Morgunblaðið - 18.08.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981
13
Samskipti iðnríkja
og þróunarríkja
Milljónir manna sultu í
hel í stjórnartíð Maos
ÞEKKTUR kinverakur
hagfnrAininir. Sun Yan*
Fann. hefur uefki i skyn
aA vexna hinnar akelfl-
lexu efnahairwitefnu xem
Mau íormaður hafi fyltct.
hafi yfir tiu mllljónir
manna orAiA hungur
morAa upp úr 1960 ok
miklu blóAi hafi veriA ut
hellt. Erlendir aórfrarA-
inxar ok ha«fnrAinKar
hafa haldiA þvi fram aA
allt aA 20 mill)ónir hafi
soltiA i hel á árunum
1959-1962.
. . Kin
v*rj»r yrftu nft draa* lardöm aí
þcmari voftalegu rcynalu a*m
þeir hafi orftií aft þola. avo aft
alikt a»ti aldrei gcrzt aftur
Þaft var f fcbrúarhefti virta
kinveraka fagriu aem prófeaaor-
inn fjallaði um þetta. Skuldinni
er aft viau eltki akellt á Mao
berum orftum, en fj*lRle«a talaft
um hina rðngu o* afdrífarfku
efnahagaatefnu aem hafl verift
fylgt á þessum árum.
Sun prófeiaor Mgir. aft árift
1967, áftur en hungunneyftin
varft i landinu. hafi dánartiftm i
Kina verift 10.8 á hverja eitt
þúaund ibua En þremur árum
f'dvk W.j
aiftar á verata o« mannakaftaata
árí hungunina hafi dánartiðnin
meira en tvftfaldast o« orftift þá
25.1 á hverja þúaund
I frftttum AP aejnr. að milljftn-
ir hafi einnif dáift úr hðTRulajúk-
dftmum ok hafi vitanlega fleira
komift til en rðng efnahaga
atefna. þvi aft uppskerubreatur
hafi orftift vifta og náltúruham
farir hafi aiftan valdift enn meira
manntjftni. Sun prófeaaor aejpr.
aft meata jðk w a« finna i
byltinKarkenndum aftferftum i
landbúnafti en vitaft er að Mao
formaftur haffti mikla tni á þeim
ok kallafti þ»r iftulega Jtftra
atðkkjft fram á vift'
Það er algenKur misskilningur, að Kínverjar hafi leyst fæðuöflunar-
vanda sinn undir stjórn sameignarsinna.
N ÁTTÚRUVERKUR
Tímarit verkfræði- og náttúru-
fræðinema
maí 1981.
Þeir eru ótrúlega margir þessa
dagana, sem telja sig eiga eitthvað
vantalað við þjóðina. Algengur
vettvangur þeirra eru tímaritin,
sem eru fleiri hér á landi en tölum
verði talið, og er ekki nema gott
eitt um þá grósku að segja. Eitt
þessara tímarita er Náttúruverk-
ur, sem verkfræði- og náttúru-
fræðinemar í Háskóla Islands
gefa út, en um 1981-hefti þess ætla
ég að fara örfáum orðum, því að í
því eru birtar nokkrar greinar um
merkilegt efni, sem er samband
iðnríkja og þróunarríkja.
Fyrsta greinin um þetta er
„Vistkreppan og vísindin" eftir
Skúla Skúlason. Höfundurinn rek-
ur kreppu vestrænna iðnaðarþjóða
til „goðsagnarinnar" um hagvöxt,
segir, að kreppan sé vistkreppa, og
ræðir jafnvel um „vistfasisma"!
Hver er lausn kreppunnar? „Það
Bókmenntir
eftir HANNES H.
GISSURARSON
sem fátækari ríki heims þurfa er
stuðningur til þess að koma menn-
ingu sinni upp á það stig sem ríku
þjóðirnar þurfa að koma sér niður
á. Jöfnuður í menningar- og efna-
hagslegu tilliti er lokatakmarkið."
Önnur greinin er „Triage —
hverjir verða látnir deyja?" eftir
Þorvarð Árnason. Höfundurinn
kennir vestrænum þjóðum um
eymdina í þjóunarlöndunum, sem
hann segir, að sé í sífellu að
aukast. Hann skammar einnig
Alþjóðabankann fyrir að miða við
arðsemi í útlánum sínum.
Þriðja greinin er „Heilbrigðis-
mál“ eftir Guðmund H. Guð-
mundsson, sem lýsir heilsufari
þróunarþj óðanna.
Fjórða greinin er „Vangaveltur
um tæknivæðingu þróunarríkja"
eftir Björn Guðbrand Jónsson.
