Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 23 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Náttlaus voraldar- veröld kjarabarátt- unnar annó 1981 Ytri aðstæður í þjóðarbúskap okkar bera flest einkenni góðæris. Viðskiptakjaraþróunin ætti í senn að auðvelda stjórnvöldum að ná tökum á vandamálum efnahagslífsins, ekki sízt verðbólguvandanum, og koma fram í bættum almannahag. í fyrsta lagi hefur botnfiskafli aukizt um 160.000 tonn milli áranna 1978 og 1980, úr 470.000 tonnum í 630.000 tonn, og verður a.m.k. ekki minni í ár en á sl. ári. í annan stað hefur söluverð freðfisks hækkað umtalsvert á stærsta markaði okkar, Bandaríkjunum, og verðþróun á saltfisk- og skreiðarmörkuðum okkar hefur og verið hagstæð. Þá má í þriðja lagi nefna hækkun Bandaríkjadals gagnvart Evrópugjaldeyri, sem gert hefur innflutning til landsins, sem að verulegum hluta er frá Evrópuríkjum, hagstæðari. Og loks hefur samdráttur í eftirspurn eftir olíu, samhliða auknu framboði á heimsmarkaði, dregið úr óhagstæðri þróun olíuverðs. Öll þessi ytri atriði hagstæðrar viðskiptakjaraþróunar hljóta að styrkja lífskjarastöðu þjóðarinnar. En þrátt fyrir þessi hagstæðu skilyrði hefur kaupmáttur almennra launa farið jafnt og þétt rýrnandi frá því að Alþýðubandalagið, sem lofaði að setja „sólstöðusamningana 1977“ í gildi, fékk aðild að ríkisstjórn haustið 1978. í október mánuði sl. skorti 10% á kaupmátt taxta „sólstöðusamninga" og enn hefur hallað á hlut heimilanna í landinu. Á sama tíma hefur almenn skattbyrði þyngzt sem svarar 1,5 milljónum gamalkróna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu, ef hvorttveggja er meðreiknað, hækkun tekjuskatts og hækkun verðþátta ríkisvaldsins í vöruverði til almennings, þ.e. hækkun vöru- gjalds, hækkun söluskatts og hækkun benzíngjalds. Um síðastliðin mánaðamót hækkuðu verðbætur á laun til samræmis við verðhækkanir sl. þriggja mánaða og samnings- bundina ákvæði milli aðila vinnumarkaðarins. Þessi samn- ingsbundnu verðbótaákvæði launa hafa ítrekað verið skert af stjórnvöldum, í tengslum við efnahagsaðgerðir, ekki sízt þegar Alþýðubandalagið á aðild að ríkisstjórn. Þar að auki krafðizt Alþýðubandalagið þess að áhrif viðskiptakjara væru felld út úr vísitöluútreikningi rétt í þann mund er viðskiptakjara- þróunin var að snúast við. Skerðing vísitöluákvæða getur verið réttlætanleg sem liður í heildstæðum efnahagsaðgerð- um. Skemmst er þó að minnast þess, hvern veg Alþýðubanda- lagið og „sendiherrar" þess í verkalýðshreyfingunni brugðust við verðbótaskerðingu 1978, sem þó náði ekki til lægstu launa eins og nú, með ólöglegu verkfalli og útflutningsbanni á sjávarafurðir. Nú eru þessir „sendiherrar" flokksins og „blaðafulltrúi" ríkisstjórnarinnar á forsetastóli ASÍ bljúgir já og amen-menn, sem lúta ríkisvaldinu en ekki umbjóðendum sínum. Þessar verðbætur á laun, sem koma áttu um sl. mánaðamót, til að jafna út verðhækkanir lífsnauðsynja þrjá mánuði aftur í tímann, komu aldrei að fullu, ef grannt er gáð. Þær vóru teknar svo að segja samtímis aftur í nýjum verðhækkunum: hækkun búvöruverðs um 15—30%, gengislækkun sem óhjá- kvæmilega