Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981 Rætt viö Ragnhildi Valsdóttur sem býr ásamt ítölskum manni sínum í Lignano á Noröur-ítalíu Flestir Íslendiniíar hafa heyrt um ferðamannabæinn I.ÍKnano á Ítalíu ok marKÍr hafa Kert sér ferð þanKað til sólhaða oK afslöppunar í sumarfríinu. En þeir eru sennileKa færri sem vita það að á LÍKnano er húsettur einn íslendinKur. ReykvíkinKurinn RaKnhildur Valsdóttir hýr þar ásamt ítölsk- um manni sínum. Tino Nardini. oK syni þeirra Benedetto Vali. RaKnhildur kom fyrst til Ítalíu RaKnhildur ásamt manni sínum. Tino Nardini ok syninum Benedetto Vali. „Ég held mér gæti ekki liðið betur“ fyrir fi árum. Hún vann þá hjá feróaskrifstofunni Útsýn við að þrífa íbúðir farþega ferða- skrifstofunnar á I.ÍKnano. Hún vann þar í 3 sumur ok það fjórða hélt hún enn út en þá sem fararstjóri á veKum Útsýn- ar. En Kannhildur fór ekki frá Ítalíu aftur cr leið að vetri, heldur stofnaði heimili þar ytra. „Ég kann mjög vel við mig hér,“ sagði Ragnhildur er blaða- maður heimsótti hana í Lignano. „Það á mjög vel við mig að vera hér. Fólkið er svo indælt og hefur tekið mér vel. Og ekki er hægt að kvarta yfir veðrinu. Auðvitað er það tvennt ólíkt að búa á íslandi og hér í Lignano. En það voru ekki svo mikil viðbrigði fyrir mig þar sem ég hafði verið hér á sumrin og vissi hvernig fólkið lifði og hvernig það var að vera hér.“ — Hvað er það sem helst er ólíkt við það að búa hér og á íslandi? „Mér líður svo vel hér að ég veit eiginlega ekki hverju ég á að svara. Ég held að það sé einna helst fólkið. Þótt ítalir séu afskaplega indælt fólk þá eru þeir svo ólíkir okkur Islending- um. Islendingar eru ósköp hé- gómlegir en ég held að ítalir séu það enn meira. Þeir eru líka svo tilfinninganæmir og opnir. Ég tek kannski meira eftir því vegna þess hve ég er sjálf lokuð og á erfitt með að kynnast fólki. — Hvernig er daglegt líf fólksins hér um slóðir? „Lífið hér er mjög rólegt. Verslanirnar opna kl. 9 á morgn- ana og skrifstofur kl. 8. Hvíld- artími er svo frá kl. '13 til 16 eða 16.30. Þá opnar allt aftur og verslanirnar eru yfirleitt opnar til kl. 19 nema á sumrin til kl. 23. Maður getur næstum sagt að Lignanobúar leggist í híði og sofi á veturna. Bærinn byggist upp á ferðamannaþjónustunni og á sumrin vinna íbúarnir mikið en yfir veturinn hvílast þeir og lifa á arðinum frá sumrinu því hér er litla sem enga vinnu að fá á veturna. Fólk fer lítið út á kvöldin því hér er ekkert um að vera nema á sumrin og þá eru það helst ferðamennirnir sem fara á skemmtistaðina. Karlmennirnir fara jú kannski út á bar en konurnar eru heima að elda. Hér er því allt ósköp rólegt. Ef maður sæi ekki sjónvarp og dagblöð vissi maður ekkert um það hvað gerðist. Hér eru engir glæpir framdir. Fólkið er sér- staklega heiðarlegt og trygglynt og umtalað fyrir þrifnað." Þess má geta að íbúar Lignano eru 6—7.000 á veturna en verða flestir 250—300.000 á sumrin. „Ertu maður?