Morgunblaðið - 05.05.1981, Page 37

Morgunblaðið - 05.05.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 37 Evrópu nemur þessi kostnaður 150 nýkr./tonn stáls (nýting 87%). Ekki hefur þó verið gert ráð fyrir þessari fjarlægðarvernd, þ.e.a.s. að greitt verði lægra verð en gerist erlendis, þvert á móti er gert ráð fyrir háu verði þar eð innlendur brotamálmiðnaður þarf þróunar við. Sem dæmi má nefna, að meðalverð á hæsta gæðaflokki eiginlegs brotajárns var í fyrra 42.000 (88$) í U.S.A., 41.000 (370 S.kr.) í Svíþjóð og enn lægra í Bretlandi, en blandað brotajárn kostaði um 36.000 kr. í Svíþjóð miðað við sama tíma, þ.e.a.s. um mitt ár í fyrra. Gert er ráð fyrir, að verksmiðjan hér greiði um 42.000 gkr./tonn fyrir meðalgæða- flokk á þágildandi verðlagi. Fjarlægðarverndin vegna kostnaðar við innflutning steypu- styrktarstáls hingað og kostnaður við útflutning hráefnis héðan er því um 1.000 nýkr. á hvert tonn steypustyrktarstáls. Auk þessa hefur innlend verksmiðja betri aðstöðu en erlendu framleiðend- urnir til þess að afgreiða fljótt pantanir innlendra viðskiptavina. Auðvelt og fljótvirkt er að stilla litla verksmiðju til þess að fram- leiða þær gerðir af stáli, sem hver viðskiptavinur biður um í hvert skipti, en það gefur samkeppnis- forskot yfir stærri verksmiðjur lengra í burtu og minnkar geymslukostnað og rekstrarfé. Athuga ber, að hér er fyrst og fremst miðað við höfuðborgar- svæðið, enda meiri hluti markað- arins þar. Sé gert ráð fyrir, að kaupendur hvar sem er á landinu greiði raunverulegan kostnað fyrir stálið á þeirra viðtökustað verður samkeppnisaðstaða inn- lendu verksmiðjunnar úti á landi eitthvað verri vegna flutnings- kostnaðar frá höfuðborgarsvæð- inu, en hann er, eins og kunnugt er, hár. Heildarniðurstaðan er samt sem áður sú, að varia eru líkur til þess að margir erlendir framleiðendur geti til langframa keppt við íslensku framleiðsluna um bróðurpartinn af íslenska markaðnum með þessu forskoti upp á 1.000 nýkr. á hvert tonn • stáls, sem innlenda verksmiðjan hefði, en hér er um að ræða V4 hluta af eðlilegu verði steypu- styrktarstáls. Núverandi innflutn- injísverð er lágt Mikil lægð er í stálframleiðslu í Evrópu um þessar mundir, en lægðir í þessum iðnaði eru engin ný bóla. Lágt verð var t.d. á árunum 1971—1972 og 1977—1978. Meðalverðið í Noregi á því, sem selt var hingað 1979—1980 (fram í september) er um 1.855 N.kr. á verðgildi miðs árs í fyrra (árs- yerðbólgan í Noregi var á tímabil- inu 9—9,5%). í lok ársins 1979 var fob-verð í Noregi á því sem selt var hingað, um 1.850 N.kr. á tonn, en í lok ársins 1980 var það komið niður í 1.600 N.kr. á hvert tonn, en var þá um 2.200—2.400 N.kr. til heildsala á Norðurlöndum á þeim afurðum, sem seldar eru hingað. Fob-verðið til íslands frá Norður- löndum féll stöðugt allt árið í fyrra og er nú komið niður fyrir 1.600 N.kr. á tonn. Ekki er nokkur von til þess að þetta lága verð haldist, þar eð það er lægra en svo að verksmiðjurnar hafi upp i kostnað. Sjálfstæðir alþjóðlegir ráðgjafar í stáiiðnaðinum spá því, að jafnvægi náist um eða jafnvel fyrir miðjan