Morgunblaðið - 17.06.1981, Page 21

Morgunblaðið - 17.06.1981, Page 21
69 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 Menn eru íbytfKnir á svipinn eins o» von er i stöðunni. 1950 voru 59429 manns starfandi á landinu, 68140 árið 1960, 81103 árið 1970 og 105000 árið 1980. Fjölgun starfa á árunum 1950—60 kvað hann hafa verið 8711 eða 14,7%, 12963 á árunum 60—70 eða 10% og 29,5% á árunum 1970— 1980. Bjarni sagði að reikna mætti með tugþúsundum manna inn á vinnumarkaðinn á næstu árum og áratugum og útlit væri fyrir að landbúnaður og sjávarútvegur ykju ekki að mun fjölda atvinnu- tækifæra, sama væri að segja um byggingariðnaðinn og þá væru það þjónustugreinarnar sem stæðu eftir og bættu sífellt við sig. Virkjanirnar væru því í raun eini kosturinn til þess að brúa bilið og það ætti því að stefna að því að koma á fót nýrri atvinnugrein, framleiðslu virkjana. Taldi Bjarni að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af þróun atvinnumála ef menn væru fordómalausir í þeim efnum og nefndi hann til dæmis stækkun Álversins. Hins vegar kvartaði Bjarni yfir því að ekki væri unnið að langtíma stefnumótun í fjár- festingum og hagkvæmni þeirra og taldi Bjarni fulla ástæðu til þess að menn gæfu sér tíma til að setjast niður og ræða málin. „SannKÍrni er það sem þarf“ Sigurður Óskarsson formaður Atvinnumálanefndar Rangár- vallasýslu sagði að það væri engin tilviljun að Rangæingur hefði sent frá sér ályktanir um atvinnumál, því þar kreppti virkilega að, en meginástæðan fyrir vandræða- ástandinu í þessum efnum væri orkuokur sem Rangæingar byggju við. Sagði Sigurður að orkukostn- aður sem iðnaður í sýslunni þyrfti að standa straum af væri 674% hærri en annars staðar og húshit- unarkostnaður væri 400—500% hærri en í nærliggjandi byggðum. Sagði Sigurður að láðst hefði að byggja upp framtíðaratvinnu- markað það væri ein af ástæðun- um fyrir því að sumt fólk í héraðinu flosnaði upp, aðrir sætu vegna átthagabanda og ábyrgðar gagnvart starfsfólki og samfélagi og enn aðrir sætu hreinlega fastir og gætu sig ekki hreyft þótt þeir vildu. Jón Þorgilsson „Sanngirni er það sem þarf,“ sagði Sigurður, „engar bónbjargir, aðeins sanngirni í því að eðlileg uppbygging í Rangárvallasýslu geti átt sér stað eins og í öðrum byggðum landsins." Síðan rakti Sigurður ályktun sem fundurinn samþykkti og fer hér á eftir: Ályktun um atvinnumál Rangæingar kunna að standa nálægt tímamótum, sem reyndar var búið að segja fyrir — en ekki búið að bregðast við. Hrauneyja- fossvirkjun mun að meginhluta til verða lokið á þessu ári. Að því mun koma að menn þurfa að takast af alefli á við þann vanda sem skapast við það að virkjunar- framkvæmdum á svæði Þjórsár og Tungnár verði hætt um sinn. Hluti af þeim Rangæingum sem vinnu hafa haft við virkjunar- framkvæmdirnar munu væntan- lega fylgja slíkum verkefnum eftir sem farandverkamenn, en veru- legur hluti þeirra mun ekki hafa möguleika til áframhaldandi vinnu í sýslunni. Langt er síðan mönnum varð ljóst að til þessa mundi draga. M.a. var atvinnumálanefnd skipuð fyrir sýsluna árið 1977. Nefndin vann mikið starf við athuganir á atvinnulífi í sýslunni. Þetta starf var unnið í náinni samvinnu