Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 29 Opið bréf til menntamálaráðherra: I tilefni af veitingu skólastjóra- stöðu við Heymleysingjaskólann Fyrir nokkrum vikum var staða skólastjóra við Heyrnleysingja- skólann auglýst laus til umsóknar. Umsækjendur voru tveir, báðir með tilskiiin réttindi en býsna mismunandi menntun og starfs- reynslu. Undirrituð hafa undrast mjög veitingu stöðunnar og telja að augljóslega hafi verið gengið fram hjá þeim umsækjandanum sem ótvírætt hefur víðtækari menntun og meiri starfsreynslu. Skulu nú færð rök að þessari staðhæfingu, en þó fyrst skoðað hlutverk skól- ans, svo menn átti sig betur á því hvað hér er um að tefla. Heyrnleysingjaskólinn er aðal- stofnun ríkisins á sínu sviði með afar víðtækt starfssvið sem spannar skyldunám frá fjögurra ára til 16 ára aldurs auk deildar fyrir heyrnarlaus og alvarlega málhömluð börn undir fjögurra ára aldri og framhaldsdeildar sem styður nemendur til náms í ýms- um framhaldsskólum eða háskól- um (sjá lög um heyrnleysingja- skóla, lög um grunnskóla og reglu- gerð um sérkennslu). Vakin skal athygli á því að hér er ekki aðeins um stofnun að ræða sem sinnir nemendum á venjulegum skyldu- námsaldri, heldur teygir sig niður allan forskólaaldurinn, ýmist með skyldunám eða foreldraráðgjöf, og upp allan framhaldsskólaaldurinn allt að háskólanámi. í ljósi þessarar sérstöðu skólans þarf vitaskuld að meta hæfni umsækjenda. Lítum nú á þær staðreyndir sem mestu máli skipta í þessu samhengi, þ.e.a.s. menntun umsækjenda og starfs- feril. Menntun: A. (Umsækjandinn sem menntamálaráðherra veitti stöð- una): 1. Almennt uppeldisfræðilegt nám: Handavinnu- og vefnaðarkennara- próf frá Kennaraskóla íslands, 1968. 2. Sérnám: Próf frá Kennaraskóla íslands í kennslu lestregra og tornæmra, 1971, heyrnleysingjakennarapróf frá Kennaraháskólanum í Stokk- hólmi, 1978. B. (Umsækjandinn sem mennta- málaráðherra hafnaði): 1. Almennt uppeldisfræðilegt nám: Fóstrupróf frá Uppeldisskóla Sumargjafar, 1953, almennt kenn- arapróf frá Kennaraháskóla ís- lands (B.Ed. próf), 1978. 2. Sérnám: Ars nám í heyrnaruppeldisfræði við Hörecentralen í Árhus, 1960—1961, próf frá Statens Spesiallærerskole í Osló í kennslu lestregra og tornæmra, 1967, heyrnleysingjakennarapróf frá Statens Spesiallærerskole í Osló, 1968, cand. paed. spec. próf frá Statens Lærerhögskole í Noregi, með máltöku og málörvun barna sem kjörsvið, 1979. Sé menntun umsækjendanna tveggja borin saman er hér aug- ljóslega mikill munur á. Munurinn er í fyrsta lagi fólginn í því að hin almepna uppeldis- og kennslu- fræðilega menntun B. er miklu víðtækari en samsvarandi mennt- un A. Vakin skal athygli á því að hún spannar allt starfssvið skól- ans frá vinnu með börn á forskóla- aldri til vinnu með nemendur á framhaldsskólastigi, sem mennt- „óskiljanlegasta at- riðið í þessu furðu- lega máli er þó van- mat menntamálaráð- herrans á fram- haldsmenntun annars umsækjandans um- fram lágmarkskröfur á sérsviðinu“ un A. gerir hins vegar ekki. I öðru lagi er mikill munur á sérmennt- uninni, þar sem B. hefur umfram A. heyrnaruppeldisfræðinám frá Danmörku og kandidatspróf í spesialpedagogikk frá Noregi. í því fyrra er m.a. fólgin sérhæfing í heyrnarmælingum og í því síðara felst (að mati norska mennta- málaráðuneytisins) hæfni til ráðgjafarstarfa í skólum á borð við kandidata með embættispróf í uppeldisfræði og sálarfræði, ennfremur undirbúningur undir stjórnunarstörf á sviði sér- kennslu. Starfsferill: A. (Umsækjandinn sem menntamálaráðherra veitti stöð- una); Frá 1967—1978 kennsla við Heyrnleysingjaskólann (að und- anteknum námstíma í Svíþjóð). Frá 1978—1981 Yfirkennari við Heyrnleysingjaskólann, þar af mestan hluta nýlokins skólaárs staðgengill skólastjóra í forföllum hans. B. (Umsækjandinn sem mennta- málaráðherra hafnaði): Frá 1953—1960 og aftur 1961 — 1962 fóstrustörf á dagvistarstofn- unum og vistheimilum, þar af forstöðukona í u.