Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1981 t Eiginkona mín, ELÍSABET JÓNSDÓTTIR, Reynimel 35, lést á Landakotsspítala 2. júní. OddurJónasson. t Faöir okkar, SIGFÚS JÓNSSON, bóndi, Laugum, Hraungeröíshreppi, lést Þ 20. maí sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir eru faeröar Árna Björnssyni lækni og hjúkrunar- fólki á deild 4b Landspítalanum fyrir frábæra umönnun í veikindum hans á undanförnum árum. Þökkum auösýnda samúö. Bergljót Sigfúsdóttír, Sigmar Sigfússon. t Útför eiginmanns míns, fööur okkar og afa, STEFÁNS ÁSGRÍMSSONAR, bónda, Stóru-Þúfu, veröur gerð frá Fáskrúöarbakkakirkju laugardaginn 6. júní nk. kl. 14. Ferö veröur frá BSÍ kl. 9. Laufey Stefánsdóttir, börn og barnabörn. t Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, DAGBJARTAR JÓHANNESDÓTTUR, Kleppsvegí 69, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. júní kl. 15. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir okkar, SIF BJARNADÓTTIR, Kirkjuteig 27, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. júní kl. 4.30. Bjarni Ómar Guðmundsson, Ólafur Ragnarsson. t Eiginmaður minn, faöir okkar og sonur, SKJOLDUR GUÐMUNDSSON, Einholti 6c, Akureyri, veröur jarðsunginn föstudaginn 5. júní kl. 14 frá Akureyrarkirkju. Eiginkona, börn og móðir. t Systir mín og máqkona, GÍSLÍNA SVANDÍS ERLA JÓNSDÓTTIR, ''eröur iarn Hátúni 10 A, sungin í dag, fimmtudaginn 4. júní, kl. 16.30 frá Fossvogskirkju, Ingibjörg Jónsdóttir, Finnbogi Þorbergsson, Jóhannes Jónsson, Guöbjörg Arndal, Hreióar Jónsson, Jóna Pétursdóttir, Ulfljótur B. Jónsson, Bjarni V. Jónsson, Margrét Þorsteinsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR PÁLMI ERLENDSSON, Tunguvegi 34, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju föstudaginn 5. júní kl. 2. Blóm vinsamlegast afþökkuö, Dagmar Gunnlaugsdóttir, Guðrún Ó. Regan, James Regan, Vilhelmína Ólafsdóttir, Albert Sigurösson, Eyjólfur Ólafsson, Guðný Karlsdóttir Olafur Valur Ólafsson, og barnabörn. t Útför móöur okkar, tengdamóöir, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR, Stigahlíö 18, Reykjavík, fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 5. júní kl. 13.30. Jarösett verður í Hafnarfjaröarkirkjugaröi. Sigrún Jónsdóttir, Stella J. Miller, Frank P. Miller, Kristján H. Jónsson, Ásdís G. Konráösdóttir, Jón Konráö Kristjánsson, Sólveig Krístjánsdóttir, Finnur Oskarsson, Sigríöur Kristjánsdóttir, Björn Svavarsson, Krístján R. Kristjánsson, Stella Kristjánsdóttir, Ragnar F. Kristjánsson, Kristján Ómar Björnsson. Hálfdan Eiríksson - Minningarorð Fa'ddur 24. júní 1901. Dáinn 28. maí 1981. A sólbjörtum maídegi, eins og þeir gerast fegurstir við Flóann, hné niður á heilsubótargöngu sinni roskinn, hljóðlátur borgari. Hann Hálfdan Eiríksson í „Kjöt & Fisk“, eins og svo margir borgar- búar könnuðust við hann. Þetta var 21. maí og lést hann síðan að morgni 28. sama mánaðar í Borg- arspítalanum. Hálfdan Eiríksson fæddist á Húsavík 24. júní 1901. Foreldrar hans voru Jakobína Jakobsdóttir, kennari, Hálfdanarsonar, bónda á Brenniási í Bárðardal og Gríms- stöðum við Mývatn, síðar kaupfé- lagsstjóra á Húsavík, og konu hans Petrínar Kristínar Péturs- dóttur, bónda í Reykjahlíð, og Eiríkur Þorbergsson, snikkari og Ijósmyndari á Húsavík, Eiríksson- ar, bónda í Syðri-Tungu á Tjörnesi og konu hans Sigríðar Andrés- dóttur. Jakobína og Eiríkur slitu sam- vistum haustið 1903. Næstu 3 ár er Jakobína heimiliskennari í Öxar- firði, Hafnarfirði og Djúpavogi með drenginn sinn hjá sér. Frá Djúpavogi fer svo Jakobína vorið 1906 til Hálfdans bróður síns, sem þá er nýkominn frá Ameríku, og gerist ráðskona hjá honum á Héðinshöfða. í árslok 1908 er Jakobína