Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1981 iíí William Hurt (t.v.) sem minnst er á í grein- inni. VITNIÐ Nafn á frummáli: Eyewitn- ess. Framleiðandi og leikstjóri: Peter Yates. Ifandrit: Steve Tesich. Myndataka: Matthew F. Leonetti. Tónlist: Stanley Silverman. Sýnd: Nýja bíói. Það er ekki oft sem við íslendingar eigum þess kost að sjá svo til nýjar kvikmynd- ir í bíóhúsum vorum. „Eyew- itness" sem Nýja bíó sýnir um þessar myndir er undantekn- ing. Mér skilst að hún sé aðeins fárra mánaða gömul. Það var því með vissri eftir- væntingu að ég skundaði á frumsýninguna, hér gæti eitt- hvað óvænt og nýstárlegt borið fyrir augu. í auglýsingu bíósins sagði að um væri að ræða spennumynd í anda meistara Hitchcock. Ekki er verra þótt byggt sé á þegar reistum grunni, leikstjórinn ætlar sennilega að vinna á nýstárlegan hátt einhverja af hinum klassísku Hitchcock- senum, til dæmis sturtu- morðið úr Psysho ) sem ég rakst á innrammað í anddyri Nýja bíós. Því miður er í „Eyewitness" ekki að finna tangur né tetur af Hitchock. Þar Iátast ekki varnarlausar stúlkur í sturtu. Hins vegar verður löggan bensínlaus í miðjum kapp- ffÞannig er ekki í mynd þessari um að ræða tilbrigði við gamalt stef, heldur nýtt stef, sem ég hef ekki áður fundið í bandarískri saka- málamynd 99 akstri, lögga sem aldrei hefur skotið mann og á í taugastríði út af ættleiðingu barns. Þannig er ekki í mynd þessari um að ræða tilbrigði við gamalt stef, heldur nýtt stef sem ég hef ekki áður fundið í bandarískri sakamálakvik- mynd. Stef sem hljómar alla leið frá Svíaríki. Hér er sum sé um að ræða „vandamála- Kvlkmyndir eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON rnynd", blandna dálitlu hasaríi, en „vandamálamynd“ engu að síður. Vitur maður sagði eitt sinn að listamaðurinn væri „sjá- andi“ eins konar spámaður sem gæti birt í verkum sínum hið ókomna. (Hvað um sýnir Orwells, Kafka, Wells). Sér þessi fullyrðing vitringsins sönn, til hvers bendir þá hinn „sænski hljómur“ sem svo oft ómar í nýjustu bandarísku kvikmyndunum. Ég held að hann bendi til þess að Banda- ríkin stefni að því að verða velferðarríki ekki ólíkt hinu sænska. (Kábjo-kvikmynda- hetjan Reagan hefur tafið þessa þróun, Edward Kenne- dy hefði hinsvegar hraðað henni). Við eigum sem sé von á flóði „vandamálakvik- mynda" á næstu árum. Ætli maður nenni þá nokkuð í bíó. En var ekkert fleira ný- stárlegt við þessa mynd: Jú leikur aðalleikarans William Hurt. Hurt .þessi er næsta ferskur í túlkunarmáta sínum og allri leiktækni svo kenna má hann við nýja kynslóð bandarískra leikara. Þá sem kemur næst á eftir Redford- kynslóðinni. Þessi ferskleiki kemur að nokkru með inn- hverfum leikstíl þar sem áherslan er lögð á að byrgja inni spennuna og láta hana síast út til áhorfenda jafnt og þétt, einnig byggist hann á eðlilegri hversdagslegri fram- komu sem leikarinn temur sér. Fátt annað nýstárlegt er að finna í þessari splúnku- nýju Hollywood-mynd. Til dæmis er ákaflega þreytandi að sjá stórleikarann Christ- opher Plummer í útslitnu píslarvættishlutverki gyð- ingsins ofsótta (sem bersýni- lega fjármagnar myndina). Alíka þreytandi er að bera saman íslensku textunina og frumtextann. Hvernig er það annars, fer Helgi J. Hall- dórsson aldrei í bíó? Marina Horak Júgóslavneski píanistinn Mar- ina Horak hélt tónleika að Kjarvalsstöðum sl. þriðjudag og flutti tónlist eftir Janacek, Bart- ok, Skerjanc, Maticic og Tajcev- ic. I þokunni eftir Janacek og Bagatellur, opus 6, eftir Bartok voru vel leiknar. Það sem eink- um var fróðlegt að hlýða á voru verk eftir júgóslavnesku tón- skáldin. Marina Horak sagði lítillega frá tónskáldunum. Skerjanc er fæddur um alda- mótin og var þekktur píanisti, tónskáld og kennari í heima- landi sínu. Sónata, er hann samdi 1956, er í þremur köflum og bera þeir allir yfirskriftina Lento. Síð-rómantísk áhrif eru mjög greinileg í þessu verki. Maticic (1927 — ) er nemandi Skerjanc en hefur verið búsettur í París. Þar hefur hann fengist við gerð elektrónískrar tónlistar og lék Horak tvö verk eftir hann, Sónötu frá 1960, sem er mjög í ætt við tónlist kennarans og nýtískuleg verk frá 1971, er hann kallar hjartslátt. Síðasta verkið voru sjö balkanskir dans- ar, eftir Tajcevic (1900 — ), en hann byggir á þjóðlegum hefð- 99 Marina Horak er góður píanisti, hefur sterka tilfinn- ingu fyrir gerð tón- verksins og nokkuð sérkennilegan leikstíl. 