Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1981 35 unnar. Margrét bjó þeim yndislegt heimili þarna á Vesturgötunni. Styrkur Margrétar, einstæð um- hyggja og gleðin yfir því minnsta, sem fyrir hana er gert, er mér næsta óskiljanleg. Hvernig hún hélt við gleði og vellíðan Hálfdans hin síðustu ár, verður af engum fullþakkað. Pálmi, hálfbróðir Hálfdans, er kominn frá Kanada. Hann ætlaði að halda upp á áttræðisafmælið með bróður sín- um 24. júní. Ég hlýt að minnast Háifdans með virðingu og þakklæti í huga. Hann gaf mér dóttur sína, sem er mín mesta gæfa í þessu lífi. Hálfdan trúði því einlæglega, að handan jarðnesks dauða biði ann- að líf. Ég vona að honum hafi orðið að trú sinni og sé kominn í hóp vina hinu megin Við móðuna Karl Karlsson Kveðja frá TónlistarfélaBinu Þegar Tónlistarfélagið var stofnað á árinu 1932, þá gerðist Hálfdan Eiríksson, kaupmaður og tónlistarunnandi, einn af tólf stofnendum þess félags. Einlægni hans og hjartahlýja ollu því að frá fyrsta degi varð hann vinur okkar allra og sam- herji. Á þá vináttu hefur aldrei borið skugga. Við vorum lýðræðissinnar og því allir jafnir. Hver félagi vann þau störf, sem hentuðu honum best og veittu mestan unað, því önnur voru launin ekki. Við, sem enn þreyjum þorrann, þökkum nú að leiðarlokum 50 ára samfylgd og ánægjulegt samstarf. Við óskum Hálfdani góðrar heimkomu. Hann efaðist aldrei. t Útför eiginmanns míns, fööur okkar. tengdafööur og afa, MAGNUSAR HANNESSONAR, rafvirkjameistara, Hagamel 25, Reykjavík, verður gerð frá Neskirkju þriöjudaginn 9. júní kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Frændasjóö í vörslu Páls Lýössonar, Litlu- Sandvík, eöa Líknarsjóö Barnaspítala Hringsins. Guörún Margrét Þorsteinsdóttir, Hannes Nordal Magnússon, Ásta Valdimarsdóttir, Magnús Þór Magnússon, Hrefna María Gunnarsdóttir, Margrét Oddný Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Hreiðarsson og barnabörn. t Þökkum af hjartans einlægni, auösýnda samúö vegna andláts og útfarar ástkærs sonar okkar og bróöur, GUÐRÁDS DAVÍOS BRAGASONAR, sem lézt af slysförum 16. maí sl. Guö blessi ykkur öll. Erna Þorleifsdóttir, Bragi Guöráösson, Vigdís Bragadóttir, Stefanía Bragadóttir, Sigríöur Bragadóttir, Gunnar Sigurösson, Helga Bragadóttir, Erla Bragadóttir. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Hvammi, Eyjafjöllum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliös Borgarspítalans sem önnuöust hana í veikindum hennar. Magnús Sigurjónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Í Hjartanlegustu þakkir okkar fyrir hlýhug og vináttu viö andlát og útför eiginmanns mfns, fööur, tengdafööur, afa og langafa RAGNARS V. JÓNSSONAR, veitingamanns. Guö blessi ykkur öll. Júlíana S. Erlendsdóttir, Rakel B. Ragnarsdóttir, Björgvin Árnason, Jón Ó. Ragnarsson, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, Þór Ragnarsson, Vilhelmína Hauksdóttir, Ruth Ragnarsdóttir, Ómar Hallsson, Hilmir Hinriksson, Hulda Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö hiö sviplega fráfall bræöranna, JÓELS OG BJARNA GUÐMUNDSSONA, sem fórust meó mb. Béru VE 141. Sérstakar þakkir færum viö Slysavarnadeild kvenna Garöi og kvenfélaginu Gefn fyrir ómetanlega aöstoö viö minningarathöfn þeirra, svo og öllum öörum sem þátt tóku í leitinni til sjós og lands. Guös blessun fylgi ykkur öllum. Guörún Pétursdóttir og börn, Laufey Siguróardóttir og systkini. + Þökkum sýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, fósturmóöur, tengdamóöur og ömmu, GUDRUNAR GRÍMSDÓTTUR frá Oddsstööum, Vestmannaeyjum. F.h. stjúpbarna og annarra vandamanna. Ingólfur Guðjónsson, Árni Guöjónsson, Guölaugur Guójónsson, Anna Siguröardóttir, Vilborg Guöjónsdóttir, Jón Aðalsteinn Jónsson, Hjörleifur Guönason, Inga Halldórsdóttir, Jóna Pétursdóttur, Sigurgeir Björgvinsson og barnabörn. Hálfdan Eiríksson var einn af