Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 45
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 25 Oruggur sigur IA gegn Þór Akureyri LIÐ AkurnesinKa var ekki i vandra-Aum með að si>?ra bór frá Akureyri á heimavelli sínum um heÍKÍna 3—1. Leikur liðanna fór fram við slæmar aðstæður. Iláv- aða rok var á meðan á leiknum st<>ð (>k setti það sinn svip á leikinn. Var mesta furða hvað leikmönnum heKKja liða tókst að hemja holtann við þessar slæmu aðstæður <>k leika oft á tíðum áKO'ta knattspyrnu. Lið ÍA var allan tímann hetra liðið á vellin- um <>k sÍKraði mjöK verðskuldað. Framan af var leikur liðanna nokkuð jafn og liðin skiptust á um að sækja. Þór skoraði fyrsta mark leiksins. Það kom á 21. mínútu. Eftir aukaspyrnu á mark IA skoraði Örn Guðmundsson af stuttu færi. Þór lék undan vindin- um í fyrri hálfleik, en það hjálpaði þeim ekki mikið. Forysta norðan- manna stóð ekki lengi í leiknum. Leikmenn ÍA jöfnuðu leikinn 1—1, strax mínutu eftir að Þór hafði skorað. Jón Alfreðsson lék alveg upp að endamörkum, gaf vel fyrir markið og þar náði Gunnar Jóns- son til boltans og sendi hann í netið. Iæikmenn IA náðu nú tökum á miðju vallarins og tóku leikinn alveg í sínar hendur og léku vel, og IA-ÞOR A. 3:1 Gunnar Jónsson ÍA átti góðan leik með liði sínu og skoraði tvö falleg mörk. góð barátta var í liðinu. Þrátt fyrir það tókst leikmönnum ekki að skora fleiri mörk í fyrri / hálfleiknum. Þó sköpuðust nokkur hættuleg marktækifæri. í síðari hálfleiknum átti lið ÍA mörg marktækifæri og sótti þá stíft. Guðbjörn átti gott skot í stöng á 50. mínútu. Og loks á 53. mínútu skoraði Gunnar Jónsson með miklum tilþrifum fallegt mark. Þriðja og síðasta mark leiksins skoraði Kristján Olgeirsson á 80. mínútu. Með því marki innsiglaði hann sigur IA sem er enn í toppbaráttunni í 1. deild. Lið ÍA lék vel þrátt fyrir slæmar aðstæður. Næsti leikur liðsins er gegn Víkingi á Laugar- dalsvellinum á miðvikudag. Takist liðinu að sigra í þeim leik á það góða möguleika á að hreppa ís- landsmeistaratitilinn í ár. Bestu menn liðsins í leiknum gegn Þór voru Sigurður Lárusson, Árni Sveinsson og Gunnar Jónsson. Þá lék Jón Alfreðsson vel að vanda og hafði mikla yfirferð. Lið Þórs var ekki sannfærandi. Bestu leikmenn voru Eiríkur markvörður, Árni Stefánsson og Guðmundur Skarp- héðinsson. Ekkert nema fa.ll blasir nú við liðinu. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Akranesvöllur. ÍA—Þór 3-1 (1—1). Mörk IA: Gunnar Jónsson 2 og Kristján Olgeirsson. Mark Þórs: Örn Guðmundsson. Dómari: Sævar Sigurðsson. Daníel skoraði sjö mörk í SÍÐASTA leik í B-riðlinum í 3. doild sigraði lið Víðis. Garðinum. I>ór frá Þorlákshöfn með cllcfu morkum gcgn engu. Einn lcik- manna Víðis. Daníel Einarsson, skoraði hvorki meira né minna cn sjö mörk fyrir lið sitt í lciknum. Daníel er þar með markahasti leikmaðurinn i 3. deild. hefur skorað 25 mörk i deildinni í sumar. Næstur honum kemur Sæmundur Viglundsson IIV með 21 mark. Úrslitakeppni 3. deildar í knattspyrnu hófst um síðustu helgi og urðu úrslit leikja þessi. I A-riðli. HSV sigraði Sindra 4—0. Sæmundur og Elís Víglundssynir skoruðu tvö mörk hvor fyrir lið sitt. HSÞ-b tapaði fyrir Njarðvík 1—2. Þórður Karlsson og Haukur