Morgunblaðið - 05.05.1981, Page 39

Morgunblaðið - 05.05.1981, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 39 ust þau sitt fyrsta barn, Önnu sem var látin bera nafn móðurömmu sinnar og gift er Harrý Sampsted vélstjóra. Fljótlega á búskaparár- unum reyndist íbúðin á Hverfis- götunni of lítil, svo þau festu kaup á íbúð á Karlagötunni. Þá hafði þeim líka fæðst önnur stúlka, sem skírð var Guðrún í höfuðið á föðurömmu sinni sem andaðist þegar Alfons var barn. En þá var Alfons tekinn í fóstur til föður- systur sinnar Inngibjargar Sigríð- ar Jensdóttur og manns hennar Halldórs Guðmundssonar, sem bjuggu í Magnússkógum í Dölum þar sem hann ólst upp til fullorð- insára. Guðrún er gift Hans Kragh útvarpsvirkjameistara. Þegar von var á meiri fjölgun í fjölskyldunni og Bergsveinn knattspyrnumaður sonur þeirra fæddist, fluttust þau Sigríður og Alfons í Mávahlíð 8, sem síðan hefur verið heimili þeirra. Berg- sveinn er giftur Þuríði Sölvadótt- ur bankamanni. I Mávahlíðinni uxu börnin upp og döfnuðu vel við mikið hjarta- rúm Sigríðar móður sinnar, sem alltaf var til staðar að sinna þörfum þeirra og félaga þeirra. Þar ólst líka upp að nokkru leyti Sigurður dóttursonur þeirra Sig- ríðar og Alfonsar. Eftir að börnin giftust og barnabörnin komu fleiri og fleiri til sögunnar, stóð Mávahlíðin þeim opin. í hjartarúmi Sigríðar Jeppesen var ævinlega nóg pláss. Góðsemi hennar og ljúfmennska áttu sér engin takmörk. Við systkinin frá Magnússkóg- um, fóstursystkini Alfonsar, vott- um honum nú samúð okkar og allri fjölskyldu hans. Við hörmum að elskulega Sigga okkar, eins og við kölluðum hana ævinlega, skuli vera horfin burt úr hópnum, hún sem alltaf var svo ljúf og hress og kom öllum í gott skap sem í kring um hana voru. Blessuð sé minning hennar. Jensína llalldórsdóttir. Ingibjörg Jónsdótt- ir - Minningarorð Fædd 10. nóvember 1904. Dáin 26. apríl 1981. Þann 26. apríl 1981 andaðist að Elliheimilinu Grund í Reykjavík Ingibjörg Jónsdóttir, Alfhólsvegi 80, Kópavogi. Inga frænka, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist að Breiðholti Seltjarnarnesi 10. nóvember 1904. Una S. Sigurðar- dóttir Minningarorð Fædd 24. maí 1904. Dáin 26. 4.1981. Hinn 26. apríl sl. lést amma mín Una S. Sigurðardóttir í Borgar- spítalanum. Una var fædd 24. maí 1904 í Selsgarði Alftanesi og voru for- eldrar hennar frú Sigríður Guð- mundsdóttir og Sigurður Sigurðs- son, sjómaður. A þessum árum voru lífskjörin mun bágbornari en nú á dögum og þurftu börnin að fara að vinna fyrir sér um leið og þau gátu vettlingi valdið, og gekk það sama yfir Unu og flesta aðra. + Fóstursystir mín, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Alfhólsvegi 80, Kópavogi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 5. maí, kl. 3. Ólafía Ingimundardóttir. + Bróðir minn og mágur, KRISTJÁN G. KRISTJÁNSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 6. mai, kl. 3. eh. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeir, sem vilja minnast hans láti Krabbameinsfélagiö njóta þess. Kristín S. Kriatjánadóttir, Hafliöi Gíalaaon. + Sonur okkar, faöir og bróðir, RAGNAR SIGURÐUR RAGNARSSON, vélstjóri, Otrateig 20, veröur jarösunginn frá Laugarneskirkju miövikudaginn 6. maí kl. 3.00. Sigríóur E. Jónadóttir, Ragnar B. Henrýaaon, Sandra Björk Ragnaradóttir, Páll Ragnaraaon, Jón Ingi Ragnaraaon, Arnheiður Ragnaradóttir. