Morgunblaðið - 05.05.1981, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1981
t
Bróðir okkar,
GUDMUNDUR ÞÓRÐARSON,
Inknir, frá Sláttubóli A-Landeyjum,
DrApuhlíó 44, Reykjavlk,
andaðist á Landspítalanum 3. þ.m.
Systkini hins lAtna.
t
Móöir mín, tengdamóölr og amma,
GUÐFINNA GRÍMSDÓTTIR,
Völvufelli 44, Reykjavfk,
veröur jarösungin fimmtudaginn 7. maí kl. 3 frá Fossvogskirkju.
Fyrir hönd vandamanna.
Sumarlfna Ólafsdóttir.
t
Eiginmaður minn og faöir okkar,
JÓHANNES KRISTJÁNSSON,
forstjóri,
Kringlumýri 22a, Akureyri,
veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 7. maí kl.
13.30.
Ingunn KristjAnadóttir og börn.
Sigríður Jeppesen
Minningarorð
Fædd 10. desember 1908.
Dáin 25. apríl 1981.
Hún sáði sínu frækorni vel,
enda var uppskeran góð. Það sýndi
hinn tryggi og góði eiginmaður og
hennar einstöku börn. Rúmlega 9
ár er langur tími að liggja sjúk og
hjálparvana. Það hefur verið erf-
iður tími, og ekki síst erfiður
hennar kæru. En hún gaf þeim
styrk með sinni léttu lund, aldrei
æðruorð, ávallt kát og brosandi.
Af henni var hægt að læra
margt, ekki síst þolinmæði og
góðvild í garð allra manna. Ég
ætla ekki að rekja æviferil henn-
ar, það gera aðrir. Þetta er aðeins
kveðja og þakklæti frá okkur
Júlíusi fyrir að hafa kynnst henni.
Guð gefi henni góða heimkomu.
-Að hryKKjast og xleAjaMt
hér um fáa daga.
aA hfilsast ok kveðjaat
það er lífsins sajfa.“
P.J.Á.
Agnes
Til moldar verður borin í dag
vinkona mín Sigríður Jeppesen, en
hún andaðist að morgni 25. apríl
síðastliðins. Hún var gift fóstur-
bróður mínum Alfonsi Oddssyni
bifreiðastjóra sem var sonur Odds
Jenssonar sem lengi bjó í Hvarfs-
dal á Skarðsströnd, en sá bær er
fyrir löngu kominn í eyði.
Mikill söknuður fylgir því að
standa yfir moldum góðrar vin-
konu og rifja upp minningar frá
þeim tíma er Sigríður var heil
heilsu og hrókur alls fagnaðar,
hversdagslega og á hátíðarstund-
um fjölskyldunnar. Hún var frá
fyrstu samverustundum okkur
fóstursystkinum Alfonsar eins og
systir getur best verið.
Sigríður missti skyndilega
heilsuna fyrir rúmum átta árum
og síðan hefur hún að mestu
dvalist á sjúkrahúsi.
Enga fjölskyldu þekki ég sem
staðið hefur betur saman í veik-
indum, heldur en fjölskylda Sig-
ríðar gerði. Allt var gert af
fjölskyldu hennar hálfu sem
mannleg hönd er fær um að gera,
til þess að létta henni sjúkra-
leguna. Hvern helgidag var hún
sótt á sjúkrahúsið og borin á
höndum ýmist inn á sitt eigið
+
Hjartkær eiginkona mín, móöir okkar oa tengdamóöir,
GUÐRÍDUR JÓNSDOTTIR,
HAtúni 10b,
andaöist á Borgarspítalanum sunnudaginn 3. maí.
Halldór Jónsaon,
Jón Halldórsson, Margrét Þorsteinsdóttir,
Guðmundur Halldórsson, Halldóra Valdimarsdóttir,
Elsa Halldórsdóttir,
Ingibjörg Halldórsdóttir.
+
Faöir minn,
LOFTUR JÓNSSON
frA Vilborgarstööum, Vestmannaeyjum,
andaöist á Landspítalanum 2. maí.
Guörún Loftsdóttir,
Blöndubakka 12.
+ Eiginkona min, ÁSTA ÞORGRÍMSDÓTTIR, Kloppsvogi 6, lést á Landspítalanum aö morgni 1. maí. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna Erlendur Jóhannsson. + Maöurinn minn, INGIMAR ÓSKARSSON, néttúrufræöingur, Langholtsvegi 3, lést á hjúkrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b, laugardaginn 2. maí. Margrót Steinsdóttir.
+ Eiginmaöur minn, VIGFÚS GESTSSON, Skarphéöinsgötu 10, lést á Borgarspítalnum Reykjavík, aö kvöldi 1. maí. Kristín Árnadóttir. + Konan mi'n, móöir og tengdamóöir, IÐUNN SIGUROARDOTTIR, andaöist 2. þessa mánaöar á Borgarspítalanum. • Þóröur Þóröarson, Edda Þórz, Magnús Valdimarsson, Sif Þórz, Valgarð J. Ólafsson.
+ Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi, SÓFUS INGVAR BENDER, bifreiðastjóri, Bólstaöarhlíö 46, andaöist í Landakotsspítala 1. maí. Magnhildur Bender, börn, tengdabörn og barnabörn. + SVEINN GUNNLAUGSSON, fyrrverandi skólastjóri A Flateyri, andaöist í Borgarspítalanum 3. maí.
+ Móðir okkar, tengdamóöir og amma, VIGDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Rauöalœk 42, Reykjavík, lést í Landspítalanum aöfaranótt sunnudagsins 3. maí. Jaröarförin auglýst síöar. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginkona mín og móöir okkar, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, fyrrverandi bankaritari, Langholtsvegi 186, lézt 2. maí. Gunnar Björnsson, Rannveig Gunnarsdóttir, Þórarinn B. Gunnarsson.
+ Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN KRISTINN KRISTJÁNSSON, Erluhrauni 6, Hafnarfiröi, lézt aöfaranótt 2. maí. Rósa Jafetsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Faöir okkar, GUDGEIR JÓNASSON, SmAragötu 5, andaöist á Landspítalanum aöfaranótt sunnudagsins 3. maí. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Geir Guögeirsson, Hreggviöur Guögeirsson.
heimili í Mávahlíð 8 eða þá inn á
heimili barna sinna og tengda-
barna.
Aldrei leið svo heimsóknartími
á spítaianum að ekki kæmi eigin-
maður Sigríðar eða einhver úr
fjölskyldu hennar í heimsókn.
Sjálf hafði Sigríður óafvitandi
lagt grunninn að kærleika og
umhyggju fjölskyldu sinnar með
takmarkalausri umhyggju og góð-
vild. Hjónaband er tæpast til
farsælla en það var hjá Sigríði og
Alfonsi.
Sigríður var fædd í Reykjavík,
dóttir Önnu Björnsdóttur Jeppe-
sen og Georgs Jeppesen, sem var
danskur að uppruna. Þegar Sigríð-
ur var ung að árum, slitu foreldrar
hennar samvistum. Faðir hennar
flutti þá til Bandaríkjanna og
reyndi þá mikið á frábæran dugn-
að móður hennar, sem sat eftir
með þrjú ung börn, Sigríði, Karl
óg Max en hann var yngstur.
Eftir að faðir Sigríðar flutti til
Bandaríkjanna fór Anna móðir
hennar að vinna í prentsmiðjunni
Gutenberg þar sem hún vann
fram á háan aldur, eða þar til hún
settist að hjá Sigríði og Alfonsi.
Tólf ára að aldri flutti Sigríður,
ásamt Karli bróður sínum, vestur
um haf til föður þeirra. Farkost-
urinn var fraktskip, sem sigldi
fyrst til Englands og var meira en
mánuð til áfangastaðar. Búið var
um þau systkinin ásamt fleira
fólki í lest skipsins innan um
varninginn og má nærri geta
hvernig vistin þar hefur verið.
Tuttugu og tveggja ára gömul
kom Sigríður aftur heim til ís-
Iands til að heimsækja móður sína
og aðra ættingja og vini. Meining-
in hjá henni var þá að dvölin yrði
ekki löng á íslandi. En þá hitti
hún dökkhærðan ungan mann,
sem móðir hennar kallaði „svarta
strákinn", fyrst eftir að Sigríður
fór að hafa samfundi við hann.
Þetta varð svo maðurinn hennar,
svo áform hennar um för aftur
vestur um haf varð að engu. Síðar
meir kynntist móðir hennar því að
unj?i maðurinn var meira en
„svartur strákur". Milli Alfonsar
og móður Sigríðar mynduðust
fljótt traust bönd sem entust
meðan hún lifði, enda reyndist
Alfons henni sem besti sonur.
Eftir að Sigríður var hætt við
ferðina vestur hóf hún afgreiðslu-
störf í hattabúð Reykjavíkur hjá
Gunnlaugu Briem.
Sigríður og Alfons giftu sig og
hófu búskap í fremur lítilli íbúð
hjá kunningjum sínum: hjónum
sem hétu Skúli og Klara. Heimilið
var fallegt og aðlaðandi. Eftir
dvölina í Bandaríkjunum og
menntunina sem Sigríður hlaut
þar, var hún jafnvíg á þrjú
tungumál og gott var það fyrir þá
sem höfðu lélegan undirbúning
undir skóla að leita tilsagnar hjá
henni. Það var menntandi að tala
við Sigríði, hún hafði farið víða og
séð margt og hafði frá mörgu að
segja.
Ég var tíður gestur á Hverfis-
götuheimilinu og eitt er það frá
þeim tíma, sem ég aldrei gleymi.
Þegar staðið var upp úr stofu hjá
Alfonsi og Sigríði, höfðu þau
ævinlega nógan tíma til þess að
fylgja gestum til dyra og aldrei
var útihurðinni lokað fyrr en
gesturinn var horfinn úr augsýn.
Meðan Sigríður og Alfons
bjuggu á Hverfisgötunni eignuð-