Morgunblaðið - 17.06.1981, Side 30

Morgunblaðið - 17.06.1981, Side 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 „Dómþing“ um spuminguna: „Á að leggja Reykja- víkurflugvöll niður?“ Hér fer á eftir út- dráttur úr fundargerð fundarritara frá borg- arafundi „Lífs og lands“ um málefni Reykjavíkurflugvall- ar. Fundurinn var í formi dómþings með sækjanda og verj- anda, vitnaleiðslum og kviðdómi. Dr. Jón Óttar Ragnarsson, formaður Lífs og lands, setti dómþingið og kynnti tildrög þess. Gat hann þess, að Líf og land hefði ekki tekið afstöðu í þessu máli og væri ekki háð niðurstöð- um dómþingsins. Síðan skipaði hann dr. Gunnar G. Schram dóm- forseta. Dr. Gunnar G. Schram tók síðan við stjórn dómþingsins og kynnti sögu dómþinga sem eiga sér sögu langt aftur í aldir. Hann kynnti síðan aðila dómþingsins, sem voru: lögmennirnir Jón E. Ragn- arsson, sem var meðmæltur tillög- unni og Ragnar Aðalsteinsson, sem var mótfallinn tillögunni. Lögmennirnir fengu 1 klst. hvor til að leiða vitni og gagnspyrja. Dómforseti áminnti lögmennina um að spyrja á hlutlægan og glöggan hátt. Að vitnaleiðslum loknum tæki við kviðdómur skipaður 12 mönnum, sem valdir hefðu verið af handahófi úr þjóðskrá. Kvið- dómur tæki síðan afstöðu á lokuð- um fundi í 15 mínútur. Ef ágrein- ingur yrði, færi fram atkvæða- greiðsla. Síðan yrði kveðinn upp dómur í samræmi við úrskurð kviðdóms. Vitni Jóns E. Ragnarssonar voru: Rúnar Bjarnason slökkvi- liðsstjóri, Ólafur Haraldsson flug- umferðarstjóri, Bjarki Jóhannes- son verkfr. og arkitekt, Skúli Johnsen borgarlæknir. Vitni Ragnars Aðalsteinssonar voru: Agnar Kofoed-Hansen flug- málastjóri, Karl Eiríksson fram- kvæmdastjóri, Einar Helgason framkvæmdastjóri, Þorgcir Páls- son verkfræðingur, Bjarni Ein- arsson framkvæmdastjóri. Jón E. Ragnarsson tók síðan til máls og nefndi helstu ástæður fyrir því að hann vildi láta loka Reykjavíkurflutvelli. Staðreynd væri, að Reykjavíkurflugvöllur væri landfræðilega löngu orðinn ófullnægjandi, svo ekki væri minnst á öryggissjónarmiðin. Til að koma honum í sæmilegt ástand þyrfti gífuriegt fjármagn, sem yrði hvort eð er kastað á glæ, þar sem völlurinn yrði þarna í mesta lagi í 30 ár enn. Skynsamlegast væri, að völlurinn færi strax og fjármunir notaðir til að byggja lítinn flugvöll í nágrenni Reykja- víkur. Einnig mætti nota Kefla- víkurflugvöll. Hann benti einnig á, að Reykjavíkurflugvöllur væri hvort eð er ekki miðsvæðis nema fyrir Vesturbæinn í Reykjavík, enda væri miðja höfuðborgar- svæðisins nú rétt austan við Borg- arspítalann. Frá Umferðarmið- stöðinni væri ekki nema 30—35 mín. akstur til Keflavíkur, en til að komast á Reykjavíkurflugvöll þyrftu borgarbúar að aka allt frá 5 mín. til 30 mín., eftir því hvaðan úr borginni væri ekið. Þá minntist hann einnig á þá hættu sem þéttbýlinu kringum völlinn stafaði af honum, einkum þó miðborginni og þá einnig þá mengun sem flugrekstrinum fylgdi, þ.e. há- vaðamengun. Höfum við ráð á því að reka 2 stóra flugvelli fyrir sama svæðið? Þá var kallað fram fyrsta vitni Jóns E. Ragnarssonar, Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri. Vitnið var spurt um skoðun hans á öryggismálum í sambandi við rekstur flugvallar á þessum stað. Sagðist Rúnar