Morgunblaðið - 17.06.1981, Side 13

Morgunblaðið - 17.06.1981, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 61 Varmalandi verði starfræktur áfram og gerðar verði nauðsyn- legar skipulagsbreytingar á starfsemi hans, til að aðiaga hann breyttum þjóðfélagshátt- um, að hann komist inn í skólakerfið, veiti nemendum réttindi til áframhaldandi náms og námið verði viður- kennt sem áfangi á hinum ýmsu framhaldsbrautum skóla- kerfisins." 5. „Að beina þeim eindregnu til- mælum til menntamálaráðu- neytisins að vegna breyttra neysluvenja barna og unglinga verði tekin upp kennsla í nær- ingarefnafræði í grunnskólum almennt strax frá byrjun. Námsefni í þessu sambandi verði miðað við aldur og þroska nemenda." 6. „Að fela stjórn sambandsins að vinna að því að fá hönnuð eða hönnuði til að gera hugmyndir að skemmtilegum minjagripum úr Borgarfjarðarhéraði, eða gangast fyrir hugmyndsam- keppni um gerð slíkra gripa. Æskilegast er að gerð þeirra sé við það miðuð, að ekki þurfi dýr eða margbrotin tæki við fram- leiðslu þeirra, en að þeir geti orðið heppilegur heimilisiön- aður. Leitað verði styrkja úr héraðinu eða frá opinberum aðilum svo sem Byggðasjóði og Ferðamálaráði, til að standa straum af óhjákvæmilegum kostnaði við þessa framkvæmd. Komi fram góðar hugmyndir að heppilegum minjagripum, verði síðan næsta skrefið, að SBK beiti sér fyrir námskeiðum til að kenna gerð þeirra." 7. „Að athuga við sérleyfishafa um áætlunarferðir, Akranes— Borgarnes. Kemur þar til skóla- ganga unglinga á Akranes, heimsóknir í sjúkrahús o.fl.“ AfmælisfaRnaður í tilefni 50 ára afmælis SBK var hátíðarkvöldverður laugardaginn 2. maí, og tóku þátt í honum á annað hundrað félagskvenna og gesta. Þar voru 4 fyrrverandi formenn SBK heiðraðir: Geirlaug Jónsdótt- ir frá Borgarnesi, nú í Reykjavík, Þórunn Vigfúsdóttir, Skálpa- stöðum Borg., Sigríður Sigurjóns- dóttir, Hurðarbaki Borg., og Hel- ena Halldórsdóttir frá Akranesi, nú í Reykjavík. Mörg ávörp, þakkir og heilla- kveðjur voru flutt og tvær félags- konur lásu upp frumort afmælis- ljóð. Góðar gjafir, fögur blóm og heillaskeyti bárust. Undir borðum lék á pianó Oddný Þorkelsdóttir og stjórnaði fjöldasöng. Eftir borðhaldið fór fram fróðleg ag skemmtileg kvöldvaka í umsjón Þórunnar Eiríksdóttur og fl. og enn bættust margir gestir við, svo að hin rúmgóðu salarkynni í Bifröst voru þéttsetin. Að lokum var veglegt veislu- kaffi fram borið. Olga Sigurðardóttir og hennar starfslið annaðist allar veitingar með miklum mýndarbrag. Akranesi í maí. Anna Erlendsdóttir. Skorar á útvarpsráð að nota sjónvarpið til áfengisvarna VORÞING umdæmisstúku IOGT á Suðurlandi var haldið á Akranesi laugardaginn 30. maí. Vurþing umdæmisstúk- unnar nr. 1 minnti á að um öll nálæg lönd væri ýmiskonar vímuefnaneysla kvíðvænlegast fyrirbrigði félagslega og veld- ur áfengið hvarvetna mestu tjóni allra vimuefna. Hér vofa sömu hættur yfir íslendingum og nálægum þjóðum. Félags- lega skiptir því höfuðmáli hvernig þeim voða er mætt og hvað gert er til varnar. Vor- þingið lagði áherslu á eftirtalin atriði m.a.: Að vekja börn og unglinga til sjálfstæðrar hugsunar og yfir- vegunar um vímuefni og vímu- efnaneyslu og veita þeim í því sambandi nauðsynlega fræðslu. Að efla félagslíf allra aldurs- flokka þar semfólk svalar fé- lagsþörf sinni án áfengis og annarra vímuefna. Þar sem and- legt jafnvægi og innri friður eru mikilsverð vörn gegn því að sótt sé eftir vímuefnum, en félagsleg fullnæging og trú á lífið og gildi sjálfs sín er mikilsverð forsenda þess að menn séu sáttir við lífið verður naumast ofmetið gildi þess sem er félagslega vekjandi og færir mönnum áhugaefni. Því er mannbótafélagsskapur sem að því vinnur þjóðarnauðsyn. Ennfremur lét vorþingið í ljós ánægju