við byggðadeild Framkvæmdastofn- unar ríkisins, sem m.a. annaðist kannanir með nefndinni og úr- vinnslu gagna. Á þessum samstarfsgrundvelli vann deildin síðan Iðnþróunar: áætlun fyrir Rangárvallasýslu. I áætlun þessari er að finna al- menna stefnumörkun varðandi uppbyggingu iðnaðar og bent á leiðir til að ná markmiðum. Framhaldið hefur hins vegar ekki orðið eins og efnin stóðu til. Segja má að vandanum hafi verið skotið að hluta til á frest með framkvæmdum við Hrauneyja- foss. Hitt er þó réttara að segja þeim tíma, sem þannig vannst hafi verið sóað. Þetta andvaraleysi mun óhjákvæmilega hafa áhrif á framtíðarþróun sýslunnar. Ýmsar blikur eru á lofti hjá iðnaðarfyrirtækjum í sýslunni, Jóhann Gunnar Bergþórsson sem auka enn á þann vanda, sem takast verður á við. Húsgagna- framleiðsla er við það að leggjast af. Plastiðnaður hefur einnig lagst algerlega niður í sýslunni og fleira má nefna. Þá er óminnst á sam- drátt í landbúnaði sem losar um vinnuafl í stórum stíl. Engin einföld lausn er á þeim vanda sem Rangæingar standa gagnvart. Fundurinn leggur til við stjórnvöld að fast verði haldið við áform um bættan aðbúnað iðnað- ar í landinu og leggur á það ríka áherslu að þess verði gætt að í aðgerðum hins opinbera í iðn- þróunarmálum verði gætt eðlilegs jafnvægis í byggð landsins. Fundurinn skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir eftirtöldum aðgerðum sem sérstaklega snerta Rangárvallasýslu: 1. Ráðinn verði iðnþróunar- fulltrúi fyrir Suðurland og hann staðsettur í Rangárvalla- sýslu. Iðnþróunarfulltrúi hafi það hlutverk að aðstoða starf- andi fyrirtæki í sýslunni við lausn ýmissa vandamála, en hann á einnig að hafa lykilhlut- verk í viðleitni manna til stofn- unar nýrra iðnfyrirtækja. 2. Veitt verði fjárhagsleg fyrir- greiðsla og tæknileg aðstoð af hálfu hins opinbera til könnun- ar og undirbúnings nýrra greina framleiðsluiðnaðar í sýslunni. Nýrra greina er þörf og kemur margt til greina en nefna má kjötvinnslu, úr- vinnslu úr sláturafurðum, nýt- ingu jarðefna s.s. vikurs og basalts og margt fleira. 3. Iðnþróunaráætlun fyrir Rang- árvallasýslu verði endurskoðuð með tilliti til nokkuð breyttra aðstæðna en aðallega með hliðsjón af þvi að hún komi betur að gagni við eflingu iðnaðar. Teknir verði inn í áætlun þessa ákveðnir fram- kvæmdaþættir til eflingar iðn- þróunar. Skorað er á stjórnvöld að útvega það fjármagn sem til þeirra aðgerða þarf. „Innlend tækni, mannskapur og reynsla“ Jóhann Gunnar Bergþórsson verkfræðingur, forstjóri Hraun- Sigurður óskarsson virkis h.f. er með eitt stærsta fyrirtækið í Rangárvallasýslu, 60 manns í vinnu og um helmingur þeirra eru Rangæingar. I sumar verða 160 starfsmenn hjá Hraun- virki. í ræðu sinni fjallaði Jóhann Gunnar um það að verklok yrðu í september við Hrauneyjafoss hjá þeim því þá yrði jarðvinnu lokið, en hann kvaðst ekki vita hvað tæki við hjá þeim. Þeir ættu tækjakost upp á 1—2 milljarðar gamalla króna en engin örugg verkefni. Þá ræddi Jóhann Gunnar um atvinnumöguleika fyrir fólk í sjávarútvegi og landbúnaði og taldi að ekki yrði um aukningu að ræða þar á komandi árum, en hins vegar væri um sífellda fjölgun að ræða í þjónustu sem aðeins