þ.b. 3 ár. Frá 1962—1966 störf á Heyrnar- deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, sömu ár stunda- kennsla við Iðnskólann í Re.vkja- vík. Frá 1968—1981 kennsla við He.vrnleysingjaskólann (að und- anteknum námstíma í Noregi). Eins og ofangreint yfirlit ber með sér hefur B. að baki störf að uppeldis- og skólamálum sem nemur a.m.k. heilum áratug um- fram A. enda er B. u.þ.b. 14 árum eldri að árum. B. hefur einnig lengri starfsferil að baki á sérsvið- inu. Einn þátt í starfsferlinum hefur A. umfram B., þ.e.a.s. stjórnunarreynslu í sjálfum Heyrnleysingjaskólanum, þar sem A. hefur verið yfirkennari síðast- liðin þrjú ár, þar af gegnt starfi skólastjóra í forföllum hans nýlið- ið skólaár. Hér er vissulega um að ræða reynslu sem skylt er að meta mikils, spurningin er aðeins hversu mikils. Vegur hún upp á móti meira en áratug lengri starfsferli — þar sem einnig er um að ræða 3ja ára stjórnunar- reynslu? Erfitt hlýtur að vera að færa rök að því. Tvö atriði skal drepið á í þessu samhengi sem hljóta að draga úr vægi þessa þáttar í heildarmatinu. Annað er það að aðeins einn „óbreyttur“ heyrnleysingjakennari á fyrir- fram kost á starfsreynslu af þessu tagi hér á landi. Hitt er það að þessa tegund starfsreynslu öðlast hver sá sem valinn er til skóla- stjórnar óhjákvæmilega í sjálfur starfinu — sama gildir hvorki um aðra þætti starfsreynslunnar né menntunarþáttinn. Oskiljanlegasta atriðið í þessu furðulega máli er þó vanmat menntamálaráðherrans á fram- haldsmenntun annars umsækj- andans umfram lágmarkskröfur á sérsviðinu. Eins og áður hefur verið vikið að hefur B. lokið embættisprófi í sérkennslufræð- um (cand. paed. spec.), sem norska menntamálaráðuneytið metur jafngildi embættisprófs í sálar- fræði eða uppeldisfræði (cand. psychol. og cand. paed.) til starfa í ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu skólanna (pedagogisk psykologisk radgivningstjeneste). I Noregi fá sérkennarar með þessa menntun lektorslaun, hvort sem þeir starfa að kennslu í sérskólum á borð við Heyrnleysingjaskólann eða í kennaraháskólunum. Þann veg meta ráðamenn menntamála í Noregi þá menntun sem hér er um að ræða. Nú vilja undirrituð, sem ásamt umsækjandanum sem mennta- málaráðherra hafnaði, mynda þann (ennþá) fámenna hóp ís- lenskra sérkennara sem lokið hafa cand. paed. spec.-prófi frá Noregi, spyrja menntamálaráðlu rrann um afstöðu hans (og ráðuneytis- ins) til framhaldsmenntunár sér- kennara og nýtingu slíkrar menntunar í þágu fatlaðra nem- enda í sérskólum landsins. Telur ráðherrann að æskilegt sé að sérkennarar afli sér fram- haldsmenntunar umfram núver- andi lágmarkskröfur? Telur ráðherrann að æskilegt sé að í leiðandi störf á sviði sér- kennslu á Islandi veljist sérkenn- arar sem hafa aflað sér fram- haldsmenntunar umfram lág- markskröfur? Ef svörin eru jákvæð, hvernig skýrir menntamálaráðherrann veitingu skólastjórastöðunnar við Heyrnleysingjaskólann? 29. maí 1981. Sigurjón Ingi Hilariusson. Emma Hjorts skole. Sandvika. In'tra Kristinsdóttir. Kennaraháskóla tslands. Þorsteinn Sigurðsson. Fra'ðsluskrifstofu Reykjavíkur ER ÖRUGGLEGA SA SPARNEYTNASTI - 3 EfBA JAFNMIKtU OG EINN SUZUKI bílarnir þrír sem sigruðu í sparaksturskeppni B. f. K. R., eyddu samtals 13.31 Itr. á 100 km. Meðaleyðsla hvers SUZUKI bíls var4.44 Itr./IOO km. Benzíneyðsla þriggja SUZUKI bíla er álíka og venjulegs f jölskyldubíls. SUZUKI er framhjóladrifinn og með árs ábyrgð. Hvernig væri að líta við og reynsluaka SUZUKI? Er fyrirliggjandi, verð frá 67.900 kr. suzuki sá sparneytnasti Sveinn Egilsson h.f SKEIFAN17 SÍMI: 85100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.