99 Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON um. Öllu þessu gerði Marina Horak góð skil. Hún er góður píanisti, hefur sterka tilfinn- ingu fyrir gerð tónverksins og nokkuð sérkennilegan leikstíl. Væri fróðlegt að heyra Marinu Horak leika eldri tónlist, eins og t.d. eftir Schumann, eða aðra rómantíska tónlist. Píanótónleikar SELMA Guðmundsdóttir hélt píanótónleika að Kjarvals- y^Selma er ágætlega músíkölsk og var margt fallegt í leik hennar, einkum í Carnaval Schum- anns. I heild voru tónleikarnir of hægferðugir og lagði Selma áherslu á að draga mjög úr skörpum skilum í hryn og styrkleika. ^ stöðum á mánudaginn var og flutti tónlist eftir Chopin, Beethoven og Schumann. Fyrstu tvö verkin voru A-dúr Pólónesan og Næturljóð í Des- dúr, eftir Chopin, þá ópus 110 eftir Beethoven og lauk tón- leikunum með Carnaval eftir Schumann. Selma er ágætlega músíkölsk og var margt fallegt í leik hennar, einkum í Carna- val Schumanns. í heild voru tónleikarnir of hægferðugir og lagði Selma áherslu á að draga mjög úr skörpum skilum í hryn og styrkleika. Þá var pedalinn einum of ráðandi, svo sló eins konar slikju á verkin. Ef þessi túlkunarmáti er henni eigin- legur er ekki að vita nema henni léti vel að fást við tónlist sem býr yfir mystík eða er ofin úr rómantískum blæbrigðum. Keramik í Langbrók í Gallerí Langbrók á Torfunni stendur nú yfir sýning á kera- mikmunum eftir þrjár blóma- rósir, sem voru að útskrifast í faginu frá Handíðaskólanum. Þetta er þeirra frumraun á þessu sviði, og verður ekki annað sagt en að þær standi sig með ágætum. Þarna eru ávextir og blóm úr leir og auðvitað ýmsir hlutir til heimilishalds, krukkur, katlar og margt fleira. Eitthvað yfir sjötíu hlutir eru á þessari sýningu.og fyllir það vel hús- næðið, en eins og þeir vita, sem venja komu sína í Langbrók, er ekki vítt til veggja þar. Það er Ragna Ingimundar- dóttir, Rósa Gísladóttir og Sóley Eiríksdóttir, sem að þessari sýn- ingu standa, og er nokkuð erfitt að gera upp á milli verka þeirra. Þarna eru ágætir munir, smekk- legir í litaskreytingu og formið látlaust og þokkalegt. Hér eru engir útúrdúrar eða grínmál á ferð, heldur vel gerðir hlutir, sem vitna um smekkvísi og listrænt handbragð. Það er létt yfir þessum hlutum, og þeir hafa þann þokka, er gerir leirmuni að eigulegum nothæfum munum í búskap og á heimili. Ég veit ekki, hvort á að hæla þessum konum ^Það er sannarlega gleðiefni, þegar svo vel gengur á fyrstu sýningu. Það ætti að örva þessar konur til frekara náms og stærri átaka á komandi tímum ... ----------ffl------- Sóley Eiríksdóttir, Rósa Gisladóttir og Ragna Ingimundardóttir, sem um þessar mundir sýna keramikmuni i Gaileri Langbrók i Bernhöftstorfu. um of að sinni, þær eru að byrja starf sitt sem leirmunasmiðir, og brugðið getur til hins betra, og einnig fer stundum öðruvísi en ætlað er. Því er best að spá engu, en samt get ég ekki stillt mig um að láta í ljósi gleði mína yfir að sjá svo góða hluti frá jafn ungum konum. Það er alltaf vandasamt að byrja upp á eigin spýtur að námi loknu, nú standa þessar konur frammi fyrir mörgum möguleikum, og þær hafa þekkingu og tækni til að fara, hvaða leið sem þær velja. Er ég leit inn í Langbrók, var megnið af þessum hlutum komið úr eigu listakvennanna. Það er Mynflllst eftir VALTÝ PÉTURSSON sannarlega gleðiefni, þegar svo vel gengur á fyrstu sýningu. Það ætti að örva þessar konur til frekara náms og stærri átaka á komandi tímum. Þessar lista- konur eru skóla sínum til hins mesta sóma, og hafi þær þakkir fyrir að efna til þessarar sýn- ingar. Keramik er afar listrænn þáttur í flestum menningarsam- félögum. Til forna voru það þjóðirnar við Miðjarðarhaf, sem einna merkilegasta hluti skildu eftir sig. Mikið af nútímalista- mönnum hafa unnið í keramík, og má þar fyrst telja sjálfan Picasso. Míro hefur einnig gert sitt á þessu sviði, og af þessu má sjá, hve sterk ítök þessi listgrein á í mörgum góðum málaranum í dag. Að lokum óska ég þeim stöll- um til hamingju með framtak sitt og bæti því við, að mér þótti ánægjulegt og skemmtilegt að líta inn í Langbrók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.