kemur fram í hækkun vöruverðs, hækkun benzínverðs, hækkunum ýmiss konar opinberrar þjónustu og hækkunum á tóbaki og áfengi. Benzín er þungur baggi fjölmargra heimila, ekki sízt hér á höfuðborgarsvæðinu, en tæplega 70% af benzínverðinu eru skattur til ríkissjóðs. Þeim mun meir sem benzín hækkar erlendis þeim mun fleiri krónur borgar bíleigandinn í ríkissjóð með hverjum benzínlítra! Þannig er innfluttur vandi skattlagður, á kostnað almennings, á sama hátt og flutnings- kostnaður á vöru frá Reykjavík, aðaluppskipunarhöfn lands- ins, út á land, er einnig skattlagður af ríkisvaldinu, þar eð ríkisvaldið eykur þennan viðbótarkostnað landsbyggðarfólks með söluskatti. Skattastefna Alþýðubandalagsins og sam- herja þess í ríkisstjórn lætur ekki að sér hæða. En „blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar" á forsetastóli ASI hefur góðar draumfarir í náttlausri voraldarveröld kjarabar- áttunnar annó 1981. Edward R. Schreyer, landstjóri Kanada: 200 mílumar að þakka seiglu og frumkvæði íslendinga Hér á eftir eru birtar ræður þær er Edward R. Schreyer og frú Vigdís Finnbogadóttir héldu i veizlu sem forsetinn hélt til heiðurs landstjórahjónunum i gærkvöldi. „Frú forseti. Okkur konu minni, sem erum úr þeim landshluta í Kanada þar sem margir Vestur-íslendingar eru bú- settir, er það mikil ánægja að vera komin hingað til Reykjavíkur. Árið 1975 kom virðulegur fyrirrennari yðar til Kanada, ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Ferðinni var fyrst og fremst heitið til Manitoba í tilefni af hátíðarhöldunum vegna 100 ára afmælis íslenzka landnámsins í Kan- ada. Ég var á þessum tíma forsætis- ráðherra Manitoba, þannig að mér hefur löngum verið kunnugt um hið öfluga íslenzk-kanadíska samfélag í Manitoba og það hvernig þar hefur tekizt að varðveita mepningararfinn svo að eftir er tekið, enda njóta Vestur-íslendingar virðingar, hvort sem er á opinberum vettvangi eða í samskiptum einstaklinga. Þau okkar, sem kynnzt hafa þeirri eindrægni sem í svo ríkum mæli auðkennir skaphöfn íslendinga, hafa ekki undrazt með hvílíkri elju þeir hafa frá árinu 1949 beitt sér fyrir stækkun landhelgi og fiskveiðilögsögu strandríkja. Frá því að hafréttar- ráðstefnur hófust árið 1958 hefur samvinna Kanadamanna og íslend- inga, sem eiga að fléstu leyti áþekkra hagsmuna að gæta, verið mjög náin, ekki sízt hvað varðar verndun hafsins. Það verður að viðurkennast, að við höfum orðið seinni til en íslendingar að lýsa yfir stækkun lögsögu okkar. Nú orðið er 200 mílna reglan miklu síður umdeild en áður var og það er að miklu leyti að þakka frumkvæði og seiglu íslendinga. Fái Hafréttarráð- stefnan farsælan endi síðar á þessu ári, eins og við vonum öll, þá ber íslendingum að miklu heiðurinn af þeim áfanga. Á öðrum vettvangi hafsins hefur samvinna íslendinga og Kanada- manna verið árangursrík. Hér á ég einkum við Norður-Atlantshafsfisk- veiðinefndina (ICNAF) og Norður- Atlantshafsfiskveiðistofnunina (NAFO), sem kom í kjölfarið. Kanada, sem studdi ICNAF með ráðum og dáð, mat mikils hina tímabæru staðfest- ingu íslendinga á NAFO-sáttmálanum um jólin 1978, sem gerði það að