Morgunblaðið - 18.08.1981, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. AGUST 1981
Styrkjum huglægt aíl þjóð-
arinnar, þjóðarvitundina
eftir Sturlu Sighvatsson
Þeirri spurningu er varpað fram
oft nú á dögum hvort nokkurn tíma
verði hægt að finna lausn á vanda-
málum mannkyns og stýra því á
eðlilega braut farsældar og fram-
fara þar sem hver einstaklingur
hefur hlutverki að gegna fyrir
samfélagið og hlýtur jafnframt and-
lega sem veraldlega fyllingu af
vinnu sinni. Fjölmennar alþjóðlegar
ráðstefnur eru haldnar um vanda-
mál heimsins. Leitað er hugmynda
um hvað skuli til bragðs taka.
Hæfustu sérfræðingar landanna
fjalla um og skilgreina vandamálin
og skýra stjórnvöldum frá. En þrátt
fyrir góðan vilja og þótt beitt sé
allri þekkingu sem nútíma vísindi
búa yfir til að leysa vandann, verður
niðurstaða sérfræðinga, stjórnvalda
og virtra stofnana jafnan á þá lund
að horfur í alþjóðamálum séu langt
frá því að vera góðar. Til dæmis er
nefnt hið svonefnda offjölgunar-
vandamál í ríkjum þróunarland-
anna og þeir erfiðleikar sem af því
stafi séu svo miklir að enginn fái
þar rönd við reist. Vatnsból og
útvegun vatns fari að verða mikið
vandamál. Samanþjöppun land-
verkafóiks og smábænda í borgir og
ofsahraði í vexti þeirra verði til þess
að engu skipulagi sé hægt að koma
þar við. Borgirnar í löndum hins
svokallaða þriðja heims muni all-
margar telja yfir 20 milljónir íbúa
eftir nokkur ár og engu venjulegu
borgarlífi verði þar við komið.
Menntun verði í molum og þar af
leiðandi mikil fáviska ríkjandi.
Skortur verði á heilsugæslu og
glæpir og afbrot verði daglegir
viðburðir.
Mannkynið virðist standa mátt-
vana gagnvart þessari þróun eins og
um væri að ræða óviðráðanlegt
náttúruafl sem fer sínu fram hvað
sem menn segja eða reyna að gera.
Augljós og vaxandi togstreita
milli risaveldanna um áhrif og völd
í ríkjum þriðja heimsins annars
vegar og vanmáttur þróunarland-
anna til að verjast ágangi hins
vegar mun enn auka hættu á
styrjöldum og skapa mikla spennu í
iðnrikjunum. Með sífellt fullkomn-
ari og hraðvirkari samgöngu- og
samskiptatækni verður heimurinn,
jörðin, í vissum skilningi smærri og
smærri. Hagsmunir ríkja og fyrir-
tækja einskorðast ekki lengur við
eftir Bjama Guðj&nssov
Fæðingarerfiðleikar Stálfélags-
ins hf. hafa verið langir og ekki án
sárra vonbrigða þeirra fáu
áhugamanna um stofnun þess árið
1970 en svo fór, að í nóvember
sama ár tókst þessum
áhugamönnum að boða til hlut-
hafafundar um stofnun félagsins
og gerðust þá rúmlega 60 manns
hluthafar á þessum fundi. Auðvit-
að var hiutafjárframlag þessara
60 hluthafa mismunandi, í flestum
tilfellum lítið að magni, en nóg til
að halda áfram baráttunni fyrir
að koma félaginu á fót, löglega
skráðu sem „Stálfélagið hf.“ Þetta
var í þá daga stór áfangi viðkom-
andi áhugamanna um málið og
lofaði góðu um arðvænlegan og
farsælan rekstur félagsins.