Jóhannsson skoruðu fyrir Njarð- vík. Mark HSÞ skoraði Ari Hall- grímsson. í B-riðli sigraði Iið KS lið Grindavíkur örugglega 3—0. Mörk Siglfirðinga skoruðu Ivar Geirsson, Björn Ingimarsson og Þorgeir Reynisson. Danicl Einarsson hefur skorað 25 mörk í sumar með Víði, Garðin- um. LjÓMm. Arnór. Elnkunnagjöfin Lið ÍA KA: Lið KR: Bjarni Sigurðsson G Aðalsteinn Jóhannsson 7 Stefán Jóhannsson Guðjón Þórðarson G Eyjólfur Ágústsson 7 Atli Þór Héðinsson Sigurður Lárusson 7 Guðjón Guðjónsson G Börkur Ingvarsson Sigurður Ilalldórsson G Ilaraldur Ilaraldsson 7 Elías Guðmundsson Jón Alfreðsson 7 Erlingur Kristjánsson G Guðjón B. Hilmarsson Árni Sveinsson 7 Gunnar Gislason 7 Jósteinn Einarsson Gunnar Jónsson 7 Elmar Geirsson G Óskar Ingimundarson Guðbjörn Tryggvason G Áshjörn Björnsson 5 Ottó Guðmundsson Kristján Olgeirsson 7 Hinrik Þórhallsson 5 Sigurður Indriðason Sigþór Ómarsson 7 Jóhann Jakobsson G Sigurður Pétursson Jón Áskelsson G Gunnar Blöndal G Ilelgi Þorbjörnsson Lið K>rs: Víkinjíur: Lið Fram: Eiríkur Eiríksson G Sigurjón Elíasson 7 Guðmundur Baldursson Árni Stefánsson G Ragnar Gíslason G Ágúst Ilauksson Magnús Helgason G Magnús Þorvaldsson 7 Marteinn Geirsson Sigurbjörn Viðarsson 5 Þórður Marelsson 7 Gunnar Guðmundsson Þórarinn Jóhannsson 5 Ilelgi Ilelgason 8 Sverrir Einarsson Orn Guðmundsson G Jóhannes Bárðarson 7 Pétur Ormslev Nói Björnsson 5 Sverrir Ilerbertsson G Viðar Þorkelsson Guðjón Guðmundsson G Ómar Torfason 7 (•uðmundur Steinsson Guðmundur Skarphéðinsson G Lárus Guðmundsson G Trausti Haraldsson Jón Marinósson 5 Gunnlaugur Kristfinnsson G Ilafþór Sveinjónsson Jónas Róbertsson G Heimir Karlsson 7 Ilalldór Arason llilmar Baldvinsson (vm) 5 Jóhann Þorvarðarson (vm) G Óskar Gunnarsson (vm) 5 G G G 5 6 5 5 7 5 7 5 G 7 G 5 G G G 5 G • Magnús Þorvaldsson skorar sitt fyrsta mark í 1. dcild. Aðalsteinn markvörður kom engum vörnum við. Þctta reyndist vera sigurmark Vikings. Ljósm. Mbl. SS. Fyrsta mark Magnúsar tryggði Víkingi sigur „ÞAÐ var stórkustleg tilfinning að skora þetta mark,“ sagði Magnús Þorvaldsson fyrirliði Víkings eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn KA á grasvellinum á Akureyri á sunnudagskvöldið. Magnús hafði svo sannarlega ástæðu til að gleðjast, þetta var hans fyrsta mark í 1. deild og reyndar hefur hann aðeins skorað eitt annað mark á 14 ára keppnisferli. Það var í Reykjavikurmótinu fyrir allmörgum árum. Lokatölur leiksins á Akureyri urðu 2:1, verðskuldaður sigur forystuliðsins i deildinni. Reyndar má segja að KA hafi verið meira með knöttinn úti á vellinum en liðinu tókst að skapa sér sárafá tækifæri. Hins vegar voru Vikingarnir mjög beittir og þeir áttu fallegri og hættulegri sóknarlotur. KA - Víkingur 1-2 Veður var afbragðsgott á Akur- eyri á sunnudagskvöldið, logn og hlýindi. Rignt hafði skömmu fyrir leikinn og var völlurinn því blaut- ur og háll og leikurinn opnari fyrir bragðið. Á 1700. manns voru á vellinum, metaðsókn í 1. deild í sumar. KA-menn höfðu undirbúið leikinn vel, flugvél dreifði sælgæti til þeirra yngstu, hjólreiðakynn- ing var, happdrætti og fleira var gert til að skapa stemmningu. Góð byrjun hjá Sverri Fyrstu mínútur leiksins voru tíðindalitlar, liðin þreifuðu fyrir sér og sótt