Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR
203. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ljósmynd Mbl. Ravrnar Axelsson.
Vélin er ekki að lenda á flugvélamóðurskipi eins og virðist við fyrstu sýn, heldur gamla, góða
Reykjavíkurflugvellinum. Flugvélin er í aðflugi yfir Öskjuhlíð og stefnir til vesturs í átt að Skerjafirði
undir sólsetur.
Heræfingum Rússa
við Pólland lokið
Moskvu. 12. september. AP.
TILKYNNT hefur verið í Moskvu, að umfangsmestu heræfingum
sovésks landgonguliðs frá þvi i siðari heimsstyrjöld lyki i dag.
laugardag, en ekki var frá þvi skýrt, hvenær hermennirnir hyrfu
aftur til búða sinna. Heræfingarnar fóru fram við Danzig-flóa, 80 km
frá Gdansk, en svo virðist sem pólskur almenningur hafi látið sér fátt
um þær finnast. Ekkert lát er á árásum á Samstoðu i sovéskum
fjölmiðlum.
Prestar
gripnir með
byssur
Windsor, Ontaríó, 12. sopteraber. AP.
KANADÍSKIR landamæraverð-
ir handtóku 14 bandariska
presta á fostudag fyrir að flytja
skotvopn yfir landamæri Kan-
ada og Bandarikjanna. „Við
rákumst á byssurnar við venju-
lega leit i fórum prestanna,“
sagði einn landamæravarð-
anna. Hann sagði að prestarnir
hefðu haft tækifæri til að
greina frá byssunum en látið
það vera.
Tveir prestanna fengu 100
dollara sekt hvor en 10 hlutu
skilorðsbundna dóma. Akærur á
hendur tveimur féllu niður þar
sem þeir vissu ekki að byssur
væru í bílunum sem þeir höfðu
fengið að láni til að fara í
skoðunarferðir til Kanada.
Prestarnir yoru á prestastefnu í
Detroit.
Þyngsta refsing við að flytja
falin vopn yfir landamærin til
Kanada eru 6 mánuðir í fangelsi
og 500 dollara sekt. Formenn
prestastefnunnar tóku á sig
ábyrgð fyrir hönd prestanna og
sögðust ekki hafa greint þeim
frá byssulögum Kanada. Flestir
prestanna sem voru gripnir
komu frá suðurríkjum Banda-
ríkjanna.
Ó1 barn sex
mánuðum eftir
fóstureyðingu
San Matoo. Kaliforniu. 12. soptembor. AP.
KONA nokkur i Kaliforniu, sem
náttúran hefur blessað með tveim-
ur legum i stað eins, er nú orðin
léttari sex mánuðum eftir að fóstri
var eytt í öðru leginu. Nú heíur hún
höfðað mál á hendur bæjarfélaginu
þar sem hún býr og segir það bera
ábyrgð á harnsburðinum.
I málshöfðuninni segir konan,
Terry Gromm, að fóstureyðingin
hafi farið fram í samráði við fjöl-
skylduáætlanastofnun bæjarfélags-
ins í San Mateo og því sé það á þess
ábyrgð, að hún hefur nú alið af sér
hraustan 11 marka strák. Bæjarfé-
laginu beri af þeim sökum að kosta
uppeldi drengsins og metur hún það
á 300.000 dollara. Þessum kröfum
hefur bæjarfélagið vísað alfarið á
bug.
Móðirin, Terry Gromm, segir, að
fóstrinu hafi verið eytt 11. mars sl.
en þrátt fyrir það hafi hún haldið
áfram að þyngjast og sýnt ýmis
merki um þungun. Við skoðun hafi
henni verið sagt, að það væri eðlilegt
eftir fóstureyðingu en 26. maí hafi
henni svo verið sagt, að hún væri
ólétt, komin fjóra og hálfan mánuð á
leið.
Lagt hald á
sprengiefni
Bolfasl. 12. septerabcr. AP.
NORÐUR-ÍRSKA lögreglan segist
hafa haft upp á miklum birgðum af
sprengiefni í vöruhúsi i miðborg
Belfast og með þvi komið i veg fyrir
fyrirhugaða sprengjuherferð írska
lýðveldishersins, IRA.
Að sögn lögreglunnar var gerð leit
í vöruhúsinu sl. föstudag og fundust
þá 720 kg af sprengiefni undir
gólffjölunum. Sl. fimmtudag fundust
135 kg af sprengiefni í sendiferða-
bifreið og styðja þessir sprengiefna-
fundir þær fullyrðingar lögreglunn-
ar, að IRA hafi verið með á prjónun-
um víðtæka sprengjuherferð til
stuðnings hungurföngunum í Maze-
fangelsi.
„Orrusturnar eru afstaðnar"
sagði í fréttum Moskvu-útvarpsins
frá heræfingunum og í Rauðu
stjörnunni, málgagni sovéska hers-
ins, sagði, að stríðsleikirnir, sem
kölluðust „Vestur-81“, hefðu tekist
framar öllum vonum. í blaðinu var
einnig sagt frá því, að háttsettur
foringi í flughernum, Vadim N.
Khakhalov, hefði farist á „voveif-
legan hátt við skyldustörf sín“ en
ekki nánar frá því skýrt.
