Morgunblaðið - 17.06.1981, Síða 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981
Arnarflug
ára
BoeinK 720-þota Arnarflugs kemur inn til
lendinKar á Keflavikurfluíívelli.
Ljósmynd Mbl. RAX.
Twín Otter í fiugíaki á Rc/Kjavíkurflugvelli.
Ljósmynd Mbl. Ól.K.M.
Velta
Það fór vel á því, að á 5 ára
afmæli Arnarflugs skyldi félagið
stíga eitt af stærri skrefum í
íslenzkri flugþróun, þ.e. að fá
hingað til landsins þotu af gerð-
inni Boeing 737-200, sem notið
hefur geysilegra vinsælda víða um
heim. Svo notuð séu orð Magnúsar
Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra félagsins, fyrir skömmu, þá
er félagið með þessu að stökkva
inn í nútímann. Arnarflug hefur
sem sagt lifað af þessi 5 ár, þrátt
fyrir nokkrar hrakspár í upphafi
vega, en það hefur ekki farið
framhjá neinum, að félagið hefur
verið mjög umdeilt í gegnum
tíðina. Margir hafa viljað halda
því fram, að því væri ofaukið í
íslenzkum flugheimi, hafi aðeins
tekið verkefni frá öðrum, sem
fyrir voru. Undir þetta er ekki
hægt að taka með nokkru móti.
Það hefur verið mikið líf í félaginu
og forráðamenn þess hafa farið
vítt og breitt um heiminn til að
leita verkefna, og hafa þannig
skapað fjölmörgum starfsmönn-
um atvinnu. Arnarflug hefur hins
vegar nánast ekkert staðið í áætl-
unarflugi. Hélt að vísu uppi reglu-
bundnu flugi til Dússeldorf í
Vestur-Þýzkalandi um tveggja ára
skeið, en það leyfi var síðan tekið
af félaginu, þrátt fyrir, að reynsl-
an sýndi að vélar félagsins flugu
alltaf þéttsetnar á milli. Áður en
lengra er haldið er kannski ekki úr
vegi að árétta ástæðu tilskrifa
þessara. Ástæðan er 5 ára afmæli
félagsins og sú mikla framþróun
sem orðið hefur hjá félaginu að
undanförnu.
Það er kannski dálítið erfitt að
fjalla um Arnarflug og stöðu þess
í íslenzkum flugheimi í dag, vegna
þeirrar óvissu sem ríkt hefur um
framtíð félagsins. Starfsmenn
hafa um nokkurt skeið haft í
Flugmennirnir
voru í 3 upphafi
en eru nú 30
Fengu fyrstu
Boeing 737-200
þotuna hingað
frammi óskir um að fá keypt
einhver hlutabréfa Flugleiða hf. í
félaginu, en Flugleiðir hafa átt
þar meirihluta. Það hefur verið
álit starfsmanna Arnarflugs, að
mun eðlilegra væri að félagið væri
óháð Flugleiðum. Það sé mjög
óheppilegt fyrir Arnarflug að vera
háð ýmiss konar innanhúsdeilum í
Flugleiðum, eins ög verið hefur
um árabil. Þá er það skoðun
Arnarflugsmanna, að til að
tcygKja rekstrargrunn félagsins
verði það að fá fastar áætlunar-
ferðir út úr landinu. Þegar þetta
er ritað, virðist sjást fyrir endann
á þessu vandamáli félagsins, því
fyrir skömmu buðu Flugleiðir
starfsmönnum Arnarflugs hluta-
bréf sín til kaups fyrir liðlega 3,5
milljónir króna. Gunnar Þorvalds-
son, aðstoðarframkvæmdastjóri
Arnarflugs, sem átt hefur sæti í
nefnd þeirri á vegum Arnarflugs,
sem fjallað hefur um þetta mál,
sagði í samtali við Mbl., að unnið
væri af kappi, en ennþá væri
óleyst deilumál er varða varahluti
og fleira, sem Flugleiðir vilja selja
með. Það er spurning upp á 7—8
milljónir króna til viðbótar.
