Morgunblaðið - 17.06.1981, Side 25
73
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JúnÍ 1981
Opið bréf til íslenzkra karlmanna
Eftir Júlíus Kr.
Valdimarsson
Hér á dögunum var ég af rælni að
fletta gömlum skólaljóðum og rakst
þá á hvatningarljóð Jónasar Hall-
grímssonar, ísland. Þetta ljóð hefur
sennilega orðið til vegna þess að
Jónasi hefur fundist nóg komið af
undirgefni og aðgerðarleysi samtíða-
manna sinna og hefur viljað hvetja
þá til dáða. Hvað sem líður, þá er
það víst að ljóð Jónasar og annarra
stuðluðu að því að hrista slenið af
landsmönnum og sameina þjóðina í
eldmóði sjálfstæðisbaráttunnar.
Þegar ég fór að hugsa um sjálf-
stæðisbaráttuna hvarflaði hugurinn
aftur og aftur að nútímanum. Á
síðustu öld og í byrjun þessarar var
mikil fátækt hér á landi, vandamálin
voru stórbrotin, en forfeður okkar
höfðu eitt fram yfir okkur, þeir
höfðu ákveðinn tilgang, sterka hug-
sjón og framtíðin var full af björtum
fyrirheitum. Þessi hugsjón blés lífi í
ljóð skáldsins og það er ekkert
einkennilegt að á þessum tíma skuli
hafa verið ort okkar fegurstu ljóð.
Síðar meir komu ýmsar hugsjóna-
hreyfingar fram eins og samvinnu-
hreyfingin og ungmennafélagshreyf-
ingin og hugsjónamenn á borð við
Jónas frá Hriflu og fleiri, sem tóku
að sér mörg stórvirkin oftast fjár-
vana og við erfiðar aðstæður.
í dag höfum við engan tilgang,
sem sameinar þjóðina. í dag er engin
hugsjón, sem lyftir mannsandanum
til stórra verka.
Að sjálfsögðu er ekki hægt berjast
núna fyrir endurheimtu sjálfstæði
þjóðarinnar undan oki Dana og
mörg stærri verkefni hafa verið
leyst, svo sem skólakerfið, trygg-
ingar og ýmislegt annað sem áður
fyrr voru óhemju vandamál. Hvað
gæti sameinað okkur í dag? Hvaða
hugsjón, hvaða sameiginlegur til-
gangur?
Þetta voru hugsanir mínar þar
sem ég sat þarna yfir ljóði Jónasar
og mér varð þá einnig hugsað til
kynbræðra minna nú í dag því að svo
virðist sem konurnar séu mun
opnari og framsæknari en við þessa
stundina. Þær virðast vera mun
meira leitandi og um leið meira
lifandi. Sitjandi með skólaljóð á
hnjánum fékk ég mikla löngun til
þess að deila hugsunum mínum með
öðrum um hugarástand okkar ís-
lenskra karlmanna. Ég skrifa þetta
bréf ekki sem neinn Jónas því ég er
ekki skáld. Ég skrifa þessar línur
sem einstaklingur en ekki sem for-
svari eins eða neins. Ég ætla mér
heldur ekki þá dul að þetta verði
neitt „hvatningarbréf", en vonandi
vekur það einhverja til umhugsunar
um tilveru sína og sinna.
Á Islandi, sem í öðrum löndum
heims, er lítið um djarfar framtíð-
aráætlanir. Þess í stað er að finna
skammtímaáætlanir og bráða-
birgðalausnir. Það er eins og við
séum alltaf að bíða eftir einhverju.
Það er eins og það sé svo lítil trú á
framtíðina að við þorum ekki að
gera áætlanir nema til skamms
tíma.
Mannsandinn virðist vera sem
heftur og smeykur við framtíðina.
Þegar slíkt gerist virðist sjálfsflótt-
inn komast í algleyming. Nú til dags
lýsir hann sér sem lifsgæðakapp-
hlaup, innantómar skemmtanir og
að sjálfsögðu ofneysla vímugjafa.
Hvaða hugsjón gæti blásið lífi í
okkur? Varla fara margir að skrifa
ljóð af eldmóði um hjöðnun verð-
bólgunnar eða byggingu nýrrar brú-
ar. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að
byggja brýr og minnka verðbólguna,
en tæpast gefur það okkur tilgang í
lífinu.
Nú kynni einhver að spyrja og það
með fullum rétti — en til hvers þarf
ég að starfa fyrir einhverja hugsjón?
Ég held að það verði hver að líta til
eigin reynslu. Flestir hafa einhvern
tíma starfað fyrir gott málefni eða
bara einfaldlega hjálpað einhverjum
án þess að vænta nokkurs í staðinn.
Þegar það gerðist leið okkur vel og
við fundum til gleði og lífskrafts.
Þegar maður hugsar bara um sjálf-
an sig og sína, lokast mannsandinn
inni í vitahring hins takmarkaða
„ég“. Ég held að það sé ekki ofmælt
að til þess að finna virkilega til
þess besta innra með manni sjálfum
og að maður sé virkilega lifandi er
nauðsynlegt að starfa fyrir eitthvað
sem er æðra manni sjálfum.
