Morgunblaðið - 18.08.1981, Side 31
r
$
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981
39
Minning:
Kristinn Ástgeirs-
son frá Miðhúsum
Fæddur G. ágúst 1894
Dáinn 31. júlí 1981
Kristinn var fæddur í Litlabæ í
Vestmannaeyjum 6. ágúst 1894 og
voru foreldrar hans hjónin Kristín
Magnúsdóttir frá Berjanesi í
Vestur-Landeyjum og Ástgeir
Guðmundsson, Ögmundssonar frá
Auraseli. Þau Litlabæjarhjón
eignuðust átta börn, þrjár dætur
og fimm syni og eru nú öll látin
nema yngsta systirin, Kristín.
Ég gat ekki fylgt frænda mínum
til grafar, en hann var jarðsung-
inn frá Landakirkju 8. ágúst sl. og
því langar mig til að minnast hans
með nokkrum orðum. Við vorum
systrasynir og alla tíð góðir vinir.
Kristinn var uppalinn hjá for-
eldrum sínum í Litlabæ til sex ára
aldurs, en þá var hann tekinn í
fóstur til hjónanna á Eystri-
Löndum, Ástríðar Einarsdóttur og
Sigurðar Jónssonar, og hjá þeim
dvaldist hann fram undir tvítugs-
aldur. Þær Ástríður á Löndum og
Kristín í Litlabæ voru systkina-
dætur.
Kristinn var ekki gamall að
árum, þegar skýrleiki hans og
næmi komu fram, en ekki naut
hann annarrar skólamenntunar
en í Barnaskóla Vestmannaeyja,
eins og flest börn sem ólust upp á
þeim tímum. Á þessum skólaárum
sínum var hann oftast hæstur í
sínum bekk og víst er, að hefði
hann alist upp á nútímanum og
notið skólamenntunar, hefði hann
orðið sannur listamaður á mörg-
um sviðum. En þá var æðsta
boðorðið í Eyjum og víðar á voru
landi að læra að vinna á sjó og
landi.
Ungur byrjaði Kristinn að róa á
sumrin á árabátum með handfæri
og reyndist þá fljótlega vel fiskinn
á það veiðarfæri eins og fleiri
hans ættmenn, faðir hans og
bræður. Öll hans manndómsár var
sjómennskan aðalstarf Kristins.
Nokkrar vetrarvertíðar reri hann
með Ólafi bróður sínum á sexær-
ingnum Gæfu. Haustið 1916 fékk
Kristinn Ólaf bróður sinn, sem
ásamt föður þeirra var helsti
bátasmiður Eyjanna, til að smíða
fyrir sig áttæring með færeysku
lagi og nefndi Kristinn bátinn
Örk. Hann var formaður með
Örkina nokkrar vetrarvertíðir
fram yfir 1920 og voru þeir
Kristinn og Ólafur í Litlabæ
síðustu formenn, sem stýrðu ára-
skipum á vetrarvertíð í Vest-
mannaeyjum. Kristni fórst for-
mennskan vel úr hendi og þótti
hann snilldargóður stjórnari, enda
átti hann ekki langt að sækja það,
því Ástgeir faðir hans þótti af-
burða góður stjórnari á áraskipa-
tímanum, en til þess þurfti mikla
útsjón, lagni og handstyrk. Árið
1929 smíðaði Ólafur mjög fallegan
og góðan trillubát fyrir Kristin,
sem hann skírði Gæfu, og var
Kristinn formaður með þennan
bát í fleiri vetrarvertíðir og fisk-
aði oft mikið, en á sumrin sótti
hann oft fugl og egg í úteyjar.
Sem dæmi um aflasæld Kristins
á Gæfu, er það í frásögur færandi,
að vertíðina 1932 var Gæfa annar
hlutahæsti bátur í Vestmannaeyj-
um, aðeins stærsti bátur Eyjaflot-
ans, Þorgeir goði, hafði nokkurra
króna hærri hlut. Þeir voru sex á,
þrír eða fjórir voru á sjónum, en
hinir beittu og frá 3. mars til 11.
apríl fiskuðu þeir á Gæfu 32
þúsund af þorski og um 18 skip-
pund af verkaðri ýsu; er þetta á að
giska 250 tonna afli á bát, sem bar
3 til 4 tonn. Þeir þrí- og fjórsóttu
marga daga og komu þá þrisvar
sama daginn með fullfermi. Þetta
var félagsútgerð og skiptu allir
jafnt, en báturinn fékk einn hlut.
Kristinn var allgóður lunda-
veiðimaður og lá um nokkur sum-
ur við í Ystakletti með bræðrum
sínum, Ólafi og Valdimar, ásamt
fleiri veiðimönnum, einnig var
hann þar við fýlatekju.