Eins og kom fram í fréttum fyrr
á þessu ári, pantaði Arnarflug sér
nýja Boeing 737-200 þotu hjá
Boeing-verksmiðjunum : Seattle,
sem átti að vera til afhendingar
vorið 1982. Vegna hinnar miklu
óvissu um framtíð félagsins, var
hins vegar ekki hægt að ganga
endanlega frá fjármögnun vélar-
innar í tæka tíð, þannig að ekki
var um annað að ræða fyrir
félagið en fara aftur fyrir í röðina
hjá Boeing, og væntanlega fær
félagið vél afhenta vorið 1983. Nú
fyrst farið er að tala um Boeing
737-200, þá er rétt að geta aðeins
um þá vél, sem félagið hefur þegar
fengið til umráða. Arnarflug tók á
leigu slíka vél frá belgíska flugfé-
laginu Air Belgium í 12 mánuði,
með möguleika á framlengingu.
Vélin er nánast ný úr kassanum
og Arnarflug hyggst nota hana í
leiguflug fyrir brezka flugfélagið
Britannia Airways, hefur reyndar
þegar hafið það leiguflug. Vélin
kom hingað til lands 28. apríl sl.
og var hugmyndin að ljúka þjálf-
un hinna tíu flugmanna Arnar-
flugs á hana hér, áður en hún færi
í æigu. Af því varð þó aldrei því
íslenskir flugvirkjar gerðu at-
hugasemd við að brezkir flugvirkj-
ar skyldu koma með vélinni og
áttu að sjá um eftirlit með henni
þá þrjá til fjóra daga, sem vélin
átti að dvelja hér. Engir íslenzkir
flugvirkjar hafa réttindi á svona
vél ennþá. Magnús Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Arnarflugs,
sagði hins vegar að það væri
stefna Arnarflugs, að færa hluta
viðhaldsins þegar hingað til lands
með haustinu, en það væri stefna
Arnarflugs, að hafa sem allra bezt
samstarf við íslenzka flugvirkja.
Vélinni fljúga lOflugmenn Arnar-
flugs og bækistöð þeirra er í
Manchester í Englandi. Að sögn
Arnarflugsmanna hefur flugið til
þessa gengið mjög vel.
Nú, Arnarflug er auðvitað með
fleiri járn í eldinum, heldur en
þetta eina. Boeing 720-þota félags-
ins hefur verið í stöðugum flutn-
ingum með íslenzka sólarlanda-
farþega síðan um miðjan apríl-
mánuð. Er aðallega um flug fyrir
íslenzku ferðaskrifstofurnar til
staða við Miðjarðarhaf að ræða.
Þessa vél hefur félagið verið með í
starfrækslu um árabil og hefur
hún reynzt með ágætum, að sögn
Magnúsar Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra félagsins. — „Það
má kannski segja, að hennar eini
verulegi ókostur sé hversu eyðslu-
frek hún er. Hún eyðir þó ekki
meira eldsneyti á hvert sæti
heldur en Boeing 727-100. Sé hún
hins vegar miðuð við vélar eins og
Boeing 737-200 og 727-200 þá lítur
dæmið ekki eins vel út. Nú það er
einmitt þess vegna, sem við höfum
mikinn hug á að fá Boeing 737-200
í flotann, til að leysa þessa vél af
hólmi," sagði Magnús Gunnarsson
ennfremur.
Arnarflug er með bækistöð í
Tripoli í Líbýu, en þaðan flýgur
félagið vöruflutningaflug fyrir líb-
ýska flugfélagið Libyan Arab
Airlines. Flogið er á Boeing 707-
320c, fraktvél, sem félagið tók á
leigu til að annast þetta verkefni,
sem standa mun í eitt ár, ef ekkert
kemur upp á. Aðspurðir sögðu
Arnarflugsrnenn, að samskiptin
við Líbýumenn gengju nokkuð vel.
Það væri ekki hægt að segja
annað, en að þeir stæðu við sitt,
hins vegar væri allt fyrirkomulag
frekar þungt í vöfum, enda væru
menn mjög fegnir að komast í frí í
menninguna. Vélin, sem Arnar-
flug notar niðri í Líbýu, tekur um
40 tonn af frakt í hverri ferð, en
fyrirtækisins
úr 227 i 12000
milliónir gkróna