verkum, að sáttmálinn gat gengið í gildi 1. janúar 1979. Að sjálfsögðu er Islendingum ljóst mikilvægi þess að tryggja að á engum tíma séu ekki í gildi alþjóðlegar verndunarreglur sem ná til Atlantshafsins norðvestanverðs. Svo enn sé minnzt á hafið er það m.a. vegna frumkvæðis íslendinga, sem komu á reglulegum skipaferðum milli Halifax og Reykjavíkur, að viðskipti landanna hafa farið vaxandi. Áður fyrr voru viðskiptin lítil og fyrst eftir að reglulegar skipaferðir komust á 1976 voru vöruflutningar ekki meiri en svo, að viðkoman í Halifax borgaði sig. En síðustu tvö eða þrjú árin hafa viðskiptin aukizt í tengslum við skipa- ferðirnar, sem að vissu leyti má þakka þá þróun. Þess má geta, að kanadíski markaðurinn fyrir hinar stórkostlegu íslenzku ullarvörur hefur farið ört vaxandi. En það er íslenzk-kanadíska samfé- lagið sem er kjarninn í blómlegum samskiptum þjóðanna. Þar sem þetta er fjölmennasta samfélag íslendinga utan íslands sjálfs, er ekki að furða þótt stofnað hafi verið prófessorsem- bætti í íslenzku við háskólann í Manitoba, og þar hef ég heyrt, að verðveitt sé mjög merkilegt safn íslenzkra skjala. Þegar þér, frú forseti, eruð annars vegar, þarf ekki mig til að minna á mikilvægi menningarlegra samskipta, og við eigum því mikla láni að fagna, að í Kanada er áhugasamt atorkufólk, sem lætur einskis ófreist- að til að tryggja vöxt og viðgang samskipta á þeim vettvangi. Frú forseti. Það er trú mín, að við getum hagnýtt okkur þann anda samvinnu sem ríkir milli þjóðanna á fleiri sviöum. við eigum sameiginlegt hið norðlæga umhverfi og um leið mörg vandamál, sem einungis er við aö etja í þessum heimshluta. Það fer ekki milli mála, að þessi vandamál eru auðveldari viðfangs þegar sameinazt er um þekkinguna heldur en þegar unnið er í einangrun. Ég fullvissa yður um, að Kanadamenn hafa fullan hug á því að efla samvinnu landa okkar í öllu er lýtur að málefnum norðursins og í tilefni heimsóknar okkar konu minnar til Islands hef ég hlutazt til um, að stofnaður verði styrkur handa einstaklingi frá hverju Norðurland- anna og honum þannig gert kleift að starfa í Kanada við rannsóknir norð- ursins á vegum hins opinbera allt að einu ári. Ég kysi helzt, að vísinda- mennirnir fengju allir tækifæri til að skoða og taka þátt í því starfi sem fram fer á sviði vísinda, umhverfis- verndar og auðlinda í norðurhéruðun- um. Á móti kemur sá hagnaður sem við munum hafa af því innsæi og þekkingu sem vísindamennirnir munu færa okkur Kanadamönnum. Það er líka von mín, að þessir styrkir geti gefið fordæmi um þá ræktun skilnings og samvinnu Kanada og annarra ríkja á norðurslóðum, sem við verðum í framtíðinni að sinna í sífellt ríkari mæli, ef við eigum að geta hagnýtt okkur þessa þætti til fullnustu. Ég leyfi mér að mælast til þess að skálað sé fyrir forsetanum og islenzku þjóðinni." Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir: Við eigum alltaf ein- hvern hluta í Kanada og það í okkur Háttvirtur landstjóri Kanada, frú Schreyer og aðrir góðir gestir. Það hefur verið sagt um okkur Islendinga, að við getum aldrei tekið til máls án þess að minnast á fortíðina. Ef til vill er þessi árátta ríkari í fari okkar en annarra þjóða, enda þótt hver hugsandi maður, hvar sem er í heimi, geri sér grein fyrir því að hann tekur við arfi forfeðranna. Samfélagið er hverju sinni að ein- hverju leyti niðurstaða þess sem hefur gerst í fortíð. Við íslendingar erum svo fámennir, að þegar við hittumst án þess að þekkjast — og það er mikill misskilningur í hugum margra er- lendra manna að við þekkjumst öll — þá er okkur gjarnt að reyna að brjóta ísinn okkar í millum með því að leita aftur í tíðina eftir ættarböndum, sem við iðulega finnum í einhverjum sam- eiginlegum forföður nokkrum kynslóð- um á undan okkur, sem nú byggjum landið. Ég ætla mér ekki þá dul, hr. landstjóri, að reyna að tengja ætt yðar við ættir okkar Islendinga. Þó væri ekki ólíklegt að einhver forfeðra yðar. hefði einhvern tíma komið til íslands stranda eða að einhver Islendingur hefði einhverju sinni blandað geði við ættfeður yðar úti í hinum stóra heimi. Menn buðu þá sem nú hafi og veðri byrginn og voru á faraldsfæti til að sýna sig og sjá aðra. En annað má tengja með fullvissu, svo sem forvera yðar í því starfi sem þér nú gegnið og okkur, ásamt órjúfanlegum böndum milli þjóða okkar fyrir þau örlög að stór hópur íslendinga fluttist á örðug- um tímum til lands yðar í leit að gæfu og betri lífskjörum. Árið 1857 bar að garði á íslandi mikinn aufúsugest, Dufferin lávarð. Fyrir gáfur sínar og árvekni andspæn- is menningarverðmætum og glöggu auga fyrir óvenjulegu landslagi lét hann land og þjóð tendra svo í hugarfluginu, að hann skrifaöi móður sinni ítarleg bréf með lýsingum af reynslu sinni af þessu landi á hjara veraldar, „Letters from High Latitud- es“. Við erum mörg þess sinnis, að hugsjón rómantísku stefnunnar í kjölfar frönsku byltingarinnar, með Rousseau að taismanni, hafi verið það besta sem komið gat fyrir stórþjóðir sem smáþjóðir á réttum tíma fram- þróunar í heiminum. Henni eigum við að þakka endurnýjaða vitund um þjóðerni og þjóðarsál alls staðar þar sem þessi nýja hugsun varð kunn. Dufferin lávarður var sannkölluð ímynd þeirra, sem létu hrífast af þessari nýju afstöðu til lífsins, sem leitaði uppi og studdist við afrek mannsandans í ritum og verkum og hugmyndaauð þeirra, sem á undan voru gengnir, — að mannveran væri söm við sig á hverjum tíma, hugsandi og skapandi: „Cogito ergo sum“, sagði Descartes, — „Je pense, donc je suis“. í lok 18. aldar var Reykjavík gerð að höfuðstað íslands og til höfuðstaðar- ins flutt dreifð setur stjórnsýslu og menningar í landinu, — frá Bessa- stöðum, frá Skálholti og síðast en ekki síst þinghald frá Þingvöllum. Meðal þeirra raka, sem skjóta áttu stoöum undir að flytja Alþingi íslendinga frá Þingvöllum voru að þar væri hvort eð er óyndislegt landslag, þannig að þinghald væri betur sett annars stað- ar. Islendingar urðu skjótir til með nýrri öld að kveða þann orðróm í kútinn með stórbrotnum óðum til þingstaðarins forna. Þau ljoð fengu aðeins íslendingar að heyra og nægði þeim til áræðis og átaka. Hitt er þó satt, að það hefur aldrei skaðað íslendinga að aðrir en þeir sjálfir syngi þeim og landi þeirra