“ — Hvernig hefur þér tekist að laga þig að lifnaðarháttum hér? „Mér finnst ég falla ágætlega inn í lífið hér en ég veit ekki hvað öðrum finnst. Ég er svo ólík Itölum í útliti. Ég var t.d. úti að ganga með son minn um daginn þegar lítill strákur, s^m hjólar hér um á hverjum degi, stoppaði okkur og spurði hvort ég væri maður. „Nei,“ svaraði ég. „Ég er kona og meira að segja mamma." Ég sagði Tino frá þessu þegar við komum heim og spurði hann hvort ég væri svona karlmann- ieg í útliti. En þá sagði hann mér að barnið hefði séð að ég var öðruvísi en ítalskar konur vegna þess hve ég er stuttklippt, há og grönn og klæði mig öðruvísi en þær. Hér er það ímynd kvenlegr- ar fegurðar að vera með sítt hár og konurnar fara í hárgreiðslu sumar einu sinni í viku. Þær ganga líka flestar í kjólum eða pilsum en ég klæðist bara því sem mér finnst þægilegt að vera í. Ég er því mjög ólík ítölskum konum í útliti og klæðaburði. — Hvernig gekk þér að ná ítölskunni? „Það gekk nú fremur hægt til að byrja með. Meðan ég vann hér fyrir Útsýn umgekkst ég mest íslendinga og lærði því ekkert í málinu. En eftir að ég fór að búa hér kom það mjög fljótt. Ég er heima öll kvöld og horfi mikið á sjónvarp og þar fer allt fram á ítölsku. Við bjuggum fyrst í Mestre, sem er verslunarborg við Feneyjar, og þar sótti ég ítölsku- tíma fyrir útlendinga. En ég gafst fljótlega upp á því þar sem kennarinn var svo' óáreiðan- legur. Hann mætti þegar honum sýndist svo og í síðasta sinn sem ég mætti á námskeiðið var kennarinn farinn til útlanda og enginn vissi hvenær von væri á honum til baka. Ég fór því og keypti mér góða orðabók og hef síðan lært ítölskuna sjálf.“ — Hvernig er veðrið hér á veturna? „Það er mjög kalt hér og hráslagalegt vegna þess hve loft- ið er rakt. Annars er vetur hér ekki nema i tvo mánuði á ári, desember og janúar. Haustið er langt og mjög gott. Vorið kemur snemma, í mars. Það er ekki mjög heitt hér á vorin en veðrið er þó svo gott að hægt er að ganga úti í léttri yfirhöfn." Italskur og íslenskur matur — Fyrsta sumarið sem Ragn- hildur var búsett á Italíu vann hún sem fararstjóri fyrir Eng- lendinga hjá ferðaskrifstofunni Euro Sun en maðurinn hennar er skrifstofustjóri ferðaskrif- stofunnar í Lignano. En nú er hún heima og hugsar um barn s«tt og heimili. Hvernig er að vera húsmóðir á Ítalíu? „Ég hef ekki verið húsmóðir á Islandi svo ég hef ekki saman- burð. En ég er óskaplega ánægð yfir því að vera heima með litla son minn. Við leikum okkur á ströndinni á daginn og förum í gönguferðir. Hér er ekki þetta eilífa rok eins og heima. Hér er maður úti í blíðunni." — íslendingar gera sér oft í hugarlund að ítalskar húsmæður séu akfeitar og alltaf við matar- gerð. Er það svo? „Því er yfirleitt meira þannig farið á Suður-ítaliu en hér norður frá líkjast þær meira íslenskum húsmæðrum." — En mataræðið er ólíkt því sem það gerist á íslandi? „Já, það er mjög ólíkt í alla staði. Én Tino er duglegur við matargerð og við eldum matinn til skiptis. Hér er borðaður matur framreiddur bæði á is- lenska og ítalska vísu og á sumrin, þegar Útsýn hefur ferðir hingað, senda foreldrar mínir mat að heiman. „Meiri möguleikar fyrir ungt fólk“ Tino og Ragnhildur búa í notalegri íbúð en fremur lítilli á íslenskan mælikvarða. Ragn- hildur sagði að ítalir legðu yfirleitt lítið upp úr húsnæði og gerðu mjög lítið af því að skreyta hýbýli sín. Sagði hún að oft væri hún spurð hvers vegna hún hefði t.d. veggplatta hang- andi