Morgunblaðið - 05.05.1981, Síða 48

Morgunblaðið - 05.05.1981, Síða 48
 Síminn á afgreiðslunni er 83033 }M«rgunbI<ibid Síminn á afgreiðslunni er 83033 JMvrgunblnbib ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana manni HÆSTIRÉTTUR dæmdi í líær Uráin Illeinar Kristjánsson i 16 ára fanKelsi fyrir að verða Svav- ari SÍKurðssyni að bana i ibúð i húsinu að Hverfisgotu 34 í Reykja- vik hinn 1. april 1979. Til frádrátt- ar refsinKunni kemur gæzluvarð- haldsvist Þráins frá 2. apríl 1979. Hafnarfjörður: Ung hjón hand- tekin fyrir leynivínsölu UNG IIJÓN í Hafnarfirði voru um helKÍna handtekin fyrir umfanKsmikla leyni- vínsolu. Að sögn Sveins Björnssonar yfirlögreKluþjóns í Hafnar- firði hefur um hrið leikið grunur á því að leynivínsala væri rekin i bænum. Undan- farið hafa 16 ára piltar þar í bæ verið ískyggilega oft undir áhrifum áfengis. Voru piltarn- ir yfirheyrðir og í framhaldi af því voru hjónin handtekin. Þau viðurkenndu að hafa á sl. tveimur árum selt um 600 flöskur af áfengi, aðallega brennivíni. Fór salan fram á heimili þeirra og voru ungl- ingar kaupendur í flestum tilfelium. Hjónin höfðu vænan hagnað af fyrirtækinu því venjulega seldu þau brenni- vínsflöskuna á helmingi hærra verð en „í ríkinu". T.d. hafa þau selt brennivínsflöskuna á 280 krónur að undanförnu en hún kostar tæpar 140 krónur í vínbúðum. Við húsleit fundust 4 flöskur. Hjónin eru um þrítugt og eiga þau yfir höfði sér háar sektir. Hæstiréttur staðfesti dóm saka- dóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp af Halldóri Þorbjörnssyni yfirsakadómara. Fjórir hæstarétt- ardómarar stóðu að dómsorðinu, Björn Sveinbjörnsson, Ármann Snævarr, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason. Sigurgeir Jónsson skilaði sératkvæði og taldi að Þráni bæri að sæta fangelsi í 14 ár. Þráni var ennfremur gert að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin sak- sóknarlaun til ríkissjóðs, 5.000,00 krónur og réttargæzlu- og máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Clausen hrl., 6.000,00 krón- Sem fyrr sagði varð atburður- inn 1. apríl 1979. Þráinn, sem nú er 38 ára gamall, veitti Svavari mikla áverka með beittum eldhús- hníf og lézt hann af völdum áverkanna. Svavar heitinn var 56 ára þegar hann lézt. Þessi kría var á flugi j;fir Álftanesi í gærkvöldi. I.josm. Kmilia. Krían er komin KRÍAN er komin. Bjarni Guðmundsson, Jörfa á Alfta- nesi, hringdi til okkar á sjöunda tímanum í gær- kvöldi og voru fyrstu kríu- hóparnir þá nýkomnir á nes- ið. Bjarni hefur fylgst með komu kríunnar undanfarin ár og kveður hana óvenju snemma á ferðinni. I fyrra komu fyrstu kríurnar á Alftanesið 8. maí, en venju- lega er talið að krían komi 11. maí og þann dag kemur hún oftast í Tjarnarhólm- ann. Missti hönd í hausingarvél: Reynt að græða hönd á 16 ára stúlku SEXTÁN ára gömul stúlka lenti með hægri höndina í hausingarvél í söltunarstöð Miðness hf. i Sandgerði í gær og fór höndin af, ofan við úlnlið. Stúlkan var flutt á slysa- deild Borgarspítalans og var hún enn í aðgerð, þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Átti að freista þess að græða höndina á stúlk- una á ný. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins var líðan stúlkunnar eftir atvikum, en ekki var útséð um hvenær aðgerðinni lyki, né heldur um árangur af henni. Páll Sigurjónsson, formaður VSI: „Harðasta og afturhaldssamasta verðlagslöggjöf, sem um getur“ VSI setur fram kröfur um „félagsmálapakka“ í samningum í haust „FRÁ 1. MAÍ býr atvinnurekst- urinn við hörðustu og aftur- haldssömustu verðlaKslöKKjöf, sem um Ketur,“ sagöi Páll SÍKur- jónsson. formaður Vinnu- veitendasambands íslands, i ræðu sinni á aðalfundi samtak- anna, scm hófst i gær. Formaður VSl sagði það staðreynd, að verðholgan væri minnst i þeim löndum Vestur-Evrópu, sem búa við mest frjálsræði en hins veKar