var á báða bóga. En á 10. mínútu náðu Víkingar skyndi- sókn, mjög vel útfærðri, sem endaði með marki. Lárus náði knettinum og sendi hann út til hægri á Þórð Marelsson. Þórður brunaði upp völlinn og gaf mjög góða sendingu fyrir markið á Sverri Herbertsson, sem renndi boltanum léttilega í markið. Góð byrjun hjá Sverri, sem þarna lék sinn fyrsta leik með Víkingi eftir félagaskiptin úr KR. Eftir markið sóttu leikmenn KA meira en þeir komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn Víkings. Gunnar Gíslason skallaði yfir af stuttu færi á 11. mínútu og Hinrik Þórhallsson skallaði ofan á þverslá á 38. mínútu. Þar með eru talin tækifæri KA í hálfleiknum. Fyrsta mark Magnúsar Upphafsmínútur fyrri hálfleiks voru fremur tíðindalitlar eða allt þar til að Magnús skoraði mark sitt á 12. mínútu. Þá braut Erling- ur á Lárusi rétt utan vítateigs og aukaspyrna réttilega dæmd. Leik- menn KA stilltu sér upp í varn- arvegg og hafa eflaust búist við skoti utan af velli. Gunnlaugur hljóp að boltanum en stökk yfir hann, Heimir fylgdi fast á eftir og þóttist líka ætla að skjóta. En þess í stað renndi hann boltanum framhjá varnarveggnum og þar kom Magnús á fullri ferð og skoraði framhjá Aðalsteini með föstu og hnitmiðuðu skoti. Eftir markið drógu Víkingarnir sig aftar á völlinn og gáfu KA eftir miðjuna. En sem fyrr komust KA-menn lítt áleiðis gegn sterkri vörn Víkings og fyrir aftan vörn- ina var Sigurjón markvörður mjög öruggur, hans bezti leikur með Víkingi. Víkingarnir reyndu skyndisóknir og fengu þá mörg góð tækifæri en brást bogalistin. Þannig komst Lárus Guðmunds- son einn í gegn á 13. mínútu en Aðalsteinn varði skot hans glæsi- lega með úthlaupi. Sami leikmað- ur komst í dauðafæri á 37. mínútu sh. eftir laglegan samleik við Þórð Marelsson og aftur skaut Lárus beint á Aðalstein. Á 35. minútu átti Heimir Karlsson þrumuskot að marki KA en Eyjólfur Ágústs- son bjargaði á línu. KA fékk gott tækifæri á 18. mínútu en Gunnar Gíslason skaut þá yfir. Sami leikmaður átti góðan skalla á markið á 27. mínútu en Sigurjón varði með tilþrifum. Á 90. mínútu leiksins dró veru- lega til tíðinda. Þá var aukaspyrna dæmd á Helga Helgason út við endamörk. Elmar framkvæmdi spyrnuna og gaf góða sendingu að stönginni fjær þar sem Jóhann Jakobsson var óvaldaður og skall- aði laglega í markið. Víkingarnir byrjuðu leikinn en Kjartani Ólafssyni dómara fannst sem þeir færu full rólega og hann sýndi Heimi Karlssyni gula spjaldið fyrir töf. Rétt á eftir fékk Gunn- laugur Kristfinnsson að sjá gula spjaldið. Kjartan dómari bætti fjórum mínútum við venjulegan leiktíma og voru þær mínútur æsispennandi. KA-menn gerðu harða hríð að marki Víkings en Víkingarnir vörðust grimmt. Litlu munaði að KA tækist að jafna einni mínútu fyrir leikslok þegar Gunnar Gíslason átti þrumuskot á markið en Sigurjóm varði stór- glæsilega. Má með sanni segja að hann hafi þarna bjargað báðum stigunum í höfn, því skömmu síðar flautaði Kjartan leikinn af. Liðin Eins og fyrr sagði var sigur Víkings verðskuldaður. Liðið barðist feikna vel og á útivelli var áherslan lögð á góða vörn og skyndisóknir. Sigurjón var mjög Upplögð marktækifæri fóru forgörðum - KR og Fram gerðu markalaust jafntefli KR OG FRAM gerðu