Stjórnendur Stálfélagsins hf.
gerðu sér þá vonir um, að Iðn-
þróunarsjóðurinn væri ekki ólík-
legur til að fjármagna með lánum
á raunhæfum vöxtum þeirra tíma,
1970, og sanngjörnum tímatak-
mörkunum lánsins, svo að Stálfé-
lagið gæti þá reist verksmiðju til
afkasta á 12 til 15 þúsund smálest-
um af steypustyrktarjárni. Þessa
hugmynd féllst stjórn Iðnþróun-
arsjóðsins ekki á, en vil ég ekki
hér nefna nöfn þeirra manna er þá
ákveðin lönd eða svæði jarðkringl-
unnar heldur samtvinnast þau og
fléttast inn í hvert annað svo að
hagsmunanet þjóðanna er orðin ein
heild þar sem hagsæld eins er um
leið beinn ávinningur allra hinna.
Nauðsynlegt er að jgera sér þetta
ljóst og að okkur Islendingum er
ekkert lengur óviðkomandi sem ger-
ist á jörðinni.
Skipulaií náttúrunnar
Við náttúruskoðun verða menn
fljótlega varir við að í náttúrunni
ómengaðri fer lítið fyrir ringulreið
eða skipulagsleysi. Sem dæmi má
taka að reikistjörnur rekast ekki
hver á aðra á þeim brautum sem
þær hreyfast eftir. Ótrúleg ná-
kvæmni og skipulag er fyrir hendi í
snúningi elektrónu í kringum
kjarna atóms. Einnig í jurtaríkinu
er auðvelt að sjá að skipulag er alls
ráðandi. Jurtir vaxa og dafna hver
eftir sínum lögmálum á samræmd-
an máta og hvert blóm sem springur
út gerir svo af aðdáunarlegu sam-
ræmi.
Nútímavísindi, einkum eðlisfræði,
eru komin langt með að skilgreina
uppruna og orsakir tilverunnar.
Samkvæmt skammtafræði eðlis-
fræðinnar býr óhreyfanlegt og ótak-
markað svið orku að baki hverri
hreyfingu. Þetta svið er grundvöllur
og uppruni alls lífs eins og við
þekkjum það. Orkusviðið nefna eðl-
isfræðingar tómasvið efnis. Orka
þess er ómælanleg, það er óbreytan-
legt, verður eins eftir milljarða ára
og það er í dag. Það er einnig gætt
óendanlegu skipulagi, röð og reglu.
Orkusviðið samhæfir og samtengir
allar hreyfingar, hvort heldur
hreyfingar atóma, reikistjarna eða
vetrarbrauta. Tómasvið efnis er því
aðsetur óendanlegrar orku og
greindar.
Hagnýting orkusviðsins
Fyrst tómasvið efnis er óendan-
legt að orku og greind væri freist-
andi að athuga hvort maðurinn geti
ekki notfært sér það sjálfum sér og
samfélaginu til framdráttar. Ef
hægt væri að kyrra hugann og fá
fram ástand minnstu hræringar eða
örvunar í hugarstarfseminni, myndi
hugur einstaklingsins renna saman
við þetta orkusvið og sú greind og
orka sem þar er til staðar seytlaðist
inn í vitund og tilfinningalíf manns-
ins, hann yrði gæddur aukinni
greind og orku. Þegar greind
mannsins vex verða honum á færri
voru í stjórn sjóðsins, en undirrit-
aður vill láta þá skoðun sína í Ijósi
staðreynda, að neitun stjórnar
sjóðsins um lánafyrirgreiðslu hafi
verið röng og þjóðfélaginu öllu til
skaða og lítt bætanlegs tjóns.
Þessir „múlasnar" þáverandi
stjórnar Iðnþróunarsjóðsins eiga
því litlar þakkir skildar af ís-
lensku þjóðfélagi.
Við áhugamenn um stálbræðslu
á íslandi álítum, að nú þegar þurfi
að hrinda þessu máli í fram-
kvæmd, „oft er j)örf en nú er
nauðsyn". Allir Islendingar, fá-
tækir eða ríkir, erga að gerast
hluthafar. Það á að vera eins og er
Eimskipafélag íslands var stofn-
að, er stór hluti þjóðarinnar gerð-
ist hluthafi í félaginu, að nú eiga
íslendingar að gerast hluthafar í
Stálfélaginu hf. og sjá það vaxa og
verða endanlega til blessunar
fyrir þjóðina í heild, ríka sem
fátæka.
