Morgunblaðið - 17.06.1981, Page 18

Morgunblaðið - 17.06.1981, Page 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 Jón b. Árnason: - Lífríki og lífshættir LXIII. I svartri framtíð Spumingin er: Hversu fúsir verða jöfnunartrúaðir til að rýra kjör sín og þrengja að sér, þegar bylgjur múgfjölg- unarsprengjunnar ber að ströndum, og sveltandi og landlaus skoðanasystkini krefjast jafnræðis? Jarðarbúum, múg og mönnum, fjölgaði um nálægt 94.500.000 á árinu 1980, og lifðu því, skrimtu og þjáðust um 4.430.500.000 manna alls á reikistjörnunni Jörð í upphafi ársins 1981. Ef ekkert stórslys á heims- sögulegan mælikvarða hendir næstu 12 mánuði, mun fram- færslubyrði náttúruríkisins þyngjast um 3 mannleg eintök á sérhverri sekúndu eða 180 á mínútu eða 10.800 á klukkustund eða 259.200 á sólarhring hverj- um. Þetta er að vísu nokkru minni fjölgun en Thc Environ- mcntal Fund Institutc í Wash- ington hafði áætlað. Samkvæmt framreiknun þeirrar merku stofnunar átti heimsíbúatalan að fara yfir 4.500.000.000 markið hinn 17. marz 1980 um kl. 20:42 að Mið-Evróputíma. Keppnin mikla Um þetta leyti næsta árs fer naumast hjá því, að á jörðinni verði næstum 95.000.000 fleiri munnar og magar en nú, sem alir þarfnast síns. Ekki aðeins fæðis, heldur líka klæðis og hýsingar þótt reyndar af líkum leiði, að með misjöfnum hætti hljóti að verða. Þessi viðauki nemur vel 35.000.000 meira en núverandi íbúafjölda Vestur- rottukeppninni, en ég yrði ekk- ert hissa á að frétta, að einnig þar hefði mannkynið þegar unn- ið enn einn bölsigur sinn. Grun minn í því efni reisi ég helzt á nýjustu skýrslum um árangur- inn af hinni láréttu stóriðjusemi þeirra kynþátta og kynblend- inga, sem nú hatast af öllum kröftum við þær þjóðir, en einar hafa þekkingu og vald til að sanna í verki, að jörðin geti verið sæmilega viðunandi bólstaður vitsmunavera, og — því miður — einnig máttinn til að eyða öllu lífi innan gufuhvolfs jarðar á svipstundu. Mannkynið þurfti áraþúsund- ir, eða jafnvel áramilljónir, til þess að „auka kyn sitt og upp- fylla jörðina" í/með núverandi fjölda: 4.430.500.000 eins og í upphafi þessa greinarkorns get- ur. Og öllum áreiðanlegustu framreiknunum ber saman um, að árið 2000, innan 19 ára, muni því hafa fjölgað um rúmlega 41%, í 6.267.000.000 líkami (sbr. „Knaurs Weltspiegel '81, Munch- en — Zúrich 1980), því að börn og barnabörn hrannast niður eftir líkum reglum og vextir og vaxtavextir hlaðast upp. Hér verður aftur að minna á hinn óþægilega nálæga fyrirvara: Kjarnorku- og eiturefnaheims- styrjöld, svo og aðrar ófyrirsjá- anlegar, en sambærilegar hindr- anir. Sturlandi Sjálfsákvaðir alþýðusam- „Inferno“ tölur takanna hverfur í skugga Þýzkalands — og þar sem aug- Ijóst er, að á meðal hinna nýju heimsborgara verða tiltölulega fáir Þjóðverjar, ætti það að verða hinum friðelskandi af- gangi mannkynsins veruleg huggun. Honum til enn frekari hugar- hægðar jaðrar við góðverk að vekja sem rækiiegasta athygli á, að samkvæmt mannfjöldaspá OECD mun Vestur-Þjóðverjum hafa fækkað úr 61.830.000 árið 1975 niður