Kristinn var lögskipaður vigtar-
maður frá árinu 1918 til 1968, er
hann hætti að geta unnið. Þessu
starfi fylgdi að vera oft um borð í
fragtskipunum, sem komu með
þungavöru til Eyja og fluttu svo
þaðan fisk og fiskafurðir. Starf
vigtarmanns var að fylgjast vel
með öllu, sem upp var skipað og
koma um borð í skipið, telja
hverja olíutunnu, sem í land fór og
hverja lýsis- og hrognatunnu, sem
kom um borð; skrifa þær og hvert
gengi, sem fór í og úr lestum
skipsins. Um borð í hverju skipi
hafði einn af áhöfninni sama
starfa og var það oftast annar
stýrimaður. Báru þeir svo saman
bækur sínar þegar vinnu lauk
hverju sinni. Kristinn gat fleytt
sér í ensku, talaði allvel norsku og
bjargaði sér í hinum norðurlanda-
málunum, svo ekki varð bagi að
við þetta starf.
Vegna heilsubilunar hætti
Kristinn sjómennsku árið 1939 og
næstu tvö árin vann hann við
ýmiss konar störf í landi. Árið
1941 varð hann vigtar- og mót-
tökumaður lifra hjá Lifrasamlagi
Vestmannaeyja og hjá því fyrir-
tæki vann hann fram til 1968, að
ellin sagði til sín og heilsa og orka
létu sig.
Á sjómannsárum sínum tók
Kristinn virkan þátt í verkalýðs-
og kjarabaráttu sjómanna, sem
var hörð á þeim árum. Hann var
einn af stofnendum Sjómannafé-
lagsins Jötuns, 24. október 1934,
og fyrsti ritari félagsins, enda
hafði hann fagra rithönd og var
vel ritfær. Kristinn var á efri
árum heiðursfélagi Jötuns.
Kristinn á Miðhúsum var, sem
fleiri ættmenn hans, listhneigður.
Með nokkrum rétti má segja, að
hann hafi verið fæddur leikari og
málari, og hefði hann lagt rækt
við þessar gáfur sínar strax á
unga aldri, hefði hann eflaust náð
langt. Hann var söngvinn og hinn
mesti grínisti á yngri árum og
fram eftir ævi. Kristinn mun hafa
verið hagmæltur en flíkaði því lítt.
Lund hans var hrifnæm og heit
sem listamannsins.
Hér skal stuttlega vikið að
merku starfi Kristins Ástgeirs-
sonar og tillagi hans til leiklistar-
lífs í Vestmannaeyjum, en þegar
litið er yfir farinn veg og sagan
skoðuð í ljósi nútímans, er næsta
ótrúlegt, hvað sjómenn og margir
erfiðisvinnumenn í Vestmanna-
eyjum lögðu fram til menningar-
starfa á þessum árum.
Haustið 1921 var mikið fjör í
leiklistarlífi Vestmannaeyinga og
stuttu eftir áramótin, í ársbyrjun
1922, voru tvö leikrit á fjölunum í
Eyjum. Apakötturinn var leikinn í
gamla Gúttó, en í Nýjabíói við
Vestmannabraut Skugga-Sveinn;
og lék Jóel á Sælundi aðalhlut-
verkið, Skugga-Svein, en Guðjón á
Oddsstöðum Lárentsíus sýslu-
mann. Aðalhvatamenn að sýningu
Skugga-Sveins voru bræðurnir í
Litlabæ, þeir Kristinn og Valdi-
mar, og lék Valdimar Helga stúd-
ent. I drögum að Leiklistarsögu
Vestmannaeyja, sem Árni heitinn
Árnason, símritari frá Grund, tók
saman, segir Árni svo frá frammi-
stöðu Kristins: „í þetta skiptið lék
Kristinn Ástgeirsson 3 hlutverk
(Gvend smala, Hróbjart og Galdra-
Héðin), lét sér hvergi bregða og
leysti þau öll snilldarlega af hendi,
t.d. Hróbjart. Sagði fólk, að hann
Minning:
Ragna Hrafnhildur
Friðriksdóttir
Fædd 1. október 1938.
Dáin 5. febrúar 1981.
Hvr sa-1. « hve sa-1 or hver leikandi lund
en lnlaAu enaan daa fyrir siilarlaas stund.
M.J.
