Morgunblaðið - 17.06.1981, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.06.1981, Qupperneq 31
79 mnRflUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981, Þátttakendur á ráðstefnunni Kviðdómurinn. hagkvæmast fyrir Reykjavík og sveitarfélögin í kring, að innan- landsflugið færi um Reykjavíkur- flugvöll. Hann taldi, að ekki væri hætta af þeim rekstri sem þar væri. Tækniþróunin væri sú, að völlurinn væri hagkvæmur miðað við legu og gerð. Kostnaðarlega séð væri það glapræði að flytja flugið til Keflavíkur, sem væri i 50 km fjarlægð. Hlutverki Reykja- víkur sem höfuðborgar væri þá e.t.v. lokið, ætti kannski að loka höfninni næst. Fyrsta vitni Ragnars Aðal- steinssonar var Agnar Kofoed- Hansen flugmálastjóri. Aðspurður kvaðst Agnar hafa unnið í 45 ár að flugmálum. Stöðu Reykjavíkurflugvallar kvað hann mikilvæga, án hans hefði ekki orðið sú samgöngubylting sl. 30 ár sem raun ber vitni. Erlendir aðila hefðu byggt Reykjavíkurflugvöll, þ.e. Bretar og Bandaríkjamenn. Ríkið væri nú að ljúka við sinn fyrsta flugvöll, á Akureyri. Flug- málastjóri fór síðan yfir á kortinu aðflug á vellinum úr öllum áttum. Lögmaður spurði þá, hvort brautir væru of stuttar. Kvað vitnið svo ekki vera, þróunin hefði gengið í þá átt, að jafnvel þotur notuðu styttri brautir í dag. Aðspurður kvað vitnið Reykjavíkurflugvöll hafa verið númer 2 í Evrópu að loka fyrir næturflug og hefði ekki verið næturflug hér í tvo áratugi. Lögmaður spurði þá, hvort óánægju hefði gætt hjá borgurum vegna hávaða frá flugvellinum. Kvað vitnið svo ekki vera og ekki hefði komið kvörtun frá heilbrigð- isyfirvöldum. Aðspurður um hættu þá er stafaði af Hallgríms- kirkjuturni, kvað vitnið sérstakan búnað hafa verið settan upp í sambandi við hann, svo sem myndlendingarkerfi og leiðsögu- tæki. Vitnið kvaðst ósammála skýrslu Bjarna Jóhannessonar og niðurstöðum hans, skipulag það, sem gilti til 1995, fæli í sér hvar flugstöðin ætti að hafa aðstöðu. Þá kvað hann nauðsynlegt, að ekki yrði frekari skerðing á flugvall- arsvæðinu vegna býgginga, sam- kvæmt samkomulagi við borgaryf- irvöld. Þá spurði lögmaður um aðra valkosti, t.d. Álftanes. Kvað vitnið að vegna þrýstings frá skipulags- yfirvöldum hefðu flugmálayfir- völd farið fram á að ekki yrði ráðstafað landi á Álftanesi fyrir annað en flugvöll, sett yrði lög- bann á svæðið, en nú væri búið að ráðstafa því. Þá væri eftir Bessa- staðanes, en hvað myndu útivist- armenn segja við því? Lögmaður minntist þá á skýrslu Leifs Magn- ússonar um Kapelluhraun. Fannst vitninu Leifur of bjartsýnn fyrir hönd þessa svæðis, þar væru oft 6-7-8 vindstig úr austri, sem væri of hvasst. Jón E. Ragnarsson gagnspurði Agnar Kofoed-Hansen flugmáia- stjóra. Lögmaður minntist á flugtak sem endaði úti í móa skammt hjá Norræna húsinu og væri ekki skráð sem flugslys. Vitnið kvað það ekki slys, heldur óhapp. Þá spurði lögmaður um ástand vallar, svo sem lengd og breidd flug- brauta og tækjakost. Vitnið kvað þetta allt í góðu lagi, ekkert vantaði nema flugstöð og flug- skýli, sem væri mál yfirvalda (þ.e. flugskýlið). Lögmaður upplýsti, að samkvæmt gömlu bréfi flugmála- stjóra, þá væri forgangsröð nauð- synlegasta verkefna: 1. flugskýli, 2. flugbrautir. 