þennan áratug og verður þá vandfundið stál á því verði, sem íslendingar hafa notið upp á síðkastið. Meðalverðið á innflutn- insnum 1979—1980 hefði gefið innlendri verksmiðju góðan arð Eins og áður sagði var verð á innfluttu stáli um 225.000 gkr./ tonn afgreitt frá höfn í Reykjavík í fyrra (1980), en það er vgrðið, sem innlenda verksmiðjan hefði keppt við, ef hún hefði verið komin af stað þá. Hér er um að ræða meðaltal, en innflutningurinn var nokkuð jafn allt árið, þó mestur í maí og júlí, og er þetta meðaltal miðað við verð og gengi 1. júlí 1980 og gefur þannig sæmilega hug- mynd um meðalverðið. Sé litið til áranna 1979—1980 er verðið um 245.000 gkr./tonn (á verðgildi miðs árs 1980). Þetta verð hefði gefið innlendri verksmiðju nægan arð eða um 10% (hér er auðvitað átt við raunvexti). Gera má ráð fyrir, að verðið sveiflist áfram sem hingað til, en ekki er líklegt, að það verði oft eins lágt og nú. Með reynslu fyrri ára verður því að gera ráð fyrir jafnaðarverði, þegar gerð er áætl- un fyrir lengri tíma. Bendir margt til þess, að verðið, sem innlendu stálverksmiðjunni er ætlað, sé of lágt, þegar til lengri tíma er litið, vegna þess að sú kreppa, sem undanfarið hefur verið í stáliðnað- inum, kemur ekki til með að vara til langframa. Best er að reisa nýjar verksmiðjur, þegar tíma- bundinn samdráttur er á markaðnum. eins og nú er Þegar samdráttur er í iðngrein- um eins og nú í stálframleiðsl- unni, er auðveldara að byggja nýjar verksmiðjur. Stafar þetta af því, að hægt er að fá tækin ódýrari og með styttri afgreiðslufresti, einnig fæst öll sérfræðiaðstoð með hægu móti. Þegar þenslan kemur eftir samdráttinn, sem enginn þarf að vera í vafa um að gerist, fær ný verksmiðja strax forskot og getur komið rekstrinum í gott horf fyrir næsta samdráttartíma- bil, sem er auðveldara að lifa af, ef búið er að afskrifa eitthvað af eignum og skuldir vegna fjárfest- ingarinnar farnar að verða viðráð- anlegri. í raun og veru er almennt mun eðlilegra að byggja verk- smiðjur fyrir framleiðslu, eins og stálframleiðslan er, á samdrátt- artímum, en ekki á þenslutímum. Einföld rök eiga við í þessu tilfelli Raunar er hægt að skýra sam- keppnishæfni innlendrar steypu- styrktarstálframleiðslu á mun auðveldari og sjálfsagðari hátt: Það borgar sig betur að bræða það járn, sem þegar er búið að flytja inn, heldur en að flytja það fyrst út og kaupa það svo aftur upp- brætt. Ljosmynd Mhl. kristján. Sumarbústað- ur brann til kaldra kola SUMARBÚSTAÐUR brann til kaldra kola við Rauðavatn í gærmorgun. Slökkviliðið var kall- að út klukkan liðlega átta í gærmorgun og að sögn slökkviliðs- manna var bústaðurinn þá þegar alelda og því ekki um annað að ræða en fella hann og slökkva í honum. . Selflytja varð vatn fra Bæjarhálsi í þremur bílum. Sumarbústaðurinn var mannlaus og leikur því grunur á, áð um íkveikju hafi verið að ræða. DREGIÐ IDAG Dregið í 1. fl. kl. 6.00 í dag. Örfáir lausir miðar enn fáanlegir i Aðal- umboðinu Vesturveri. Miði er möguleiki. DÚUM ÖLDWJDUM AH YGGJUL AUST /CVIKVÖLD i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.