Morgunblaðið - 04.09.1981, Side 17

Morgunblaðið - 04.09.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981 17 Aðalfundur Stéttarsambands bænda að Laugum Kom einnig fram í skýrslu formannsins að jarðarkaupalán hafi verið hækkuð um helming á síðasta ári. Sala mjólkur og mjólkurafurða gekk mjög vel sl. ár og má rekja það til smjörút- sölunnar í nóvembermánuði sl. Sem af er þessu ári hefur orðið 5,5% söluaukning á kindakjöti. Utflutningur kjöts og sláturaf- urða var heldur minni árið 1980 en árið þar áður. Kom fram í skýrslunni að allar líkur eru á því að Norðmenn dragi stórlega úr kjötkaupum á Islandi og verður því í framtíðinni að leita nýrra markaða og voru Banda- ríkin m.a. nefnd í því sambandi. Uppgjör nokkurra mjólkur- samlaga fyrir sl. ár sýndi afleita rekstrarútkomu og vantaði mik- ið fé til að endar næðu saman. Ekki er möguleiki í svo stuttu máli að skýra nánar frá skýrslu formannsins en í iokaorðum sínum sagði Gunnar Guðbjarts- son meðal annars: „Þau 18 ár sem ég hefi gegnt formennskunni hefur orðið ör þróun í landbúnaðinum og mjög miklar breytingar í markaðs- málum hans. Ég ætla ekki hér og nú að fara að rekja þær breyt- ingar. Bændur hafa ekki allir áttað sig á hversu örar þessar breyt- ingar hafa verið og hversu víð- tækar afleiðingar breytingarnar hafa haft á afkomu þeirra og alla þróun í þjóðfélaginu. Þurft hefur að endurskoða og breyta fjölmörgum atriðum í stefnumörkun í íslenskum land- búnaði á síðustu árum af þessari ástæðu. Það er því ekki óeðlilegt þó menn hafi oft greint á um einstök atriði mála og leiðir að Afkoma bænda á árinu 1980 fremur góð og jöf n Laugum. 3. september. frá Arnaldi Indriðasyni. hlaðamanni Mbl. AÐALFUNDUR Stéttasambands bænda var í gær- morgun settur að Laugum í ReykjadaL Fundarstjóri var kosinn Magnús Sigurðsson, bóndi á Gilsbakka á Hvítársíðu í Borgarfirði. Eftir venjuleg aðalfundarstörf flutti Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttasambandsins, skýrslu síðasta árs. Kom meðal annars fram í henni að samkvæmt niðurstöðum búreikninga var fjárhags- afkoma bænda árið 1980 fremur góð og nokkuð jöfn en lökust á blönduðu búunum. Benda upplýsingar frá Stofnlánadeild landbúnaðarins um skil til hennar til hins sama. Ingi Tryggvason formaður Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra ( Gunnar Guðbjartsson á aðalfundinum í gær. í ræðustól er Árni Jónasson. erindreki Stéttarsambandsins. Séð yfir aðalfundarsalinn á Laugum i ga'r. þeim markmiðum sem sett hafa verið. Ég hefi átt þess kost að kynnast fjölda fólks um land allt og eiga samstarf og samskipti við fjölda manna á þessum árum um landbúnaðarmálin. Ég þakka þessi kynni og þetta samstarf. Mér er ljóst að landið er víða fallegt og seiðmagnað og bindur margt fólk við heimahagana. Landið er líka oft gjöfult við þá sem leggja sig fram um að nýta gæði þess. Hins vegar er nátt- úrufar á íslandi með þeim hætti að alltaf má búast við erfiðu veðurfari sem veldur bæði kali á jörð og einnig öðrum erfiðleikum við fóðuröflun. Eitt þýðingar- mesta atriði í framtíðinni til að bæta og tryggja kjör bænda er að finna ráð til að mæta þessu. Ráð til að minnka kalið og koma í veg fyrir grasbrest sem af því leiðir m.a. með tilraunum með ræktun kuldaþolinna grasstofna. í annan stað þarf að tryggja 200.000 fleiri en framleiðsla var í raun og veru á árinu 1980. Þetta þýðir að ef t.d. væri ákveðið að lækka framleiðslumagn um 200.000 ærgildisafurðir og beita