Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR 123. tbl. 68. árg. FÍMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Páll páfi II veifar til fólksins, sem faunaói honum þe«ar hann hélt í xa'r heim af Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm. Ar-símamynd Pafinn heim af siúkrahúsi Vatikaninu. 3. júni. AP. BROSANDI veifandi til fólks- ins. sem fagnaði honum. Kekk Jóhannes Páll páfi II einn og óstuddur út úr Gemelli-sjúkrahús- inu í Róm í daK ok hélt siðan rakleiðis heim í Vatikanið. Þá voru liðnar réttar þrjár vikur frá því. að reynt var að ráða hann af doKum á Péturstorginu í Róm. Þykir mörKum undrum sæta hve páfi hefur náð sér fljótt af sárum sinum en i fyrstu var talið, að hann yrði ekki skemur en tvo mánuði á sjúkrahúsi. Ekki var tilkynnt um að páfi fengi að fara heim af sjúkrahúsinu fyrr en kiukkustundu áður en af því varð, en þá höfðu læknar kveðið upp þann úrskurð, að hon- um ykist óðum þróttur og að ekki væri ástæða til að halda honum lengur. Páfi mun þó verða að gangast undir annan uppskurð innan mánaðar. Nokkur mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið þó að skammur tími væri til stefnu og allstærri hópur beið hans í Vati- kaninu þegar þangað kom. Nokkr- um mínútum eftir heimkomuna kom hann út í glugga íbúðar sinnar og veifaði til fólksins en þar á meðal voru margir landar hans, Pólverjar. Að sögn ítölsku lögreglunnar velkist hún enn í vafa um hvort tiiræðismaðurinn við páfa, Tyrk- inn Mehmet Ali Agca, hafi verið einn að verki eða verið keyptur til verksins. Pólskir harðlínu- menn varaðir við Varsjá. 3. júní. AP. VALDAMIKILL maður í fram kvæmdanefnd pólska kommún- istaflokksins. Kazimierz Barcik- owski, réðst í dag harkalega á svokallaða „umra'ðuhópa" innan flokksins, sem að undanförnu hefðu gagnrýnt forystuna. Sagði hann, að slíkt framferði gæti grafið undan áhrifum flokksins og gaf í skyn að með þvi ykjust likurnar á hugsanlegum afskipt- um Rússa af pólskum innan- landsmálum. Einsýnt þykir að hér hafi íyrst og fremst verið átt við „umræðuhópinn" innan flokksdeildarinnar i Katowice, en Sovétmenn hafa síðustu daga gert sér mjög dælt við þær yfirlýsingar, sem frá henni hafa komið. Barcikowski lét orð sín falla á fundi með flokksmönnum í borg- inni Lodz en seinna var ræða hans lesin í sjónvarpinu. í henni hvatti hann til einingar innan flokksins og sagöi, að ekki yrði hvikað frá þeirri umbótastefnu, sem ákveðin væri. Hann sagði, að núverandi leiðtogar væru óhræddir við dóm sögunnar og að stofnun „umræðu- hópsins" í Katowice væri „mjög alvarlegur hlutur". í öðrum fréttum frá Varsjá segir, að 500 fangar í ríkisfangels- inu í Wroclaw hafi verið í hungur- verkfalli í sex daga og gera þeir einkum kröfur um bættan aðbún- að í fangelsinu. Fjórir verkamenn hafa einnig fastað í 14 daga í verksmiðju í Suður-Póllandi og krefjast þeir þess, að pólitískir fangar verði leystir úr haldi. í dag hófu þrír aðrir menn hungurverk- fall af sömu sökum og þar á meðal fyrrv. varasaksóknari í Szczecin. Aþenu. 3. júní. AP. GRÍSKA lögreglan hóf i dag umfangsmikla lcit um landið allt að mönnunum. sem ábyrgð bera á miklum eldum í miðhorg Aþenu i morgun, en þá hrunnu næstum til kaldra kola tvær stórverslan- ir. Ellefu slökkviliðsmcnn slösuð- ust í viðureigninni við cldinn. Enn sem komið er hafa engir lýst sök á hendur sér, en gríska lögreglan er þess fullviss, að hér hafi verið að verki „andkapitalísk" samtök, sem nefna sig nafninu „Október 80“. í desember sl. kváð- Lech Walesa, sem nú er staddur í Genf, tók í dag undir kröfur þeirra, sem eru í hungurverkfalli, og skoraði á pólsk stjórnvöld að láta lausa úr haldi fjóra félaga í samtökunum „Frjálst Pólland", sem eru andkommúnísk, og tvo bræður, sem setið hafa inni í áratug fyrir að sprengja upp skólabyggingu. ust þau bera ábyrgð á brununum þegar tvær mestu stórverslanir Aþenuborgar gjöreyðilögðust í eldi. Að sögn lögreglunnar í Aþenu var sama aðferðin notuð nú og í des. sl., þ.e. að íkveikjusprengjum var komið fyrir á annarri hæð bygginganna, sem eru margra hæða. „Októbers 80“ hafði enginn heyrt getið fyrr en í desember sl. og þrátt fyrir að mikið fé hafi verið sett til höfuðs samtökunum, um 250 þús. ísl. nýkr., hefur allt komið fyrir ekki. Brennuvarga leit- að um Grikkland Begin: Kallar alla Þjóðverja nasista Jerúsalem. 