Hann kennir, eins og höfundur
annarrar greinarinnar, vestræn-
um þjóðum um eymdina í Þriðja
heiminum, en segir, að þróunar-
þjóðirnar geti tekið sér Kínverja
til fyrirmyndar í tæknivæðingu.
Fimmta greinin er „Vopnamál"
eftir Ásgeir Björnsson. Höfundur-
inn kennir báðum risaveldunum
um vígbúnað síðustu ára og telur
fénu til hans betur varið í annað.
Það er fengur að þessum fimm
greinum í þeim skilningi, að í
þeim er safnað saman flestum
þeim hleypidómum, sem felldir
hafa verið af fljótfærni, vanþekk-
ingu eða hreinni heimsku um
hagþróun í heiminum. Menn þurfa
ekki að ómaka sig annað, ef þeir
eru að leita að því. En greinarnar
fimm eru hættulegar, ef þeim er
látið ómótmælt.
í fyrsta lagi er sú kenning röng,
að kreppan á Vesturlöndum sé
vistkreppa, að hún sé vegna sóun-
ar náttúrugæða, sem stafi af
markaðskerfinu. Hvenær er nátt-
úrugæðum sóað? Þeim er sóað, ef
þau kosta of lítið, með öðrum
orðum, ef þau eru ekki verðlögð á
markaði. Menn fara því sparlegar
með benzín sem verð þess er
hærra, og þeir menga því síður
vatn eða loft sem mengunin sjálf
kostar meira. Spilling og sóun
náttúrugæða eru vegna þess að
markaðsöflin fá ekki að takmarka
NATTURUVERKUR
notkunina með eðlilegri verðlagn-
ingu. Kreppan á Vesturlöndum er
umfram allt vegna óhóflegra
ríkisafskipta. (Srb. In Defence of
Economic Growth eftir Wilfred
Beckerman og Models of Doom
eftir H.S. Cole o.fl.
í öðru lagi er sú kenning röng,
að skorturinn í Þriðja heiminum
sé vestrænum þjóðum að kenna.
Eymdin barst ekki þangað með
Vesturlandamönnum, hún er ekki
nýmæli á þeim slóðum. Þetta er
öfugt, ef eitthvað er: vestrænar
þjóðir hafa dregið úr skortinum.
Við getum tekið Bláland eða
Afríku til dæmis. Talið er, að um
milljón manna hafi lifað þar fyrir
nokkrum öidum. Þá komust ekki
fleiri af við tæknileg og náttúruleg
skilyrði í álfunni. Nú eru íbúar
Blálands að minnsta kosti hundr-
að sinnum fleiri. Ástæðan til þess
er sú tækni, sem vestrænar þjóðir
færðu þeim, að því ógleymdu, að
vestrænar þjóðir kaupa af þeim
afurðir. Vera kann, að greinahöf-
undar Náttúruverks svari, að
fólkið hefði verið betur komið
óborið í þennan heim. En þeir
hafa nákvæmlega jafnlítinn rétt
til að segja það og ég til að segja,
að greinahöfundarnir sjálfir hefðu
aldrei átt að fæðast. Það þarf
furðulega ofdirfsku til áð vísa
fólki svo út úr heiminum.
I þriðja lagi er sú kenning röng,
að bæta megi úr eymdinni í Þriðja
heiminum með því að taka frá
vestrænum þjóðum. Það hefði
sennilega þveröfugar afleiðingar,
yrði til þess að læsa þróunarþjóð-
irnar inni í fátæktargildru. Þær
þurfa umfram allt fjármagn og
tækni frá Vesturlöndum og að-
gang að mörkuðum þar, ef bæta á
úr skortinum. „Þróunarhjálp" er
stundum mjög vanhugsuð, hún er
víða ekki annað en hjálp til
gerspilltra valdsmanna og hefur
þær afleiðingar einar, að þeir
halda ríkisvaldinu, en það torveld-
ar síðan allar framfarir. (Sbr.
Peter T. Bauer: Dissent on Devel-
opment.) Þróunarþjóðirnar þurfa
ekki sízt atvinnufrelsi. Reyndin er,
að framfarir eru örastar og lífs-
kjör almennings batna einkum í
löndum atvinnufrelsis, í Japan,
Hong Kong, Taiwan, Suður-Kóreu
og Singapore, svo að nokkur séu
nefnd. (Sbr. Alvin Rabushka:
Hong Kong — A Study in Econ-
omic Freedom.)
í fjórða lagi er sú kenning röng,
að Kínverjum hafi tekizt að ieysa
fæðuöflunarvanda sinn og þeir séu
því til fyrirmyndar. Ég man ekki
betur en birzt hafi í Morgunblað-
inu 25. apríl 1981 frétt um, að
10—20 milljónir manna hafi látizt
vegna fæðuskorts á dögum Maós
(fyrir utan alla þá, sem Maó lét
myrða). Hagfræðingar gizka einn-
ig á, að enginn hagvöxtur hafi
orðið í Kína á árunum 1958—1965,
og talið er, að „stökkið mikla" frá
1958 og „menningarbyltingin" frá
1966 hafi verið stórkostleg mistök.