Alltaf þegar samferðafólk
manns kveður þetta jarðlíf setur
mann hljóðan, við erum aldrei við
því búin að mæta hinum slynga
sláttumátti þó ðll verðum að lúta
sama skapadómi. Nú þegar Ragna
er öll og hennar stundaglas út
runnið er margs að minnast,
minningarnar gerast nærgöngular
og ég býð þær velkomnar. Það er
erfitt að sætta sig við að hún sé
gengin á land feðra sinna og við
sjáum hana ekki meir, hún sem
átti svo margt ógert. En það beið
hennar annað tilverusvið, þar bíð-
ur hennar nýtt starf í nýjum
heimkynnum. Ég vissi að hún
barðist við ólæknandi sjúkdóm.
Þessi fáu kveðjuorð verða engar
ættartölur, aðeins þakkir til henn-
ar fyrir allt sem hún var, fyrir
hlýlegt viðmót og góða kynningu.
Hún var skemmtileg heim að
sækja, það fylgdi henni alltaf
einhver hressandi blær. Hún hafði
óþvingaða framkomu, kom alltaf
til dyranna eins og hún var klædd,
brosandi og glöð. í vinahópi á
góðri stund, geislaði af henni
glettnin og gamansemin. Þannig
var hún og þannig mun ég geyma
mynd hennar.
Hún bjó manni sínum og börn-
um vistlegt heimili, þau voru
henni allt. Ragna var mikil hús-
móðir, hafði fágaðan smekk og
snyrtimennska var henni í blóð
borin, þess bar heimili hennar
órækt vitni um, bæði hlýlegt og
aðlaðandi. Það er mikill sjónar-
sviftir þegar kona á góðum aldri
er hrifin í burtu, höggvið á
lífsþráðinn. Það er huggun í harmi
að nú líður henni vel í ljóssins
höllum, þar lýsir henni ljós sem
aldrei deyr. Eiginmaður, börn,
móðir og aðrir aðstandendur
geyma mynd hennar sem gimstein
í sjóði minninganna. Sumir eru
svo gæfusamir að allt er bjart í
kringum þá, þannig álít ég að líf
hennar hafi verið. Börnum sínum
var hún góð og umhyggjusöm,
velferð þeirra var henni fyrir öllu.
Nú er skarðið í vinahópnum stórt
þegar hún er ekki lengur með
okkur. Nú, að loknu dagsverki,
fagnar frelsarinn henni með fram-
rétta blessunarhönd. Hún er farin
yfir djúpið sem aðskilur heimana,
inn á land friðarins, þangað sem
strit og dagdómar þekkjast ekki.
Ragna var gift ágætis manni,
hann reyndist henni vel alla tíð.
Mikið reyndi á þol hans í hennar
þungbæru veikindum, þar sýndi
hann best sinn innri mann. Veik-
indastríð hennar varð ekki langt
en varð þeim þung raun er næst
hefði verið óviðjafnanlegur. Mér
persónulega fannst hann þó enn
betri í Smala-Gvendi."
Stuttu síðar stofnaði hópur
áhugamanna annað leikfélag í
bænum, sem var nefnt Nýja leik-
félagið. Þeir Litlabæjarbræður,
Kristinn og Valdimar, voru meðal
stofnenda og aðaldriffjaðrir fé-
lagsins. Nokkur leikrit voru færð
upp og lék Kristinn þá m.a.
aðalhlutverkið, hr. Link, hringjar-
ann frá Grená, í Nei-inu eftir
Heiberg, einnig lék hann í Manni
og konu eftir Jón Thoroddsen og
máiaði leiktjöldin ásamt Valdi-
mar. Öll þessi hlutverk fórust
honum sérstaklega vel úr hendi og
hlaut hann mikið lof gagnrýnenda
og ieikhúsgesta.
Strax í barnaskóla vöktu vel
gerðar myndir, sem Kristinn dró
upp með blýanti, athygli skóla-
systkina og kennara. Þessi mynd-
iistargáfa og hneigð blundaði síð-
an að mestu hjá honum fram á
efri ár, því að árið 1952 byrjaði
hann fyrst að mála með pensli og
litum. Þetta tómstundagaman
varð Kristr.i miki! ánægja. Hann
náði góðum árangri og leikni og
sagði síðar, að málun mynda væri
sér nærri ástríða. Árið 1970 tók
hann þátt í sýningu „alþýðumál-
ara“, sem haldin var á vegum
Alþýðusambands Islands og vöktu
myndir hans mikla athygli. Mál-
verk Kristins urðu fljótlega eftir-
sótt, en hann gaf þau flest frænd-
um og vinum. Allar voru myndir
Kristins af Eyjunum; húsum þar,
landslagi og bátum — skipum á
sjó og í nausti, en myndir hans af
gömlu áraskipunum í Hrófunum
og lendingu við Stokkhellu segja
mikla sögu. Hann málaði atvinnu-
sögu Eyjanna bæði til sjós og
henni stóðu og reyndust henni
best og umvöfðu hana ástúð og
kærleika þar til yfir lauk. Nú er
stríðinu lokið, farsælt líf á enda
runnið, minningin ein lifir. Yfir
þeim minningum er bjart. Börn
þeirra hjóna urðu fjögur. Þau eru
þessi: Rósa Björg, Ragnar Haukur,
Erna, Hans Birgir. Öll eru börnin
hér í Höfðakaupstað. Eina dóttur
eignaðist Ragna áður en hún
kynntist manni sínum, hún heitir
Málfríður. Hún býr hér í bæ.
