Morgunblaðið - 25.07.1981, Side 29

Morgunblaðið - 25.07.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ1981 29 Byggingariðnaður á 1. ársfjórðungi: Var í mikilli lægð og stefnir í sama horfið með haustinu Aætlaður starfsmannafjöldi r BYGGINGARIÐNAÐI. AtvinnuRrein: 31.12. 1980 31.03. 1981 Breyting (%) Verktakastarf semi 4. 080 3.975 - 2,6% HusasmTöi 1.020 910 -10,8% Husamálun 330 325 - 1,5% Múrun 255 335 + 31.4% Pipulögn 415 335 -19.3% Rafvirkjun 670 595 -11,2% Veggf. og dúkalögn 40 45 + 12.5% 6.810 6.520 - 4, 3% Eftirfarandi áætlun um heildarmannafla i bygginíaridnaði er byggð á niðurstoðum konnunarinnar: Kðnnun Landsambands iðnað- armanna á byggingarstarfsemi á fyrsta ársfjórðungi leiddi i ljós, að byggingariðnaðurinn er, eins og á sama tima i fyrra, i mikilli lægð. Flestir þátttakendur i konnuninni áttu eðlilega von á því, að starfsemin i vor og sumar ykist frá þvi sem var fyrstu þrjá mánuðina. Hins vegar eru horfur á því, að starfsemin muni verða eitthvað minni að umfangi í sumar, en undanfarin sumur, og fátt bendir til annars, en að í haust muni aftur sækja í sama horfið og sl. vetur. Þátttaka í byggingarkönnuninni að þessu sinni var um 20% af heildarmannafla í byggingar- starfsemi. Könnunin nær eins og áður til fyrirtækja og einstakl- inga, sem stunda byggingarstarf- semi í öllum landshlutum, og er úrtakið valið þannig að það endur- spegli sem bezt uppbyggingu byggingariðnaðarins. I heild fækkaði starfsmönnum í byggingariðnaði á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs um því sem næst 290 manns, eða 4,3%, eins og sézt glöggt á meðfylgjandi yfirliti. Fækkunin er mjög áþekk því, sem varð á sama tíma í fyrra, en einnig þá var byggingarstarfsemi í al- gjöru lágmarki. Fyrirliggjandi verkefni eru al- mennt talin of lítil og mikil óvissa ríkir um þau. Ástæður verkefna- skortsins eru flestum kunnar. Þar fer saman algjört skilningsleysi stjórnvalda á fjárþörf hins al- menna húsbyggjanda og einstakur seinagangur í skipulags- og lóða- málum á höfuðborgarsvæðinu. Jumbóþota Cargolux í loftið með 377,7 tonn Menn velta þvi oft fyrir sér hvernig i ósköpunum drekk- hlaðnar flugvélar yfir höfuð kom- ast á loft, svo maður tali nú ekki um hinar stærstu þotur nútim- ans. En hver skyldi vera mesti þungi. sem komizt hefur á loft i venjulegu alþjóðaflugi, þ.e. her- flug undanskilið. Svar við þessu er að finna í nýlega útkomnu fréttabréfi Cargolux-skrifstofunnar í Hong Kong, Cargolines. Þar segir frá því, að 2. nóvember 1980 hafi önnur tveggja Boeing 747-júmbó- þotna félagsins, „City of Luxem- bourg“, tekið upp með samtals 377,7 tonn. Þar af liðlega 97 tonn af vörum, um 127 tonn af eldsneyti og svo auðvitað eigin þyngd. Þá segir ennfremur að hin Boeing 747-júmbóþota félagsins, sé sú vél frá Boeing-verksmiðjun- um, sem sé byggð fyrir mestan þunga allra, en hún getur tekið 113 tonn af vörum. Hún heitir „City of Eschsur-Alzette". í fréttabréfinu segir ennfremur, að 14. nóvember 1980 hafi fyrsta Boeing 747-júmbó-fraktvélin, lent í Svíþjóð, en það var „City of Luxembourg", sem lenti í Málmey til að taka 300 lifandi svín, sem flytja átti til Taiwan. Greiðslukjör hér og erlendis eru gerólík segir Stefán Ingólfsson, deildarverkfræðingur Fasteignamatsins Stefán Ingólfsson, deildarverkfræðingur Fasteignamats rikisins, varpar fram þeirri spurningu í síðasta fréttabréfi Fasteignamatsins. hvernig menn kaupi fasteignir erlendis i samanburði við það, sem gengur og gerist hér. Stefán segir í umfjöllun sinni, að allra síðustu ár hafi greiðslu- kjör í fasteignaviðskiptum hér á landi verið kaupendum mjög erfið. — Það er eftir því sem bezt verður séð bein afleiðing þeirrar óðaverð- bólgu, sem hér hefur geysað. í fyrra voru rúmlega 75% af kaup- verði íbúðar í fjölbýlishúsi greidd á sama ári og kaup fóru fram. Fyrir fáum árum var þetta hlut- fall 65% og ekki nema um 50% fyrir áratug eða svo. I þjóðfélögum, þar sem verðlag er nokkuð stöðugt er útborgun hlutfallslega enn lægri. Taka má frændur okkar Dani til saman- burðar og sýna þann mun, sem er orðinn á fasteignaviðskiptum hérlendis og í grannlöndum okkar. Undanfarin sex ár hefur verð fasteigna hækkað til jafnaðar um 15% á ári í Danmörku, en um 40% á íslandi. Verðlag þar er því mun stöðugra en hér. I Danmörku er dæmigerð útborgun við fasteigna- kaup