í 58.200.000 árið 1990, eða um 3.630.000 á 15 árum, sem reiknast 5,87%. Mannfjöldafræðingurinn Claus Jacobi, einn þriggja núver- andi aðalritstjóra „Welt am Sonntag", staðhæfir (í bók sinni „Die menschliche Springflut", Franfurt — Berlin 1969) að næst á eftir rottunni sé manneskjan fjölmergðasta spendýr jarðar, og telur einsýnt, að hún muni fljótlega komast fram úr henni. Síðan Jacobi spáði þessu eru nú liðin 12 ár. Mér er ókunnugt um, hvort úrslit hafi þegar ráðizt í Verkefni handa jöfnunarfólki Af þessum 1.836.500.000 nýju (jarðarbyggjum munu um 90% eða 1.652.500.000 fyrst sjá dags- ins ljós í eymdarlöndum nútím- ans að GULAG-löndum frátöld- um. Sennilega er ekki á nokkurs manns færi að gera sér í hugar- lund, hverjir og hvernig eigi að verða unnt að forða þessu ban- vænlega lífi frá óbærilegri kröm og kvöl, og allrasízt ætti að vænta úrræða af hálfu þeirra, sem hafa gert sér „baráttuna gegn hungrinu í heiminum" að tekjulind og aðalatvinnu. Um hina blessuðu sakleysingja, er hafa látið glepjast af ímynduð- um yfirbótaskyldum eða villzt inn í niðadimmar bræðralags- þokur, fer bezt á að hafa sem fæst orð. í þeirra sporum myndi mig þó langa til að vita, ef ég vissi ekki, hversu mikla árlega skatta- hækkun félagar verkalýðshreyf- ingarinnar, og þá einkum verka- lýðsrekendur, væru tilleiðanlegir til að taka á sig í því skyni að létta þjáningar systkina sinna í andanum, og staðfesta þar með æðstu hugsjón sína, jöfnunar- delluna, á borði. Þetta væri sérlega fróðlegt, eiginlega alveg nauðsynlegt, að fá upplyst, einkanlega af þeirri ástæðu, að allt frá upphafi hefir verkalýðs- hreyfingin verið heltekin jöfn- unarbaráttu, haft efst á blaði í tíma og ótíma og því verið aðalsmitberinn. En af því að ég veit svarið, er ástæðulaust að vera nízkur á það: EKKERT, sem myndi hafa „lífskjaraskerðingu" í för með sér fyrir söfnuðinn sjálfan, og getur þar engu breytt þó að capo di tutti capi allra þverstæð- ismanna í Sjálfstæðisflokknum og liðhlaupaleiðtogi sé ávallt reiðubúinn að greiða fyrir þeim með vitnun um að forsprakkarn- ir séu „dugandi menn og drengir góðir" með dæmalaust „gott hjartalag". Framfærendum fækkar í Afríku fjölgar nauðþurftar- fólki með geigvænlegum hraða. Þar nemur fjölgunin 3% á ári. Asía og Suður-Ameríka fylgja fast á eftir, svo og Mexikó og Mið-Ameríka. Einnig þar eiga sér stað raunverulegar fjölgun- arsprengingar. Á bilinu 2,5— 2,8% árlega. Allt öðru máli gegnir í Evr- ópu, þar sem milljarðafúlgurnar, er framlengja stóradauða, eiga að mestu upptök sín. Þar fækkar fólki, og skulu hér tekin nokkur dæmi úr nýjustu hagskýrslum um árlega fólksfækkun í nokkr- um Evrópulöndum undanfarið: Finnland ..............0,709% Vestur-Þýzkal .........0,710% GULAG-Þýzkal ..........0,732% Luxemburg .............0,733% Sviss .................0,822% Holland ...............0,843% Belgía ................0,878% Svíþjóð ...............0,899% Austurríki ............0,907% Þetta eru tölur, sem tala afdráttarlaust tungu: Hinum framfærðu fjölgar með leifturhraða samtímis því, að framfærendum