Við eigum að vera sjálfum
okkur holl og traust í trú á betri
framtíð, búa í haginn fyrir eftir-
komandi kynslóðir okkar. Kæru
landar, hugsið um að efla atvinnu-
vegina í okkar dásamlega ætt-
landi. Hjálpið okkur til að koma
Stálfélaginu hf. á starfrækjan-
legan grundvöll, til hagsbóta fyrir
allt þjóðfélagið okkar. Gerist hlut-
hafar strax. Ekki er hægt að enda
„Svo tryggt sé að
heimsvitund verði sem
fyrst gædd því sam-
ræmi sem nauðsynlegt
er til að þjóðirnar
leysi vandamál sín á
farsælan máta, hefur
verið stofnuð Heims-
stjórn tímaskeiðs upp-
ljómunar.“
mistök. Samskipti hans við annað
fólk einkennist af skilningi, réttu
mati á aðstæðum og hæfileika til að
skynja mismunandi blæbrigði
þeirra og bregðast við á jákvæðan
hátt svo að til heilla og framfara
horfi hverju sinni.
Hugur manns og héili er hin
mesta völundarsmíð og nákvæmni í
starfsemi hans verður að vera mikil
til þess að viðkomandi einstaklingur
skynji og geti hagnýtt sér þau
tækifæri sem umhverfið hefur upp á
að bióða.
Þjóðarvitund
Eitt helsta einkenni tómasviðs
efnis er ástand óendanlegra sam-
tengsla. Allir hlutir og fyrirbæri eru
í óendanlega nánum tengslum innan
þess. Fíngert tilfinninga- og vits-
munalíf einstaklingsins tengist þar
hugarstarfi annarra einnig miklu
nánar heldur en líkamleg nálægð
eða fjarlægð manna gefur til kynna.
Hver þjóð á sér sameiginlega fiugs-
un sem við getum nefnt þjöðarvit-
und. Þjóöarvitund stýrir í reynd
þjóðinniJéfe skapar henni örlög.
Mjög ei—því mikilvægt að gæði
þjóðarvitUndar, hinnar sameigin-
legu og samtengdu hugsunar, séu
sem mest á hverjum tíma. Þjóðar-
vitund verður að búa yfir samræmi,
auðlegð andans og greind í ríkum
mæli. Hver einstaklingur leggur sitt
af mörkum til þjóðarvitundar og
hún fyrir sitt leyti styrkir einstakl-
inginn og/eða dregur hann niður,
eflir eða rýrir framfarir hans, allt
eftir því hve mikil gæði ríkja í
þjóðarvitundinni.
Ríkisstjórn. saklaus
spegill þjóðarvitundar
Einstaklingur hegðar sér í sam-
ræmi við það atgervi sem innra með
Bjarni Guðjónsson
grein þessa án þess að gera grein
fyrir „hælkrókum“ og fyrirgreiðsl-
um fyrrverandi og núverandi rík-
isstjórna. Um fyrrverandi ríkis-
stjórnir er Stálfélagið þurfti að
sækjast eftir skilningi og sam-
vinnu þessara ríkisstjórna, er að
mínum dómi lítið sem ekkert, sem
við Stálfélagsmenn höfum að
þakka fyrir, þeirra undirtektir
voru flestar neikvæðar, vegna
skilningsleysis á málinu. Núver-
honum býr. Athæfi hans og hátta-
lag í stóru sem smáu er ávallt í réttu
hlutfalli við hugsana- og tilfinn-
ingalíf hans. Þessu er nákvæmlega
eins farið um stjórnvöld. Ríkis-
stjórn lands, sem mótar og stýrir
athöfnum þjóðar, er ávallt í störfum
sínum hrein endurspeglun þjóðar-
vitundar. Því er grundvallaratriði
að styrkja þjóðarvitund. Aðeins með
því næst varanlegur árangur við
lausn vandamála.