Svo kynnu aðrir að spyrja — en
eru einhver svona aðkallandi vanda-
mál hérna hjá okkur? Höfum við það
ekki bara nokkuð gott hér á landi?
Jú það er mikið rétt að við höfum
ekki við að striða mörg þau alvar-
legu vandamál sem þjaka hinn stóra
heim. En mér er spurn — hvert
stefnum við? Erum við hamingju-
samari núna en við vorum fyrir 10
eða 20 árum? Hér á íslandi er
einstaklingurinn að einangrast meir
og meir. Alls konar sjálfsflótti,
streita og önnur sálfræðivandamál
virðast aukast og ástandið er orðið
alvarlegt þegar sjálfsmorðum fjölg-
ar stöðugt.
Við erum örugglega frekar heil-
brigð andlega hér á Islandi, en það
er ýmislegt sem bendir til þess að
þróunin hjá okkur sé að fara í sömu
átt og í nágrannalöndum okkar þar
sem það virðist vera orðið ískyggi-
legt. í fréttum í einu dagblaðanna í
vetur var sagt frá rannsókn sem
hafði farið fram í Kaupmannahöfn á
tilteknum „unglingaárgangi" en af
þeim unglingum sem fylgst var með
var þriðjungurinn orðinn alvarlega
háður vímugjöfum eða höfðu látist
af völdum slíkra efna.
Við þurfum að stöðva þessa þróun,
ef ekki fyrir sálarró okkar þá fyrir
börnin okkar sem þurfa að búa í
þessu þjóðfélagi eftir okkar daga.
Þessi einangrun og vandamálin
sem henni fylgja eru samfara því að
það er ekki starfað fyrir hugsjón,
fyrir verðugt málefni sem gerir
framtiðina bjarta. Hún er einnig
samfara almennum trúmissi. Fólk er
einhvern veginn hætt að trúa því að
það sé virkilega hægt að breyta
þjóðfélaginu og eigin lífi til hins
betra. Þannig missum við trúna á
sjálfa okkur og trúna á lífið.
Þegar hugsjónamenn fyrri tíma
störfuðu af eldmóði höfðu þeir mikla
trúa á sjálfum sér og öðrum og á
framtíðinni. Það er nauðsynlegt
fyrir okkur að finna leið til þess að
endurvekja þessa trú.
Þessi trú er reynsla, ekki bara
hugmynd. Það er að segja annað
hvort finn ég hana bærast með mér
hið innra eða ekki. Og sem betur fer
er þessa trú að finna innra með mér
en ekki einhvers staðar fyrir utan
mig. Ef ég gæti nú komist í snert-
ingu við það „gangverk", sem stjórn-
ar þessu hið innra með mér þá ætti
ég sjálfsagt að hafa möguleika tii
þess að hafa óbilandi trú í daglegu
lífi. Ef slíkt gerðist mundi það
örugglega ekki bara hafa áhrif á mig
heldur einnig á mitt umhverfi, í
starfinu, innan fjölskyldunnar
o.s.frv. Maður sem hefur lífsgleði og
bjartsýni hlýtur að hrífa umhverfi
sitt upp úr sleninu en sá sem er
neikvæður og hikandi hefur sömu
áhrif á börn sín og samstarfsmenn.
Ég er sannfærður um það að flest
þau þjóðfélagsvandamál sem við
eigum við að stríða í dag myndu
hverfa ef nægjanlega margir hefðu
bjargfasta trú á lífinu þrátt fyrir
erfiðleika hversdagsleikans. Þjóðfé-
Af hverju áég að
gerast félagi í ÁTAKI?
Með því að gerast meðlimur og beina viðskiptum
þínum þangað, ávaxtar þú fé þitt á besta hugsanlegan
máta með þeirri vissu, að það er ríkistryggt skv. lögum um
Útvegsbanka íslands og að því verður varið samkvæmt
framangreindum tilgangi ÁTAKS. Sem sagt,
einföld ákvörðun um það, að sparifé þínu skuli varið
til betra og fegurra manhlífs.
Þátttaka þín gerir ÁTAK að veruleika.
lagið myndi þá örugglega breytast í
samræmi vlð það, verða allt annars
eðlis — kraftmikið og jákvætt.
Og hvernig er hægt að öðlast þetta
traust og þessa trú á lífið? Það er
hægt með því að vinna innri vinnu
með skipulegum hætti þ.e. eftir
aðferðum sem byggjast á reynslu og
þekkingu á því hvernig hugurinn
starfar, hvers konar „gangverk"
ræður ríkjum í okkar hugarheimi.
Sú vinna sem við vinnum hversdags-
lega og við fáum borgað fyrir getur
verið ánægjuleg og hún er nauðsyn-
leg til þess að við getm keypt okkar
lífsviðurværi, fæði, klæði, húsnæði
o.s.frv. og hún getur veitt ýmsa hluti
sem við höfum ánægju af. En hún
veitir ekki ein og sér lífsfullnægju,
né þá trú, sem ekki bifast þrátt fyrir
mótbyr umhverfisins.
