Morgunblaðið - 04.09.1981, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981
fMtargtu Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjaid 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakið.
Sovétmenn og
Suður-Afríkanar
Ekkert ríki er í jafn mikilli einangrun í samfélagi þjóðanna og
Suður-Afríka. Ástæðan fyrir andúðinni er kynþáttastefna stjórnar
landsins, þar er mönnum skipt í fyrsta, annars og þriðja flokks borgara
eftir kynþætti. Blöskrar öðrum þjóðum þetta lögbundna manngreinarálit
og hefur ýmsum ráðum verið beitt til að knýja fram stefnubreytingu í
landinu. Hvítir menn þar standa þó fastir fyrir og neita staðfastlega að
beygja sig undir meirihlutaálit þjóðasamfélagsins.
Suður-Afríkumenn hafa farið með stjórn mála í Namibíu, sem er
víðáttumikið land milli Suður-Afríku og Angólu, er áður var þýsk nýlenda.
Komst Namibía undir Suður-Afríku á þriðja áratugnum fyrir tilstuðlan
Þjóðabandalagsins og í umboði þess. Sameinuðu þjóðirnar tóku umboðið
af Suður-Afríkumönnum 1966 og tíu árum síðar samþykkti Suður-
Afríkustjórn, að Namibía skyldi verða sjálfstætt ríki. Síðan hefur verið
um það deilt, hvernig staðið skuli að valdaafsali Suður-Afríkumanna. Þeir
óttast, að stjórnmála- og skæruliðahreyfingin SWAPO nái undirtökunum
í Namibíu eftir að sjálfstæðið er fengið. Margar tilraunir hafa verið
gerðar til þess að skapa forsendur fyrir sjálfsstjórn Namibíu, en þær hafa
allar misheppnast, síðasta meiriháttar tilraunin fór út um þúfur í janúar
á þessu ári, þegar vopnahlésráðstefna um Namibíu, sem haldin var í Genf,
bar engan árangur. Eftir þann fund sýndust Sovétmenn einir láta sér
óbreytt ástand vel líka, því að þeir gátu haldið áfram að stunda
undirróður sinn með stuðningi við SWAPO og aðstöðu í Angólu.
Auðvitað hafa Sovétmenn sett upp friðarsvipinn, þegar þeir hafa verið
sakaðir um hernaðarleg afskipti í Namibíu eða Angólu. Eins og kunnugt
er hafa Sovétmenn reynt að fela íhlutun sína í Afríku með því að senda
þangað kúbanska hermenn og austur-þýska. Innrás Suður-Afríku inn í
Angólu á dögunum hefur staðfest, að sovéskir hermenn eru á þessum
slóðum. Sovétmönnum dugar ekki lengur að setja upp friðarsvipinn, þegar
þessi mál ber á góma.
Menn eru vissulega settir í sérkennilegan vanda, þegar þeir eiga að gera
upp á milli suður-afrískra hermanna og sovéskra í Angólu. Að vísu má
segja, að Sovétmenn mæli fyrir um jafnrétti í stjórnarskrá sinni, þegar
Suður-Afríkumenn tala um misrétti kynþáttanna. Hins vegar er
óréttlætið og ömurleikinn í daglegu lífi manna í Sovétríkjunum líklega
síður en svo minni en í Suður-Afríku. Innrás Suður-Afríkumanna er brot
á reglum um friðhelgi landamæra Angólu, auðvitað eiga þeir að hypja sig
þaðan og frá Namibíu — eins og Sovétmenn, Kúbumenn og Austur-
Þjóðverjar. Svo ekki sé minnst á sovéska hernámsliðið í Afganistan eða
herafla víetnamskra kommúnista í öllum nágrannaríkjum Víetnam.
Flugvallaskattar
Hinn 1. september hækkuðu flugvallaskattar hér á landi, innanlands
hækkaði skatturinn um 50%, úr 8 krónum í 12 fyrir hvert flugtak, og
fyrir að fara af landi brott með flugvél verða menn nú að greiða 160
krónur í ríkishítina, 43% hærra gjald en áður. Þessi skattheimta er komin
út í öfgar eins og flest annað, er snertir fjármál ríkisins. Hins vegar sýnist
hið sama gilda um flugvallaskattinn og aðra skatta hjá þessari
ríkisstjórn, öll gjaldtaka ríkisins skal nýtt til hins ýtrasta.
Óhætt er að fullyrða, að innheimta flugvallaskattsins á Keflavíkur-
flugvelli við brottför manna úr landinu er einhver versta landkynning,
sem um getur. Bæði einkaaðiliar og einnig hið opinbera verja töluverðum
fjármunum til landkynningar og ríkissjóður hefur að eigin frumkvæði
tekið að sér að greiða Flugleiðum styrk, til að félagið geti haldið áfram
samkeppnisflugi yfir Norður-Atlantshaf. Ferðamannaþjónusta er orðin
álitlegur atvinnuvegur hér á landi, fjölmargir eiga atvinnu sína undir
þessari þjónustu.