markalaust jafntefli i 1. deildinni i knatt- spyrnu í gærkvöldi. Má segja að það hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. Bæði liðin áttu stórgóð marktækifæri en leikmenn náðu ekki að nýta marktækifæri sin. Lið KR hefur nú náð sér i þrjú stig i síðustu tveimur ieikjum sínum undir stjórn Guðmundar Péturssonar, og allt bendir til þess að liðið ætli að halda sæti sinu i deildinni. Slakur fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikur var frekar slak- ur í leik liðanna. Leikmönnum beggja liða gekk afar illa að byggja upp samleik. Allar spyrnur voru frekar tilviljanakenndar og mikið var um þóf á miðju vallar- ins. Marktækifæri fyrri hálfleiks- ins voru sárafá. Varla nema tvö góð færi og átti Fram þau bæði. Á 31. mínútu nikkaði Viðar Þor- kelsson knöttinn laglega út til Halldórs Bragasonar sem var óvaldaður á markteig. Halldór tók knöttinn viðstöðulaust en þrumu- skot hans fór hátt yfir. Halldór átti líka upplagt tækifæri til að skora rétt áður en flautað var til leikhlés. En sem áður mistókst honum að skora. Halldór komst í gegn og skaut af stuttu færi. Skotið var laust og fór beint í Stefán markvörð. Lið Fram sótti öllu meira í fyrri hálfleiknum en sýndi ekki neina snilldartakta. Vörn KR var vel á verði og tók vel á móti framlínumönnum Fram. Lifnaði yfir leiknum er líða tók á Heldur lifnaði yfir leiknum er líða tók á síðari hálfleikinn. Leik- menn KR voru þá mjög baráttu- góður í markinu og þeir Helgi Helgason og Jóhannes Bárðarson mjög traustir miðverðir. Magnús Þorvaldsson hafði góð tök á Elm- ari Geirssyni, hinum hættulega útherja KA-liðsins. Á miðjunni voru þeir Ómar Torfason, Þórður Marelsson og Heimir Karlsson traustir, en Heimir var greinilega uppgefinn í lokin. í framlínunni gerði Lárus Guðmundsson margt laglega en það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir hann og þjálfarann hve honum gengur illa að nýta dauðafærin. Sverrir Her- bertsson á örugglega eftir að styrkja Víkingsliðið, þótt ekki hafi hann verið áberandi í þessum leik. Þetta var ekki dagur KA. Liðið var mikið með boltann en tókst erfiðlega að skapa sér tækifæri. Aðalsteinn markvörður var traustur og verður ekki sakaður um mörkin. Haraldur Haraldsson átti góðan leik í vörninni og sömuleiðis Eyjólfur Ágústsson. Gunnar Gíslason var sterkastur tengiliðanna og atkvæðamestur við mark Víkings. Jóhann Jak- obsson tók spretti en hvarf þess á milli. Framlínan var dauf. Dómari var Kjartan Ólafsson. Hann hafði lengst af góð tök á leiknum, en missti þráðinn undir lokin, þegar hitna fór í kolunum. í STUTTU MÁLI: Islandsmótið 1. deild, Akureyr- arvöllur 16. ágúst, KA — Víkingur 1:2(1:0). Mark KA: Jóhann Jakobsson á 90. mínútu. Mörk Víkings: Sverrir Her- bertsson á 16. mínútu og Magnús Þorvaldsson á 57. mínútu. Gul spjöld: Ragnar Gíslason, Heimir Karlsson og Gunnlaugur Kristfinnsson, allir úr Víkingi. Áhorfendur: Rúmlega 1600. SS. glaðir og gerðu oft mikinn usla í vörn Fram. Átti lið KR öllu hættulegri marktækifæri í síðari hálfleiknum. Leikur Fram var ekki nægilega beittur, og varn- armenn KR voru mjög fljótir á knöttinn og fengu leikmenn Fram því lítinn tíma til að byggja upp sóknir sínar. Nokkur harka var í leiknum og fengu fjórir