Morgunblaðið - 25.07.1981, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1981
Frá setninKarathöfninni. Dr. Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands íslands i ræðustól.
IfeÍKÍ Ólafsson hámar i sig jónúrt i upphafi skákarinnar við
Margeir. Virðist svo sem jógúrtin hafi gefið Helga aukinn kraft
eins og Karpov forðum i einvíginu við Korchnoi. En i einviginu á
Filippseyjum lót Karpov matsvein sinn útbúa jógúrt i miðjum
skákum við litlar vinsældir Korchnois, sem taldi að kokkurinn
hefði sett örvandi lyf i jógúrtina.
Tilþrif hjá Helga í 1. umferð
Það var fátt sem gladdi augað
í 1. umferð á skákþingi Norður-
landa sem hófst í Hamrahlíðar-
skólanum á fimmtudaginn.
Keppendur í úrvalsflokki voru
ekki í miklum baráttuhug því
alls lyktaði 4 skákum með skipt-
um hlut. Hins vegar sigraði
Ornstein Færeyinginn Hansen
og Helgi Ólafsson lagði Margeir
Pétursson að velli á snaggara-
legan hátt.
Aðstæður til skákmótahalds
eru ágætar í Hamrahlíðaskólan-
um en þó er lýsingin vægast sagt
afleit og verða mótshaldarar að
bæta úr því hið bráðasta. Ann-
ars er rétt að benda mönnum á
að láta þennan skákviðburð ekki
framhjá sér fara því eflaust
verður keppni mjög spennandi
og jafnvel skemmtileg.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Helgi Ólafsson
Rétibyrjun:
1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. g3
— c5, 4. Rf3 — cxd4, 5. Rxd4 —
d5, 6. Bg2 - e5!?
Þessi leikur sem oft leiðir til
skemmtilegra sviptinga er í
miklu uppáhaldi hjá Helga. 7.
Rf3, Aðrir möguleikar voru 7.
Rb3 eða 7. Rc2 - d4, 8. 0-0
Vitaskuld ekki. 8. Rxe5 — Da5+,
og riddarinn fellur. — Rc6, 9. e3
— Bc5, 10. exd4 — exd4, 11.
Oel+ - Be6,12. Rg5 - 0-0,13.
Rxe6 Ekki gengur 13. Hxe6 —
fxe6,14. Rxe6 — Db6,15. Rxf8 —
Hxf8, 16. Db3 — Rg4 og svartur
stendur mun betur að vígi. —
fxe6, 14. Rd2 Eftir 14. Hxe6 —
d3, 15. Bxc6 - bxc6, 16. Be3 (16.
Hxc6? - Bxf2+!) - Bd4!, 17. Rc3
- Dd7, 18. Dxd3 - Dxe6, 19.
Dxd4 — Had8, hefur svartur
yfirburðastöðu. (Nenasev —
Kasparov 1978.) — Dd6!?, Einn-
ig kom til greina að leika 14. —
d3 eða 14. - Db6, 15. Re4?
Hvítur eyðir tíma í óhagstæð
uppskipti. Betri leikur var 15.
Skák
eftir Jóhannes
Gísla Jónsson
Rb3 sem svartur getur svarað
með 15. — b6 eða 15. — Bb6, 16.
c5 — Bxc5, 17. Rxc5 — Dxc5, 18.
Hxe6 og staðan er í jafnvægi.
— Rxe4,16. Bxe4
— d3! Eftir þennan leik má
heita að óleysanleg vandamál
blasi við hvítum. 17. Be3 Eftir
17. Bf4 á svartur um tvær
skemmtilegar leiðir að velja: 17.
Bxf2+, 18. Kxf2 — e5, eða 17. —
Hxf4!? 18. gxf4 — d2 og í báðum
tilvikum er staða svarts vænleg.
- d2!, 18. He2 - Bxe3, 19.
Hxe3 - Had8, 20. Kg2 - Dd4,
21. Hbl En ekki 21. b3? - Dxal!.
- Hf6, 22. Bc2, 22. Bxc6 - bxc6,
23. He2 var örlítið lífvænlegri
möguleiki. — Re5, 23. Dgl Eða
23. Dfl - hxf2+!, 24. Dxf2 - Rg4
og vinnur. — Rg4, 24. Hd3 Eða
24. He4 - Dxf2+, 25. Dxf2 -
Rxf2 og svartur vinnur lið. —
De4+ og svartur gaf. Lokastaðan
verðskuldar stöðumynd.
Hermannabók-
in í nýrri útgáfu
Akurpyri. 18. júli.