lof. Duffer- in lávarður var í flokki hinna fyrstu til að gera það. Hann lofsöng Þingvelli, sem hann taldi meðal fegurstu staða sem hann hefði augum litið, stór- brotna sögu og hjartahlýtt fólk. Næsti þáttur hans í íslandssögunni var að standa staðfastlega með íslenskum innflytjendum í Kanada og veita þeim einstakt brautargengi hvenær sem til hans var leitað. Dufferin lávarður var landstjóri Kanada á árunum 1872— 1878 og þarf nú engan að furða þótt eilítið sé vikið að fortíð þegar tekið er á móti landstóra Kanada í heimsókn á jslandi í nútíð. Þar fór maður sem við íslendingar gleymum seint. Kanada og Kanadabúar eru einnig land og þjóð, sem við íslendingar gleymum seint. Við eigum hér á gamla Fróni alltaf einhvern hluta í Kanada og Kanada á hluta í okkur. Löng og mikil saga um landnám íslendinga þar hefur blásið skáldum og rithöfundum okkar andann í brjóst. Þeir hafa skrifað um það smásögur og skáldsög- ur og ort um það ljóð, hvatningarorð og einstaka sinnum dapurlegar lýs- ingar. Island gaf á sínum tíma Kanada nokkuð stóran hluta af þjóð sinni af frjálsum og fúsum vilja einstaklings- ins. Vel á annan tug þúsunda manna munu hafa flutt frá Islandi til Kanada í lok síðustu aldar. Það var fólk, sem af þeim þráa sem þessari þjóð er í blóð borinn, barðist við landslag og sem við vitum að var þeim annarlegt og tókst að sigrast á bæði því og sjálfu sér. — Okkur hér heima er sagt að Kanada- búar beri Islendingum einstaklega góða sögu, þeir hafi verið virtir sem sterkt afl í uppbyggingu samfélagsins. Þeim varð vel til vina við þá sem þeir hittu fyrir í óbyggðum héruðum lands- ins, Indiánanna, sem þeir fundu að þar fór fólk með friði. Við dáumst að því og metum að verðleikum, að Kanadastjórn hefur jafnan hvatt þjóðarbrot sín til að varðveita hefðir heimalandanna og að þar þurfi enginn að biðja afsökunar á uppruna sínum. Það er skynsamleg stefna, því öll höfum við sama réttinn til að lifa og margvíslegar hugmvndir og venjur geta ekki gert annað en að gera lífið litríkara. En hafi íslend- ingar verið gott búsílag í Kanada með handaverkum sinum þá gleymdu þeir því aldrei að þeir voru líka orðsins menn. Þaö sést enn á sérútgáfu blaðs íslendinga í Kanada, Lögbergi- Heimskringlu, sem er eina blaðið erlendis, að ég veit um, sem tengja á saman fólk af íslensku bergi, og skrifað er jöfnum höndum á íslensku, sem er þjóðtunga í íslendingabyggðum í Kanada og ensku. Þar hefur einmitt skilningur stjórnvalda á því að slíkt sé sjálfsagður hlutur í landinu verið frekar hvatning til dáða en hið gagnstæða. Við lesum það blað af athygli hér heima og hugurinn á gréiða leið vestur um haf til allra þeirra, sem þar eru okkur svo tengdir. En þetta fólk, sem býr við ótrúlegt ríkidæmi í orðum, lætur ekki fyrnast Frá veizlunni í gærkveldi. Frá vinstri: frú Vala Thor- oddsen, Edward R. Schreyer land- stjóri, frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og frú Schreyer. yfir fortíð og fyrirmyndir. Eitt af bestu skáldum á íslenska tungu á síðari hluta 19. aldar, Stephan G. Stephansson, orti ljóð sín i Kanada, ýmist til Islands eða nýja umhverfis- ins og tók virkan þátt og