Ilcimsvitund
Svo sem einstaklingurinn leggur
sitt til þjóðarvitundar með hugs-
analífi sínu, leggur hver þjóð með
þjóðarvitund sinni skerf til mynd-
unar og viðhalds heimsvitundar. Ef
heimsvitund er styrk, verður þjóð-
arvitund hvarvetna styrk. Árangur
stjórnvalda er ávallt kominn undir
því, að uppspretta ákvarðana þeirra
sé samræmd og búi yfir miklum
gæðum. Skylt er þjóðinni að leggja
rækt við þessa uppsprettu, við
huglægt afl sitt, og þá um leið við
andlega auðlegð mannkyns, heims-
vitundina, svo að ákvarðanir og
athafnir einstaklinga og stjórnvalda
verði réttar og uppbyggjandi. Rétt-
ar ákvarðanir nú afstýra því að
þjóðin rati í ógöngur og vanda í
náinni framtíð.
Tækni vitundar
Með Innhverfri íhugun, sem er
tækni vitundar, er beinlínis hægt að
hafa áhrif á þjóðarvitund. Með
notkun íhugunartækninnar kyrrist
hugurinn og hann rennur að lokum
saman við tómasvið efnis sem einn-
ig er nefnt svið minnstu örvunar.
Hugur iðkandans verður skýr,
greindin meiri og framlag hans til
þjóðarvitundar eykst eftir því sem
hann sjálfur kynnist betur eigin-
leikum orku og greindar sviðsins og
þeirri þekkingu sem við það er
bundið.
Komið hefur í ljós við tölfræði-
legar athuganir, að ef aðeins 1%
íbúa borgar eða samfélags iðkar
Innhverfa ihugun, fækkar afbrotum
og glæpum um allt að 15—20%.
Mikil tíðni afbrota eða glæpa er
merki um ringulreið, skort á greind
og samræmi. Spenna í heimsmálum
undanfarnar vikur, mánuði og ár
ber vott um að heimsvitundin er
ekki enn nógu rík af samræmi og
greind.
Vedísk vísindi
Vedísk vísindi eru ný en þó gömul
vísindagrein, sem fjallar um mögu-
leika mannsins til þroska, framfara
og lífs án vandamála eða mistaka.
Vedísk vísindi eru vísindi um Veda,
vísindi tærrar greindar. Þau tengja
mannlega greind alheimslegri
greind náttúrulögmálanna og eyða
þannig öllum veikleika mannsins.
Bandalag við náttúrulögmálin, eins
andi ríkisstjórn hefur verið okkur
vinsamleg og full af fyrirgreiðslu-
áhuga. Á ég þar sérstaklega við
okkar núverandi iðnaðarráðherra,
sem alltaf hefur sýnt velvilja og
skilning á öllum okkar vandamál-
um. Ég hefi það á tilfinningunni,
að hann vilji okkur í Stálfélaginu
allt gott, góðan framgang fyrir-
ætlana okkar til heilla fyrir land
og þjóð. Hann er eini iðnaðarráð-
herrann, sem skilið hefur til fulls
hvað Stálfélagið hf. getur orðið
þýðingarmikið fyrir íslenskt at-
vinnulíf, gjaldeyrissparnað,
hreint umhverfi í sveitum, bæjum
og borgum landsins. Síðast en ekki
síst, að öll þjóðin standi sameinuð,
að hagsmunamálum okkar sam-
tíðar og komandi kynslóða.
Ég geri ráð fyrir, að flestir
þjóðfélagsþegnar viti nú, að Al-
þingi samþykkti, að ég held með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða,
að ríkið gerðist hluthafi með
framlagi 40% af heildarmagni
hlutafjár félagsins. Frumvarp um
þetta mál var borið upp á Alþingi
rétt fyrir þingslit sl. maí af
núverandi ríkisstjórn og er gleði-
legt til þess að vita, að frumvarp
þetta fékk svo einróma samþykki
á Alþingi og þar með þingheimur
samþykkur stofnun félagsins og
að ríkinu bæri að vera virkur
hluthafi og meðstjórnandi í
rekstri þess.