Árni Bjarnason bókaútgefandi og Bókaútgáfan Skjaldborg
á Akureyri hafa nú ráðist í það stórvirki að ljósprenta og gefa
út aftur Minningarbók íslenskra hermanna 1914 — 1918, sem
upphaflega kom út á vegum Jóns Sigurðssonar-félagsins í
Winnipcg 1923, en er nú löngu ófáanleg. Mjög er til hinnar
nýju útgáfu vandað. Bókin er prentuð á myndapappír og
hundin í íslenskt skinnband með upphleyptum kili af Ragnari
Eiríkssyni, bókhandsmeistara, sem nú er talinn í fremstu röð
íslenskra b(')kbindara.
I bókinni eru myndir og ævi-
ágrip um 1200 manna og kvenna,
sem tóku þátt í fyrri heimsstyrj-
öldinni, ýmist með vopn í hendi
eða með líknarstörfum. Talið er,
að 1245 íslendingar hafi gengið í
herþjónustu í herjum Kanada og
Bandaríkjanna, þar af var 391
fæddur á íslandi. 144 íslenskir
hermenn létu lífið í styrjöldinni,
þar af féllu 94 í orrustum.
í bókinni er inngangur eftir sr.
Rögnvald Pétursson, sem birtist
í fyrri útgáfu, en nú ritar Árni
Bjarnason einnig rækilegan
formála, sem mikill fengur er að.
Upplag bókarinnar er mjög lítið
eða aðeins 600 eintök og kosta
600 krónur til áskrifenda, en
söfnun þeirra stendur nú sem
hæst. Bókin verður ekki send í
bókabúðir, en fæst afhent í
prentsmiðjunni Skjaldborg eða
Bókaversluninni Eddu, Akur-
eyri.
Árni Bjarnason hefir um langt
skeið unnið mikið og merkilegt
starf að þeirri hugsjón sinni að
efla tengsl íslenskra manna báð-
um megin Atlantshafs með út-
gáfu öndvegisrita Vestur-
Islendinga til þess að gefa sem
flestum kost á að eignast úrval
þess, sem prentað hefir verið á
íslensku vestanhafs, og kynna
sem flestum bókmenntaiðju
landa okkar og veita innsýn í líf
og störf þeirra mörg þúsund
íslendinga, sem fluttust vestur
um haf, og niðja þeirra. Meðal
þessara rita má nefna Almanak
Ólafs S. Thorgeirssonar, 60 ár-
ganga, 1895—1954, „Framfara",
fyrsta blaðið, sem prentað var á
íslensku í Vesturheimi, 1877—
1880, ritsafn Jóhanns Magnúsar
Bjarnasonar í 6 stórum bindum
að ógleymdum mörgum ævisög-
um merkismanna, þjóðsögum,
sagnaþáttum (Að vestan) og
öðrum ritum, sem snerta sögu
Vestur-íslendinga.
Minningarrit íslenskra her-
manna er enn eitt átak Árna í
þessum efnum með drengilegum
stuðningi Bókaútgáfunnar
Skjaldborgar og er síst að efa, að
þessi merka bók verði mörgum
bókamönnum og áhugamönnum
um ættfræði kærkomin.
Sv.P.
Björn Eiríksson forstjóri Skjaldborgar, Árni Bjarnason bókaútgefandi og Svavar Ottesen prentari, með
nýju bókina.
Brúnum
Wagoneer-
jeppa stolið
STÓRRI jeppabifreið, Wagoneer
árgerð 1974, kaffibrúnni að lit,
var stolið aðfaranótt miðviku-
dags á Öldugötu i Reykjavík, en
bifreiðin sem hefur skrásetningu
R-5003 er á breiöum dekkjum.
Bifreiðin er klædd að innan með
ljósu galloni, en lakk og innri
klæðning er farin að láta á sjá.
Þeir sem hafa orðið varir við
R-5003 eru beðnir að láta lögregl-
una vita.
EMIL Magnússon kaupmaður i
Grundarfirði, sem um árabil hef-
ur verið fréttaritari Morgun-
hlaðsins þar, er sextugur i dag,
25. júli. Er honum árnað heilla i
tilefni dagsins.
Gjörningur í
Nýlistasafninu
TVEIR danskir listamenn munu i
dag sýna i Nýlistasafninu við
Vatnsstig 3b i Reykjavik. Bjóða
þeir áhorfendum að taka þátt i
sýningu sinni, en listamennirnir
eru Mette Arre og Jens Jörgen
Thorsen.
Jens Jörgen Thorsen er kvik-
myndagerðarmaður og rithöfundur,
búsettur í Svíþjóð og Frakklandi, en
hann er m.a. þekktur fyrir þátt sinn
í kvikmynd um kynlíf Jesú Krists,
sem víða var bönnuð. Mette Arre
skáld og listamaður er búsett í
Svíþjóð, en hún tók fyrir nokkru
þátt í sýningum á Korpúlfsstöðum.