(Sbr. Paul A. Samuelson: Econom-
ics, 10. útg., bls. 877.) Þeir, sem eru
annarrar skoðunar, ættu að lesa
ræðu fjármálaráðherra Kína,
Wang Bingqian, í Washington sl.
haust, sem birtist í Morgunblað-
inu 20. nóvember 1980.
í fimmta lagi er sú kenning til
marks um mikla einsýni, að víg-
búnaðurinn sé báðum risaveldun-
um að kenna. Sannleikurinn er sá,
að vígbúnaður Kremlverja síðasta
áratug hefur verið miklu meiri en
nemur eðlilegri varnarþörf þeirra,
og vestrænar lýðræðisþjóðir hafa
orðið að snúast til varnar, þó að
miklú torveldara sé að afla fjár til
varnarviðbúnaðar á Vesturlönd-
um en til bógbúnaðar í austri, þar
sem austrænir valdsmenn eru allt
að því óbundnir af óskum almenn-
ings um smjör fremur en fallbyss-
ur. Það er ógaman fyrir okkur að
nota fé okkar til varnar, svo
margar aðrar þarfir sem blasa við,
en við verðum að gera það, þangað
til allir berlínarmúrar hafa hrun-
ið, og Bandaríkjamönnum verður
seint fullþökkuð sú hjálp, sem þeir
hafa veitt öðrum lýðræðisþjóðum.
Mér finnst gremjulegt, þegar
moðhausar klæðast búningi
mannúðar og ætla með því að
þagga niður í öllum öðrum. Hvern
dreymir ekki um mengunarlausa
tilveru? Hver kýs ekki að bæta úr
skortinum í Þriðja heiminum?
Hver sér ekki eftir fénu, sem
WMér finnst gremju-
legt, þegar moðhausar
klæðast búningi mann-
úðar og ætla með því að
þagga niður í öllum
öðrum. Hvern dreymir
ekki um mengunar-
lausa tilveru? Hver kýs
ekki að bæta úr skort-
inum í Þriðja heimin-
um ? Hver sér ekki eftir
fénu, sem notað er til
varnarviðbúnaðar á
Vesturlöndum ?
Ágreiningurinn er í
rauninni ekki um
markmið, heldur leið-
ir. 44
notað er til varnarviðbúnaðar á
Vesturlöndum? Ágreiningurinn er
í rauninni ekki um markmið,
heldur leiðir. Verðlagning nátt-
úrugæða dregur fremur úr sóun
þeirra en skömmtun, viðskipta-
frelsi er vænlegra til árangurs í
Þriðja heiminum en „þróunar-
hjálp", varnarviðbúnaður lýðræð-
isþjóðanna minnkar árásar-
hættuna úr austri. Þetta eru
greiðfærari leiðir að sömu mark-
miðum, óspilltu umhverfi, velmeg-
un og friði.
Ég hef látið mér nægja að fara
örfáum orðum um þennan greina-
flokk, en skylt er að geta þess, að
margar aðrar greinar og miklu
skynsamlegri eru í þessu hefti,
sem er mjög snyrtilegt í útliti og
frágangi. Ómælt er það gagn, sem
tilvonandi verkfræðingar og nátt-
úruvísindámenn geta gert mann-
kyni í framtíðinni með kunnáttu
sinni og þekkingu, ef þeir missa
ekki sjónar á því leiðarljósi, sem
atvinnufrelsið er.
Góður
félagi
Glæsilegt steríó
ferðatæki
Burðaról
yfir öxl er hægt
að fá með tækinu
GF 9595
Verð kr. 5.300.-
Ath.: Steríó ferðatæki
frá kr. 1.900.-
LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999
Steríó kasettutæki með 3 útvarpsbylgjum.
Elektróniskur sjálfleitari eftir
útvarpsstöðvum með allt að
15 stöðvum inni á minni.
Kvars klukka og bylgjuborð.
Sjálfvirkur lagaveljari á spólum,
allt að9 lögum fram og til baka.
Innbyggður straumbreytir gerir fært
að tengja 220 volt við tækið eða með
einni snúru viö 12 volt (í bílinn t.d.).
Útsölustaðir:
Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík —
Portið Akranesi — Patróna Patreksfirði —
Eplið Isafirði — Álfhóll Siglufirði —
Cesar Akureyri — Radíóver Húsavík —
Hornabær Hornafirði — M.M. h/f. Selfossi
Eyjabær Vestmannaeyjum.
J