3. júní. AP. MENACIIEM Begin. forsætisráð- herra ísraels, réðst enn í dag harkalega á Þjóðverja og sagði, að öll þýska þjóðin bæri ábyrgð á gyðingamorðunum. Ennfremur endurtók hann fyrri fullyrðingar sinar um. að Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands, væri eiðsvarinn liðsmaður Adolf Hitlers og myndi alltaf verða. „Öll þýska þjóðin ber ábyrgð á örlögum evrópskra gyðinga á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar,“ sagði Begin í ísraelska þinginu í dag. „Allir, kommúnistar, jafnaðarmenn og nasistar, voru í þýska hernum, líka hr. Schmidt, og sóru Hitler hollustueiða. Var hr. Schmidt kannski á austurvígstöðvunum? Þar er borg, sem heitir Brest-Litovsk. Get ég verið viss um, að hann hafi ekki verið þar?“ Brest-Litovsk í Póllandi var heimabær Begins og þar myrtu nasistar foreldra hans á stríðsárun- um. Begin lét þessi orð falla þegar hann svaraði þeirri gagnrýni í þing- inu í dag, að fyrri ummæli hans í sama dúr hefðu stórskaðað sam: skipti V-Þýskalands og ísraels. í máli sínu gerði Begin einnig lítið úr skaðabótum Þjóðverja, nefndi í því sambandi 800 milljónir dollara, en sjálfir segjast Þjóðverjar hafa greitt Ísraelsríki og fórnarlömbum nasista 30 milljarða dollara. Amnon Rubenstein, einn stjórnar- andstöðuþingmannanna, sagði eftir svör Begins, að þessar árásir hans á erlendan þjóðarleiðtoga kynnu að „veita honum sjálfum einhverja per- sónulega fullnægingu, en þær veiktu ekki Helmut Schmidt.. .heldur Israel". Begin og Sadat finnast á Sinai Ofira. 3. júní. AP. MENACHEM BEGIN, forsætisráðherra ísraels, og Anwar Sadat, forseti Egyptalands, munu á morgun, fimmtudag, ciga með sér fund í Ofira á Sinai-skaga og verður spennan milli Sýrlendinga og ísraela helsta umræðuefnið en legið hefur nokkurt skeið. Fundurinn á morgun verður sá tíundi með leiðtogum þjóðanna síðan friðarviðræður hófust milli þeirra með hinni sögulegu ferð Sadats til Jerúsalem i nóvember 1977. Hann er jafnframt sá fyrsti í 17 mánuði. Sadat hefur fordæmt Sýrlend- inga fyrir að kynda undir ófremd- við styrjöld milli þjóðanna nú um arástandinu í Líbanon, en einnig hvatt Israela til að skvetta ekki olíu á eld með árásum á palest- ínska flóttamenn. ísraelar hafa þó af því nokkrar áhyggjur, að utan- ríkisráðherra Egypta, Butros Ghali, hefur látið svo ummælt, að skyldur Egypta við arabíska bræður sína kynnu að vega þyngra en samkomulagið við ísraela. Annað umræðuefni Begins og Sadats verður afhending egypsks lands á Sinai-skaga og er búist við, að Egyptar krefjist þess, að henni verði hraðað. í fréttum frá Beirut segir, að ísraelskir fallbyssubátar hafi í dag, annan daginn í röð, ráðist á flóttamannabúðir Palestínu- manna í Norður-Líbanon. Þessar aðgerðir eru þær þriðju, sem Israelar grípa til gegn palestínsk- um skæruliðum í Líbanon eftir að Sýrlendingar komu þar fyrir sov- éskum loftvarnaeldflaugum fyrir fimm vikum. George Rallis, forsætisráðherra Grikklands, efndi í dag til skyndi- fundar með stjórninni til að ræða þessa atburði, enda hefur stjórn- arandstaðan borið stjórnvöldum mjög á brýn getuleysi í viðureign- inni við þessa hryðjuverkamenn. Ætla til himna í lok júní Tucson. Arizona. 3. júní. AP. FIMMTÍU félagar í kristnum söfnuði í Arizona hafa sagt upp atvinnu sinni og selt eigur sinar og ætla til himna 28. júní. Leiðtogi safnaðarins, Bill Maupin, og aðrir segjast hafa sannfærzt við lestur á biblí- unni að Jesús kæmi aftur til jarðarinnar 1988. En þeir telja að sjálfir verði þeir komnir til himna þá og hafa því gert sínar ráðstafanir og gefið fjár- muni sína söfnuðinum svo að hann geti boðað tíðindin. Maupin spáir því að að loknu stríði í Miðausturlönd- um verði heimurinn á valdi „margþjóðaveldis“ ’ undir for- ystu bandarísks andkrists þangað til Jesús Kristur komi til jarðarinnar í maí 1988. En áður en Jesús kemur segir hann að sanntrúaðir muni „lyftast upp“ og „færast" til himna. Maupin segir að þeir sem eftir verði á jörðinni eftir 28. júní verði að gera upp við sig hvort þeir eigi að ganga í lið með djöflinum — og hljóta þar með ævarandi glötun — eða ganga Jesú á hönd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.