Morgunblaðið - 12.07.1981, Side 21

Morgunblaðið - 12.07.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLI1981 53 Sjötugur: Ingólfur Finnbogason fv. forseti Landssamb. iðnaðarmanna Einn af forustumönnum iðnað- armanna er sjötugur í dag. Ingólfur er fæddur að Búðum í Staðarsveit, 12. júlí 1911. Foreldr- ar hans voru Björg Bjarnadóttir frá Garðhúsum í Reykjavík og Finnbogi Guðmundur Lárusson, kaupmaður og útvegsbóndi að Búðum á Snæfellsnesi, Garði og Ólafsvík. Úr foreldrahúsum kom Ingólfur gæddur þeim bestu eiginleikum er foreldrar hans höfðu til að bera, athafnaþrá og dugnaði föður síns, hógværð og hjartahlýju móður sinnar auk heiðarleika og stað- festu þeirra beggja. Hann var alinn upp við að standa með þeim er minna máttu sín og greiða götu þeirra í hvívetna. Eftir barnaskólalærdóm fluttist Ingólfur til Reykjavíkur 1928 og nam húsasmíði hjá Guðjóni H. Sæmundssyni. Hann lauk burtfar- arprófi í húsasmíði frá Iðnskólan- um í Reykjavík 1932 og fékk meistarabréf nokkru síðar. Árið 1940 hóf hann sjálfstæðan at- vinnurekstur og gat sér þegar orð fyrir dugnað, vandvirkni og sam- viskusemi í starfi. Hann byggði fjölda íbúða og húsa fyrir aðra og einnig til endursölu. Þegar Sameinaðir verktakar voru stofnaðir 1951, var hann einn af stofnendum og í stjórn frá 1954 og síðan. Þegar Islenskir aðal- verktakar tóku við verklegum framkvæmdum af þeim 1957, var Ingólfur kjörinn í stjórn þeirra og hefur verið einn af forsvars- mönnum þar fram á þennan dag. Það er haft eftir samstarfs- mönnum hans, að drýgri og far- sælli stjórnarmann væri vart hægt að finna og ekki hefi ég enn mætt neinum sem ekki ber fyllsta traust og virðingu fyrir honum. Ingólfur var einn af stofnendum Meistarafélags húsasmiða, ritari í 4 ár og formaður í 4 ár. Lengi sat hann í stjórn Meistarasambands byggingarmanna, Lífeyrissjóðs húsasmiða, Vinnuveitendasam- bands íslands, Landssambands lífeyrissjóða og Landssambands iðnaðarmanna, en þar var hann forseti sambandsins um skeið. Hann hefur verið fulltrúi ríkisins í Framkvæmdanefnd byggingar- áætlana frá stofnun hennar. Á þessu má sjá hversu óhemju tíma hann hefur verið í félagsmál- um og hvarvetna hefur hann notið trausts samferðamanna sinna til forustu. Samstarfsnefnd um gíróþjónustu á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni 10 ára afmælis gíróþjónustunnar. F.v.: Gunnar Valdimarsson, Póstgiróstofan, Bragi Kristjánsson, Póst- og simamálastofnun, Þór Gunnarsson, formaður nefndarinnar, Samband íslenskra sparisjóða, Olafur Steinar Valdimarsson. Samgöngumálaráðuneytið, Einar B. Ingvarsson, viðskiptabankar, Sveinbjúrn Hafliðason, Seðlabankinn, Friðrik Weisshappel, fulltrúi einkabanka, var fjarstaddur. Gíróþjónustan tíu ára UM ÞESSAR mundir eru tíu ár liðin frá því gíróþjónusta var tekin upp hérlendis. Á siðasta ári voru seldar 3,4 milljónir gíróseðla á íslandi og hefur notkun þeirra sexfaldast á þessum árum. Gírókerfið byggir hér á landi á samstarfi Póst- og simamálastofnunar, viðskiptabanka, Sambands íslenskra