Morgunblaðið - 13.09.1981, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Vík,
Grindavík,
veröur jarösungin frá Grindavíkurkirkju þriöjudaginn 15. septem-
ber kl. 14.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir, sem vildu minnast hennar,
eru beönir um að láta Slysavarnafélag íslands njóta þess.
Þorlákur Gíslason,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Bróöir okkar.
LYOUR GUDMUNDSSON
bóndi, Fjalli, Skeiöum
andaöist á Landakotsspítala 11. september. Systkinin.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
mannsins míns,
GUDMUNDAR SIGURÐSSONAR
frá Fáakrúösfiröi.
Eiginkona og systkini hina látna.
t
Eiginmaöur minn,
JÓN ÁGÚST EINARSSON
frá Ytri-Þorsteinsatööum
Fannborg 5, Kópavogi.
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 16. sept. kl. 3.
Kristín Þorsteinsdóttir.
+
Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma,
INGILEIF JAKOBSDÓTTIR,
Keldulandi 19,
veröur jarösungin frá Bústaöakirkju miövikudaginn 16. sept. kl.
13.30.
Jón Valby Gunnarsson,
Sóley Jónsdóttir, Valur Kristinsson,
og barnabörn.
+
Útför
JÓNASARJÓNSSONAR
Lækjarbug, Blesugróf,
fer fram þriöjudaginn 15. sept. frá Fossvogskirkju kl. 10.30.
Guömundur Jónasson,
Gunnlaugur Jónasson,
Jón Jónasson.
+ Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
DAGBJÖRT GUDBRANDSDÓTTIR
Eskihlið 8a
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, mánudaginn 14. sept.
kl. 13.30.
Katrín Björgvinsdóttir, Hákon Gunnarsson,
Kristín Björgvinsdóttir, Björgvin og Birgir, Kári Kaaber.
+
Útför,
GUDRUNARMAGNUSDÓTTUR
frá Englandi, Lundarreykjadal,
sem lést 7. sept. fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 17.
sept. kl. 3.
Fyrir hönd vandamanna,
Bj arni V. Magnússon.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 81960
Sigurbjörg Bjömsdóttir
Skagaströnd - Mimting
Fædd 17. júní 1930
Dáin 3. apríl 1981
Um sumardaK blómiA í sakloysi hló
rn solin hvarf ok ólió til foldar þaó sló.
M.J.
Þessar fallegu setningar þutu í
gegn um huga minn er ég frétti lát
Boggu eins og hún var alltaf
kölluð. Mér fannst kólna inni og
sólskinið þverra. Ég vissi að hún
átti við veikindi að stríða, en að
svo væri liðið á daginn og kveldið
komið óraði mig ekki fyrir. Því var
brottför hennar mér hálfgert reið-
arslag. Tími okkar er í hendi guðs.
Því spyr maður, ekkert svar. Það
er svo erfitt að sætta sig við að
hún sé ekki lengur á meðal okkar,
henni hefur verið markað æðra
starf í betri heimi. Enginn ræður
sínum næturstað. Minningar og
ótal myndir streyma fram og
hlaðast upp í hugann. Henni eru
færðar þakkir fyrir allt gott sem
hún lét af sér leiða, hún skilur
eftir sig margar ljúfar minningar.
Sá dýrmæti hæfileiki var henni í
blóð borinn að sjá ætíð bjarta hlið
á hverjum hlut.
Er ég lít til baka sé ég þessa
laglegu broshýru ungu stúlku, sem
marga heillaði, bros hennar yljaði
mörgum um hjartarætur. Það
geislaði frá henni lífskraftinum.
Hún er öllum minnisstæð er hana
þekktu. Við erum samferðarmenn
á stóru fari. Sumir eiga langa
samfylgd, aðrir styttri, við sökn-
um kærra vina en vitum þó að
leiðir okkar allra liggja að sömu
slóð og að sama hliði.
Bogga var nægjusöm, heimakær
og gerði aldrei miklar kröfur til
lífsins, ánægð með sitt hlutskipti.