rúm 10%, 55% af kaupverði eru yfirtekin lán og 35% lánar seljandi. Þetta eru eins konar meðalkjör, því greiðslukjör eru breytileg þar í landi eins og hér og fer það eftir tegund eignar og staðsetningu. Vorið 1980 kostaði til dæmis 75 fm íbúð í Álaborg mjög svipað og jafnstór íbúð í Reykjavík. Verðið var 27—27,5 milljónir gkróna. Greiðslukjör voru hins vegar gjör- ólík. í Reykjavík greiddi kaupandi 20,5 milljónir gkróna á fyrsta árinu. Eftirstöðvarnar eru 6,7 milljónir gkróna. Þær eru að mestu greiddar á fimm árum. í Álaborg greiddi kaupandi 3 millj- ónir gkróna við undirritun sam- nings. Hann yfirtók 15,5 milljónir gkróna áhvílandi lán. Seljandi lánaði 9 milljónir gkróna. Ljósm: Kmilía. Davíð Scheving Thorsteinsson við nýju gosdrykkjavélina. Nú getur fólk fram- leitt eigin gosdrykki NÚ GETA heimilin framleitt eigin gosdrykki, því á markað- inn er komið tæki og ýmsir fylgihiutir eins og bragðefni. fiöskur og tappar. sem gera þetta mögulegt. Það sem meira er. að kostnaðurinn er 10% af kaupverði tilbúinna gos- drykkja. Það er Sól hf., sem flytur inn þessa hluti undir nafninu Soda Stream. Soda Stream-vélin sjálf er einföld í notkun og gengur ekki fyrir rafmagni. í henni er eitt kolsýruhylki, sem dugar í 100 flöskur af Soda Stream-drykk, en hægt er að fá fjögur bragð- efni, það er að segja cola, appelsín, límonaði, tonic og svo auðvitað sódavatn. — Það þarf ekki mörg handtök við að útbúa þennan drykk. — Sagði Davíð Scheving Thorsteinssdon, að vélin væri einkar hagkvæm í heimahúsum, sumarbústöðum, ferðalögum og á vinnustöðum. Einnig losaði hún fólk við flöskuburð til og frá verslunum, því vélinni fylgdu sérstakar flöskur, sem má nota aftur og aftur. Bragðefnin og kolsýruhylkin, fást í verslunum um allt land, sagði Davíð, auk þess sem hægt er að fá áfyllingar á hylkin. Með þessari aðferð er hægt að stilla bragð og kolsýrumagni í gos- drykknum eftir eigin smekk. Eins og áður segir þá er það Sól hf. sem flytur tækin og fylgihlutina inn, en fyrirtækið sér einnig um að setja þragðefn- in á flöskur og fylla hylkin af kolsýru og ganga frá öllu í sérstakar umbúðir. Sagði Davíð Scheving, að þessi drykkur og aðferðin við að búa hann til þætti afar skemmtileg og væri drykkurinn, sem er enskur að uppruna afar vinsæll í ýmsum löndum, til dæmis í Danmörku, þar sem um 35% þjóðarinnar ættu slíka vél. Aukjn velta hjá Alafossi í fréttatilkynningu frá Ála- fossi hf., segir að þó að rekstur- inn hafi gengið vel á siðasta ári og það sem af er þessu, en útflutningur fyrirtækisins nam á siðasta ári um 47% af öllum ullarvöruútflutningi frá ís- landi, sé hið mikla misræmi milli gengis Evrópugjaldmiðla og framleiðslukostnaðar stjórnendum fyrirtækisins mik- ið áhyggjuefni. Segir að nú sé svo komið að beint tap sé orðið á fataútflutningi til Evrópu og rekstrartap fyrirsjáanlegt hjá Álafossi hf. á þessu ári við óbreyttar aðstæður. Á síðasta ári var ráðist í allmiklar fjárfestingar, sem þegar í stað komust í fulla nýtingu. Heildarvelta fyrirtækisins nam 10,6 milljörðum gamalla króna, sem var 103% aukning frá árinu 1979. Útflutningsverð- mæti var 7 milljarðar gamalla króna og hafði aukist um 118% frá árinu áður. Beinn útflutn- ingur var því um % hlutar af heildarveltu fyrirtækisins. Mesta söluaukningin varð nú sem fyrr í útflutningi fullbúins ullarfatnaðar. Stærstu markað- irnir voru V-Þýskaland, Norður- lönd, Bandaríkin og Kanada. Það sem af er þessu ári hefir salan gengið vel og var afkoman viðunandi fyrstu mánuði ársins. Veltuaukning á fyrstu 6 mánuð- um ársins var um 95% miðað við sama tíma í fyrra. Að lokum segir í fréttatil- kynningunni: Að óbreyttum aðstæðum er því mikil hætta á, að sá ágæti árangur, sem náðst hefir í sölu- og markaðsmálum á undanförn- um árum, bíði varanlegan hnekki, og óvíst er hvernig til tekst með að vinna að nýju þann markað sem líkur eru til að tapast muni. Komi til þess, aö íslenskir aðilar geti ekki nokk- urn veginn fullnægt erlendri eftirspurn eftir íslenskum ull- arvörum, eykst að mun hættan á því, að þessi iðnaður flytjist úr landi að meira eða minna leyti. Hjá Álafossi hf. vinna í dag um 300 manns og ekki er langt frá lagi, að álíka margir vinni hjá þeim prjóna- og saumastof- um, sem framleiða fyrir Álafoss hf. EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.