Morgunblaðið - 25.07.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1981
Ungfrú alheimur krýnd
Titilinn hlaut Irene Saez, frá Venezúela. Krýningin fór fram á
þriðjudag í New York.
Fomvinur brúðgumans
boðnar með kóngafólki
Yfírmaður CIA sætir
gagnrýni vestanhafe
Washington, 24. júlí. AP.
WILLIAM Casey, yfirmaður
handarísku leyniþjónustunn-
ar, CIA, kvaðst í dag staðráð-
inn i að halda áfram starfi
sínu sem yfirmaður stofnun-
arinnar, þrátt fyrir vaxandi
gagnrýni vestanhafs. Casey
hefur m.a. verið ásakaður um
ólögmæta viðskiptahætti í
Louisiana ásamt Max Ilugel,
sem hann útnefndi sem yfir-
mann leynilegra aðgerða
CIA. Hugel þessi sagði af sér
embætti i siðustu viku eftir að
hafa verið ásakaður um brask
af fyrrverandi samstarfs-
mönnum sinum. í yfirlýsingu
í dag, sagðist Casey ætla á
mánudag að leggja fram
gögn, sem sönnuðu sakleysi
sitt.
Stuðningur við Casey fer nú
þverrandi. Barry Goldwater,
yfirmaður þeirrar nefndar öld-
ungadeildarinnar, sem fer með
málefni CIA, hvatti Casey til
að segja af sér embætti á
blaðamannafundi í gær.
Goldwater gagnrýndi Casey og
ásakaði hann um að spilla
orðstír leyniþjónustunnar. Þá
sagði Goldwater, að rannsókn
færi nú fram á því, hvort
Casey hefði logið að nefndinni.
Goldwater gagnrýndi Casey
harðlega fyrir að skipa Max
Hugel sem yfirmann leyni-
legra aðgerða; sagði að þá
hefði hann sýnt ótrúlegt
dómgreindarleysi. Goldwater
sagði það alvarlegt mál, að
útnefna viðvaning í jafn krefj-
andi og ábyrgðarmikið starf.
Tveir áhrifamiklir repúblik-
anar tóku í dag undir áskorun
Goldwaters um afsögn Caseys.
Það voru Ted Stevens og Willi-
am Roth, en Roth á sæti í
nefndinni, sem fer með mál-
efni CIA. Harold Baker, leið-
togi repúblikana í öldunga-
deildinni, átti viðræður við
Goldwater í dag. Eftir viðræð-
urnar sagðist Baker styðja
Goldwater.
Ronald Reagan, forseti
Bandaríkjanna, sagðist bera
fyllsta traust til Caseys. „Ég
hef ekki skipt um skoðun.
William Casey hefur trúnað
minn," sagði Reagan þegar
hann yfirgaf Hvíta húsið í dag.
Hann sagðist mundu eiga fund
með öldungadeildarþingmönn-
unum, sem gagnrýnt hafa Cas-
ey-
William Casey var kosn-
ingastjóri Ronald Reagans í
forsetakosningunum á síðast-
liðnu ári. Max Hugel, við-
skiptajöfur frá New Hamp-
shire, vann einnig að kjöri
Reagans.
Til vinstri: Max Hugel, scm hefur sagt af sér
embætti vegna ásakana um brask og William
Casey, yfirmaður CIA. Ilann segist staðráðinn i Reagan forseti: „Ég ber fyllsta traust til... hvað
að halda áfram sem yfirmaður CIA. hann nú heitir.
London, 24. júlí, AP.
TUTTUGU þjóðhöfðingjar.
nokkrar fornvinur brúðgumans
féinir gamanleikarar og bar-
stúlka. voru á gestalista þeim
sem talsmaður Buckingham-hall-
ar sendi frá sér i dag, og koma i
hrúðkaup Karls krónprins og
Lafði Diönu.
Meðal gestanna sem alls eru
2,500 eru nefndir forsetar Frakk-
lands, Grikklands, Vestur-Þýzka-
lands, Portúgals og íslands, þrjár
vinkonur lafði Diönu, og Nancy
Reagan forsetafrú Bandaríkjanna,
að ógleymdum Kónginum frá
Tonga, sem er 164 kg að þyngd.
Elzti gesturinn í veizlunni verð-
ur William Smally, 92 ára.
Krónprinsinn hitti hann í marz sl.
er hann var að heimsækja elli-
heimili.
að nokkrum gestum, sem ekki eru
eins frægir og er þar átt við fjórar
fyrrverandi vinkonur Karls, Dav-
ina Sheffield, Lafði Jane Welles-
ley, Sabrina Guinness og Susan
George. Hafa þær allar þegið
boðið.
Argentínska flugvélin:
I vopnaflutningum milli
Tel Aviv og Teheran?
Athygli manna hefur þó beinzt
Morðín í
Marseilles:
Leiðtogi öfga-
samtaka yfir-
heyrður
París, 24. júli. AP.
FRANSKA lögreglan hneppti Pi-
erra Debizet, formann hægrisinn-
aðra öfgasamtaka (SAC), i varð-
hald í dag og var hann yfirheyrð-
ur daglangt. Talið er að samtökin
hafi verið viðriðin morðið á lög-
regluþjóni og fimm fjölskyldu-
meðlimum hans i Marseille um
síðustu helgi.
