Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 41 við vestanverðan Stakksfjörð. Sterkasta stoð þorpsmyndunar í Keflavík á 19. öld var þó verslunin, og er þar mikil saga á bak við. Fáeinir punktar til viðmiðunar Fyrir nokkrum árum hripaði ég niður fáeina punkta sem hafa mætti til viðmiðunar um frágang á sögu Keflavíkur þegar til útgáfu kæmi. Þar sem um mikið efni er að ræða væri jafnvel hægt að gefa út þriggja binda verk. Eftirfarandi kaflaskipting er lauslega áætluð við tveggja binda verk, og eru kaflaskipti miðuð við árslok 1974. Hafnarfjarðarsaga er að nokkru höfð til fyrirmyndar, einnig Sauðárkrókssaga. I. bindi. 1. Formáli. 2. a) Umhverfi Keflavíkur b) Örnefnalýsing. 3. Jarðirnar: Keflavík - Vatnsnes. 4. Atvinnuvegir: a) Verslunarsaga Upphaf verslunar. Þorpsmyndun. Verslun á 19. öld. Verslun frá 1901—1974. b) Sjávarútvegur. Opnir bátar — þilskip. Vélbátar — togarar. Sjómenn og útvegsmenn. Hafnargerð. Fiskvinnsla. Ishús — hraðfrystiiðnaður. c) Iðnaður Fyrstu iðnaðarmenn. Einstakar iðngreinar. II. bindi. 1. Sveitarstjórnarmál. Keflavíkurhreppur 1908—1949. Keflavíkurkaupstaður 1949— 1974. Fyrirtæki sveitarfélagsins og rekstur. Helstu verklegar framkvæmd- ir. 2. Heilbrigði og hollusta. Læknar 1885-1974. Sjúkrahús — lyfjabúð. 3. Mennta- og kirkjumál. 4. íþróttir. Félags- og menning- arlíf. 5. Sambúðin við setuliðið. 6. Bæjarfulltrúatal 1949—1974. 7. Heimildaskrá. 8. Nafnaskrá. Vel þegið verk Eflaust finnst einhverjum hér nóg komið í upptalningunni, en efniviðurinn leyfir fullkomlega að vel sé unnið, og frumherjar kefl- vískrar byggðasögu eiga skilið að sagan um verk þeirra sé skrifuð af alúð og samviskusemi. Að ekki sé kastað höndum til kostnaðrsamra framkvæmda sem héraðssaga er. Svona verk yrði vafalaust vel þegið af fjölda manna víðs vegar um land, og yrði um leið myndar- legt framlag til landssögunnar. Mig langar að horfa á ljósið þitt skína Sunnudaginn 24. maí spurðist Ólafía Ólafsdóttir, Víðivöllum við Elliðavatn, fyrir um höfund kvæð- is, sem ort var á Vífilsstöðum 1929. Nú hefur Velvakanda borist vitneskja um að þetta kvæði muni Gunnlaugur nokkur Indriðason hafa ort. Gunnlaugur fæddist 14. apríl 1894, en lést á Vífilsstöðum hinn 25. janúar 1931, eftir lang- vinn veikindi. Hann var aðstoðar- maður á Veðurstofu Islands frá 1920—28, er hann varð að hætta störfum vegna heilsubilunar. „Hann var gæddur sérlega góðum gáfum, skyldurækinn við störf sín og prúður í öllu dagfari," segir Þorkell Þorkelsson veðurstofu- stjóri um Gunnlaug í „Veðrátt- unni“, ársriti Veðurstofunnar, ár- ið 1931. Kona Gunnlaugs var Sigríður Pálsdóttir, f. 4. des 1899, d. 10. des. 1936. SÓL Ort af sjákllngl á VmisstöAun 1929.: Lýstu, 6 lýstu mér, Ijúfa sól, Ijómaðu um stofuna mina, gefðu mér geislana þina, góða, láttu mér hlýna. ___ a ÖIaíi35ttIrrv1ðWðllu,n| ðavatn, skrifai'. ' kumb'ín^m 16- 9Í6‘ \ in spyr St.Þ. um lj6ð sem ^ ^ „sku. Ljóðið heitir" ribirtistilítiUibókwm rhorsteinsson blaöamaö I árið 1916 og heitir Ljóð og leið og ég sendi ^) ou.sendiégþérannaðUóð lirtist én höfundarnafns i ( örBrtffrélngulhWan^ m) sem mun hafa komið ut rou eftir 1930 og hefur að >a bréf sem ung stulka | aði frienda sinum, Vestur ( idingnum Sófoníasi j ivni (ég vona aö eg fsri rétt 'nöfnin). Fyrri hluf bókar- ir eru bréf sem Inga sknfaðij Þá mundi tvennt vinnast Það er engu líkara en André Gide hafi séð „Haust í Prag“, sem sýnt er á litla sviðinu í Þjóðleik- húsinu núna. Þar voru allir eins og