Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 Opinber heimsókn landstjóra Kanada Landstjórahjónin heimsækja 3 íslenzkar menningarstofnanir LANDSTJÓRI Kanada, Edward R. Schreyer og frú Lily Schreyer komu ásamt 14 manna fylgdarliði sínu með einkaflugvél til Keflavíkurflugvallar kl. 11.15 eins og áætlað hafði verið. A flugveilinum voru mættir dr. Gunnar Thoroddsen og frú, Ólafur Jóhannesson og frú, ásamt mörgum öðrum. Kl. 11.10 kom forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, til flugvallarins og í fylgd með henni var Anna Margrét Sveinsdóttir, sonarsonardóttir Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslands. Hótel Sögu, þar sem þau munu búa ásamt föruneyti sínu þann tíma sem þau dvelja hér á landi. Forseti íslands og fleiri sem voru í för með gestunum komu að Hótel Sögu klukkan rúmlega þrjú og fóru landstjórahjónin og förunautar þeirra í fylgd með þeim í heimsóknir í Árnastofn- un, Háskóla íslands og Þjóð- minjasafn íslands. í Árnagarði Forseti íslands ásamt landstjórahjónunum á Bessastöðum. Skömmu síðar komu land- stjórahjónin út úr flugvélinni og heilsaði forseti íslands þeim, en Anna Margrét Sveinsdóttir af- henti frú Lily Schreyer blóm- vönd. Þá lék Hornaflokkur Kópavogs undir stjórn Björns Guðjónssonar þjóðsöng Kanada og síðan þjóðsöng íslands. Síðan gengu landstjórahjónin ásamt fylgdarliði sínu meðfram heið- ursverði islenzkra lögregluþjóna að móttökuröðinni og kynnti forseti íslands viðstadda fyrir landstjórahjónunum. Frá Keflavíkurflugvelli var ekið áleiðis til Bessastaða, þar sem forsetaritari, Birgir Möller, annaðist móttöku og snæddu landstjórahjónin og fylgdarlið þeirra þar hádegisverð. Um klukkan hálf þrjú var haldið til Reykjavíkur og tók ráðuneytis- stjóri forsætisráðuneytisins, Guðmundur Benediktsson, á móti landstjórahjónunum á Við komu landstjóra Kanada til Keflavikurflugvallar stóðu lögreglumenn heiðursvörð og Hornaflokkur Kópavogs lék þjóðsöngva Kanada og íslands. Á miðri mynd eru landstjórahjónin, Edward R. Schreyer og Lily Schreyer, en til hægri forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, og við hlið hennar Anna Margrét Sveinsdóttir. Fremst stendur St. Laurent höfuðsmaður í lifverði landstjórans i hátíðareinkennishúningi. Forseti íslands og landstjóri Kanada ganga frá Árnagarði til aðalbyggingar Háskóla íslands ásamt föruneyti. Landstjóri Kanada skoðar gömul kort i Háskóla íslands. Honum til hægri handar stendur Helgi Magnússon, en háskólarektor, Guðmundur Magnússon, til vinstri. SUMAR I SVISS Ferð 13.—26. júní: 13.—20. júní dvaliö í Locarno viö Lago Maggiore (svissneska rivieran). Möguleikar á dagsferöum til Milano, Feneyja og fleiri staða. 20.—26. júní dvalið í fjallaþorpinu Montana í hinum fallega Rhone-dal. Möguleikar á dagsferðum til Mont Blanc, Zermatt og aö Genfarvatni. Verö ca. kr. 6.900.00. Innifalið í veröi: Beint flug til og frá Zúrich, gisting í 2ja manna herbergi á 1. flokks hótelum meö morgun- og kvöldveröi. Ath: aöeins örfá sæti laus. Ferö 4.-24. júlí: Beint flug til Zúrich, gist þar í 2 nætur, 6 daga hringferö 6,—11. júlí: Zúrich — Lichtenstein — Lugano — Montreaux — Bern — Thun — Luzern + dvöl í ferðamannabænum Interlaken frá 11.—24. iúlí. Verö ca. kr. 9.900.00. Innifaliö í verði: Beint flug til og frá Zúrich, gisting þar í tvær nætur meö morgunverði, gisting meö hálfu fæöi í hringferöinni og Interlaken. Oíanjcreind verð eru háð KenKMHkráninicu 1.6. ok haekkunum á oliuverði. Leitiö nánari upplýsinga hjá FERÐASKRIFSTOFU GUÐMUNDAR JÓNASS0NAR hf. BORGARTÚNI 34, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 83222.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.