim
afleiðingum, að allt lagðist saman
og áhorfendum rigndi inn á svæð-
ið. Og var þó ekki á bætandi eins
og áður hefur komið fram.
Ekki tókst að hefja leikinn á
réttum tíma vegna þess að hundr-
uð áhorfenda flæddu inn á völlinn.
Uppi varð fótur og fit, hrossalögg-
an var kvödd til og með hjálp
hennar tókst að moka skaranum
upp í stæðin á ný þrátt fyrir að nú
væru mun fleiri komnir en áður.
Loks hófst leikurinn og strax á 2.
mínútu skoraði David Jack fyrir
Bolton og var það fyrsta markið
sem skorað var í úrslitaleik FA-
keppninnar á Wembley. Bolton
skoraði aftur síðar í leiknum og
varð fyrsta liðið til að sigra í
úrslitaleik þessum á Wembley.
Áhorfendatalan sem gefin var upp
var 136.047. Það var þó flestra
mál, að þeir hafi verið minnst
150.000 talsins, sennilega 200.000
og hugsanlega nálægt 250.000.
Voru áhorfendurnir notaðir sem
hliðarlínur! Fyrri hálfleikur stóð
yfir í rúmar 60 mínútur þar sem
að áhorfendur flæddu yfir völlinn
fljótlega eftir að leikurinn hófst
og tók sinn tíma að ryðja völlinn á
ný-
Óhappastaður
markvarða
Það hefur loðað við Wembley,
að annað hvort leika markverðir
þar eins og snillingar, upptrekktir
af andrúmsloftinu sem þar ríkir,
eða að þeir bugast á taugum og
gera mistök sem kosta lið þeirra
sigurinn. Árið 1927 mættust Car-
diff og Arsenal í úrslitunum og
vann velska liðið óvæntan sigur.
Sigurmarkið var það ódýrasta
sinnar tegundar, algert útsölu-
mark. Hugh Ferguson reyndi
langskot að marki Arsenal.
Markvörðurinn, Dan Lewis, var
vel með á nótunum, kom sér
kirfilega fyrir í skotlínuna. En
peysa Lewis var ný af nálinni,
glansandi og síðast en ekki síst
hál. Knötturinn hafði ekki langa
viðdvöl í fangi hans af þeim
sökum, heldur smaug í netið!
Arsenal hefur all oft leikið til
úrslita síðan en aldrei klæðast
markverðir liðsins nýjum og ónot-
uðum peysum. Cardiff braut
þarna einnig blað, hvorki fyrr eða
síðar hefur lið frá Wales unnið
FA-bikarinn.
Árið eftir léku Huddersfheld og
Blackburn til úrslita og ekki var
leikurinn gamall er John Rose-
camp markvörður Huddersfield
greip inn í leikinn. En einn
framherja Blackburn kom aðvíf-
andi og sópaði markverðinum inn
í markið. Eins og góðum mark-
verði sæmdi, sleppti Rosecamp
ekki knettinum og á óvart kom er
dæmt var mark! Markverðir í þá
daga nutu ekki sömu verndar frá
hendi dómara og nú til dags.
Blackburn byggði síðan á þessari
„góðu“ byrjun og sigraði 3—1.
Gleymdi sokkunum
Oft buðu leikir í fyrri umferðum
bikarkeppninnar upp á óvænt úr-
slit og atvik. Það þekkja þeir sem
fylgjast með ensku knattspyrn-
unni, að hún úir og grúir af slíkum
leikjum. Arsenal var mikið stór-
veldi undir stjórn Herberts Chap-
man snemma á fjórða áratugnum.
Þá varð félagið enskur meistari
þrjú ár í röð og bikarmeistari eitt
áranna að auki. 1933 var Arsenal
efst í deildinni og dróst liðið gegn
3. deildar liði Walsall. í næsta leik
á undan bikarleiknum hafði Ars-
enal sigraði Sheffield Utd. 9—2 og
náð þar með sex stiga forystu í
deildinni, Walsall gekk hins vegar
ekkert í haginn í 3. deild, hafði
aðeins fengið 3 stig af síðustu 8
mögulegum. Þrír af fastamönnum
Arsenal voru meiddir og gátu ekki
leikið, en það hefði varla átt að
koma að sök, þar sem eftir voru
alltjent 7 fastir landsliðsmenn. En
varamennirnir þrír voru svo
taugaveiklaðir, að þeim tókst að
smita félaga sína. Einn þeirra,
Charlie Walsh, var svo frá sér af
spennu, að hann var búinn að
reima knattspyrnuskóna fasta áð-
ur en hann uppgötvaði að hann
hafði gleymt að fara í sokkana!
Framhaldið þarf vart að rekja,
Walsall sigraði 1—0 og Chapman
varð svo reiður að hann seldi alla
varamennina eins fljótt og nokkur
kostur var. Það þótti saga til
næsta bæjar er Walsall sló Arsen-
al út úr keppninni, liðið sem sagt
var að borgaði leikmönnum sínum
álíka mikið í laun á mánuði og
Arsenal greiddi fyrir knatt-
spyrnuskó á lið sitt.
„Þeir geta ekki
skrifað nöfnin sín“
Árið 1939 mættust Portsmouth
og Wolverhampton í úrslitum og
var fastlega reiknað með öruggum
sigri Wolves. Leikmenn liðsins
undu hins vegar illa hversu sigur-
stranglegir þeir voru taldir og um
þverbak keyrði þegar leikmenn
voru beðnir að rita nöfn sín í
„gestabókina á Wembley" rétt
áður en að leikurinn hófst. Þá
hrópaði skyndilega fyrirliði
Portsmouth; „Strákar, við vinnum
þá létt, þeir eru svo taugaóstyrkir
að þeir geta ekki einu sinni skrifað
nöfnin sín.“ Hvað svo sem var til í
þessari fullyrðingu þá sigraði lið
Portsmouth með miklum yfir-
burðum, 4—1. Og Portsmouth
geymdi síðan bikarinn lengur en
nokkurt annað félag, því þetta var
síðasti úrslitaleikurinn fyrir
• Fyrsta mark Portsmouth gegn Wolverhampton árið 1939.
• Sammy Mcllroy skorar jöfnunarmarkið fræga Kegn Arsenal árið
1979.