Lögreglan sagði, að 31 árs kenn-
ari í Marseille hafi þegar játað
aðild sína að morðunum. Kennar-
inn, Jean-Bruno Finochietti, hafi
verið í fimm manna víkingasveit
SAC, og hafi hann skýrt frá því að
tilgangurinn með morðunum hafi
verið að lægja öldur innan samtak-
anna og að komast yfir skjöl sem
lögreglumaðurinn hafði í fórum
sínum.
1................. ......
Nikósiu, Kýpur. 24. júli. AP.
DAGBLAÐ á Kýpur staðhæfði í
dag. að argentinska fiugvélin,
sem hrapaði til jarðar í Sovétríkj-
unum, hefði verið i ferðum milli
ísraels og írans með viðkomu á
Kýpur. Blaðið, „Cyprus Weekly“,
sagði, að flugvélin hefði verið i
vopnaflutningum milli Tel Aviv
og Teheran og hefði flugvélin
farið fjórar ferðir í þessum mán-
uði.
Starfsmaður flugvallarins í
Nikósíu staðfesti, að flugvélin
hefði fjórum sinnum millilent í
Nikósíu á leið sinni frá Tel Aviv til
Teheran. Hins vegar sagði hann,
að yfirvöldum á Kýpur væri ekki
kunnugt um hvaða farm flutn-
ingavélin hefði haft innanborðs.
Áhöfn flugvélarinnar var skip-
uð þremur Argentínumönnum.
Samkvæmt heimildum var einn
farþegi um borð; ónafngreindur
Breti. Blaðið sagði, að Breti þessi
væri á skrá sem alþjóðlegur
vopnasali og rannsakaði Scotland
Yard nú vopnasölu hans.
Mál þetta hefur vakið mikla
athygli víðs vegar um heim og
hefur verið leitt getum að leyni-
legu samstarfi ísraelskra og ír-
anskra stjórnvalda. Byltingar-
stjórn ayatollah Khomeinis í Iran
sleit stjórnmálasambandi við
ísrael fljótlega eftir hún komst til
valda. Á pappírnum, að minnsta
kosti, hefur íranska stjórnin verið
einn helsti stuðningsmaður PLO
og hún hefur gengið hvað harðast
fram í gagnrýni á ísrael.
írakar hafa ítrekað haldið því
fram, að íranir hefðu á síðastliðn-
um 10 mánuðum fengið vopn send
frá Israel. Almennt hafa þessar
yfirlýsingar ekki verið teknar al-
varlega en atburðir síðustu daga
hafa orðið til þess að varpa nýju
ljósi á staðhæfingar þeirra. Ljóst
er, að ef satt reynist að ísraelar
hafa sent írönum vopn og vara-
hluti í hergögn, þá yrði það mál
ákaflega óþægilegt, að ekki sé
sterkara að orði kveðið, fyrir
írönsk stjórnvöld. Samskipti við
Sýrland og Líbýu yrðu stirð en
þessar Arabaþjóðir hafa stutt
Irani í styrjöldinni við íraka.
Argentínskir diplómatar í
Moskvu hafa farið fram á skýr-
ingar sovéskra stjórnvalda á hrapi
flugvélarinnar. Sovésk yfirvöld
hafa ekki skýrt frá þjóðerni flug-
vélarinnar, sem hrapaði yfir Sov-
étríkjunum á laugardag „eftir
árekstur við sovéska flugvél", eins
og það var orðað í tilkynningu
TASS. Það var fyrst á miðvikudag,
að Sovétmenn skýrðu frá hrapi
flugvélarinnar, en þá voru argent-
ínsk stjórnvöld farin á stúfana að
grafast fyrir um afdrif flugvélar-
innar. „Allt er þetta mál hið
furðulegasta. Sovétmenn sögðust
fyrst vera að reyna að finna vélina
og síðan bera kennsl á hana. Við
bíðum enn svara frá sovéskum
Varsjá. 24. júli. AP.
REYNT var að kveikja í bygg-
ingu pólska kommúnistaflokk-
sins i Swinoujscie, hafnarborg
við Eystrasalt skammt frá
a-þýzku landamærunum, á mið-
vikudag. þjóðhátiðardag Pólv-
erja. Pólska fréttastofan PAP,
skýrði frá þessu i dag.
PAP sagði, að slökkviðliðs-
mönnum hefði tekist að slökkva
elda í kjallara byggingarinnar.
yfirvöldum,“ sagði argentínskur
diplómat við fréttamann AP og
bætti við: „Við höfum beðið leyfis
að fá að sjá staðinn, þar sem
flugvélin hrapaði."
Enn hafa sovésk yfirvöld ekki
staðfest að flugvélin, sem hrapaði
til jarðar á laugardag, hafi verið
argentínsk.
Rannsókn fer nú fram og bendir
allt til þess, að brennuvargur hefði
brotist inn i bygginguna, benzíni
hellt yfir gólf og eldur borinn að.
Ekki var skýrt frá tjóni.
Þetta er í annað sinn að eldur er
borinn að byggingu kommúnist-
aflokksins. Árið 1976 kveiktu mót-
mælendur í borginni Radom í
höfuðstöðvum kommúnistaflokk-
sins í borginni. Þeir voru að
mótmæla hækkun matvæla.
Pólland:
Eldur borinn að
flokksbyggingu