fækkar smátt og smátt. Jafnframt raskast aldurs- flokkahlutföllin að sjálfsögðu, og sem dæmi um mismunandi — og um leið ógnvekjandi sprengju- þrótt eymdarheimsins — ber að taka, að aðeins 24% íbúa Evrópu eru á aldrinum 0—15 ára, en 45% í Afríku; 21% Evrópu- manna eru á aldrinum 45—65 ára, en 11% í Afríku. Jöfnunarfólk ætti m.a.s. að geta skilið, hvað í þessum tölum felst, og í þeirri trú, að ég gerist ekki sekur um falsvon varðandi hugsanlegan skilning þess að því er þetta eina atriði varðar, finnst mér ég mætavel hafa efni á að viðurkenna, að það hefir laukrétt fyrir sér, þegar það síjaplar á þeirri staðreynd, „að bilið á milli sjálfbjarga og ósjálfbjarga þjóða breikkar í sífellu". Eg get einnig tekið undir það, að þetta bil verði að mjókka. Og með því vona ég af alefli, að til fulls sé upptalið, það sem ég og forfallið jöfnunarfólk get- um verið á einu máli um. Skelfilegri en kjarnorkustríð? Kjarnorku- og vetnissprengj- ur eru tvímælalaust skjótvirkari í tortímingarmætti sínum en mannfjölgunarsprengjan, og meira en nógsamlega skelfilegar til að hugsa. Hitt er á hinn ibóginn umhugsunarvert vafa- mál, og einstaklingsbundið lund- ernisatriði, hvort ömurlegra teldist, ef ekki væri um nema tvennt að velja, að farast í heimi, sem splundraðist í einu vettfangi og leystist upp í frum- eindahafi sínu, ellegar að veslast upp í veröld, er Robert S. McNamara, fyrrverandi aðal- bankastjóri Alþjóðabankans, sá í anda og lýsti með þessum orðum, að því tilskildu að múg- tímgunin haldi áfram með sama ákafa hér eftir sem hingað til, fyrir meira en áratug: „Eftir sex og hálfa öld, sömu óverulegu tímalengdina og skil- ur okkur frá skáídinu Dante, myndi ein manneskja standa á sérhverju ferfeti þurrlendis jarðar — ognarsýn, sem jafnvel „Inferno“ myndi hverfa í skuggann aí.“ McNamara var — og er sjálf- sagt enn — frábært reiknings- höfuð, sem aldrei var sakaður um að fara rangt með tölur. Ógnarsýn hans myndi því fá staðizt, enda tiltölulega auðvelt reikningsdæmi. Svipuð dæmi, í litlu eða engu frýnilegri, hafa og margsinnis verið sett upp síðan. Sumir telja m.a.s. að heljarmáttur offjölgun- arinnar sé meginorsök flestra yfirvofandi mannlífsslita. Aðrir ganga lengra og álíta hann undirrót allra annarra heims- meinsemda. Þeirra á meðal er Aurelio Peccei, stofnandi og nú- verandi forseti The Club of Rome. Um fólksfjölgunarsprengjuna segir Peccei (í nýútkominni bók sinni, „Die Zukunft, in unserer Hand“, Wien 1981) t.d. þetta: „Offjölgun mannkynsins er hvort tveggja í scnn, margfald- ari allra ríkjandi vandamála jafnt og orsök óteljandi nýrra. Ef menn viðurkenna þetta ekki, verður ástandið ennþá verra.“ Gamlar heimildir greina svo frá, að þegar Sestulus, er alrei átti annað en skuldir, sem ullu honum ekki hinum minnstu áhyggjum, andaðist, þá hafi Ág- ústus keisari látið húskarla sína kaupa undirsæng hans í laumi. Hann langaði til þess að geta sofið stöku sinnum álíka vel og Sestulus. „Stjórnmálamenn" 20. aldar eiga allir Sestulusardýnur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.