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og bróöir, JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON, málarameiatari frá Hafnarfirði, andaöist 30. apríl í Graasten Danmark. Útför hans fer fram miðvikudaginn 6. maí frá Garöakirkju kl. 2. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Soffía V. Björnadóttir, Elíaabet Hanaen, Bjórn Jóhannsson, Olafur Jóhannaaon, Ingveldur Ólafsdóttir, og barnabörn. Henry Hansen, Asta Jóhannsson, Tove Jóhannason, Sigurður Ólafsaon + Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og sonar, SNÆBJARNAR BJARNASONAR. Sérstakar þakkir sendum vlö læknum og hjúkrunarfólki hand- lækningadeildar 3, Landspítalanum. Áslaug Magnúadóttir, Árni Snæbjörnsson, Helga Snæbjörnsdóttir, Gunnsteinn Stefánsson, Bjarni Snæbjörnsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Magnús Snæbjörnsson, Ásrún Ingólfsdóttir, Helga Jónasdóttir. Eftir að Una fullorðnaðist var hún í vist m.a. hjá Ásthildi og Pétri Thorsteinsson og síðar starf- aði hún hjá Mjólkursamsölunni bar sem hún kynntist eiginmanni .únurn Böðvari Högnasyni. Una og Böðvar giftu sig árið 1926 og var það hjónaband mjög hamingjusamt. Þau eignuðust þrjú börn, Högna (f. 1927), Hjör- dísi (f. 1930) og Þórunni (f. 1933). í fyrstu bjuggu þau að Lindargötu 12, R. þar sem Una helgaði sig alfarið heimili og börnum. Hún var einstaklega góð og fórnfús móðir. Börn og eiginmaður gengu fyrir öllu. Þeir sem þekktu Unu á þessum árum sögðu um hana að hún hefði verið mjög falleg kona og sérstak- lega myndarleg og hreinleg, enda bar heimili hennar þess merki alla tíð. Hún var ákaflega sterkur per- sónuleiki og hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum. Einr.ig var hún glaðlynd og gamansöm og skorti hana aldrei orð þegar á hana var yrt, enda bráðgreind. Á seinni árum, þegar heilsan fór að gefa sig, hélt hún þó alltaf glaðlyndi sínu en eftir að Böðvar afi minn dó brá þó skugga á andlit hennar og mér fannst hún aldrei ná sér fullkomlega eftir það. Eg þakka það aldrei nóg að hafa fengið að kynnast ömmu minni svo náið og njóta samvista henn- ar, og ég veit að ég tala fyrir munn hinna þriggja barnabarnanna. Minninguna um ömmu geymi ég um alla framtíð. Guð blessi ömmu mina. Una Eyþórsdóttir. Er hún var á fyrsta ári tóku hjónin Guðbjörg Magnúsdóttir og Ingimundur Ólafsson, Knútsborg, Seitjarnarnesi, hana í fóstur og var hún með þeim alla tíð síðan, meðan bæði lifðu. Árið 1907 flutt- ist Inga ásamt fósturforeldrum sínum og þeirra börnum að Bræðraparti við Bræðraborgar- stíg í Reykjavík, og þar eyddi hún sínum bernsku- og unglingsárum. Inga bjó með fósturforeldrum sinum og hélt heimili með þeim þar til þau voru bæði látin, og reyndist hún þeim vel í ellinni og hugsaði um þau af natni og umhyggjusemi og launaði þeim þannig uppeldið. Þegar þau voru látin fluttist Inga á heimili Ólafíu fóstursystur sinnar, ömmu minn- ar, og bjuggu þær saman æ siðan meðan báðar héldu heilsu, fyrst að Sólvallagötu 5A, Reykjavík, þá að Njálsgötu 86, Reykjavík og síðast bjuggu þær saman að Álfhólsvegi 89 Kópavogi, í nágrenni við Ingi- björgu Sigurðardóttur, dóttur Ólafíu, en Ingibjörg og maður hennar Hinrik Lárusson og börn þeirra, reyndust þeim mjög vel, einkum eftir að heilsu þeirra fór að hraka, og eiga þau þakkir skilið fyrir það. Ólafía