Morgunblaðið - 18.08.1981, Page 5

Morgunblaðið - 18.08.1981, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 5 Á forsíðu Prövdu þegar Svavar var í Moskvu: Ræða Brezhnevs til 26. flokksþingsins á íslensku Nýja fimm-ára-áætlunin vekur aðdáun segir Haukur Már Haraldsson Svavar Gestsson félagsmála- ráðherra hefur ásamt föru- neyti verið i opinberri heim- sókn í Sovétríkjunum í boði félagsmálaráðherra Sovét- ríkjanna. Dvaldist Svavar Gestsson í Moskvu í síðustu viku og voru miðvikudagur- inn 12. ágúst og fimmtudag- urinn 13. ágúst helstu hátíð- isdagar ferðarinnar. Ein- mitt þessa sömu daga birtu sovésku blöðin Pravda, mál- gagn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, og Isveztía, málgagn ríkisstjórnar Sov- étríkjanna, samhljóða frétt frá íslandi um að á íslenskri tungu hefði komið út skýrsla sú er Leonid Brezh- nev forseti og aðalritari sovéska Kommúnistaflokks- ins flutti 26. þingi Kommún- istaflokks Sovétríkjanna fyrr á þessu ári. Fréttin birtist á forsíðu Prövdu 12. ágúst og í Isvestíu 13. ágúst. Fréttina sendi blaðamaður TASS á íslandi og var hún svohljóðandi: „Hér (í Reykjavík innsk.) hefur verið gefinn út sér- að geyma skýrslu miðstjórn- étríkjanna á 26. þingi stakur bæklingur, sem hefur ar Kommúnistaflokks Sov- Kommúnistaflokks Sovét- Svavar Gestsson Leonid Brezhnev Haukur Már Haraldsson Þegar opinber heimsókn Svavars Gestssonar formanns Alþýðubandalagsins til Sovétríkj- anna stóð sem hæst, birtist á forsíðu málgagns kommúnistaflokksins Prövdu frétt frá íslandi þess efnis, að út hefði komið á íslenskri tungu ræða Leonid Brezhnevs á 26. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. t fréttinni var haft eftir Hauki Má Haraldssyni formanni „íslensku friðarnefndarinnar“, að „þar með gæti íslensk alþýða kynnt sér afstöðu Sovétríkjanna til hinna mikilvægustu mála ...“ ríkjanna, sem flutt var þing- heimi af aðalritara mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, L.I. Brezhnev. Þar með hafa fyrstu gögnin af flokksþinginu verið gefin út á íslensku. Hr. H. Haraldsson (Hauk- ur Már Haraldsson blaða- fulltrúi Alþýðusambands ís- lands innsk.) formaður ís- lensku friðarnefndarinnar sagði að útkoma þessa 'mik- ilvæga skjals á íslenskri tungu skipti mjög miklu, því að þar með gæti íslensk alþýða kynnt sér afstöðu Sovétríkjanna til hinna mik- ilvægustu mála og kannað tillögur Sovétmanna um lausn þessara mála og þróun slökunar milli austurs og vesturs. Hann (Haukur Már Har- aldsson innsk.) sagði, að menn hlytu að hrífast af afrekum þeim, sem sovéska þjóðin hefði unnið í þágu kommúnismans og lýst væri í skýrslu miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna til 26. flokksþings- ins, auk þess sem nýja fimm-ára-áætlunin vekti að- dáun, en höfuðmarkmið hennar væri að auka á vellíð- an sovésku þjóðarinnar." Hjá sovésku fréttastofunni Novosti (APN) á Islandi, sem meðal annars gefur út blaðið Fréttir frá Sovétríkjunum í umbroti Hauks Más Har- aldssonar, fékk Morgunblað- ið staðfest, að umrædd skýrsla miðstjórnar Komm- únistaflokks Sovétríkjanna væri komin út á íslensku. Myndin um Snorra Sturluson lang- dregin en góð heimildarmynd - segir Sigríður borvaldsdóttir, sem búsett er í Danmörku „MÉR FANNST myndin um Snorra Sturluson. sem frumsýnd var hér i danska sjónvarpinu i tvennu lagi fyrir skömmu. vera góð land- og sögukynningar- mynd.“ sagði Sigríður Þorvaíds- dóttir, scm búsett er i Óðinsvéum í Danmörku. Sigríður sagði ennfremur að henni væri kunnugt um marga, bæði landa sína og Dani, sem væru sömu skoðunar, en þó þætti flestum myndin heldur langdreg- in, sérstaklega upphafið. Mikið hefði verið gert úr því að sýna landið og kynna íslendingarsög- urnar og mörgum dönskum kunn- ingjum hennar hefði þótt mikið til koma og þótti myndin vel gerð. Hún sagði einnig að sér hefði þótt leikurinn misjafn, en beztur hefði verið Egill Ólafsson, sem lék Sturlu Sighvatsson. Valtí árekstri ÁKEKSTUR og bilvelta varð á getnamótum Bústaðavegar og Réttarholtsvegar sncmma i gærmorgun. Slysið varð með þeim hætti að bill var á leiðinni suður Réttar- holtsveg og annar austur Bústaða- veg, og skullu þeir saman á gatnamótunum. Bíllinn sem var á Bústaðarvegi valt við áreksturinn, og samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar, var ökumaðurinn flutt- ur á slysadeild, en ekki er talið að meiðsl hans séu alverlegs eðlis. Báðir bílarnir eru mikið skemmd- ir. Fjórhjóladrifsbíllinn frá MITSUBISHI er fáanlegur sem „Pick-up“ eöa med vandaöri íslenskri yfirbyggingu. J Mikið brattaþol. J Mjög hljóðlát og sparneytin vél með titringsdeyfum. J Sjálfstæð snerilfjöðrun að framan. Hlífðarpönnur undir vél og gírkössum. $> Veltistýri. $>Tvöfalt hemlakerfi með þrýstijafnara — stöðugur I hálku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.