stofnendum Félags matvörukaup- manna árið 1928, en hann átti þá og rak verzlunina Kjöt & Fisk að Þórsgötu 17 hér í Reykjavík. Hann starfaði af miklum áhuga í félag- inu meðan hann var kaupmaður, og sat um tíma í stjórn þess og gegndi þar ritarastörfum. Hálfdan var sæmdur gullmerki Kaupmannasamtaka íslands á fimmtán ára afmæli Félags mat- vörukaupmanna árið 1978. Stjórn Félags matvörukaup- manna þakkar störf Hálfdans Eiríkssonar í þágu félagsins og vottar ástvinum hans dýpstu sam- úð. Ólafur Björnsson formaður Félags matvörukaupmanna. í dag, fimmtudag, verður heim- ilisvinur okkar Hálfdan Eiríksson til moldar borinn frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Þessi mæti maður lauk lífsgöngu sinni sáttur við alla menn, bjartsýnn á það, sem bíður hans við umskiptin. Það hlýtur ávallt að verða sælt að sofna þeim sem þreyttir eru, eftir langan vinnudag, Ég átti þess kost fyrir meira en hálfri öld að kynnast í raun þessum sómamanni, sem nú er kvaddur. Margar myndir og fagr- ar koma upp í hugann. Árið 1929 setti hann á stofn verslunina Kjöt & Fiskur á horni Þórsgötu og Baldursgötu, og gekk því ávallt undir nafninu Hálfdan í Kjöt & Fisk. Eins og nafnið gaf til kynna var þjóðarréttur landans aðal verslun- arvaran og því oft mikið að gera og var því þessi verslun um- fangsmikil og rekin með miklum myndarskap. Á þessum árum voru miklir erfiðleikatímar, og mikið um atvinnuleysi. Mikill varð þá vandi þessa mikla mannvinar, sem allir í hverfinu töldu sig eiga að vini. Ég hygg hann hafi engum neitað, þegar leitað var bónbjarg- ar, þótt greiðsla hafi verið ótrygg. Hálfdan var glæsimenni í sjón og raun, tilfinningasamur og ljúf- ur og vann hylli allra, sem kynnt- ust honum. Hann var mikill unn- andi fagurs mannlífs. Tónlist heillaði Hálfdan og var hann einn af 12 postulum, sem svo voru kallaðir, að stofnun Tónlistar- félagsins. Þá var hann liðtækur skákmaður og mun hafa átt drjúg- an hlut í skákframa Jóns, sonar síns, sem flestir skákmenn þekkja vel til. Einnig var öllum ljóst, sem Hálfdan þekktu, að þar fór mikill trúmaður, sem þakkaði og lofaði hvern dag að kvöldi, og víst mun hann hafa næsta dag beðið til að gleðja og hugga þá, sem voru á vegi hans. Hálfdan var algjör reglumaður og hafði ungur að árum ásett sér að kynnast aldrei vímugjöfum né hafa um hönd. Nú þegar leiðir skilja er þakk- læti efst í huga fyrir að hafa eignast slíkan samfylgdarmann sem Hálfdan. Við hjónin þökkum langa vin- áttu og tryggð. Jafnframt vottum við fjölskyldu hans innilega samúð. Vinarkveðja, Björgvin Grímsson. LÖNG HELGI í LÚXENBORG Brottför á laugardagsmorgni 13. og 27. júní, 18. og 25. júlí, 8. og 15. ágúst. Komið til Luxemborgar um hádegi Gisting á Sheraton-Aerogolf, laugardags, sunnudags- og mánudagsnótt Brottför frá Luxemborg á þriðjudegi um tvöleytið Komið til Keflavíkur um fimmleytið RF HVERJU LÚXENBORG? AF ÞVÍ AÐ: - Flugferð og gisting eru ódýr. Sheraton-Aerogolf er mjög þægilegt hótel í fallegu umhverfi við hliðina á góðum 18 holu golfvelli. Luxemborg býður upp á einn besta mat í heimi - þú getur meira að segja fengið íslenskan mat hjá honum Valgeiri á Cockpit Inn við Boulevard G.Patton, eða þá safaríka dádýrasteik á ein- hverjum veitingastaðnum í Clervaux. í Clervaux dvaldi Halldór Laxness í klaustri á sínum tíma. Svo má líka koma við í brugghusinu þar og bragða örlítið á fram- leiðslunni. Við Place de Bruxelles í Luxemborg er svo splunkunytt diskótek, Pole Nord (Norðurpóllinn) með tónlist við allra hæfi. Bátsferð á Mósel er alveg tilvalin, og svo má nú ekki gleyma helgar-afslættinum hjá Con- tinental bílaleigunni, sem gerir þér kleift að bruna til Frakklands, Þýskalands, Belgíu eða Hollands á skömmum tíma. < & SEMSAGT: Flugferð og gisting í þrjár nætur FYRIR —KRÓNUR FLUGLEIDIR Traust fólk hja goóu felagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.