vilja játa, að þau 15 ár, sem hann hefði verið slökkviliðsstjóri, hefði hann haft vaxandi áhyggjur af þeirri slysa- hættu sem væri fyrir hendi á Reykjavíkurflugvelli. Völlurinn væri mjög ófullkominn og endur- bæta þyrfti hann til muna til að minnka slysahættu fyrir farþega. Hitt væri að vísu meira áhyggju- efni, sú hætta sem þéttbýlinu í Reykjavík og Kópavogi stafaði af þessari flugstarfsemi. Slys hefði orðið á Reykjavíkurflugvelli, m.a. vélar hefðu lent á húsum, þó langt væri um liðið, tvær vélar í flugtaki SINDRA STALHE SINDRA STAL iví liggur ítyrkurinn Það sem steypt er þarf að styrkja með stáli — Steypustyrktar stáli. Steypustyrktarstál er ein af okkar sérgreinum. Við geymum stálið í húsi, sem heldur því hreinu og gljáandi, þannig verður það þægilegra í vinnslu og sparartíma. Markmið okkar er fljót og góð sendingar- þjónusta. Notaðu aðeins gott steypustyrktar- stál, í því liggur styrkurinn. hefðu misst flug og hrapað á flugvallarsvæðinu og væri mildi, að þær hefðu ekki verið komnar lengra. Eitt slys hefði orðið í aðflugi að vellinum og vélin lent í sjónum við Örfirisey. Það væri einnig mildi, að hún hefði ekki lent á þéttbýlissvæðinu í Reykja- vík. Ragnar Aðalsteinsson gagn- spurði síðan vitnið. Spurði hann fyrst, hvort manns- líf hefðu tapast vegna flugs til eða frá vellinum. Vitnið sagði, að tveir ungir menn hefðu farist, er þeir voru að hefja æfingaflug og misstu flugið. Lögmaður spurði þá, hvort rekstur flughafnar væri hættu- meiri en rekstur Reykjavíkur- hafnar. Rúnar kvað aðalhættuna vera þegar vélarnar flygju yfir þéttbýli. Þá var kallaður fyrir Bjarki Jóhannesson, arkitekt og verk- fræðingur. Jón E. Ragnarsson bað hann að gera grein fyrir stöðu sinni. Kvaðst hann vera arkitekt og verkfræðingur. Lögmaður spurði fyrst um borgarskipulag og mál- efni Reykjavíkurflugvallar og greinargerð Bjarka um staðsetn- ingu Reykjavíkurflugvallar, al- menn skipulagsmál, landnýt- ingarprósentu atvinnufyrirtækja á flugvallarsvæðinu miðað við aðra staði í Reykjavík. Vitnið kvað nýtingu lands á flugvallarsvæðinu vera lélega, þ.e. 4 atvinnutækifæri á hvern hektara, miðað við 60— 100 á atvinnusvæðum annars stað- ar í borginni. Flugvöllur í Kap- elluhrauni eða Keflavík myndi spara þjóðfélaginu talsverðar fjárhæðir við það að land Reykja- víkurflugvallar losnaði. Til að nefna tölur myndi kostnaður vegna alls aksturs vera um 300.000 gkr. lægri á ári fyrir einstakling, sem gæti búið á flugvallarsvæðinu en fyrir þann, sem þyrfti að búa í nýju hverfi austur við Korpúlfs- staði. Varðandi akstur á flugvöll benti vitnið á, að akstur frá nýrri umferðarmiðstöð við Breiðholt til Keflavíkur gæti tekið um Ví> klst., en akstur frá Breiðholti til Reykjavíkurflugvallar gæti tekið allt að því sama tíma. Þá spurði lögmaður um kostnaðarsaman- burð flugfélagsins annars vegar miðað við flutning alls flugs til Keflavíkurflugvallar og hins veg- ar miðað við óbreytt ástand. Nefndi vitnið ýmis dæmi til sönn- unar því, hvað myndi sparast, ef Keflavíkurflugvöllur annaðist allt áætlunarflug svo sem að tæki myndu nýtast betur, þá einnig starfsfólk, flugskýli o.fl. Ragnar Aðalsteinsson gagn- spurði síðan Bjarka Jóhannesson. Aðspurður kvaðst vitnið vera verkfræðingur. Spurði