ráðin kennari við skól- ann í Héðinsvík, sem var niðri við sjóinn neðan við Héðinshöfða. Þar kennir hún þar til vorið 1914, að hún flytur til Húsavíkur og fylgir Hálfdan henni alltaf. Kennir hún við barnaskólann á Húsavík 1914—1915. Hálfdan fermdist í Húsavíkurkirkju vorið 1915. Voru þau mæðgin í heimili hjá systrum Jakobínu, sem þá bjuggu á Húsa- vík. Árið 1915 flytja Jakobína og Hátfdan til Reykjavíkur og fer hann mjög fljótlega að vinna hjá dönskum kjötkaupmanni, Milner að nafni, sero þá hafði kjötverslun að Laugavegi 20A. Nemur Hálfdan kjötiðn hjá Milner. Haustið 1918 hefur Hálfdan nám við Verslun- arskóla íslands og útskrifast það- an vorið 1920. Jafnframt námi vann hann hjá Milner sér til framfæris, en móðir hans var þá orðin kennari á Eyrarbakka. Að framanskráðu athuguðu hafa einstæð foreldri, í þessu tilviki Jakobína, þurft mikið á sig að leggja til að brauðfæða og ala upp börn sín ekki síður en í dag. Á þessum tima kynnist Hálfdan Þórnýju Jónsdóttur Þveræings, Jónssonar frá Þverá í Laxárdal og Halldóru Sigurðardóttur frá Arn- heiðarstöðum á Fljótsdalshéraði. Voru þau Þórný heitbundin, þegar Hálfdan fór til Winnipeg, Kanada, að hitta Eirík föður sinn, en það var í árslok 1920. Eiríkur fór vestur um haf 1913 og kvæntist Jþar Margréti Sigurðardóttur Áttu þau tvo syni, Pálma og Thorberg. Dvaldi Hálfdan nú í Kanada næstu 4 árin og vann þar ýms störf s.s. við þreskingar á ökrum, en mest mun hann hafa unnið sem matreiðslumaður. Haustið 1924 snýr hann heim til Islands og gengur að eiga heitmey sína 23. maí 1925. í febrúar sama ár höfðu þau Þórný keypt verslun Milners „Kjöt & Fisk“, sem nú var að Laugavegi 48. Unnu þau bæði mikið og af áhuga við verslunina og farnaðist vel. Árið 1929 fluttu þau verslunina í nýtt hús, sem þau byggðu ásamt bróður Þórnýjar, Jóni Víðis, að Þórsgötu 17. Ráku þau báðar verslanirnar í ein 2 ár, en seldu þá verslunina að Lauga- vegi 48. Börnin urðu 4, Hildur Árdís, f. 22. febrúar 1931, skrifstofustjóri hjá bæjarfógeta í Kópavogi og húsmóðir, gift Karli Karlssyni, vélfræðingi, Hadda Árný, fædd 12. júní 1935, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Gunnari Jóhannessyni, vél- virkja, Jakob Jón, fæddur 1. janú- ar 1942, tæknifræðingur hjá Vega- gerð ríkisins, kvæntur Margréti Sveinsdóttur, og Jón Grétar dr. í eðlis-efnafræði hjá Járnblendifé- laginu á Grundartanga, kvæntur Kristínu Steinsdóttur. Barnabörn eru 11 á lífi og barnabarnabörn 3. Haustið 1935 festu Þórný og Hálfdan kaup á 114 ha. lands að Fossvogsbletti 20 og byggðu þar sumarhús. Hófst nú mikil ræktun garðávaxta, blóma og trjáa og gerðu þau staðinn að miklum unaðsreit. Utheimti það geysi- mikla vinnu og vörðu þau öllum tómstundum í garðvinnu næstu 20 sumur. Var mikið um gestakomur í sumarbústaðinn og oft glatt á hjalla. Kynni okkar Þórnýjar voru stutt en ánægjuleg fyrir mig. Ég minnist þessarar hljóðlátu, góðu konu, sem bar sjúkdóm sinn með ofurmannlegu hugrekki, þar til miskunn dauðans liknaði henni 7. des. 1955. Nú er genginn enn einn alda- mótamaðurinn. Einn þeirra, sem hafa gert líf okkar fyllra og frjórra, vegna atorku sipnar að ýmsum lista- og framfaramálum. Hálfdan var einn af 12-menning- unum, sem 1932 stofnuðu Tón- listarfélagið í Reykjavík, en það var félag, sem stofnað var til að ábyrgjast rekstur Tónlistarskól- ans í Reykjavík, sem hafði verið Gíslína S. E. Jóns- dóttir — Kveðjuorð Fædd 2. október 1937. Dáin 30. maí 1981. Ég kvéð Gíslínu með þakklæti fyrir þau gleðiríku ár, sem við áttum saman á hennar stuttu lífsleið. Hún var yngst í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru sú mæta kona Lilja Björns- dóttir og Jón Erlendsson. Við áttum saman