Yngsti drengurinn kveður ástríka
móður, aðeins 10 ára gamall, það
eru snögg þáttaskil í lífi hans, sem
seint verða bætt. Ragna fæddist á
Sauðárkróki en fluttist ung
hingað og átti hér heima til
iokadægurs, hér liggja öll hennar
spor. Nú heyrist ekki lengur henn-
ar létti hlátur sem öllum kom í
létt skap. Hennar er sárt saknað
af öllum er þekktu hana, þó mest
af þeim er stóðu henni næst,
eiginmanní, 'börnum, móður og
barnabörnum og öðrum ættingj-
um. Þau hafa öll mikið misst. í
þakklátum huga mínum býr sú
fullvissa að nú þegar hún er horfin
til betri heims eigi hún góða
heimkomu í unaðssölum.
Ég bið Guð að blessa mann
hennar, börn, móður og aðra
ættingja. Hann einn mun græða
þau sár er eftir sitja.
Hafi hún þökk fyrir allt og hvíli
í friði.
Jóna G. Vilhjálmsdóttir,
Lundi. Skagaströnd.
lands að fornu og nýju og má sjá
margar þessar myndir hans á
Lista- og Byggðasafni Vestmanna-
eyja. Þar getur einnig að líta fleiri
vcrk eftir hann en málverkin. Má
þar nefna líkan af fjárrétt Eyja-
bænda, sem stóð vestan til á
Eiðinu um aidaraðir og fram yfir
1930, einnig er þar líkan eftir
hann af fiskigarði og fiskakró.
Þessi líkön gerði Kristinn úr smá
steinvölum og límdi þar saman og
er mikið snilldarhandbragð á
þessum líkönum.
Fyrstu einkasýningu sína hélt
Kristinn nærri áttræður, sumarið
1973, þegar hann ásamt öðrum
Vestmannaeyingum dvaldi hér á
fastalandinu vegna eldgossins í
Heimaey. Sýningin var á Hall-
veigarstöðum í Reykjavík og voru
alls á sýningunni 65 myndir,
olíumálverk og vatnslitamyndir;
af þeim seldi hann þá um 40
myndir. Málverkasýningin vakti
almenna athygli og þóttu margar
myndanna sérlega vel gerðar af
svo fullorðnum manni og ólærðum
í málaralist.
Kristinn var kvæntur færeyskri
konu, hét hún Jensína Nilsen frá
Kvívík á Straumey. Þau eignuðust
saman 9 drengi og eru nú 3 þeirra
á lífi; en einn son eignaðist
Kristinn áður en hann giftist.
Árið 1942 keypti Kristinn Miðhús,
sem stóð á einum fegvsta stað á
Heimaey, skammt austan við
Skansinn. Árið 1947 lést Jensína,
kona hans. Með þeim var mikið
ástríki og tregaði Kristinn hana
mjög. Hann fékk nokkru síðar
myndarlega og góða bústýru, Guð-
finnu Sigurbjörnsdóttur frá Þor-
laugargerði, sem hann mat mikils.
Hélt Kristinn áfram heimilið með
henni og sonum sínum, sem heima
voru, þar til Finna andaðist
nokkru fyrir 1970.
Að Miðhúsum var umhverfi og
útsýni sérstaklega fagurt og undi
Kristinn þarna vel hag sínum og
var ætíð kenndur við Miðhús í
seinni tíð. Hann bjó þar til ársins
1971, að sonarsonur hans keypti
húsið. Kristinn átti við heilsule.vsi
að stríða síðustu æviárin, sem
hann dvaldi á elliheimilinu
Hraunbúðum. Hann andaðist í
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn
31. júlí sl.
Guð geymi Kristin, frænda
minn.
Eyjólíur Gíslason
5 fœttur
vélritunarstóll
á hjólum
Sérstaklega stöðuíjur og
lipur vélritunarstóll með
stillanlegu baki Auðvelter
að festa arma á stólinn
Setuhæð er frá 42 - 57cm
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hvorfisqotu 33
S*™ 20560