3. flugstöð. Hvað hefði breyst? Vitnið sagði margt breytast. Flugskýli og flugbrautir væru í lagi. Ragnar Aðalsteinsson leiddi þá fram Þorgeir Pálsson dósent. Spurður um stöðu kvaðst Þor- geir Pálsson vera dósent í verk- fræðideild Háskóla íslands, hafa lært flugvélaverkfræði og unnið 5 ár við flugmál á íslandi. Lögmaður spurði um álit vitnis- ins á fjarlægð miðborga til flug- vallar. Tók vitnið sem dæmi nýjan flugvöll fyrir utan Washington í Bandaríkjunum. íbúarnir noti heldur gamla flugvöllinn inni í borginni, ef mögulegt væri. Þá spurði lögmaður um lengd flug- brauta í flugtaki og lendingu. Vitnið kvað þróunina vera þá, að styttri brautir væru notaðar nú- orðið, komnar væru á markaðinn nú þegar flugvélar sem þyrftu styttri brautir og einnig væru þessar vélar hávaðaminni. Jón E. Ragnarsson gagnspurði síðan Þorgeir Pálsson dósent. Lögmaður spurði hvort ekki væri æskilegt að koma fyrir nýj- um aðflugsljósum. Vitnið kvað að fluginu væri hagað eftir ástæðum, þannig að fyllsta öryggis væri ávallt gætt, nákvæmlega væri fylgst með tækjum og væru þau í mjög góðu lagi. Lögmaður spurði hvort ekki væri dýrt að reka tvo flugvelli. Vitnið kvað Reykjavík- urflugvöll ekki fullnýttan og þar af leiðandi dýrari. Þá var mættur Skúli Johnsen borgarlæknir, vitni Jóns E. Ragn- arssonar. Aðspurður kvað Skúli Johnsen tilvist flugvallarins í Reykjavík vera mesta hávaðavaldinn og yfir- gnæfði hann allan annan hávaða. Fylgdi því hækkaður blóðþrýst- ingur og ýmis óþægindi, svo sem óöryggi, taugaveiklun, kvíði og áhyggjur. Kvað hann þúsundir manna búa við þetta og væri hávaðinn það mikill, að hann hefði áhrif á einbeitingarhæfni manna. Tók hann síðan dæmi máli sínu til stuðnings. Þá spurði lögmaður hvað myndi gerast ef Fokker- Friendship flugvél hrapaði yfir Reykjavík. Kvað vitnið slíkt geta orsakað slys á hundruðum manna. Ragnar Aðalsteinsson gagn- spurði Skúla Johnsen borgar- lækni. Aðspurður kvaðst vitnið hafa sent bréf til skipulagsyfirvalda um að flugvöllurinn væri óæski- legur til frambúðar. Hann kvað truflun af völdum flugvéla vera ca. 20—30 sinnum á dag, hálfa til eina mínútu í senn. Næsta vitni Ragnars Aðal- steinssonar, Karl Eiríksson fram- kvæmdastjóri, var kallaður fyrir. Aðspurður kvaðst Karl Eiríks- son vera formaður flugslysanefnd- ar, hafa lært flug og flugvirkjun í Bandaríkjunum árin 1945—1947, hafa unnið hjá Flugfélagi íslands og Loftleiðum frá 1960, hafa rekið einkaflugskóla í Reykjavík. Að- spurður sagði vitnið, að Reykja- víkurflugvöllur væri veðurfars- lega séð vel staðsettur. Öryggis- mál, staðsetning, aðflugshættir og fráflug væri hið ákjósanlegasta. Miðað við flugvelli, sem hann hefði farið um, væri Reykjavíkur- flugvöllur með best staðsettu flugvöllum. Margir flugvellir væru í miðri borg. Oft hefði komið til tals að flytja flugvellina Ósló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, en ekki verið gert. Jón E. Ragnarsson kvaðst engar gagnspurningar hafa fyrir Karl Eiríksson framkvæmdastjóra. Þá var kallað fyrir vitni Ragn- ars Aðalsteinssonar, Einar Helga- son framkvæmdastjóri. Aðspurður kvaðst Einar Helga- son vera framkvæmdastjóri inn- anlandsflugs Flugleiða. Hann hef- ur starfað samfleytt í 30 ár að flugmálum og verið yfirmaður innanlandsflugs Flugleiða frá 1964. Aðspurður um umferð um völlinn, kvað hann mestan far- þegafjölda á innanlandsleiðum á ári hafa verið 246.000. Aðspurður um skiptingu farþega kvað hann 60% af þeim fjölda koma til Reykjavíkur utan af landi. Lög- maður spurði þá, hversu margar flugvélar hefðu aðstöðu á Reykja- víkurflugvelli og kvað vitnið flugvélar í reglubundnu áætlunar- flugi vera 10—12 talsins. Aðspurð- ur um fjölda starfsmanna á vellin- um kvað vitnið hann vera 300— 350 manns eftir árstíma. Þá spurði lögmaður, hvort þjónusta við farþega minnkaði ekki ef völiurinn yrði fluttur til Keflavík- ur. Kvað vitnið það augljóst, þar sem bæði hótel og bílaleiga væri í næsta nágrenni vallarins. Þá spurði lögmaður um viðbrögð viðskiptamanna utan af landi. Vitnið