á veggjunum. „Við búum hér í leiguhúsnæði frá skrifstofunni sem Tino vinn- ur á og borgum mjög litla húsaleigu. Annars er húsaleiga há og því býr fólk oft í leigu- húsnæði fram eftir öllu. Það er algengt að fólk eignist aldrei eigin íbúð bæði vegna þess að þær eru mjög dýrar og einnig vegna þess hve leigan er há. Matur er hér ódýr en fatnaður er dýr miðað við kaupið. Verka- maður sem vinnur erfiðisvinnu fær um 700.000 lírur á mánuði (4.300 ísl. kr.) en kennari í grunnskóla um 500.000 lírur (3.100 ísl. kr.). Húsaleiga t.d. fyrir 3ja herbergja íbúð í Fen- eyjum er 230.000 lírur (1.425 ísl. kr.). Þó held ég að það sé betra fyrir ungt fólk að byrja búskap á Ítalíu en á íslandi. Maður hefur svo miklu meiri möguleika hér. Nemendur mið- skóla þéraðir — Hingað til hafa þau Tino og Ragnhildur haldið jól á íslandi og sagðist Ragnhildur vonast til að svo yrði einnig í ár. Sonur þeirra Benedetto Valur er líka fæddur á íslandi fyrir rúmum 4 mánuðum og var skírður í kaþ- ólsku kirkjunni í Reykjavík. „Við höfum hugsað okkur að búa hér áfram og vildum því að hann yrði kaþólskur. Skólagang- an hér er mikið tengd kirkjunni svo hann yrði töluvert útundan ef hann væri annarrar trúar. — Rétt í þessu kom Tino heim og blaðamaður notaði tækifærið og spurði hann meira um skóla- göngu ítalskra barna. „Börnin byrja hér í skólanum 6 ára. Til 10 ára aldurs eru þau í barnaskóla en fara þá í miðskóla í 3 ár. Að því loknu mega þau hætta en geta haldið áfram og verða þá að velja sér brautir, t.d. málabraut, stærðfræðibraut o.s.frv. Eftir 5 ára nám er svo komið að háskólanum. í barnaskólanum er mjög strangur agi en minnkar þegar komið er í miðskólann. í barn- askólanum þúa kennararnir börnin en í miðskólanum þéra þeir þau. Þá finnst ítölum þeir vera litlir menn. Strákarnir leika sér þá heldur ekki með mótorhjól, þá byrja þeir að elta stelpur. ítalskir unglingar byrja mun fyrr að hafa áhuga á hinu kyninu en íslenskir." Meðan Ragnhildur beið eftir því að fæða hér á íslandi notaði Tino tækifærið og sótti tíma í íslensku fyrir útlendinga hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Hann talar því þó nokkra ís- lensku og eru ítalska og íslenska töluð jöfnum höndum á heimili þeirra. Islenskan kemur sér líka vel fyrir Tino í starfi hans þar sem Euro Sun sér m.a. um kynnisferðir um nágrenni Lign- ano fyrir Útsýn. „íslenskir ferðamenn eru góðir viðskiptavinir, ekki aðeins fyrir Euro Sun heldur einnig fyrir Lignano. En það besta við þá er að þeir urðu til þess að við Agga (Ragnhildur) fundum hvort ann- að,“ sagði hann og var þar með þotinn til að sinna hópi ferða- manna. Ragnhildur var líka sammála því að gott væri að vita af íslendingunum á Lignano á sumrin. „Sérstaklega finnst mér þægi- legt að vita af starfsfólki Útsýn- ar. En mér finnst líka mjög gott að heyra íslenskuna í bænum. Við erum óskaplega ánægð þegar sumarvertíðin hefst og ferða- langarnir streyma til Lignano en við erum líka mjög ánægð þegar henni lýkur, þá erum við búin að fá nóg. Þá tekur við rólegt og þægilegt líf. Ég held ég gæti ekki haft það betra, ég er mjög hamingjusöm hér,“ sagði Ragn- hildur að lokum. rmn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.