Morgunblaðið - 13.09.1981, Síða 15

Morgunblaðið - 13.09.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981 15 Rætt við Geir Haarde, formann Sambands ungra sjálfstæðismanna Ungt fólk vill taka til hendi og gera SjálfstæÖisflokkinn að því afli, sem hann á að vera bing Sambands ungra sjálfstæð- ismanna. sem haldid var á ísafirði á doKunum vakti verulejca athyKli og kemur marjft til. Á þinxinu var sam- þykkt stjórnmálaályktun. þar sem af- dráttarlaus afstaða er tekin KeRn rikis- stjórn Gunnars Thoroddsens. Þessi stjórnmálaályktun var samþykkt sam- hljóða. í umræðum á þinginu kom en^inn stuðningur fram við rikisstjórn- ina eða stjórnarmyndun Gunnars Thor- oddsens. Ennfremur var samþykkt til- lasa um breytinKar á skipulaKsrexlum Sjálfstæðisflokksins, sem sumir túlka sem tillöKU um brottrekstur stjórnar- sinna úr Sjálfstæðisflokknum, en aðrir sem eðlileK viðbröKð eftir atburði siðustu missera. í fyrsta sinn frá árinu 1967 var formaður Sambands unxra sjálfstæð- ismanna kjörinn einróma. l>að var Geir II. Haarde, haKfræðinKur, sem hlaut þennan mikla stuðninK ok hefur MorK- unblaðið átt við hann viðtal um SUS- þinKÍð ok störf þess. sem hér fer á eftir: — Hvað Kerðist á þessu þinKÍ. sem var svo mjöK frábruKðið þinKum Sambands unura sjálf- stæðismanna síðasta áratuK? Síðari liður tillögunnar fjallaði um breytingar á skipulagsreglum flokksins þess efnis, að þeir sem taki sæti á framboðslistum, sem rétt kjörnar stofn- anir flokksins hafa ekki staðfest og bjóða sig þar með fram gegn flokknum, hafi með því sagt sig úr flokknum. Þessi liður tillögunnar, sem ég viðurkenni að er umdeilanlegri, var samþykktur með 67 atkvæðum gegn 47, en fyrri liðurinn, sá er fjallar um þingmenn flokksins, er auðvitað meginatriðið og verulegur feng- ur yrði að þeirri breytingu á landsfund- inum nú, þótt síðara atriðið bíði betri tíma. Síðari liðurinn er settur fram til að það liggi skýrt fyrir fyrirfram hvað það þýði flokkslega að bjóða sig fram gegn Sjálfstæðisflokknum. í ályktuninni er hins vegar ekkert, sem kemur í veg fyrir, að rétt kjörnar stofnanir flokksins geti samþykkt tvo eða fleiri lista í framboð eins og kosningalög heimila, ef þeim býður svo, og ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. — Er þetta tillaga um brott- rekstur stjórnarsinna úr Sjálf- stæðisflokknum? — Þetta er ekki tillaga um brottrekst- ur, heldur um að það liggi framvegis hafa þær skrifaðar. Þátttöku í skipuleg- um stjórnmálasamtökum fylgja skyldur ekki síður en réttindi. — Á þessu ári hafa orðið mikil umskipti í Samtökum ungra sjálfstæðismanna, fyrst í Ileimdalli í vor, þeKar nýr for- maður var kjörinn í harðri kosn- ingu á 600 manna fundi og nú í SUS. Hvaða breytingar hafa þessi umskipti i för með sér fyrir starfsemi samtakanna? — Það hafa orðið mannaskipti á báðum stöðum og að einhverju leyti kynslóðaskipti. Ýmsir hafa valizt til ábyrgðarstarfa í samtökunum, sem voru þar ekki áberandi áður. Eg vona, að þessar breytingar hafi í för með sér þróttmeira starf bæði í Heimdalli og í SUS og jafnframt að okkur, sem höfum valizt til forystu, takist að virkja til starfa allt það unga fólk, sem hefur gefið sig fram við okkur að undanförnu. Eg hef orðið var við mikinn áhuga hjá því, að taka þátt í starfi okkar og þá jafnframt að taka þátt í endurreisn Sjálfstæðis- flokksins og gera hann að því afli, sem hann á að vera, stór, víðsýnn og áhrifamikill flokkur. Geir Ilaarde, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna í ræðustól á SUS-þinginu á ísafirði á dogun- um. — í fyrsta sinn í langan tíma var mikil og eindregin samstaða á þingi ungra sjálfstæðismanna, segir Geir H. Haarde. Formaður samtakanna var t.d. kjörinn án kosningar, en þessi samtök hafa verið þekkt af öðru en samstöðu um forystumenn. Alger einhugur varð um stjórnmálaályktun, þar sem tekin er mjög ákveðin afstaða gegn ríkisstjórn- inni og þátttöku sjálfstæðismanna í henni. Þetta gerðist þrátt fyrir það, að nokkrir yfirlýstir stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar áttu sæti á þinginu. Þá var samþykkt að beina því til landsfundar að gera þær breytingar á skipulagsreglum flokksins, að núverandi ástand verði ekki fordæmi upp á síðari tíma. Þessi liður tillögunnar var sam- þykktur með öllum greiddum atkvæðum gegn einu á 170 manna þingi. skýrt fyrir þingmönnum, hvað það þýði, að taka upp samstarf við aðra flokka gegn vilja rétt kjörinna stofnana í flokknum. Það er rétt að undirstrika það sérstaklega, að ekki er ætlast til, að