óttaslegnir hundar í bandi, sem aldrei vissu hvenær og hvernig yrði kippt í snúruna, nema and- ólfsmaðurinn, sem nýkominn var úr fangabúðunum og vildi halda baráttunni áfram. Allir vildu hjálpa honum, en enginn þorði það, sem von var. Skattborgararn- ir mundu glaðir borga kostnaðinn af því, ef Þjóðleikhússtjóri byði alþingismönnum að sjá sýning- una. Þá mundi tvennt vinnast: kommúnistarnir sæju sannleik- ann um stefnuna, og hinir mundu fyllast eldmóði í baráttunni við slíkt, því að enginn vill þetta sér og sínum til handa.“ Þessir hringdu . . Er Einstaklingafélag- ið ekki lengur til? Gunnlaugur Stefánsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Fyrir nokkru síðan var stofnað hér í borg félag, sem hlaut nafnið Einstaklingafélagið. Að stofnun þess stóðu einstaklingar, sem voru einir á báti í lífinu, og er ekki að orðlengja það, að þeir eru vist áreiðanlega margir hér á höfuðborgarsvæðinu, ef allt væri íslenskir uppfinningamenn: Takið ykkur saman í andlitinu Þröstur skrifar: „Mér dettur æði margt í hug. Og ekki síst vegna þess að hvert mitt flugtak getur orðið mitt síðata, þá beinist hugurinn að því hvernig ég geti best orðið landi og þjóð að gagni. ingamenn, gætum ekki framleitt gjöfulan áburð úr frárennsli skolpræsa höfuðstaðarins með því að beisla flóðgáttir þeirra, og uppfyllt þannig þarfir okkar fyrir lífrænan áburð. Þá væri tvöföldu þjóðþrifamáli komið í höfn: meng- Um nokkurra ára bil hefur „skarni“ verið notaður til áburðar, t.d. í görðum. En lyktin, Guð- mundur minn, minnumst ekki á hana. Mér var að detta í hug, hvort við, með alla okkar uppfinn- um útrýmt og fyrir áburði séð. Kæru íslensku uppfinninga- menn: Takið ykkur saman í andlit- inu. Við landar ykkar treystum á hugkvæmni ykkar. Með bestu kveðju til allra lands- manna. talið. Þess vegna átti stofnun félagsins fyllsta rét á sér. Ég sá í blöðum núna eftir áramótin, að félagið auglýsti aðalfund sinn, en síðan hef ég ekkert séð frá því eða heyrt. Mig langar að vita, hvort það er samt ekki enn við lýði og hvar hægt er að komast i samband við stjórn þess eða aðra, sem hafa með inntöku nýrra félaga að gera. Allt of þröngir skil- málar Húsnæðis- málastjórnar Kona á Norðurlandi hringdi og sagði: — Ég er eins og fleiri mjög óhress yfir þessum svokölluðu viðbótarlánum Húsnæðismála- stjórnar. Lánin eru bundin þeim skilyrðum, að lántaki skuldi í bankastofnun 20 þúsund nýkr. eða meira og sé lánið eða lánin til eins eða tveggja ára. Aðeins að þessum skilyrðum uppfylltum veitir Hús- næðismálastjórn þetta viðbótar- lán til 8 ára. En þar gleymist alveg að taka tillit til þess, að víða úti á landi, þar sem bankastofnanir eru fáar, t.d. ein þar sem ég bý, hefur fólk átt erfiðara um vik að ganga milli bankastofnana í því skyni að fá þessi vaxtaaukalán. Lánin sem dreifbýlisfólk hefur átt kost á eru oftast til 3—5 ára, en engu að síður erfið viðfangs fyrir fólk sem stendur í miðri húsbyggingu. Hús- næðismálastjórn hefði átt að taka tillit til þessa atriðis þegar skil- málar voru settir fyrir þessum viðbótarlánum, en þeir eru að mínum dómu allt of þröngir eins og nú er. " é . 7/| - Léttir /f\ myndarammar fyrir grafik, listaverk . og Ijósmyndir. Stærðirfrá 13X18 til 50X70 cm. (plakatstærð). Opiö til kl. 8 á föstudögum, en lokað á laugardögum í sumar. Helgarsala opin öll kvöld til kl. 23.30. Sími 40590. VH8UFELL Þverbrekku 8, Kópavogi. Símar 42040 og 44140.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.