dvelur nú á Hrafnistu og hefur verið þar í nokkur ár, en Inga var síðustu árin vistmaður á Elliheimilinu Grund. Inga giftist aldrei og átti ekki börn, hún var hins vegar sérstak- lega barngóð og börn löðuðust ætíð að henni.enda var leitun að manneskju sem var eins blíð og þolinmóð við börn og einmitt Inga. Sá sem þessar línur ritar fór ekki varhluta af því. Sem barn bjó ég um tíma með foreldrum mínum og systur að Sólvallagötu 5A um leið og Inga, og var hún mér og systur minni ætíð einstaklega góð. Hún hafði alltaf tíma til að leika við mann og kunni marga skemmti- lega leiki, hún sagði okkur sögur og margir voru göngutúrarnir sem hún fór með mig um nágrennið t.d. uppá Landakotstún, niður í kirkjugarð eða vestur á róluvöll, svo eitthvað sé nefnt. Á þessum gönguferðum fræddi hún mig um ýmsa hluti og útskýrði fyrir mér margt sem ég ekki skildi, þannig kenndi hún mér meira á þessum árum en flestir aðrir, og er ég henni þakklátur fyrir það. Þá er mér og í fersku minni mín fyrsta leikhúsferð, en það var einmitt ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagshlaöi. að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni. að frum- ort ljoð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. Inga sem tók mig með sér að sjá Skuggasvein í Þjóðleikhúsinu, og var ég þá líklega 5 ára gamall. Síðar er þær Inga og amma voru fluttar að Njálsgötu 86 í Reykja- vík, var það alltaf mikið tilhlökk- unarefni ef til stóð að heimsækja þær einkum ef dvalið var hjá þeim yfir nótt, því þangað var gott að koma. Það sem hér að framan er ritað veit ég að á ekki eingöngu við mig heldur hafa önnur barna- börn ömmu svipaða sögu að segja, því Ingu þótti vænt um okkur öll og reyndist öllum vel, þó hópurinn væri stór. Inga var lengst af heilsuhraust, en fyrir um það bil 10 árum kenndi hún lasleika sem smám saman ágerðist þannig að síðustu mánuðina var hún algjörlega rúm- föst. Hún vann allan sinn starfs- aldur hjá Ásgarði h/f og þar hóf hún störf árið 1924, þá tvítug að aldri, og hjá því fyrirtæki starfaði hún samfellt í rúm 50 ár eða til ársins 1976, en þá hætti hún að vinna af heilsufarsástæðum. Hún var alltaf vel liðin jafnt af sam- starfsmönnum, sem húsbændum, enda var hún starfskraftur góður, dugleg, samviskusöm og létt í lund, og var ein þeirra sem ætíð gerði meiri kröfur til sjálfrar sín en annara. Hún lifði alla tíð kyrrlátu og reglusömu lífi og aldrei heyrðist hún kvarta þótt stundum ætti hún erfitt, einkum hin síðari ár er heilsan var farin að bila, og í dag kveðjum við með söknuði og þakklæti þessa góðu konu, en hún verður jarðsungin í dag frá Fossvogskapellu í Reykja- vík. Blessuð sé minning Ingibjargar Jónsdóttur. Guðmundur Pétursson. Legsteinn er varanlegt minnismerki Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. IS.HELGASON HF STEINSMKMA SKEMMUVEGl 48 SiMt 76877 Hljóðritunartæki til sölu Tæki til hljóöritunar í eigu Tóntækni hf. eru öll til sölu. Tækin eru flest nýleg og af vandaðri gerö hvert á sínu sviði. Listi yfir tækin liggur frammi hjá SG-hljómplötum hf., Ármúla 38, sími 84549 og eru þar veittar frekari upplýsingar ef óskaö er. Tækin seljast öll í einu lagi og er óskaö eftir skriflegum tilboöum fyrir þriðjud. 13. maí í pósthólf 5207, 105 Reykjavík. Réttur áskilinn til aö taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.