Sovésku heræfingarnar hafa far-
ið fram skammt frá Gdansk og á
sama tíma og Samstaða, hið óháða
pólska verkalýðssamband, hefur
haldið þar landsþing sitt. Þrátt
fyrir það virðast fæstir Pólverjar
hafa gert sér mikla reilu út af
æfingunum. „Æfingar? Já, ég
stunda líka æfingar — er að reyna
að komast yfir dálítið kjöt fyrir
mig og dóttur mína,“ sagði Jadwiga
Glowacka, 32 ára gamall tækni-
fræðingur, sem tekin var tali í
einni biðröðinni. „Það er lítil hætta
á sovéskri innrás," sagði fertugur
háskólaprófessor við fréttamann
AP, „í raun þurfa þeir ekki annað
en að kæfa okkur efnahagslega, við
fáum alla okkar olíu frá þeim.“
Sovéskir fjölmiðlar héldu í dag
áfram áköfum árásum á Samstöðu
og ekki sist þá samþykkt lands-
þingsins þar sem Samstaða býður
fram hjálp sína við stofnun
frjálsra verkalýðsfélaga í öðrum
ríkjum Austur-Evrópu. í Moskvu-
blöðunum eru birtar yfirlýsingar
frá ýmsum starfshópum þar sem
Pólverjar eru hvattir til að koma
„sósíalismanum til varnar" og sagt,
að Sovétmenn muni „ekki bregðast
bræðrum sínum á hættustund".
í fréttum frá Moskvu segir, að
áhugi almennings á þróun mála í
Póllandi fari vaxandi og er það
nefnt til marks um það, að á
opinberum, pólitiskum fyrirlestri
þar í borg í vikunni hafi spurn-
ingar áheyrenda nær eingöngu
snúist um Pólland þótt umræðu-
efnið væri hins vegar Bandaríkin
og Austurlönd nær. „Hvers vegna
er ekki komin á kyrrð í Póllandi?"
„Hvers vegna nýtur Samstaða
svona mikils stuðnings?" „Getum
við ekki fengið sérstakan fyrirlest-
ur um ástandið í Póllandi?" Þannig
hljóðuðu nokkrar spuminganna.
Itúkarest. Rúmeniu. 11. september. AP.
NICOLAE Ceausescu, formaður
kommúnistaflokksins i Rúmeniu.
er tiánægður með sifelldan skort á
landbúnaðarvörum og fyrirskip-
aði embættismönnum rikisins að
taka til hendinni og starfa við hlið
ba'nda á ökrunum. „Aðstoðarráð-
herrann, ráðherrann og formaður
landbúnaðarakademiunnar ættu
að fara í vinnugallana og fara út
og starfa með ba-ndunum," sagði
formaðurinn i ræðu sem hann
flutti miðstjórn kommúnista-
flokksins á fimmtudag.
Ceausescu sagði að þetta myndi
auka lýðræði í röðum leiðtoganna
Ásakanir
um morðið
á Madani
Beirút. 12. septcmber. AP.
MUJAHEDEEN Khalq, stærstu
andspyrnuhreyfingunni i íran.
hefur verið kennt um sprenging-
una sem varð Madani erkiklerki
að bana í borginni Tabriz á
föstudag. Madani var viðstaddur
bænahald á aðaltorgi borgarinn-
ar sem sérstakur fulltrúi Khom-
einis erkiklerks þegar sprengjan
sprakk.
Sögusagnir í Teheran herma að
Múhameðski alþýðuflokkurinn,
flokkur Kazem Shariatmadaris
erkiklerks, beri ábyrgð á spreng-
ingunni. Sagt er að flokkurinn
hafi gengið til liðs við andstæð-
inga stjórnar Khomeinis og hafið
sprengitilræði víða í norðvestur-
hluta Iran.
Shariatmadari er æðstiklerkur í
íran. Leiðir með honum og Khom-
eini skildu við hertöku bandaríska
sendiráðsins í Teheran 4. nóvem-
ber 1979. Hann gagnrýndi þá
aukin afskipti klerka af stjórn-
málum í íran. Hann féll í skugg-
ann fyrir vinsældum Khomeinis
og hefur verið í hálfgerðu stofu-
fangelsi í helgu borginni Qom að
undanförnu.
Noregur:
Kosninga-
baráttunni
lokið
Frá fréttaritara Mbl. í Osló, 12. áKÚst.
KOSNINGABARÁTTUNNI í
Noregi lauk á föstudagskvöld
með kappræðum formanna
stjórnmálaflokkanna. Gro Ilar-
lem Brundtland. forsætisráð-
herra og formaður Verkamanna-
flokksins. og K&re Willoch, for-
maður Hægriflokksins. voru yfir-
veguð i kappræðunum, en þau
hafa farið hörðum orðum hvort
um annað i baráttunni.
Síðustu skoðanakannanir í Nor-
egi sýndu Verkamannaflokkinn
með 35,4% fylgi kjósenda, en það
er 1,6% minna fylgi en í skoðana-
könnun sem gerð var í júní sl.
Hægriflokkurinn hlaut 31,5%
fylgi í könnuninni. Fylgi minni
flokkanna var hið sama og áður.
Skoðanakönnunin bendir til, að ný
borgaraleg stjórn taki við stjórn-
artaumunum í Noregi í haust.
og tryggja almennilega landbúnað-
arframleiðslu. Hann fór fram á
meiri samvinnu milli landbúnaðar-
akademíunnar og landbúnaðar-
framleiðenda. Hann sagði að rann-
sóknir hefðu ekki borið tilætlaðan
árangur til þessa.
„Landbúnaðarbylting" hófst í
Rúmeníu fyrir sjö mánuðum síðan,
en biðraðir við kjötverslanir hafa
lengst síðan þá. íbúar Búkarest
kvarta undan smjör-, sykur- og
matarolíuskorti. Rúmenía sá eitt
sinn öðrum löndum Evrópu fyrir
kornvörum. Ceausescu sagði að
árið 1985 ætti uppskeran að vera 27
milljónir tonna.
Embættismenn sendir
til starfa í landbúnaði