Af því berast beinlínis átakanlegar fréttir, hvernig sumum ferðamönn-
um verður við, þegar þeir frétta af því við brottför úr landinu eða skömmu
fyrir hana, að þeir þurfi að greiða dágóða upphæð til íslenska ríkisins til
að komast héðan á brott. Síðustu minningar þessa fólks eftir dvöl sína hér
eru því ekki alltaf skemmtilegar og dapurlegar frásagnir þess hafa
áreiðanlega meiri áhrif en dýrar auglýsingar ferðamálaaðila, sem reyna
að laða viðskiptavini hingað. Meðal útlendinga, sem hyggjast fljúga um
Island, spyrst, að á Keflavíkurflugvelli standi kröfuharðir skattheimtu-
menn. Vafalítið álíta sumir útlendingar, að þeir þurfi að borga skatt fyrir
það eitt að lenda hér á leið sinni yfir Atlantshaf með Flugleiðum.
Skatturinn ræðurþví oft úrslitum um val á flugfélagi.
Um miðjan nóvember 1980 gekk fulltrúi íslendinga í Norður-Ameríku,
Þorsteinn Þorsteinsson, á fund Halldórs Ásgrímssonar formanns
fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþingis og afhenti honum
mótmæli 507 Islendinga og Vestur-íslendinga í Norður-Ameríku gegn
flugvallaskattinum. Á það var þá bent, að gjaldið hér á landi væri miklu
hærra en í öðrum vestrænum löndum og það spillti fyrir áhuga manna á
að koma til landsins. Auðvitað hefur ekkert mark verið tekið á þessari
ábendingu frekar en öðrum — ríkishítinni allt er kjörorð stjórnarherr-
anna.
Groðsagnir og raunveruleiki
um flotaógnun á heimshöft
I ndanfarið hafa birst á slftum Morgunblabsins
fréttir, þar srm látiA er I vrtVri vaka. aö aukin
umsvif eigi sér staö hjá sovéska herskipaflotanum.
Og til aö rökstyöja þetta eru notaAar kenningar.
sem settar eru fram I bók Sergej Gorshkovs. flota-
foringja, yfirmanns sovéska herskipaflotans.
„Flotar I strMM og frWM''. AA voru áliti eru þessar
kenningar settar fram I öAru samhengi en I bókinni.
APN sneri sér til SergeJ Gorshkovs. flotaforingja.
og baA hann aA skýra lesendum MorgunblaAsins frá
sinu sjónarmiAi I þessu máli. en ritstjórn Morgun-
blaAsins sá sér ekki f*rt aA birta viAtaliA. sem fer
hér á eftir. Frýttir frá Sovétrikjunum vekja hér meA
athygli lesenda sinna á viAtali þessu. "
SPURNIISG Ein
elnnig a& (inna kjarnorkueld-
Haunakrrfi Brnkir þjódarleift
logar aforma ml aft endurher-
vefta kjarnorkukafbaia alna meft
þrl aft fjarleKJ* þaftan potahs
ftalllsUc fIdf laugarnar og sefja I
sUft þeina bandarlakar þrlforks
cldfla ugar
M eru upplysingar um. aft
bandarlski (lolmn ftafi dregijg
aflur Ur. algerlega tilftelulai
t>ar rr bersynilega ollu sj
Soveski fkninn n«
heldur er það flotiB
og fylgirlkja ‘
stafar af. . '
Sovetrlki
Myndin er tekin á Rauða torxinu i Moskvu vorið 1981. Á grafhýsi Lenins standa helstu ráðamenn
Sovétrikjanna. örin til hægri bendir á Leonid Brezhnev forseta Sovétrikjanna en sú til vinstri á Sergej
Gorshkov og er hann áttundi maður frá forsetanum.
I Fréttum frá Sovétríkjunum:
Novosti teflir Gorshkov
gegn Morgunblaðinu
í BLAÐINU Fréttir frá Sovétríkjunum, ágúst 1981, sem út er gefið af sovésku fréttastofunni
APN eða Novosti á íslandi undir nafni Maríu Þorsteinsdóttur, segir svo: „Undanfarið haía
birst á síðum Morgunblaðsins fréttir, þar sem látið er í veðri vaka, að aukin umsvif eigi sér
stað hjá sovéska herskipaflotanum. Og til að rökstyðja þetta eru notaðar kenningar, sem settar
eru fram í bók Sergej Gorshkovs, flotaforingja, yfirmanns sovéska herskipaflotans, „Flotar í
stríði og friði“. Að voru áliti (en ritstjórar Frétta frá Sovétríkjunum eru þau María
Þorsteinsdóttir og Alexander Agarkov yfirmaður APN-Novosti á íslandi) eru þessar
kenningar settar fram í öðru samhengi en í hókinni. APN sneri sér til Sergej Gorshkovs,
flotaforingja, og bað hann að skýra lesendum Morgunblaðsins frá sínu sjónarmiði i þessu máli,
en ritstjórn Morgunblaðsins sá sér ekki fært að birta viðtalið, sem fer hér á eftir. Fréttir frá
Sovétríkjunum vekja hér með athygli lesenda sinna á viðtali þessu.“
Ofangreindur formáli að við-
tali APN-Novosti við æðsta
mann sovéska herflotans kom
ritstjórn Morgunblaðsins á
óvart. Fyrir því eru þrjár megin-
ástæður:
1) Morgunblaðið lítur svo á, að
með óbeðnum erindrekstri sín-
um hafi APN á íslandi verið að
hlutast til um málefni Morgun-
blaðsins með óeðlilegum hætti.
