Morgunblaðið - 18.08.1981, Side 38

Morgunblaðið - 18.08.1981, Side 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 Bakkað í þágu þroskaheftra I DAG kl. 13.00 ætlar HallKrímur Marinóssun að leggja upp í hrinj'akstur um landið ok aka hílnum afturá bak alla leiðina. IlrinKur IlallRríms er um 1560 km otí er áætlað að hann ljúki ferðinni á 11 döj;um ojf ekur hann ofujran sólarganK- Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á þeirri bifreið, sem hann notar og eru þær helstar að framljósin eru nú að aftan og afturljósin að framan en Hall- grímur ætlar ekki að nota sérstak- an speglabúnað til útsýnis. Lagt verður af stað frá af- greiðslustöð Skeljungs við Hraun- bæ og mun Skeljungur aðstoða Hallgrím á leiðinni. Þar sem aðeins verður ekið með um 20 til 25 km meðalhraða á klukkustund mun hann þurfa að gista á 11 stöðum á leiðinni en þeir eru þessir: Hvolsvöllur, Kirkjubæj- arklaustur, Höfn, Djúpivogur Eg- ilsstaðir, Reynihlíð, Akureyri, Blönduós, Staður í Hrútafirði og í Borgarnesi. Hallgrímur Marinósson bakkar hér hílnum á æfingu fyrir hring- ferðina sem hefst síðdegis i dag. Ljósm. Mhl. RAX. BAKKAÐ í ÞÁGU ÞROSKAHEFTRA Merkið sem Þroskahjálp verður með til sölu til styrktar starfsemi sinnar á meðan hringferð Hall- gríms stendur. Að undirbúningi fyrir ferðina hefur timaritið Samúel unnið ásamt Hallgrími og hefur hann einnig notið velvildar ýmissa fyrirtækja. Ágóðinn af þessari ferð mun renna óskiptur til Þroskahjálpar og mun verað ætlunin að láta fjármagn það sem safnast, bæði af ferðinni sjálfri og svo af límmiða- sölu, sem verður í gangi á meðan hringferðinni stendur, til bygg- ingu Sumardvalaheimilis fyrir þroskahefta, sem kæmu af einka- heimilum, stofnunum og úr skól- um. Þeir Eggert Jóhannesson og Jón Sævar Alfonsson, formaður og varaformaður Þroskahjálpar sögðu eitt af aðalverkefnum sam- takanna að tala fyrir þá sem ekki töluðu fyrir sig sjálfa. þ.e.a.s. fatlaða einkum þá börn. Einnig sögðu þeir að eitt mark- mið hjá þeim væri að sjá til þess t.d. að börn þyrftu ekki að yfirgefa heimili sín til þess að fá kennslu. Það leiddi oft illt af sér að líta þau frá skyldmennum og það tæki oft langan tíma fyrir þau að venjast breyttum aðstæðum og kynnast nýju fólki. Því væri nauðsynlegt að þau fengju leiðsögn heima hjá sér. Á ritstjórnarskrif8tofu „Nýs lands“ að Laugavegi 40. Ritstjórar og ábyrgðarmaður, þeir Helgi Már Arthúrsson og Vilmundur Gylfason. Helgi Már er með litla dóttur sína, Rebekku, í fanginu. Vikublaðið Nýtt land Lýðræði í verkalýðshreyfmgunni gerð rækileg skil í fyrsta tölublaði NÝTT LAND, vikublað Vilm- undar Gylfasonar og þeirra blaðamanna sem gengu af Al- þýðublaðinu með honum, er væntanlegt á hlaðsölustaði á fimmtudaginn. Helgi Már Art- húrsson er ritstjóri blaðsins ásamt Vilmundi og ábyrgða- maður. Garðar Sverrisson er blaðamaður. Þeir þrír mynda ritstjórnina. Að sögn Vilmundar er fjöldi Alþýðuflokksmanna sem stend- ur með honum i þessu ásamt óflokksbundnu fólki. Sagði Vilmundur að ýmsir einstakl- ingar borguðu útgáfu blaðsins, „ekki stórar upphæðir en við erum þeirrar skoðunar að smátt sé fagurt“, sagði Vil- mundur. „Þetta er blað utan um mál- efni, frekar heldur en þröng flokkssjónarmið og undirtitill blaðsins veriður málgagn ís- lenskrar og alþjóðlegrar jafnað- arstefnu," sagði Vilmundur. Sagði hann einnig að í fyrsta tölublaði yrði rækileg umfjöllun um lýðræði í verkalýðshreyfing- unni og nauðsyn þess, og sam- hengið á milli þess og kröfunnar um hærri laun láglaunafólks. „Við teljum," sagði Vilmundur, „að upphafið að Alþýðublaðs- deilunni megi að verulegu leyti rekja til þess að örfáir flokks- menn, verkalýðsforingjar sem sitja á fjórföldum verkamanna- launum inná skrifstofum, voru orðnir hræddir um sig og flokks- forustan hjá okkur reyndist vera heldur Iítilmótleg. Það gefur