sparisjóða og Seðlabanka íslands. Ekki er vitað til þess að slíkt samstarf hafi tekist annarsstaðar, en erlendis er yfirleitt um tvö aðskilin kerfi að ræða, póst- og bankagiró. Samstarfs- nefnd um gíróþjónustu, sem skipuð er fulltrúum frá áðurnefndum aðilum, efndi til hlaðamannafundar í tilefni afmælisins og benti Þór Gunnarsson, formaður nefndarinnar, meðai annars á hversu örugg og hagkvæm giróþjónustan hefði reynst og sagði hann að margt benti til þess að notkun gíróseðla ætti eftir að aukast enn í framtíðinni. Þegar gírókerfið var tekið í notkun hér var notaður einn seðill, sem dugði fyrir allar tegundir greiðslna, en í dag eru í notkun fjórar tegundir seðla, sem gerðir eru fyrir mismunandi þarfir viðskiptalífsins. Fyrir fjórum árum var tekinn í notkun tölvulestur í gíróþjónust- unni, svokölluð OCR-tækni, og fylgja henni margvíslegir kostir í vinnslu seðlanna. 011 afgreiðsla milli banka fer fram samdægurs og kemur greiðsla inn á reikning viðkomandi samdægurs, hvar sem er á landinu. Engir peningar liggja því bundnir í kerfinu. Tölvuvæðingin hefur einnig þann kost í för með sér að stærri viðskiptavinir geta gefið upplýs- ingar á segulmiðum um hversu margir og hverjir hafi greitt gíróseðilinn. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLYSING.V SÍMINN ER: 22480 Ingólfi hlotnaðist mikil gæfa er hann gekk að eiga Soffíu Ólafs- dóttur frá Tandraseli í Borgar- firði, 9. október 1937. Þar eignað- ist hann ekki einungis verðugan lífsförunaut, heldur einnig trygga og glæsilega eiginkonu, sem í blíðu og stríðu hefur verið honum sterk- ur bakhjarl. Soffía hefur búið þeim gott heimili, þar sem gest- risni, höfðingskapur og góður andi ríkir. Þau hjón hafa verið sam- rýnd í því að gera heimilið að aðlaðandi íverustað, þar sem börn þeirra og barnabörn eru í háveg- um höfð auk vina og vandamanna. Börn þeirra eru: Björg, gift Haraldi Gíslasyni, viðskiptafræð- ingi, Ágústa, verslunarmær, Ólaf- ur, húsasmiður, giftur Bjarghildi Jósepsdóttur, Hrafnhildur, gift Magnúsi Magnússyni, viðskipta- fræðingi og Finnbogi, húsasmiður, giftur Birnu Jakobsdóttur. Ingólfur hefur verið heiðraður á margan hátt fyrir störf sín í þágu iðnaðarins. Hann vær sæmdur fálkaorðunni og gullmerki Lands- sambands iðnaðarmanna, auk fjölda annarra viðurkenninga. Við sem þekkjum Ingólf sendum honum hamingjuóskir á þessum merkisdegi og biðjum þeim hjón- um guðs blessunar um ókomin ár. Megi þjóðin eignast marga slíka hæfileika- og drengskaparmenn. Haraldur Gíslason Börn að leik Pínumar og Sjávarbömin: Þessar gullfallegu og eftirspurðu styttur frá Bing & Gröndahl eru aftur fáanlegar. Thorvaldsens plattamir: Árstíðimar 4 og Dagur og Nótt. Veggplattar sem Thorvaldsen, einn frægasti listamaður íslensku þjóðarinnar vann fyrir Bing & Gröndahl um 1820 og síóan hafa verið í stööugri en takmarkaðri framleiöslu. Hátíðarjyafir frá Bing & Gröndahl Sendum í póstkröfu um allt land RAMMAGERD1N HAFNARSTRÆTI 19 símar 17910 & 12001

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.