með þær viðræður sem fram hafa farið síðan í vetur að frumkvæði stórstúkunnar um átak gegn áfengi sem leitt hefur til góðrar samvinnu um fram- kvæmd í þessu málL Vorþingið hefur ekki enn sem komið er séð mikinn árangur af þeirri ályktun sem Alþingi gerði fyrir þremur árum að nota sjónvarpið til áfengisvarna. Fyrir því vítir þingið það tóm- læti og sinnuleysi sem lýsir sér í því að virða ekki samþykkt Alþingis og vanrækja að nýta hið áhrifamikla menningartæki til þjóðþrifa á því sviði sem þörfin er flestu brýnni og hætta einna mest. Vorþingið skorar á útvarpsráð að bæta úr þessari vanrækslu með því að láta dagskrármenn sjónvarpsins hafa samráð við Afengisvarri- arráð og bindindishreyfinguna svo að framkvæmd verði á þessari þingsályktun. Þingið harmar það að fram- komin tillaga á Alþingi um afnám vínveitinga á vegum ríkisins fékk ekki afgreiðslu en var svæfð í nefnd. Sú meðferð málsins er ekki stórmannleg og í engu samræmi við samþykkta þingsályktun um áfengismála- stefn'u að því marki að minnka drykkjuskap í landinu. ÞHR HJÁ PHIUPS GERA NEIRA EN AÐ HANNA NÝ KERFI. ÞEIR KONA AF STAD BYLTINGUM! Nýtt myndsegulband Philips hefur nú fullhannað nýtt myndseguldbandskerfi, sem margir álíta vera gjörbyltingu á þessu sviði. Philips 2000 er kerfi, sem býður upp á kosti, sem aðrir hafa ekki: - Myndkassettu, sem spila má báðu- megin - 8 klukkustunda sýningar/upptöku- tíma Upphitaðir upptökuhausar, sem aðeins þekkjast á stærstu tækjum í upptökusölum (studiotækjum) varna sliti á segulbandinu, auk þess sem svonefndir fljótandi hausar gera stillingu þeirra óþarfa. Þannig er hægt að taka upp á eitt tæki og sýna í öðrum án truflana. 30% afsláttur Þar eð eigendum myndsegul- bandstækja með Philips V2(XX) kerfinu hefur fjölgað mjög að undanförnu, hafa Heimilistæki hf. hafið útleigu myndefnis á Philips kassettum. Fyrir- tækið hefur tryggt sér leigurétt á úrvali skemmti-, menningar-, lista- og fræðsluefnis, og fjölbreytnin eykst stöðugt eftir því sem fleiri notfæra sér leiguna. Það eru ekki aðeins eigendur Philips myndsegulbandstækja sem geta leigt kassettur hjá Heimilistækjum, heldur einnig eigendur tækja frá þeim framleiðendum sem samið hafa við Philips um notkun á V2000 kerfinu. Aftur á móti fá eigendur Philips myndsegulbandstækja frá Heimils- tækjum hf. 30% afslátt á leigugjaldinu. Sextán daga upptökutími Einn af höfuðkostum nýja Philips myndsegulbandskerfisins er upp- tökutíminn. Philips 2000 með nýju 8 klst. myndkasettunni, gefur kost á innstillingu á 5 mismunandi sjónvarpsþætti á 16 daga tímabili. Nýja kassettan hefur pláss fyrir átta klukkustundir af efni, 4 klst. á hvorri hlið. Þannig getur þú komið fyrir t.d. fjórum2ja klst. kvikmyndum á einni spólu eða fjórum knattspymu- leikjum og einni bíómynd. Þeir hjá Philips gera meira en að hanna ný myndsegulbandskerfi. Þeir koma af stað byltingum. Þess vegna hafa margir af þekktustu framleiðend- um myndsegulbanda, eins og t.d. B og O, ITT, Pye, Luxor og Grundig gert samninga við Philips um notkun þessa nýja kerfis í sinni eigin framleiðslu. Hagstætt verö og góö þjónusta Philips VR 2020 myndsegulbandið er á mjög hagstæðu verði um þessar mundir og hver klst. á kassettum í V2000 kerfinu kostar aðeins um 50% af verði hverrar klst. á kassettum fyrir önnur kerfi. En Philips V20(X) kerfið er ekki bara ódýrt - Philips V2000 er rétta kerfið. Heimilistæki hafa nýlega stórbætt alla þjónustu sína, því búið er að opna stórglæsilega verslun í Sætúni og þar er einnig til húsa fullkomnasta radíó- verkstæði landsins og íhluta- og vara- hlutaverstlun sem ekki á sinn líka á íslandi. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. PHILIPS VR 2020 - VERÐ KR. 18.950.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.