augaleið að þetta málefni mun vega mjög þungt hjá okkur á næstunni." Sagði Vilmundur að þetta yrði frekar fréttaskýringablað en beint fréttablað og sagði hann að þeir sem að þessu blaði stæðu væru búnir að fá nóg af því sem kallað væri hlutleysi og afstöðu- leysi, og þeir munu taka afstöðu, „grimma afstöðu", eins og Vil- mundur sagði. Nýtt land verður prentað í Borgarprent og verður útgefið í 25.000 eintökum. Það verður 24 síður að stærð í heldur minna broti en dagblöðin. Ritstjórnarskrifstofa Nýs lands er að Laugavegi 40 og mun nú í vikunni vera formlega skráð hlutafélagið sem stendur að út- gáfunni. Sagði vilmundur að blaðið myndi kosta 10 kr. í lausasölu, og að hann myndi vinna hluta- starf á blaðinu eftir að þingið byrjar í haust. Nafnið Nýtt land, var fyrst notað á blað þegar Héðinn Valdimarsson klauf sig úr Al- þýðuflokknum og stofnaði blað með því nafni á árunum ’37 til ’38. Síðan var það Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna gáfu út blað með nafninu Nýtt land — frjáls þjóð, þar sem „frjáls þjóð“ var undirtitill. Reykjavíkurvika hafin Sigurður Kristjánsson og Stefán Hrafnkelsson taka hér á móti viðurkenningu frá Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, formanni framkvæmda- nefndar Reykjavikurviku ’81, en þeir sigruðu í samkeppni sem haldin var milli barna i Reykjavik um gerð kynningarspjalds fyrir Reykjavíkurviku. Ljósm.: Emiii». Reykjavíkurvika hófst formloga með hátíðlegri at- höfn að Kjarvalsstöðum í ga“r að viðstöddum Gunnari Thoroddsen. forsætisráðherra, Agli Skúla Ingibergssyni, borgarstjóra. borgarfuil- trúum og fulltrúum þeirra stofnana. sem kynntar eru í vikunni. Sjöfn Sigurbjörns- dóttir. borgarfulltrúi og for- rnaður undirhúningsnefndar Reykjavíkurviku rakti í opnunarra'ðu aðdraganda þess að ákvoðið var að efna til. Reykjavíkurviku, en tilgang- urinn með þessum hátiðardög- um er sá að kynna borgar- stofnanir og að lífga upp á hajarlífið með útiskemmtun- um og listsýningum. Að þessu sinni verða kynntar þrjár stofnanir borgarinnar, Bæjarútgerð Reykjavíkur, Strætisvagnar Reykjavíkur, Slökkviliðið, Kjarvalsstaðir og Æskulýðsráð Reykavíkur. Þrír kynningarbæklingar, um Slökkviliðið, SVR og BUR, hafa verið gefnir út í tilefni Reykjavíkur og fást þeir á þessum stofnunum og að Kjarvalsstöðum. Fulltrúar þessara stofnana kynntu starfsemi þeirra stutt- lega. Ræðumenn voru: Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri BUR, Eiríkur Ásgeirsson, Framkvæmdastjóri SVR, Rún- ar Bjarnason, Slökkviliðsstjóri, Þóra Kristjánsdóttir, listráðu- nautur Kjarvalsstaða og Ómar Einarsson framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs og er hann einn- ig framkvæmdastjóri Reykja- víkurviku. Afhent voru verðlaun fyrir mynd sem notuð var sem kynn- ingarspjald Reykjavíkurviku ’81. Höfundarnir eru Sigurður Kristjánsson, 11 ára og Stefán Hrafnkelsson, 10 ára. Þeir hlutu í verðlaun reiðhjól eftir vali. Aðrir verðlaunahafar voru Sólveig Halldórsdóttir, Guðbjörg Örlygsdóttir, Snorri H. Guðmundsson, Guðrún Kaldal og Hrefna Björk Arnar- dóttir, allt nemendur úr barna- skólum Reykjavíkur. Verð- iaunahafar fengu allir ókeypis ferðir með strætisvögnum Reykjavíkur í eitt ár. Friðbjörn Jónsson, söngvari söng nokkur lög við undirleik Sigfúsar Halldórssonar að því loknu. Klukkan átta sýndi þjóðdansafélag Reykavíkur þjóðdansa og að því loknu lék skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts á Miklatúni. Sjöfn Sijíurbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og formaður undirbúningsnefndar Reykjavikurviku '81 flytur opnunarræðu að Kjarvalsstöðum. Að henni lokinni hylltu viðstaddir Reykjavík með ferföldu húrrahrópi. Á veggjum eru myndir eftir Kjarval, en í Kjarvalssal stendur nú yfir sumarsýning á verkum hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.