Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 17. júní Bls. 49—80 Samtök áhugamanna um kvikmyndagerð á Norðurlöndum úthlutuðu nýlega verðlaunum í ár- legri keppni sem haldin var í Svíþjóð og eins og kunnugt er féllu gull- verðlaunin í yngsta ald- ursflokknum í skaut ungum Ilafnfirðingum úr Flensborgarskóla, þeim Davíð bór Jónssyni, Bjarna S. Einarssyni, Inga H. Guðjónssyni og Steini A. Magnússyni. Þeir hafa stofnað kvik- myndafyrirtæki sem þeir kalla Viggó-bros. Verð- launamyndin „Sætbeiska sextánda árið“ er „ást- armynd í raunsæjum stíl“ að sögn höfunda, er Mbl. átti stutt viðtal við höfundana nýlega. Þetta var eina íslenska myndin sem fékk verðlaun Nordisk Smalfilm- keppninni. „Við höfðum áhuga á að gera raunsæja mynd um „fyrstu ástina" til tilbreyt- ingar en hingað til hefur það efni verið meðhöndlað á allt- of rómantískan og óraun- sæjan hátt,“ sagði Davíð. „Myndir um þetta efni sem gerðar hafa verið hér í skólanum byggja allar á „happy end“ formúlunni. Við höfum engan áhuga á slíku.“ — Er fyrsta ástin vinsælt kvikmyndaefni í skólanum? „Já, það má segja það. Enda er það okkur tengt. Kvikmyndalíf stendur ann- ars með miklum blóma í Hafnarfirði og ungir fram- leiðendur eru margir," segir Steinn. „Samkeppnin er líka þó nokkur og hæfileg spenna ríkir milli framleiðenda." Raunsæ mynd um „fyrstu ástina“ Verðlaunamyndin „Sætbeiska sextánda áriðkk sína hvert sem hún fer og inní atburðarásina fléttast dagdraumar hans. Hann er aumkunarverður," sagði Steinn. „Við reynum að vekja samúð með drengnum og ég held að okkur hafi tekist það, án tilfinninga- semi eða væmni," sagði Davíð. — Hvernig gekk að vinna myndina? „Vel. Hugmyndin er að mestu leyti upprunnin hjá okkur Steina. Við ræddum efnið saman eina kvöldstund og skrifuðum svo hvor sitt handritið að myndinni, og lögðum þau svo fyrir hina,“ segir Dvaíð. „Steini féll ynd- islega vel inní aðalhlut- verkið, það kom enginn ann- ar til greina. Sköpun persón- unnar var reyndar að mestu leyti í hans höndum. Leik- stjórn mín náði svo til ein- göngu til hinna leikaranna." „Mestu erfiðleikarnir við gerð myndarinnar eru í hljóðupptökunni," segir Ingi H., „Minnsta vindhviða get- ur valdið miklum skruðn- ingi. Fjármálahliðin er líka erfiður þáttur. Þetta er dýrt tómstundagaman og lítið um styrkveitingar. Viggó-bros stendur mjög illa fjárhags- lega. Frekari kvikmynda- gerð verður að bíða hausts- ins.“ „Fyrsta myndin okkar var illa gerð tæknilega. Hún hét Zúpermann og var grínmynd um bandarísku hetjuna. Hún var mjög vinsæl hjá okkur fimm sem gerðum hana en meingölluð að flestu leyti," sagði Davíð. „Við fórum af stað með raunsæju hugar- fari núna og reyndum að vanda okkur sem best. Við vorum ekkert allt of bjart- sýnir í byrjun. En ég held þetta hafi tekist hjá okkur. Margir lögðu okkur lið á ýmsan hátt og viljum við sérstaklega þakka Páli Þor- leifssyni húsverði í Flens- borg aðstoð og velvilja hans, „Aðalpersóna myndarinn- ar verður hrifinn af stelpu, sem má segja að hann eigi ekki möguleika í. Hún er nokkrum númerum of stór,“ segir Davíð. „Myndin gerist á einum degi. Aðalpersónan lendir í ýmsum óhöppum fyrst í myndinni. Þetta er hálfgerður meðaljón. í lok myndarinnar brýtur hann svo sjónvarp í partýi og missir við það síðasta vin- inn, sem hann átti eftir í töffaraklíkunni," segir Ingi. „Strákurinn eltir elskuna þegar þurfti að kvikmynda innan skólans.“ — Verður Sætbeiska sex- tánda árið sýnt almenningi í bráð? „Myndin er enn í Svíþjóð, þar sem keppnin fór fram. Það hefur verið lítið um að 8mm myndir séu sýndar í kvikmyndahúsum. Okkur hefur dottið í hug að reyna að fá lítinn sal í Regnbogan- um, þar sem við gætum sýnt myndina ásamt fleiri ís- lenskum 8mm verðlauna- myndum, t.d. Voðaskoti, en helsti markaðurinn er í framhaldsskólunum. Við höfum nú þegar sýnt mynd- ina í Flensborg og Öldu- túnsskóla," segir Steinn. — Hvað er næst á dag- skrá hjá Viggó-brosi? „Það er óákveðið. Við höf- um margar hugmyndir í kollinum. Reyndar erum við alltaf að fá hugmyndir. Það eina, sem við erum vissir um, er að myndin verður grínmynd, þó með alvarlegu ívafi,“ segir Davíð að lokum. Höfundar myndarinnar „Sætbeiska sextánda árið": Davíð Þór Jónsson, leik- stjóri, Steinn Ármann Magnússon og Ingi Hafliði Guðjónsson. Kvikmynda- tökumaðurinn. Bjarni Sig- mundur Einarsson. var fjar- Staddur. Ljósm. OuAjon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.