Auðvitað er það ekki á valdi
APN að ákveða, hvort viðtal
skuli tekið við Sergej Gorshkov
til birtingar í Morgunblaðinu.
APN getur ekki leitað til eins
eða neins í nafni lesenda Morg-
unblaðsins. Ritstjórn Morgun-
blaðsins ákveður við hvern er
talað í nafni blaðsins og lesenda
þess.
2) Þá kom klausan í Fréttum
frá Sovétríkjunum ritstjórn
Morgunblaðsins á óvart, vegna
þess að fyrst við lestur hennar
varð ritstjórninni ljóst, að
APN-Novosti hefði áhuga á að
koma viðtali sínu við Sergej
Gorshkov á framfæri í Morgun-
blaðinu.
3) Síðast en ekki síst kom það
á óvart, að sjálfur Sergej Gorsh-
kov skyldi gefa sér tíma til þess
að sitja yfir fréttum Morgun-
blaðsins um umsvif sovéska flot-
ans og svara spurningum um það
efni fyrir tilstuðlan Maríu
Þorsteinsdóttur og Alexander
Agarkovs. Hlýtur áhugi flotafor-
ingjans á Islandi að vekja óhug
ýmissa og er raunar ein besta
staðfesting, sem fengist hefur á
því, að í augum sovéskra flota-
fræðinga skiptir landið höfuð-
máli vegna hnattstöðu sinnar
mitt á siglingaleið Norðurflot-
ans sovéska út á heimshöfin.
Hér er ekki ástæða til að
tíunda svör Sergej Gorshkovs í
viðtalinu við APN. Má segja, að
kjarninn í þeim felist í þessari
einu setningu: „Sovéski flotinn
ógnar engum, heldur er það floti
Bandaríkjanna og fylgiríkja
þeirra, sem ógnun stafar af, ekki
einungis fyrir Sovétríkin, heldur
fjölmörg ríki önnur."
Sergej Gorshkoy er 71 árs að
Upphafið á viðtali Frétta frá Sovétríkjunum við Sergej Gorshkov.
Sergej Gorshkov yfirmaður sov-
éska flotans. Ifann var skipað-
ur aðmíráll 31 árs að aidri,
yngri en nokkur annar í sögu
rússneska flotans. Hann fékk
það hlutverk hjá Krútsjeff að
sækja út á heimshöfin i stað
þess að binda flotann við
strandvarnir Sovétríkjanna.
aldri og síðasta aldarfjórðung
eða síðan 1956 hefur hann verið
yfirmaður alls sovéska flotans
og aðstoðarvarnarmálaráðherra.
Hann tók sæti í Æðsta ráði
Sovétríkjanna 1954 og hefur í 20
ár setið í miðstjórn Kommún-
istaflokksins. Hann hefur verið
sæmdur fjölmörgum heiðurs-
merkjum, er hetja Sovétríkj-
anna og hefur fimm sinnum
fengið Lenínorðuna. Á hátíðis-
dögum, eins og byltingarafmæl-
inu eða 1. maí, stendur Gorshkov
á meðal sovéskra ráðamanna á
grafhýsi Leníns og lætur herinn
hylla sig. Sergej Gorshkov mun
að minnsta kosti einu sinni hafa
komið til íslands og var það í
desember 1977, þá sté hann
öllum á óvart út úr sovéskri
flugvél, sem millilenti á Kefla-
víkurflugvelli á leið til Kúbu.
Eftir að hafa litið í kringum sig
á flughlaðinu, hélt hann aftur
inn í vél sína.
Sergej Gorshkov hefur verið
kallaður faðir sovéska flotans og
vakti bók hans um hlutverk
herflota til að styrkja stöðu
Sovétríkjanna sem heimsveldis
mikla athygli, þegar hún kom út
á síðasta áratug. I bók sinni
færir Gorshkov rök að því, að
aðeins með því að geta sýnt vald
sitt á öllum heimshöfunum sé
unnt fyrir Sovétríkin „að skapa
hagstæð skilyrði til að koma á
sósíalisma og kommúnisma ..
Norðurfloti Sovétríkjanna á
Kolaskaga, sem sækja verður
fram hjá Islandi út á heimshöf-
in, er öflugasti floti Sovétríkj-
anna. Hlutverki þessa flota hef-
ur Gorshkov lýst svo, að hann
eigi að „mylja óvininn mélinu
smærra, eyðilegga lífsafl hans
og auðlindir".