myndi auka skattbyrðar en ekki þjóðar- tekjur. Kvað hann því augijóst að framtak í iðnaði yrði það sem koma skyldi, enda væri hér næg orka fyrir stóran og smáan iðnað. Jóhann Gunnar fjallaði einnig um það sem virtist hafa gleymst i virkjanaumræðunni, samhliða at- vinnuuppbyggingu á nærliggjandi svæðum eins og Hellu og Hvols- velli. Atvinnulíf og uppbygging jókst í kring um virkjanafram- kvæmdir og fjárfestingin er mikil og því þyrfti að leggja mikla áherslu á að nýta þau verðmæti. Nefndi hann sem dæmi að ef ráðast á í Fljótsdalsvirkjun með stóriðju í huga vantaði 5000 íbúa byggð miðað við 700 starfsmenn eins og í Álverinu. Einu skynsam- legu leiðina til handa Rangæing- um kvað hann vera að ráðist yrði í Sultartangavirkjun nú þegar, sér- staklega miðað við það að hún væri ári á undan öðrum virkjun- armöguleikum. Tímann mætti nota jafnframt til þess að byggja upp iðnað til þess að taka við þessu fólki, en um leið væri þetta þjóðhagslega hagkvæmt og ætti það atriði að ráða ferðinni fyrst og fremst en ekki hreppapólitík. „Sé hugsað til hagsmuna heild- arinnar og þjóðarinnar, þá þurfa Rangæingar ekki að kvíða,“ sagði Jóhann Gunnar, „og það ber að nýta innlenda tækni, mannskap og reynslu." „Markviss uppbygging atvinnulífs inni í Iandi“ Jón Þorgilsson formaður Sam- bands sunnlenskra sveitarfélaga fjallaði í sínu erindi um Iðnþróun- arsjóð Suðurlands sem stofnaður var af öllum sveitarfélögum á Suðurlandi í september sl. ár, en 1% af öllum tekjum sveitarfélag- anna, skattur, fasteignaskattur og útsvar, eiga að fara í sjóðinn. Jón kvað hann stofnaðan til þess að efla atvinnulífið á Suðurlandi, sérstaklega iðnaðarstarfsemi. Sjóðurinn gerir ráð fyrir að lána fyrirtækjum og einstaklingum til endurbóta á starfi sem er til staðar eða til nýrra þátta og einnig til könnunar á hagkvæmni í hugsanlegum rekstri. Þá er heim- ilt að lána til stórra verkefna eins og til dæmis steinullarverksmiðju. 27 sveitarfélög á Suðurlandi eru í sjóðnum, þar af öll þéttbýlis- svæðin. Tekjur sjóðsins á sl. ári voru Vi% af umræddum stofnum og námu alls 27 millj. gkr. eða 270 þús. kr. Áætlaðar tekjur á þessu ári eru 800 þúsund kr. Þá fjallaði Jón um það að Suðurland ætti í vök að verjast í atvinnumálum vegna hafnleysis og því yrði að byggja markvisst upp atvinnulíf inni í landi. Sagði Jón að sjávarútvegur og landbún- aður byggju við nær sjálfvirkt lánakerfi til reksturs, en slíku væri ekki til að dreifa hjá iðnaði þótt sýnt væri að iðnaður ætti að sitja við sama borð og annar rekstur á landinu sem skiptir miklu máli fyrir þjóðarbúið. Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson TÓMAS JÓNSSON TEIKNARI Aukatekjur Þéniö allt aö 1000 kr. auka á viku með léttri heima- og tómstundavinnu Bæklingur meö 100 uppástungum um heimilisiönaö, verzlunartyrir- tæki, umboðs- eöa póstverzl- anir, veröur sendur tyrir 50 kr. — 8 daga skilafrestur. Frítt póstburöargjald, ef greitt er fyrirfram eöa eftir póstkröfu + burðargjald. Handelslageret, ' Allegade 9, DK-8700, Horsens, Danmark. ALLtcf Æitthvad nytt SferviersLan med bl'onriaskneytirigar BORQARbL'OMtf) GKCNSASVGGI 22 5IMI 52213

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.