þessar reglur verði afturvirkar heldur eru þær til þess að tryggja, að núverandi ástand verði ekki fordæmi síðar meir. Landsfundur hefur það í hendi sér skv. okkar tillögu, að ákveða hvenær þessar reglur eigi að taka gildi og við tökum ekki afstöðu til þess, þótt ljóst sé, að okkur kemur ekki til hugar að krefjast þess, að þær virki aftur í tímann. Við teljum hins vegar, að stjórnmálaflokkur, sem tekur sjálfan sig alvarlega, verði að hafa reglur sem þessar, ekki sízt Sjálf- stæðisflokkurinn, eftir það sem á undan er gengið. Sagt hefur verið, að þeir sem ekki hlýði óskráðum reglum verði að Við ungir sjálfstæðismenn þurfum á næstu mánuðum að taka fullan þátt í undirbúningi sveitarstjórnakosninga og þar höfum við m.a. á að skipa glæsilegu borgarstjóraefni í Reykjavík úr röðum okkar. Við þurfum líka að yngja upp forystu flokksins á nokkrum næstu árum. — Hefur ástandið í flokknum þá ekki orðið til þess að draga úr áhuga fólks á að starfa innan hans? — Nei. Þetta þing var með fjölmenn- ustu þingum SUS þrátt fyrir það, að ekki var kosið um formann og þrátt fyrir það, að stjórnarkjör fór tiltölulega friðsam- lega fram. Þetta sýnir, að ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum vill að tekið verði til hendi í samtökum þess. Það er líka vert að benda á, að hér er málefnalega sinnað fólk á ferðinni, sem gengur til samstarfs við okkur vegna hugmynda sinna og hugsjóna. Hin al- menna þjóðfélagsþróun undanfarin ár og vaxandi yfirgangur sósíalista hefur vafa- laust haft sitt að segja í þessu efni. Ungu fólki á Islandi er ekki sama um það hvaða stefnu samfélagið tekur. — Sumir segja, að á þessu þingi hafi öfgafullir frjáls- hyggjumenn tekið völdin í Sam- tökum ungra sjálfstæðismanna. Ert það rétt? — Ég mótmæli því í fyrsta lagi, að frjálshyggja sé öfgastefna. Frá samein- ingu Ihaldsflokksins og Frjálslynda flokksins 1929 hefur Sjálfstæðisflokkur- inn grundvallað stefnu sína að miklu leyti á frjálshyggju. Og á síðasta lands- fundi var samþykkt mótatkvæðalaust stefnuyfirlýsing sem heitir: Endurreisn í anda frjálshyggju. í öðru lagi er ekki rétt, að ekki komist annað að í hugum ungra sjálfstæðismanna en frjálshyggja. Heilbrigð íhaldssemi og varðveizlustefna er ekki þýðingarminni þáttur sjálfstæð- isstefnunnar en frjálshyggjan í augum ungra sjálfstæðismanna. Ég hef ýmist verið sakaður um að vera öfgasinnaður frjálshyggjumaður eða laun-sósíalisti eftir að hafa þýtt bók J.K. Galbraiths, Öld óvissunnar, fyrir nokkr- um árum. Hitt er annað mál, að við verðum að gæta þess, að aðlaga okkar hugmyndir að þeim raunveruleika sem við búum við á Islandi. Við verðum að taka það, sem okkur hentar og er nytsamlegt úr hugmyndum frjálshyggj- unnar, en ekki keppast við að staðfæra hugmyndakerfi og færa þau óbreytt upp á okkar aðstæður. Verkefni okkar í SUS verður m.a. að greina og skýra hvað af þessu hentar okkur og hvað ekki. Við verðum að reyna að koma til skila til almennings hugsun frjálshyggjunnar og öðrum hugmyndum, sem við teljum, að eigi samleið með sjálfstæðisstefnunni og séu hluti af henni. Það er t.d. misskilningur, að frjáls- hyggjan sé ekki mannúðleg stefna. Stefna athafnafrelsis, sem ein tryggir aukna verðmætasköpun og betri lífskjör er einmitt bezt til þess fallin að skapa öllum meira öryggi og betri afkomu. Og engum íslendingi dettur í hug að skilja þá, sem minna mega sín eða eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni, eftir á flæðiskeri, allra sízt fólki, sem vill byggja hér siðaðra manna samfélag á frjálslyndum og kristilegum viðhorfum. — Hvernig horfa ungir sjálí- stæðismenn fram til landsfund- ar? — Ég geri mér ljóst, að tímabilið fram að landsfundi getur orðið erfitt að því er varðar innri málefni flokksins. Hvað gerist á landsfundinum sjálfum að þessu leyti fer auðvitað mest eftir því, hvað formaður og varaformaður hafa í huga hvor í sínu lagi. Ég teldi það mikla happastund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef stjórnarsinnar í flokknum hefðu djörfung til þess að slíta stjórnarsam- starfinu fyrir landsfundinn og sættast heilum sáttum við félaga sína, þegar á fundinn kemur. En landsfundurinn hefur ekki ein- göngu það verkefni að kjósa flokknum formann og varaformann. Þar fer einnig fram alhliða stefnumótun og flokkurinn má ekki einblína svo á innri vandamál að almennt hlutverk hans í þjóðfélaginu gleymist. Ungir sjálfstæðismenn munu leggja sitt af mörkum í þessu efni nú sem fyrr. stK-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.