Ég vona að flestir séu sammála
um að æskilegt sé að hafa bjargfasta
trú í daglegu lífi, að það sé æskilegt
að líta framtíðina björtum augum og
að það sé nauðsynlegt að starfa fyrir
eitthvert verðugt málefni ef brjótast
á úr viðjum „sjálfs" sín og finna til
virkilegs lífskrafts. En það er sjálf-
sagt erfiðara að skilja að það þurfi
að vinna skipulega vinnu hið „innra“
í þessu skyni.
Sjálfur veit ég ekki aðra lausn.
Fyrir u.þ.b. ári síðan byrjaði ég að
vinna slíka innri vinnu með skipu-
legum hætti í félaginu Samhygð. Ég
get viðurkennt það að ég var dálítið
tortrygginn í fyrstu vegna þess að
hugtakið „innri“ vinna passaði ekki
alveg inn í ramman hjá „kerfiskarl-
inum“ í mér. En þessi mótstaða var
byggð á fávisku og fordómum vegna
þess að það er ekkert til eðlilegra eða
auðveldara fyrir hvern sem er en að
vinna slíka „innri" vinnu eftir þeim
aðferðum sem beitt er í starfi
Samhygöar. Að sjálfsögðu er ansi
langt frá því að ég sé orðinn
fullkominn, en ég hef reynslu fyrir
því að það er raunverulega hægt að
komast í snertingu við það besta og
vitrasta í sjálfum okkur og þá koma
nýir og áður óþekktir eiginleikar
fram. Sem betur fer hef ég kynnst
þessum möguleikum og það hefur
algjörlega breytt minni daglegu líð-
an og lífsstefnu. Ég get ekki annað
en óskað þess að sem allra flestir
kynntust þessum möguleika og
hefðu reynsiu af honum en létu ekki
hræðslu eða slen koma í veg fyrir að
upplifa það besta hjá sjálfum sér.
í þessu félagi okkar, Samhygð, er
mikið um konur, sjálfsagt vegna
þess að þær eru opnari og óhræddari
en við þessa stundina. Margir karl-
menn hafa ekki tekið þátt vegna
þess að þeir halda að hér sé um
„vandamálagrúppu" að ræða, dul-
speki eða þar fram eftir götunum.
Eða þá að þetta samrýmist ekki
„karlmennsku“ hugmyndum þeirra
og þeir hræðast þannig að reyna
eitthvað nýtt. Slíkir fordómar eru
okkur karlmönnunum sjálfum verst-
ir vegna þess að þeir eru algjörlega
óraunhæfir a.m.k. í nútíma þjóðfé-
lagi.
Félagið Samhygð er fólk, sem vill
lifa lífinu til fulls og bæta þjóðfélag-
ið. Þetta er fólk sem vill rísa upp yfir
þá meðalmennsku hversdagsleikans,
sem ríkir hjá okkur í dag, fólk, sem
vinnur að því að bæta eigið líf og
skilja eftir góðan jarðveg fyrir
komandi kynslóðir.
Ég er alveg viss um það að flesta
íslendinga langar innst inni til þess
sama. Ég er viss um að að íslenskir
karlmenn eru flestir orðnir hund-
leiðir á lífsgæðakapphlaupinu og
sjálfsflóttanum. Ég er líka alveg viss
um það að flestum þeirra dettur ekki
í hug að líf þeirra breytist mikið við
lækkun verðbólgunnar um nokkur
stig eða með nýrri sólarlandaferð.
Ég hef mikla trú á kynbræðrum
mínum og ég hef trú á því að ef við
erum hreinskilnir við okkur sjálfa
þá sjáum við að lífið er meira virði
en svo að drattast sé áfram í
tilgangsleysi. Ég trúi því að flestir
finni til löngunar til þess að lifa
lífinu til fulls og ég er þess fullviss
að þeir geta það ef þeir stunda
skipulega innri vinnu. Ég er líka viss
um að margir munu sýna heilbrigða
hugsun og þor með því að prófa nýja
lausn, en lausn sem betur fer virkar.
Ég býð þeim öllum að starfa með
okkur. Þegar margir finna tilgang og
trú i lífi sínu mun þetta land að nýju
hafa sterka hugsjón og þá mun
einhver „Jónas“ yrkja lof um hinn
lifandi kraft þessarar þjóðar.
Július Kr. ValdimarsKon
8 dönsk fyrirtæki munu í færanlegri sýningu heimsækja þá staði á kortinu sem sýndir eru.
Þau munu meöal annars kynna eftirfarandi framleiöslu og þjónpstu.
Skiparáögjöf
Skipasmíöar
Fullkominn aöalvélabúnaö
Tæki fyrir skip
Rafeindatæki
Einangrun meö froöu
Síur
Skipaviögeröir
Andersen & Groot A/S ▲
A/S Ove Christensen óc
B&W Alpha Diesel '“Alpha
Hans Svendsens Skibsbyggeri
Hirtshals Skibselektronik A/S 9
Hirtshals Skumisolering aps *
Hirtshals Værft A/S
Nordjysk Skibskonsulent aps