Hún var sönn eiginkona, móðir og
amma. Frá árdegi ævinnar til
hinstu stundar var hjartað gulli
betra. Hún var hamingjusöm í
faðmi fjölskyldunnar, heimilið var
hennar arinn.
Þessi minning er sönn mynd af
vissum þætti í fari Boggu, sem
best mun varðveitast. Hún afhenti
sitt ávaxtaða pund áður en hún
skilaði þessari jarðvist.
Bogga var gift Kristjáni Hjart-
arsyni organista hér í bæ, af-
bragðs manni, sem reyndist konu
sinni góður Iífsförunautur. Hann
stóð sem hetja við hlið hennar.
Var henni stoð og stytta, eins börn
þeirra, er élið skall yfir áður en
varði. Nú er sæti hennar autt.
Hún vann heimili sínu meðan
kraftar leyfðu. Hún bognaði aldrei
en brotnaði í bylnum stóra sein-
ast.
Maður hennar, börn og foreldr-
ar sakna hennar sárt, en öll eiga
þau Ijúfar minningar sem bregða
mildum bjarma yfir söknuð og
sorg. Spor hennar standa þó
stafur hennar sé fallinn.
Það var alltaf gott að koma á
heimili þeirra hjóna, gestrisni
mikil. Alltaf tók Bogga með bros á
vör mót öllum er knúðu dyra.
Heimilið vistlegt, hver hlutur á
sínum stað.
Nú er skarðið í vinahópinn stórt
og verður seint upp fyllt. Nú þegar
ævisól Boggu er hnigin í sæ finnst
okkur sem hana þekktum best, að
lífið hafi einhverjum lit sínum
glatað. Mér er ljúft að minnast
hennar. Hún var einstaklega ljúf
og hlý í viðmóti við alla, ekki síður
við þá er máttu sín minna. Hún
var einn hlekkur í lífskeðju okkar
sem vorum nágrannar hennar og
þekktum hana best. Við geymum
minningu hennar sem ilmríkt
blóm við hjarta okkar, henni er
aldrei eytt.
Bogga lét sér annt um börn sín.
Þar átti hún dýrmætan fjársjóð.
Hún vakti yfir velferð þeirra, sem
þau og launuðu vel. Er hún missti
heilsuna reyndust þau henni vel
og undir lokin viku þau ekki frá
henni fyrr en yfir lauk. Maður
hennar annaðist hana líka af
einstakri nærgætni er heilsan
þraut. Öll léttu þau henni byrðina
er hún fékk að vera með þeim
heima er kraftar voru á þrotum.
Það er sárt að horfa upp á sína
nánustu þjást, en þegar vonin er
úti er hvíldin kærkomin. Nú lifir
hún sæl í ljúfum lífsfögnuði
hverja stund. Hennar stríði er
lokið, hún er laus við allar þrautir
og þjáningar.
Bogga fékk þá ósk uppfyllta að
sjá börn sín vaxa úr grasi og verða
nýtir þjóðfélagsþegnar, sem bera
merki hennar. Öll hafa þau mikið
misst er hún burtkallast langt
fyrir aldur fram. Þau vonuðust til
að fá að njóta hennar miklu
lengur, en guð ræður. Það er alltaf
eftirsjón af konum hennar líkum.
Það var alltaf svo mikil heiðríkja í
kringum Boggu. Manni leið vel í
návist hennar. Hún var skemmti-
leg kona sem allir sjá eftir sem
hana þekktu. Þó alltaf fylgdi
henni lífgandi blær mun þó birtan
margfalt fegri er mætir henni í
unaðssölum er andi hennar svífur
að sólum lausnarans.
Bogga og Kristján eignuðust
fimm börn. Þau eru þessi: Guð-
mundur Rúnar, Ragnheiður
Linda, Sigurlaug Díana, Sveinn
Fæddur 5. mars 1898.
Dáinn 3. september 1981.
