Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 tók dr. Jónas Kristjánsson á móti landstjórahjónunum. Sýndi hann Edward R. Schreyer gömlu íslenzku handritin og virtist landstjórinn hafa mikinn áhuga á þeim — spurðist hann fyrir um ferðir víkinga til Grænlands, Kanada og Amer- íku. Las dr. Jónas fyrir hann og þýddi á ensku um leið úr Islendingabók og Flateyjarbók um þessi efni. Þá skoðaði land- stjórinn óprentað safn af þjóð- sögum og þjóðlögum Vestur- íslendinga sem Hallfreður Örn Eiríksson hefur tekið saman og út verður gefið á næstunni. Landstjórinn sýndi sérstakan áhuga á landnámi Islendinga í Grænlandi og heimilda um Grænland frá 14. til 17. aldar, skoðaði bók Ólafs Halldórssonar „Grænland í miðaldaritum" og spurðist fyrir varðandi þessi mál. í Háskóla íslands tók há- skólarektor, Guðmundur Magn- ússon, á móti landstjóranum og svaraði spurningum hans varð- andi háskólann og deildir hans. Þá sýndi Helgi Magnússon kortavörður á Landsbókasafni landstjóranum kortasafn, sem Þorsteinn Scheving Thorsteins- son gaf Háskólanum, ásamt fleiri kortum. Sýndi E.R. Schreyer kortunum mikinn áhuga — einkannlega hvað varðaði tengslin yfir hafið í vestur — til Grænlands og Ameríku. Frá háskólanum var farið í Þjóðminjasafn Islands þar sem Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur tók á móti gestunum. Höfðu landstjórahjónin og forsetinn þar nokkra viðdvöl og sýndi Þór Magnússon þeim safnið. Hafði landstjórinn einkum áhuga á íslenzkum miðaldakirkjumun- um og virtist vera mjög fróður um sögu miðaldakirkjunnar. Að heimsóknum loknum var ekið til baka að Hótel Sögu. Þar tóku landstjórinn og kona hans á móti sendimönnum erlendra ríkja í Átthagasal kl. 17.30. viðstaddir voru utanríkisráð- herra Kanada, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins o.fl. Kvöldverður forseta íslands til heiðurs landstjóra Kanada og konu hans hófst svo í Súlnasal Hótel Sögu kl. 20.00 í gærkvöldi. í dag mun landstjóri Kanada og kona hans ásamt fylgdarliði m.a. fara í kynnisferð til Þing- valla og Hveragerðis með við- komu að Reykjum í Mosfells- sveit. V , * r ; ■* 4 j 31. maí til 5. júní Við bjóðum ykkur að iíta við í versluninni í dag og kynnast nýjustu tækni í sambandi við matreiðslu í örbylgjuofnum. Einnig verður boðið upp á pizzur og 7 Up sem ætti að renna Ijúflega niður. Heimsækið verslun Kalmar innréttinga hf. í Skeifunni 8 Reykjavík í dag og njótið þessara eldhúsdaga okkar. Einar Farestveit h/f kynnir ^olhihn örbylgjuofna frá okkur í versluninni í dag fimmtudag kl. 16—18. Dröfn Farsestveit kynnir þá nýja tækni í matreiöslu meö notkun örbylgjuofna frá TOSHIBA. Halti haninn gefur okkur aö smakka á pizzum og 7 Up frá Sani- tas hjálpar okkur aö renna niöur. c ískalt Seven up. T>f hressir betur. KYNNING Á ÖRBYLGJUOFNUM FIMMTUDAG KL. 16—18. H ka|mar innréttingar hf. SKEIFAN t. REYKJAVIK • EINAR FARESTVEIT 6. CO HF • iRGSTADASTIATI I0A - SlMI lófVS ninn Sanitas Hljómf lutningstækin þín verða aldrei betrí en hátalaramir sem þú tengjr við þau! Það er næstum því sama hvað tækin þín heita - Akai, Marantz, Pioneer, Fischer, Philips, Sony, Sanyo eða Plupp - tóngæðin byggjast mest megnis upp á hátölurunum. Auðvitað skiptir talsverðu máli hversu góð tækin eru, en þó er miklu mikilvægara hvaða hátalara þú notar. Þess vegna ber öllum „stærri spámönnum” saman um að verð hátalara megi nema allt að 70% af heildarverði samstæðunnar. Þar af leiðandi hljóta flestir að kynna sér Bose, því Bose hátalarar eru viðurkenndir jafnt af áhugamönnum sem atvinnumönnum. Komdu og kíktu á okkur - og Bose Sérstök hljómskyggnusýning í verslun okkar að Sætúni 8 segir þér allan sannleikann um Bose. Bose 301 hátalarasett Kr. 3.662.- (Q«ngi2S.5.'S1) ÖSA Yfirburðir Bose felast f fullkomnu samspili beinna og endurkastaðra tóna. eimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.