Stórbruni í timburgeymslu Dvergs hf. í Hafnarfirði Frá slökkvistarfinu í Kær. STÓRBRUNI varð i timhur- Keysmlu timhurverslunarinnar DverKs hf. í Hafnarfirði um miðjan dag í Kær. Samkvæmt upplýsinKum lógreKlunnar i Hafnarfirði var tilkynnt um eldinn um klukkan 15.40 ok tókst að ráða niðurlögum hans um tveimur klukkustundum síðar. Allt slökkvilið bæjarins var kallað á staðinn og gekk slökkvistarf vel. Talið er að um ikvcikju hafi verið að ræða. í samtali við Morgunblaðið sagði Trausti Ó. Lárusson, fram- kvæmdastóri Dvergs, að erfitt væri að gera sér grein fyrir því hve mikið tjónið væri, en ljóst væri að það skipti hundruðum þúsunda og væri því verulegt. Trausti sagði að timbrið hefði verið vátryggt fyrir nókkurn veginn þá upphæð sem andvirði þess næmi, þannig að ekki væri um verulegt tjón að ræða fyrir fyrirtækið. Trausti sagði að menn væru nokkuð vissir um að um íkveikju hafi verið að ræða, því ekkert rafmagn væri í hús- Ljósm. Mbl. Arnór. inu og enginn tæknilegur mögu- leiki á eldsupptökum. Trausti kvaðst telja að um þriðjungur timbursins í húsinu hefði orðið eldinum að bráð, einnig hefðu orðið skemmdir af vatni, en ekki mjög miklar skemmdir á húsinu. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins í Hafnarfirði er mikið um íkveikjur og sinubruna í Hafnarfirði og Garðabæ, og hvetur slökkviliðið foreldra til að hafa eftirlit með börnunum og hvort þau hafi eldspýtur í fórum sínum. væri verðbólgan mest á Islandi, þar sem verðlagshöft hafa verið meiri en annars staðar. í ræðu sinni sagði Páll Sigur- jónsson, að nú væri komið að vinnuveitendum að setja fram kröfur um „félagsmálapakka", ekki í formi ölmusu, heldur að- gerða til þess að bæta rekstrar- skilyrði atvinnuveganna. Mundu slíkar kröfur verða settar fram í tengslum við kjarasamninga í haust. Páll Sigurjónsson sagði, að „félagsmálapakkar" hefðu verið snar þáttur í kjarasamningum undanfarinna ára, oftast með ærnum útgjöldum fyrir atvinnu- vegina, en með viðræðum við ríkisstjórnina hefði tekizt að tryggja í síðustu kjarasamning- um, að þeir hefðu ekki þýtt auknar álögur fyrir atvinnuvegina. I ræðu Páls Sigurjónssonar kom fram, að á árabilinu 1971—1981 hefði einkaneyzla á mann aukizt um 22% en samneyzla um 58% og hefði liðinn áratugur því verið gífurlegt þensluskeið í opinberum umsvifum. Það hlýtur að vera hlutverk samtaka atvinnuveganna að knýja á um breytta stefnu í þeim efnum, sagði formaður VSÍ. Sjá ræðu Páls Sigur- jónssonar i heild á bls. 16. Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri: „Grunum Belg- ana um græsku“ SKIPSTJÓRI á trollbáti frá Sandgerði hélt því fram í samtali við Morgunblaðið á sunnudag. að Belgar gæfu ekki upp nema hluta þess afla, sem þeir veiddu hér við land og fengju jafnvel þrisvar sinnum meira af þorski, en þeir haía gefið upp. „Við grunum þá um græsku, því er ekki að neita,“ sagði Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri í samtali við Mbl. í gær. Hann sagði, að þetta mál hefði komið upp í vetur og ráðuneytið hefði fengið ábendingar um, að Belgarnir færu ekki að settum reglum. „Undanfarið hefur verið unnið að rannsókn á þessu máli á vegum ráðuneytisins. Meðal ann- ars er unnið að því að fá upplýs- ingar frá Englandi um afla Belg- anna og aflasamsetningu, en þar selja Belgarnir oft afla sem þeir fá á Islandsmiðum", sagði Jón Arn- alds. Aðspurður kvað hann starfs- menn ráðuneytisins ekki hafa ástæðu til að ætla, að Færeyingar og Norðmenn léku sama leik. Belgar hafa heimild til að veiða 5 þúsund lestir af bolfiski hér við land í ár, þar af 750 lestir af þorski. Færeyingar mega veiða 17 þúsund lestir af bolfiski hér við land og þar af 6 þúsund lestir af þorski. Norðmenn hafa leyfi til að veiða 2 þúsund lestir og í fyrra voru 382 lestir af þorski í afla þeirra hér við land.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.