leikmenn að sjá gula spjaldið. Á 63. mínútu komst Atli Þór einn í gegnum vörn Fram, brunaði upp kantinn. Trausti Haraldsson brá á það ráð að rífa í Atla til að stöðva hann. Það tókst. Ljótt brot, Óli Olsen dæmdi aðeins aukaspyrnu og Trausti fékk ekki einu sinni gula spjaldið. Þar slapp hann vel. Fram slapp fyrir horn á 72. mínútu. Helgi Þorbjörnsson var í opnu færi á markteig, en mistókst illilega. Laust skot hans fór beint á Guðmund markvörð. Fram átti líka sín tækifæri. Það besta og hættulegasta kom á 82. mínútu. Halldór Arason gaf vel fyrir á Pétur sem skallaði í stöng. Rétt fyrir leikslok átti Óskar Ingi- mundarson þrumuskot af stuttu færi sem fór rétt framhjá marki Fram. Áhorfendur risu úr sætum af spenningi, svo nærri því var Óskar að skora. Baldvin Elíasson sem hafði komið inná sem vara- maður hjá Fram átti líka gott skot en framhjá á síðustu mínútu leiksins. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Laugardalsvöllur. KR— Fram 0—0. Gul spjöld: Viðar Þorkelsson Fram. Sigurður Indriðason KR, Atli Þór Héðinsson KR og Sigurð- ur Pétursson KR. Áhorfendur voru 1270. Dómari var Óli Olsen og frekar voru honum mislagðar hendur í dómgæslu sinni að þessu sinni. — ÞR. Ragnar skoraði þrennu er ÍBK sigraði Þrótt • Ragnar Margeirsson skoraði þrennu í leiknum í gærkvöldi. KEFLAVÍK sigraði Þrótt Reykjavik 3—0 i 2. deild i gærkvoldi. Ragnar Margeirsson var hetja Keflvikinga, skoraði öll mörkin. Lið Keflavíkur var hetra iiðið á vellinum og sigraði verð- skuldað í leiknum. Þróttur átti varla hættuleg marktækifæri i leiknum. Leikmenn ÍBK áttu fjöldann allan af góðum tækifærum í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora fyrr en á 43. mínútu. Markamínút- unni miklu. Óli Þór gaf þá vel fyrir markið á Ragnar Margeirs- son sem náði að skjóta góðu skoti frá markteig og skora laglega. Um algjöra einstefnu var að ræða í síðari hálfleik hjá liði IBK. Þróttur fékk til dæmis sitt fyrsta horn á 68. mínútu leiksins. Annað markið koma á 69. mínútu. Enn voru þar Óli Þór og Ragnar að veki. Óli Þór lék laglega á þrjá Þróttara og gaf síðan vel fyrir á Ragnar sem skoraði af öryggi. Á 75. mínútu átti Steinar Jóhanns- son glæsilegt skot, en markvörður Þóttar Guðmundur Erlingsson varði skotið meistaralega vel. Á 85. mínútu innsiglaði Ragnar sigur ÍBK. Ragnar var felldur inn í vítateig af markverði Þróttar sem kastaði sér fyrir fætur hans er hann var í dauðafæri. Ragnar skoraði glæsilega úr vítinu. Skot hans var alveg samskeytunum. Bestu menn ÍBK voru Ragnar, Einar Ásbjörn, Kári Gunnlaugs- son og Óli Þór. Hjá Þrótti var Daði Harðarson bestur. Markv- örður Þróttar stóð sig ágætlega og verður ekki sakaður um mörkin í leiknum. Kjartan Tómasson dæmdi leikinn af mikilli prýði. Vigdís/þr. Staðan í 2. deild Urslit í leikjum 2. deildar: ÍBK - Þróttur R 3-0 ísafjörður — Reynir 3 — 1 Haukar — Þróttur N 2—2 Völsungur — Skallagr. 1—3 stig Keflavík 11 10 2 2 27-8 22 ísafjörður 14 9 3 2 22-12 21 Þróttur R 14 G 5 3 15-8 Völsungur 11 5 5 4 19 Reynir Fylkir Skalla-Gr. Þróttur N Selfoss Haukar 14 13 11 14 13 14 17 17 15 > 5 4 15-13 15 1 3 G 12—14 11 15-17 11 13-20 10 7—1G 9 13-33 7 1 3 7 3 17 3 3 7 1 5 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.