unglingsárin, unn- um saman og margar ánægju- stundir áttum við saman. Þegar lífið blasti við eins og ævintýri, aldrei rofnuðu tengslin. Voru sterk þó leiðir skildu, eftir að við gengum báðar í hjónaband. Gíslína veiktist af þeim sjúkdómi er dró hana til dauða fyrir rúmum 4 árum. Hún barðist svo hetjulega, að það var aðdáunarvert, náði sér um tíma, og gekk til vinnu sinnar og var búin að koma sér vel fyrir í litlu skemmtilegu íbúðinni sinni. Þá kom reiðarslagið aftur. Ég vil muna Gillu eins og hún var, stolt og glæsileg. Drottinn gaf henni lausn frá öllum jarðneskum þjáningum. _í hljÚKri ha-n uk þ«kk til þin. Ó K<WVi (iuú. kom þú til min. Ék kalla á þÍK. GuA leiddu mÍK. Ú kúAí GuA. kom þú til mín." (Sáimur). Með hinstu kveðju frá vinkonum. Ása og Geirlaug. I lotninKU krýp ók hjá IriAinu þinu hjá litprtiAa. fúlnaAa hlominu mínu ok hiA um þá náA. aA ók skýrt rnt’KÍ skilja míns skapara. Drottins. hinn hrilaKa vilja. Gilla frænka, eins og við kölluð- um hana, andaðist á Landspítal- anum langt um aldur fram þann 30. maí sl. Það hvarflar þó að manni að hún hafi orðið hvíldinni fegin eftir hina löngu og erfiðu sjúkdómsbaráttu sína. Hún var dóttir hjónanna Lilju Björnsdóttur og Jóns Erlendsson- ar sem lengst af bjuggu á Þingeyri við Dýrafjörð. Þegar við vorum litlar stúlkur vorum við fullar aðdáunar á þess- ari fallegu frænku okkar. En lífið varð henni ekki dans á rósum og kom þar margt til sem ekki verður tíundað i þessari stuttu kveðju. stofnaður haustið 1930. Næstu 20 árin var mikil vinna lögð fram af þeim félögum. 1938 var stofnuð leiknefnd innan félagsins og var Hálfdan kosinn framkvæmda- stjóri hennar. Voru nú fluttar ýmsar óperettur á vegum Tón- listarfélagsins og Leikfélags Reykjavíkur, svo sem Bláa kápan, Meyjaskemman, Nithouch, svo eitthvað sé nefnt. Eftir 1952 hvílir vinnan að tónlistarmálunum ekki eins þungt á 12-menningunum, en þau eru þó ávallt undir umsjón þeirra. Hálfdan var um tíma formaður Vestur-íslendingafélagsins, sem starfandi var á fjórða áratugnum. Hann var einn af stofnendum Félags matvörukaupmanna árið 1928. Starfaði hann af áhuga í félaginu meðan hann var kaup- maður, og sat um tíma í stjórn þess sem ritari. Hálfdan var sæmdur gullmerki Kaupmanna- samtaka Islands á 50 ára afmæli Félags matvörukaupmanna 1978. Hann hafði gaman af taflmennsku og var dyggur stuðningsmaður skákhreyfingarinnar. Hann vann að félagsmálum á þeim vettvangi og sat í stjórn Taflfélags Reykja- víkur um tíma. Hann var mikill áhugamaður um líkamsrækt, og stundaði fimleika með „old boys“ í IR í mörg ár. Gerði hann sína morgunleikfimi á hverjum degi fram til síðasta dags. 10. nóv. 1957 kvænist Hálfdan í annað sinn eftirlifandi konu sinni, Margréti G. Björnsson, dóttur Guðmundar Björnssonar, fyrrv. sýslumanns í Borgarnesi og Þóru L. Júlíusdóttur Björnsson frá Klömbrum í Húnavatnssýsiu. Með henni voru 2 börn hennar af fyrra hjónabandi, Guðm. Karl Sveins- son, fæddur 12. júní 1941 og Margrét Sveinsdóttir, fædd 3. apr- íl 1947. Störfuðu Margrét og Hálf- dan saman við verslunina, þar til þau seldu „Kjöt & Fisk“ árið 1959. Hálfdan hóf þá störf hjá skatt- stofu Reykjavíkur og starfaði þar fram á sumar 1975. 1961 festu þau Hálfdan og Margrét kaup á íbúð að Vestur- götu.54A. Frá þeim störfuðu þau mikið innan Co-Frímúrararegl- Við viljum þakka henni fyrir margar góðar stundir sem við áttum saman bæði sem börn og fullorðnar. Við geymum í minningunni mynd þá sem greyptist í huga okkar ungra systurdætra hennar. Við kveðjum hana með söknuði og biðjum Guð að vera með henni. Systkinum hennar og ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kiddý og Lilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.