Morgunblaðið - 18.08.1981, Síða 39

Morgunblaðið - 18.08.1981, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981 47 Olgerðin hefur kært Sani- tas til samkeppnisnefndar IIF. ÖLGERÐIN EríII Skalla Grímsson hefur kært Sanitas til Samkeppnisnefndar fyrir tvö meint brot á lnKura um órétt- mæta viðskiptahætti. í löKunum segir t.d. í 26. Krein: „í atvinnu- starfsemi er óheimilt að hafast nokkuð að. sem brýtur i báv:a við noða viðskiptahætti, sem tíðkaðir eru í líkri starfsemi, eða er óhæfileKt K»«nvart neytendum“. Á síðastliðnum mánuðum hafa mjög færst í vöxt óheilbrigðir viðskiptahættir af hálfu Sanitas. Sanitas gerir ákveðnum söluaðil- FUNDUR verður haldinn i Sjálf- stæðisfélagi Ilúsavikur næstkom- andi fimmtudagskvöld. og hefst hann klukkan 20.30 á Ilótel Húsavik. Fundarefni er „Innri málefni Sjálfstæðisflokksins", og gestir fundarins og málshefjendur eru um öls og gosdrykkja mjög hag- stæð tilboð á Sanitas-drykkjum en til þess að söluaðilinn geti notið þessara kjara verður hann að hætta sölu drykkja frá Ölgerðinni og Vífilfelli. Hér er því verið að reyna að innleiða einokun. Fyrra brotið sem Ölgerðin kærði til Samkeppnisnefndar er einokun Sanitas á sölu öls og gosdrykkja á Þingvöilum. Þar höfðum við haft ánægjuleg við- skipti í áratugi. Hinsvegar brá svo við í byrjun júlímánaðar 1980 að sá veitingamaður sem nú annast þeir Halldór Blöndal alþingismað- ur og Ólafur G. Einarsson for- maður þingflokks sjálfstæð- ismanna. Fundurinn er öllum sjálfstæðis- mönnum opinn, og eru þeir hvattir til að fjölmenna og taka þátt í umræðum, segir í frétt frá fundar- boðendum. rekstur Valhallar og Þjónustu- miðstöðvarinnar óskaði eftir því að Ölgerðin fjarlægði allar sínar framleiðsluvörur þaðan. Hefur hann ekki fengist til að hafa þær á boðstólum síðan. Finnst okkur mikil hneysa að neytendur fái ekki það öl og þá gosdrykki sem þeir helst vilja, eigi þeir frjálst val. Þess í stað verða þeir að drekka öl og gosdrykki frá Sanitas eða aka tugi kílómetra á næsta sölustað. Síðara brotið sem við kærðum er einokun Sanitas á sölu öls og gosdrykkja á Þjóðhátiðinni í Vest- mannaeyjum. Undanfarna áratugi hafa Egilsöl og -gosdrykkir verið seldir þar ásamt drykkjum Vífil- fells og Sanitas. Fyrir nokkrum mánuðum óskuðu aðilar þeir sem stóðu nú að Þjóðhátíðinni, eftir því við okkur, að við gerðum þeim tilboð í einokunarsölu öls og gos- drykkja. Ölgerðin telur slíka ein- okunarsölu ólögmæta, sem hvorki þjóni hagsmunum sínum né neyt- enda. Var aðstandendum hátíðar- innar tjáð það strax að Ölgerðin hefði engan áhuga á slíkum við- skiptum. Afleiðingar þessa eru flestum kunnar. Ölgerðar-drykkir fengust ekki í Herjólfsdal, því Sanitas keypti einokunarréttinn, og svipti þar með neytendur rétti þeirra til þess að velja og hafna. Þó þessi tvö meintu brot séu sérstaklega tilgreind er óskað rannsóknar Samkeppnisnefndar á fleiri samskonar brotum, því að af mörgu er að taka. Niðurstaða þessa máls mun hafa mjög mikla þýðingu, langt út fyrir öl- og gosdrykkjaiðnaðinn. Ljóst er að viðskiptahættir þeir, sem fyrr er lýst, brjóta berlega í bága við hagsmuni og sjónarmið neytenda. Ef viðskiptahættir Sanitas verða látnir óátaldir liggur í augum uppi að aðrir aðilar, á öðrum sviðum, sjá sér leik á borði og grípa til svipaðra aðgerða. Yrði það eflaust til þess að einokunarsala myndi mjög færast í vöxt og frjáls samkeppni og frjálst vöruval neyt- enda myndi brátt heyra sögunni til. Halldór Blöndal Ólafur G. Einarsson Sjálfstæðisfélag Húsavikur: Fundur um innri mál Sjálfstæðisflokksins Byggingu Borgar- leikhúss miðar vel FRÁ SÍÐUSTU áramótum hef- ur verið unnið af miklum krafti við byggingu Borgarleikhúss í Kringlumýri. Unnið er að 2. áfanga byggingarinnar. sem tekur til uppstcypu á kjallara hússins. Áætlað cr. að þessum áfanga ljúki á fyrri hluta næsta árs. og verður þá tekið til við 3. áfanga. sem verður uppsteypa á öllu húsinu og þakgerð. Eins og þegar er kunnugt, eru það Reykjavíkurborg og Leikfé- lag Reykjavíkur, sem reisa Borg- arleikhúsið í sameiningu. Fram- lag Reykjavikurborgar fyrir árið 1981 er 1,5 millj. kr., en Leikfé- lagið leggur fram 2 millj. kr. Það er markmið byggingaraðila að taka húsið í notkun árið 1986, en í ágúst það ár á Reykjavikurborg 200 ára afmæli. Byggingarnefnd Borgarleik- húss er skipuð þeim Stefáni Benediktssyni arkitekt, for- manni, Guðmundi Pálssyni leik- ara og Þórði Þorbjarnarsyni borgarverkf ræðingi. Byggingarmeistari er Svein- björn Sigurðsson, og sést hann á meðfylgjandi mynd í anddyri leikhússins ásamt verkstjóran- um Árna Sveinbjörnssyni (t.h.) Hin myndin er yfirlitsmynd yfir byggingarframkvæmdirnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.