þá lögmað- ur, hvort hann hefði kynnt sér flugvallarbyggingar. Kvaðst hann ekki hafa gert það sérstaklega. Lögmaður bað vitnið að skýra frá kostum flugvallar í Kapellu- hrauni. Vitnið kvað vel fram- kvæmanlegt að byggja flugvöll þar, sem væri ekki nálægt byggð. Lýsti hann síðan staðsetningu hugsanlegrar flugbrautar á korti. Hávaðamengun yrði minni og einnig slysahætta í byggð. Lögmaður spurði vitnið hvort það vissi um borg sem hefði sinn eina flugvöll í 50 km fjarlægð, hvort ekki væri rétt, að tæknin væri í þá átt að minni og minni velli þyrfti fyrir flugvélar? Vitnið sagði, að þessu væri öfugt farið, stefnan væri sú, að nú þyrfti lengri flugbrautir. Þá var kallaður fyrir Ólafur Haraldsson flugumferðarstjóri. Fram kom, að hann er flugum- ferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli. Aðspurður kvaðst hann hafa verið flugumferðarstjóri í 25 ár, setið í flugráði og einnig vera áhugamað- ur um flug. Jón E. Ragnarsson spurði um álit Ólafs varðandi Reykjavíkurflugvöll. Vitnið kvaðst lengi hafa verið fylgjandi því, að sjálfsagt væri að halda Reykjavík- urflugvelli á sínum stað, en seinni ár yrði æ ljósari þörfin á að flytja hann. Þá tók hann fram, að Reykjavíkurflugvöllur væri lokað- ur 'A hluta sólarhringsins vegna hávaða, þ.e. frá kl. 11 að kveldi til kl. 07 að morgni. Ragnar Aðalsteinsson gagn- spurði síðan Ólaf Haraldsson flug- umferðarstjóra. Ragnar spurði Ólaf að því hvort ekki væri erfitt fyrir utanbæjar- mann að þurfa að reka sín erindi í Reykjavík að lenda á Keflavíkur- flugvelli. Ólafur svaraði, að nú tæki um það bil 10—15 mín. að aka frá flugvellinum í Reykjavík niður í miðbæ, miðað við 30—40 mínútur frá Keflavík. Vitnið bætti því við, að þar sem ríkið greiddi niður ferðalög útlendinga, sem hefðu viðkomu á íslandi, mætti þá ekki eins greiða niður ferðalög Islendinga innanlands. Næsta vitni Jóns E. Ragnars- sonar, Skúli Johnsen borgarlækn- ir, var ekki mættur og vitnaleiðslu hans frestað þar til síðar. Var þá gert hlé í 15 mínútur. Ragnar Aðalsteinsson tók síðan til máls, þar sem Skúli Johnsen var enn ekki mættur. Kvað hann Borgartúni 31 sími27222 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er haldinn sífelldum ótta. Hvernig get ég unnið bug á honum? Ég þori ekki að taka ákvarðanir, ég óttast framtíðina og ég óttast umtal manna. Biblían á lausnina á vandamálum yðar. Fyrir langa löngu orti sálmaskáldið, er hann hafði verið í djúpinu: „Hér er volaður maður, sem hrópaði, og Drottinn heyrði hann og hjálpaði honum úr öllum nauðum hans“ (Sálm. 34,7). Það er vissulega til lausn frá öllum ótta, ekki aðeins frá sumu því, sem við óttumst. Aftur orti sálmaskáldið: „Drottinn er ljós mitt og fulltingi. Hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns. Hvern ætti ég að hræðast" (Sálm. 27,1). Lítill drengur er ekki hræddur við aðra drengi, ef hann er í fylgd með stóra bróður eða pabba sínum. Enginn þarf að óttasta vanda, sem að honum steðjar, ef hann á þann að, sem er öllum hnútum kunnugur, hann, sem er meiri og máttugri en allir óvinir. Við verðum hrædd, þegar við horfum á okkur sjálf °S á getu okkar. Vandamálin leysast þegar við göngum með Kristi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.