sterka afstöðu í þjóðmálum fyrir nýja fóst- urlandið. Við minnumst ótal manna með virðingu, sem settu eins og hann hugsanir sínar í ógleymanleg orð, Káins, Guttorms J. Guttormssonar, Jakobínu Johnson svo aðeins nokkrir séu nefndir, auk allra þeirra sem fyrr og síðar hafa helgað Kanada krafta sína og lagt af mörkum til vísinda, lista og menningar almennt. Góðvinur minn, erlendur maður búsettur á íslandi, sagði á dögunum að útlendingum hætti við að trúa því sem íslendingar segðu um sjálfa sig ... Ef þér, hr. landstjóri, viljið trúa nokkru orði af þeim sem ég hef látið hér falla, bið ég yður að minnast þess að ég hef hér veriö að tíunda nokkra kosti landa yðar, — þó með því stolti að þeir áttu og eiga ættir sínar að rekja til Íslands. Ég bið yður að bera kveðjur okkar tslendinga til allra landa yðar handan Atlantshafsins með óskum um far- sæld og gæfu, í þeirri staðföstu trú að vináttuhönd milli þjóða okkar haldist vel og lengi. Ég býð landstjóra Kanada, konu hans og fylgdarlið, velkomin til ís- lands og bið gesti að lyfta glösum og drekka minni hennar hátignar, drottningar Kanada, landstjóra Kan- ada, konu hans og kanadísku þjóðar- innar. „Ask veit eg standa44 Umsagnir gagnrýnenda í Noregi „Ask veit eK standa** heitir safn ljóða eftir Matthías Jo- hannessen í þýðingu Ivars Orglands, en bókin er nýút- komin hjá Fonna Forlagi Osló í flokki ljóðasafna eftir ís- lenzk nútímaskáld. Bók- menntagagnrýnendur norskra blaða hafa ritað um bókina og fer hér á eftir úrdráttur úr nokkrum dómum. í Morgenbladet. sem út kemur í Osló, segir Odd Abra- hamsen, en hann er sjálfur skáld jafnframt því sem hann er virtur gagnrýnandi, m.a. að ljóð Matthíasar séu ekki stað- bundin heldur nái svið þeirra út fyrir íslenzkt umhverfi. Greinilega leiki um skáldið straumar, sem nauðsynlegir séu til að skilja þá veröld, sem við lifum í, og þótt ljóðin séu þrungin tilvísunum í íslenzka ljóðagerð fyrri tíma, sé það ekki síður nútíðin sem eigi sér hér skarpskyggnan áhorfanda. Odd Abrahamsen vitnar í inngang Ivars Orglands þar sem þess er getið að skáldið velji sér myndræn yrkisefni, líkt og sjá megi stað í ljóðum Steins Steinarrs og í Völuspá. í þessu sambandi bendir Abrahamsen á að í ljóðum Matthíasar megi sumstaðar finna losaralegar hendingar þar sem vitnað sé til fremur venjulegra fyrirbæra og þar sem betur hefði farið á að nota færri orð, en um leið sé sérstaklega eftirtektarvert að skáldið hafi á valdi sínu hið sér-íslenzka ljóðform, þar sem látleysi og skýrleiki sitji í öndvegi og þar sem gengið sé beint að efninu. Um ljóðaflokkinn „Sálmar á atómöld" segir gagnrýnandi Morgenbladet að formið minni nokkuð á Stein Steinarr. Ljóð- in 49 séu greinilega af trúar- legum toga, en laus við prédik- unartón og þar eigi ósveigjan- legar siðareglur ekki upp á pallborðið. Orgland kunni að hafa rétt fyrir sér í því að formið og undirtónninn í ljóð- unum beri vott um bernskt hugarfar, og hér sé kannski einmitt kominn lykillinn að því hver sjálfsmynd skáldsins er. Abrahamsen lýkur miklu lofsorði á ljóðaval og ljóðaþýð- ingar Ivars Orglands, eða „gjendiktning", eins og það heitir á