kvótakerfi til stjórnunar svo því marki yrði náð, þyrfti að lækka heildarkvótann um 400.000 ær- gildisafurðir. Sagði hann, að alvarlegasta hættan við kvóta- kerfið væri sú að það leiddi til stöðvunar í tækniþróun og hag- ræðingu þannig að landbúnaður- inn héldi ekki lengur í við aðrar framleiðslugreinar í landinu hvað snertir framleiðniaukningu sem leiðir til hækkunar búvöru- verðs umfram almennt neyslu- vöruverð. Ræddi ráðherrann einnig um markaðsmál. Sagði hann að ekki lægi endanlega fyrir hve mikið skorti á að útflutningsuppbætur dugi til að mæta halla á útflutn- ingi búvara. Á þessu ári var útvegað lán uppá 17 milljónir nýkr. til að mæta hluta af halla Gunnar Guðbjartsson. formaður Stéttarsambands bænda. flytur skýrslu stjórnar á aðalfundinum í gær. Næstur honum við borðið er Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra. Símamynd Mbi.: rax aðstöðu til að ekki verði fóður- skortur vegna óþurrka, þar er ráðið þekkt, þ.e. votheysverkun. En hinsvegar vantar víða góða aðstöðu til að henni verði komið við og einnig vantar góðan og hentugan tæknibúnað bæði til heyskapar í vothey og til gjafar þess. En hvorttveggja er til og þekkt og því þarf þar fyrst og fremst aukna leiðbeiningar- starfsemi og beinlínis svo úr því verði bætt.“ Þegar formaður hafði lokið skýrslu stjórnar sinnar voru lagðir fram reikningar Stéttar- sambandsins og Bændahallar- innar og kom þar fram að rekstrarhalli hins síðarnefnda árið 1980 nam rúmum 42 millj- ónum gkr. eða 420.000 nýkr. Rekstrarhalli á Bændahöllinni árið 1979 nam rúmlega 930.000 nýkr. Á rekstrarári Stéttarsam- bandsins varð afgangsupphæð sem nam 1.150.000 nýkr. en aðaltekjustofn Stéttarsam- bandsins er búnaðarmálasjóðs- gjald, sem bændur greiða af framleiðslu sinni. 10% af þessu gjaldi renna til kvenfélaga á Islandi. Eftir matarhlé hélt Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, ræðu. Sagði hann, að bráða- birgðaverð frá sexmannanefnd- inni á búvörum hafi verið stað- fest í ríkisstjórninni í gærmorg- un. Það kom fram í ræðu Pálma að ærgildisafurðir samkvæmt heildarkvótakerfinu sem út- reikningi lauk á í júlí sk eru á útflutningi búvara á verðlags- árinu 1979—80. Á síðasta verðlagsári sem lauk nú 31. ágúst er gert ráð fyrir að geti vantað 40—45 millj. nýkr. þegar ríkissjóður hefur greitt útflutningsbætur samkvæmt lögum. Útflutningsbætur síðasta verðlagsárs eru áætlaðar á fjár- lögum 120 milljónir nýkr. Ljóst er að þær verða eitthvað hærri, sagði ráðherrann. Sagði hann að stefnan í mál- efnum landbúnaðarins væri í megindráttum ljós. Hún byggð- ist á því að bændur og sveitafólk hafi sambærilegar tekjur og félagslega aðstöðu og aðrar fjöl- mennar stéttir. Hún byggist á því að fullnægja neysluþorf þjóðarinnar fyrir landbúnaðar- afurðir og að tryggja búsetu í landinu með svipuðum hætti og nú er. Sagði ráðherrann að lokum að landbúnaðurinn stæði traustum fótum í íslensku þjóð- félagi. Á eftir ræðu ráðherrans ávörpuðu gestir fundinn en að því loknu var kjörið í nefndir. Kjörið var í framleiðslunefnd, verðlagsnefnd, allsherjarnefnd og fjárhagsnefnd. Á eftir nefndakjöri voru opnar umræð- ur. Mjög miklar umræður urðu um skýrslu stjórnar. Allir sem hafa tekið til máls hafa lýst yfir ánægju sinni yfir þeim árangri sem náðst hefur í takmörkun búvöruframleiðslu. Ennfrenuir hafa menn talið kjarnfóður- gjaldið sjálfsagt og telji það hafa náð tilætluðum árangri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.