kvað þá vera á móti því að flytja völlinn, þar sem það hefði neikvæð áhrif á ferðamáta þeirra. Aðspurður kvað vitnið kostnað Flugleiða við flutning vallarins mikinn og að innanlandsflugið myndi leggjast niður í núverandi mynd. Jón E. Ragnarsson gagnspurði Einar Helgason framkvæmda- stjóra. Lögmaðúrinn spurði vitnið hvort fyrir lægi skýrsla af hálfu Flugleiða um kostnað við sameig- ingu innanlandsflugs og utan- landsflugs. Vitnið kvað hagkvæm- ara að reka allt innanlandsflug frá sama stað, enda stóð raun- verulega styrr um það á sínum tima, hvort flytja ætti millilanda- flugið til Keflavíkur. Þá spurði lögmaður hvort aðskilnaður Flug- leiða yrði félaginu ofviða. Vitnið kvað að sjálfsögðu gífurlegan sparnað að flytja starfsemina til Keflavíkur, en bætti við, að flug- tíminn lengdist í svo til öllum tilvikum og við hann bættist síðan akstur milli Keflavíkur og Reykja- víkur fyrir innanlandsfarþega. Vitnið telur, að 1—1 !6 tíma leng- ing á ferðatíma sé ekki ofreiknað. Ragnar Aðalsteinsson kallaði fyrir Bjarna Einarsson fram- kvæmdastóra. Aðspurður kvaðst Bjarni hafa verið bæjarstjóri á Akureyri í 9 ár og hafa haft talsverð afskipti af samgöngumálum. Hann kvaðst nota flugið mjög mikið. Aðspurður kvað hann, að vegna nálægðar Reykjavíkurflugvallar við þá staði sem hann hefði þurft að sækja hér í Reykjavík, hafi ferðamáti hans getað gengið. Hann benti á, að Reykjavík væri slík þjónustu- miðstöð og þar færi fram gífurleg stjórnun og frá sínum bæjardyr- um séð væri það mjög mikilvægt, að ferðin frá flugvellinum á þessa staði tæki sem skemmstan tíma. Hann benti á skyldu Reykjavíkur sem höfuðborgar og þá einnig, að mikil þjónusta myndi flytjast frá borginni ef völlurinn færi. Vitnaleiðslum lokið. Lögmenn ávarpa kviðdóminn. Ragnar Aðalsteinsson fjallaði um vitnaleiðslurnar. Hann benti á, að Reykjavíkurflugvöllur væri ekki eingöngu fyrir Reykvíkinga, heldur fyrir alla landsbúa, lands- byggðin þyrfti á góðum samgöng- um að halda til að komast hingað fljótt og auðveldlega. Hann benti á, að Keflvikingar hefðu nægan hávaða fyrir. Hann kvað það einnig nauðsynlegt frá fjárhags- legu sjónarmiði að hafa flugvöll- inn í Reykjavík. Meginniðurstaðan væri sú, að kostnaðurinn myndi margfaldast og farþegum fækka. Jón E. Ragnarsson tók síðan til máls. Hann kvað Reykjavíkur- flugvöll ekki verða til frambúðar og hann bæri að flytja af örygg- issjónarmiðum. Hann benti á furðulega íhaldsemi yfirvalda flugvalla í sambandi við flugvöll- inn. Þeir skipta um „rök“ eftir geðþótta. Ef þá vantaði opinbert fé væri völlurinn nánast óstarf- hæfur, en um leið og gagnrýni kæmi fram, væri allt í einu ekkert að honum. Samkvæmt aðalskipu- lagi 1983 átti flugvöllurinn að vera horfinn. Hann benti ennfremur á, að völlurinn væri ekki fyrsta flokks flugvöllur, heldur 3. til 4. flokks og að það yrði að leggja stórfé í völlinn ef hann ætti að vera áfram. Hann taldi það ábyrgðarleysi að taka ekki ákvörð- un um að flytja völlinn strax. Dómforseti ávarpaði síðan kvið- dóminn og áminnti hann um hlutleysi. Síðan var gert hlé í 15 mín. meðan kviðdómurinn var að kom- ast að niðurstöðu. Að fundarhléi loknu tilkynnti formaður kviðdómsins niðurstöð- ur hans. Svarið við spurningunni „Á að leggja Reykjavíkurflugvöll niður?" var já. Voru 7 með og 5 á móti. Hver er megin- tilgangur ÁTAKS? M.a. aö starfrækja sérstaka upp- lýsingaþjónustu og ráðgjöf fyrir þá (t.d. aldraða og sjúka), sem erfiðlega gengur að ná áttum í fjármálakerfi nútíma þjóðfélags. Að veita lánafyrirgreiðslu í því skyni að fjölga atvinnutækifærum þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.