Þetta álít ég, að sé mjög athygl-
isvert fyrir alla þá er vilja gerast
hluthafar í Stálfélaginu hf., því
Iðnaðarráðuneytið aflaði mjög
nákvæma upplýsinga um mögu-
leika arðvænleg reksturs félagsins
og áleit Alþingi þær raunhæfar og
Sturla Sighvatsson
og Vedísk vísindi skýra frá, leiða af
sér uppljómun einstakiingsins og
samræmingu til handa samfélaginu.
Heilbrigt þjóðfélag skapast og sam-
stilling ríkir í fjölskyldu þjóðanna.
Ileimsstjórn tíma-
skeiðs uppljómunar
Svo tryggt sé, að heimsvitund
verði sem fyrst gædd því samræmi,
sem nauðsynlegt er til að þjóðirnar
leysi vandamál sín á farsælan máta,
hefur verið stofnuð Heimsstjórn
tímaskeiðs uppljómunar. Heims-
stjórnin hefur ekkert veraldlegt
yfirráðasvæði. Starfsvettvangur
hennar er svið vitundar og takmark
hennar er að kenna sem flestum
Vedísk vísindi og hagnýtan þátt
þeirra, Innhverfa íhugun og Inn-
hverf íhugun — Sidhi-kerfið. Með
iðkun þessarar íhugunaraðferðar
skapast öldur samstillingar og sam-
ræmis í hugsana- og tilfinningalífi
alls mannkyns. Stríð eru í raun
ekkert annað en framrás eða gos
vanstilltra tilfinninga mannkyns
eða hluta þess, og eins og segir í
einni af stofnyfirlýsingum Samein-
uðu þjóðanna, eru stríð háð í hugum
mannanna. Öll stríð hefjast á hug-
læga sviðinu, á sama hátt og
athafnir mannsins yfirleitt. Smið-
urinn verður að hugsa áður en hann
smíðar, tónskáldið áður en það
semur tónverk sín, sömuleiðis mál-
arinn, arkitektinn, verkfræðingur-
inn og stjórnmálamaðurinn.
Huglægt svið mannkyns, heims-
vitund, hefur til þessa verið allt of
lítill gaumur gefinn. Of lítið hefur
verið hugsað að þeim möguleikum
sem opnast ef rétt aðferð eða tækni
er notuð til að auðga heimsvitund-
ina og vökva ef svo mætti segja með
áhrifum frá sviði minnstu örvunar
vitundar. Heimsstjórnin hefur það
markmið eitt að styrkja tilfinn-
ingalíf sem flestra og gefa hverjum
manni og hverri þjóð tækifæri að
nýta atgervi sitt til fulls, svo að
framfarir og lífsfylling verði alls
staðar ríkjandi.
„Allir íslendingar,
fátækir eða ríkir,
eiga að gerast hlut-
hafar. Það á að vera
eins og er Eimskipa-
félag íslands var
stofnað, er stór hluti
þjóðarinnar gerðist
hluthafi í félaginu,
að nú eiga íslend-
ingar að gerast hlut-
hafar í Stálfélaginu
hf.“
samþykkti því 40% hlutafjáraðild
ríkisins að félaginu. Þetta ætti að
vera hvatning hins almenna borg-
ara, ríkum og fátækum, að gerast
hluthafi í Stálfélaginu hf. Allir
eiga að taka höndum saman og
styðja góða hugmynd, er færir
okkur öllum núlifandi og kynslóð-
um framtíðarinnar betri lífskjör
og möguleika á að verða óháðar
innflutningi þýðingarmikils efnis í
húsbyggingariðnaði okkar.
Tökum öll höndum saman.
Kaupum hlutabréf i Stálfélaginu
hf.
Reykjavik 23. júli 1981.
Bjarni Guðjónsson
Hátúni 4, Reykjavík.
Hugleiðingar um Stálfé-
lagið hf. og framtíð þess