norsku, og leggur til að honum verði við fyrstu hentugleika veitt þýðinga- verðlaun, sem reglulega er úthlutað í Noregi. Meðal ljóða sem vakið hafa sérstaka at- hygli gagnrýnandans er Surts- ey: „Vi har sett eld fra havbottnen slá himmel og jord med bivrelogar sett ei ey risa svart av oske og audna lysande loga sett ordet ditt i gjerning, herre." „Stutt ljóð eins og þetta hneigist ég til að kalla sér- grein hinna beztu íslenzku ljóðskálda,“ segir Odd Abra- hamsen, „og slík ljóð er að finna t.d. hjá Snorra Hjartar- syni og Hannesi Péturssyni. Þingvellir við Öxará er yfir- skrift sex stuttra ljóða, þar sem litazt er um á þeim sögufræga stað, og þessi ljóð valda ekki umróti, heldur and- ar frá þeim ró og einbeitingu." í Asker og Ba'rums Bud- stikke skrifar Sven Aurmark, sem telur það einn helzta styrkleika Matthíasar að hann bindi sig ekki við ákveðna rímgerð heldur velji sér form í samræmi við efnið, enda kunni hann að haga valinu. Aurmark gerir grein fyrir skáldinu og segir að með tilliti til þess að hann sé ritstjóri við íhaldssamt blað gætu ýmsir hneigzt til að setja skáldið á ákveðinn pólitískan bás. En slíkan bás láti Matthías ekki skipa sér á, „hann favner vitt og representerer noe som jeg ville kalle et vel distribuert kulturelt islandsk kraftsentr- um. Han er det ekte — og derfor det akseptbare, eller bent frem onskelige, for alle, uansett politisk eller livs- synsmessig utgangspunkt,“ segir Aurmark. í Bergens Tidende segir Gerhard Garatun-Tjeldsto m.a.: „Ljóðasafnið ber vitni mikl- um tilfinningum og víðfeðmu áhugasviði skáldsins. Skáld- inu er jafnlagið að bregða á glens og líta á hinar broslegu hliðar tilverunnar og taka til meðferðar ríkjandi þjóðskipu- lag og það sem er ofarlega á baugi í samtíðinni, um leið og það stendur í undrun og auð- mýkt frammi fyrir því sem mannshuganum er hulið — og þar er dauðinn ekki undan- skilinn. Gleði og þakklæti yfir hinu ljúfa og fagra í náttúr- unni og manninum sjálfum eru áberandi í mörgum ljóð- anna.“ „Matthías Johannessen opnar okkur útsýn til íslands og Islendinga," heldur Gar atun-Tjeldsto áfram, „þessa fólks sem er okkur svo nákom- ið en sem við þekkjum samt svo lítið. Ekki fer hjá því að sem ritstjóri stærsta blaðs á Islandi verði hann fyrir bein- um áhrifum af því sem er að gerast í atvinnulífi þjóðarinn- ar, í stjórnmálum og menning- arlífi. Skáldið Matthías Jo- hannessen notar ljóðið og skáldskapinn til að leysa úr læðingi það sem útrás fæst ekki fyrir á þessum sviðum og þannig veitir hann okkur betra tækifæri til að kynnast frændþjóðinni en völ er á annars staðar. „Ask veit eg standa" er kærkominn tengi- liður milli frænda," segir í Bergens Tidende. Salmer i en atomtíd IVAR ORGLAND fortsetter med á gjendikte betydelige is- landske lyrikere fra vár tid til norsk Nu foreligger hans bok -Ask veit eg standa-, islandske dikt fra vftre dager av Matthias Johannessen. Det er en diktbok som f0lger Matthtas Johannes sens dikterbane fra debutdiktene i 1958 og til dikt utenfor samlin Ene 1976 — 1980 Som vanlig har ar Orgland skrevet. et iangt •ord om dikteren som viser hans store kunnskaper og