Ilvorí som Ilrytan i‘r smá
erta seKlprúð að sjá
<>K hvort súðin cr tró cða stál.
hvort scm knýr hana ár
cða roiði ok rár
cða rammaukin vól yfir ál.
hvcrt citt Iljiitandi skip
bcr þó (armannsins svip
llann cr fcrjunnar andi ok hafskipsins sái.
(Örn Arnarson)
Nú er hann afi minn dáinn.
Hann sem oft á árum áður lét úr
höfn glaður og reifur, hefur nú ýtt
úr skor i síðasta sinn. Hann dó á
fimmtudaginn var. Kvöldsólin
glampaði í sjónum og Jökullinn
skartaði sínu fegursta. Það var
ekki amalegt veður til að sigla. Og
nú sigldi hann til landa sem okkur
eru ókunn og hann segir okkur
aldrei frá.
I æsku minni voru útlöndin eign
afa míns. Amalíuborg var eitthvað
svo magnað og dularfullt, að við
áttum engin orð yfir það. Frels-
isstyttan í Ameríku var ólýsanleg
og fögur, að vísu hefur hrifningin
af henni dalað eitthvað eftir því
sem árin Iiðu. Já, hann afi minn
átti útlöndin. Og nú á hann
stærsta útland í heimi. Þar kastar
hann akkeri sínu og unir eflaust
glaður við sitt. Samt hugsa ég að
hann sakni aðeins skipshöndlar-
Hjörtur og Sæbjörg Drífa. Öll eru
börn þeirra hér í Höfðakaupstað.
Einn son eignaðist Bogga fyrir
hjónaband. Hann heitir Ómar
Jakobsson, búsettur hér í bæ.
Hér sleit hún að mestu barns-
skónum, kom hingað ung að árum
með foreldrum sínum, sem lifa
hana komin á efri ár. Hún var
einkadóttir og þeim mjög kær,
eins bræðrum sínum. Þar var
alltaf innilegt samband á milli
alla tíð. Hún var góð dóttir og
systir.
Nú er hún farin í þá ferð sem
við förum öll í að lokum og er að
henni mikil eftirsjá. Ég þakka
henni samfylgdina í gegn um árin
sem aldrei gleymist.
Ég bið guð að standa við hlið
manns hennar, barna og foreldra
og annarra ættingja og veita þeim
styrk í sorg þeirra. Hann einn
bætir hvert böl.
Sofi hún rótt. Guð blessi beðinn
hennar.
Jóna G. Vilhjálmsdóttir,
Lundi, Skagaströnd.
anna sem seldu honum makkin-
tossið og lakkrískonfektið, ekki af
því að hann væri mikil sælgætis-
æta, heldur vorum við barnabörn-
in hans það. Ég man alltaf eftir
því þegar amma mín sáluga sagði
við okkur krakkana: „Nú kemur
hann afi ykkar á morgun, hlakkið
þið ekki til?“ Jú, við hlökkuðum til
að sjá afa, en við hlökkuðum ekki
síður til að sjá í dularfullu og
marglitu pappírspokana frá skips-
höndlurunum. Svona eru börn og
svona verða alltaf börn, sem betur
fer.
Og þegar ég, landkrabbinn, fer
loksins í siglinguna til útlandsins,
þar sem hann afi minn er núna,
hálfsmeykur við allt sem fyrir
augu ber, veit ég að hann tekur á
móti mér og stingur uppí mig
konfektmola og segir mér að allt
sé í lagi. Þá veit ég líka að allt
verður í lagi.
Blessuð sé minning afa míns.
G.M.
+
Þökkum innilega auösýnda vináttu og samúö viö andlát og útför,
ARA ÞORGILSSONAR
Vík I Mýrdal.
Þorbjörg Sveinsdóttir,
Sveinn Rúnar Arason,
Þorgils L. Arason,
Halla Aradóttir,
Lára Aradóttir,
Guóni Arason,
og barnabörn.
Ragnhildur Hreiöarsdóttir,
Sæbjörg Snorradóttir,
Martin Loveday,
Sveínn Halldórsson,
Elísberg Pétursson
bryti - Minning