innsikt i en lltteratur som gir meg næ ring til tanke og fabuleringsevne Matthias Johannessens lvrikk har en spennvidde som strékker seg utover det lokale islandske miljpet Som siefredaktor 1 Mor rmbladid har han anledning t»l ta innover seg selv stromnmger og begivenheter som er vesent- hge for á forstá klimaet 1 dei^ verden vi lever i Hans dikt er fyltl av allusjoner fra eldre islnndsM diktning. men ogsá vár tids diktJ. ning har en sikker observatpr * Matthias Johnnnessj-n F.tt :»v d« siste diktene i \u>ken liærer tiU len -Bkalden Dylan Thonuis IVAR ORGLAND skrtvcr hla annet i sin innledning -Stei Steinarr og Voluspð, det m apokalyptiske og eskatologi Edda — diktet pá den ene s og Steinns atomalder bilettal den andre, — begge stor vi poesi, er litterære kjelder perspektiv- Imidlertid mt ogsá pápekes at en ogsá i Matthias Johannessens slappe linjer av retorikk og alminnehge referater Merfj det viktig á understreke ogsá er en dikter som be den spesielle islandske fc enkle ogklare dikt — hel fra utenomsnakk. I et av hans tidlige nærmest inngár i cn s.v' jeg -du er himmelbl? K)«*kvelv over opon p bcl han ky: te mrf munnkyss seií»r s.ilor leikcn ér betre enn v / her ser viser dikteren / det Hellige. noe sor / mer til uttrykk i hs/ ei atomtid”. Som eh denne syklus leser/ iltnq i lílfin oss som eit fvr nar aei Kí»m men dcide sjomenn midt i leiken var Sá enkelt fár et trist barndoms minne sprog som svnliggior det Helvete mcnneskené solv skape*- DF.Tppi^soosA tiderhve. smíl: hjart nads ikke á m / m»»nneskrr. inen sð kan v» ram m<»R av et uforsfáelig ;spus* firdet dift o* h’ • k:»'»de .»>,• himmelen. likevel le'tn*1 v» »kk'‘ etter dee utnn • se»*g.» og dori lanken nar s’aft mep at vi e- ■kkje komne lengrr rnn a r»*r L'áest der sr»in bpecú'orn r»mc;"-* diKt. hos h!,) Sf»<;rr: H . og Hnnnes Pofnj^síi: vedox ir. ivr *:»r v. d»kt snm kr*'t»r-r * r n histopskf* stedo* i**.i sensasum nfcír i'or tyi trnsiou Ed.,4f' •■ pef Dei .- »*• <:•« *,> , Ve*f »kl »e * d*»t prr f >•• i,» I DfKTt-.Ni; s^r'ttc :ijn!ini»*'t»»' |r‘.ic<* (liW'e* ’;k*» V A O., ■ I • ÍB. mm utv,, ■ •d h*Jdt SL«M *•((,' — 6«| f!m váre og 1 411 ,**"UnCl'nk«. ***£&#* , JVarr*»trr. .. H.r /*V» / :rr I tghefsé npra f i flf'ti ’ii ki;»»»y »• f.’ir f.i 11: i»' N :tíirfs»*» ' fivbofnen c! bivrelo- f ;v <*sk»- setf nr ! rre I r»» i)ít»)stj-r,. j- rt.-p. ; A: T i AT • v*|-*í 'ol . • íinbt'in’e*- *oe«! y »d ív.*» < •.• • •»»){• )».)* fi»: T, f. rV > senfhpr.f.* c. v *»' •• »'.nf!-i.-. .* • hanrev.<t*ps ;>.*«, \* , k.**' !'.’• ordril; t*,l •'.,rf; • dr»— *'ier il*V. f-.« ; • »„,•* • lllWh - > > ?»;•,•» »• hef r.y befrie’s#- ;v » >: : ».> • .bodrjp. r r»* d ff • t * k»r*«r • ............ f arb*')de: iv» r* ’':*r.» | ;•• • m»n momng t>or !i,»», forj.*- anirdn*ng f. ». *f .,vrr *'ff*-f»i sen rr*m fv»n »I;f-,« )«;»- rl, [ Her kan v*U‘* »•••‘».*::k fr»« *. r’pr« isIniHÍ-W-. tliþfer#'*: .!•>»> '■{»* sn *;l »*«,• {i,i • , ,í: „,.«, 11»»'!#••■ - f ,,l. ■ f » ,p.f \ : , ÍMo* I..M |»;» I- • 11,.: >„-i ; ..,• lyrikk :><*e. várt h’irr’n »*» .•l.iorls--. !,k •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.