Morgunblaðið - 13.09.1981, Side 34

Morgunblaðið - 13.09.1981, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981 Borgarf jarðarbrúin vígð í dag: Á Alþingi voru skiptar skoð- anir — en alltaf meirihluti í dag er vígð hin nýja brú yfir Borgarfjörð, á ósum Hvítár, milli Borgarness og Seleyrar. Eru þá liðin um 23 ár frá því að málinu var fyrst hreyft á Alþingi. Halldór E. Sigurðsson flutti tillögu hinn 26. febrúar 1958 í Sameinuðu Alþingi, um rannsókn á brúargerð yfir Borgarfjörð. Til- lögunni var vísað til fjárveitinga- nefndar og var þar mjög breytt, útvíkkuð í það að verða þings- ályktun um rannsókn á möguleik- um til að stytta landleiðina frá Reykjavík til Borgarfjarðarhér- aðs, Vestur- og Norðurlands. Atti í því efni að athuga um endurbætur á þjóðveginum um Svínadal og Geidingadraga, svo og að ferju yrði komið á yfir Hvalfjörð milli Hvalfjarðareyrar og Kataness. Tiliaga Halldórs um rannsókn á brúargerð yfir Borgarfjörð, sem aðgreint viðfangsefni náði því ekki fram að ganga, sem slík, heldur var samþykkt almenn stefnuyfirlýsing um rannsókn á endurbótum á þjóðveginum til Vesturlands, ferju yfir Hvalfjörð og brú á Borgarfjörð. Að þessari tillögu fjárveitinga- nefndar stóð auk Halldórs m.a. Pétur Ottesen, þingmaður Borg- firðinga, en hann átti þá sæti í fjárveitinganefnd. Utvikkun til- lögunnar í það að fela í sér athugun á ferju yfir Hvalfjörð þurfti engan að undra því Pétur Ottesen hafði einmitt beitt sér fyrir því efni meira en áratug áður. Hugmyndin um brú á Borgar- fjörð við Seleyri var heldur ekki ný af nálinni, því eftir því sem fram kemur hjá Halldóri E. Sig- urðssyni, mun höfundurinn hafa verið Sigurður Guðbrandsson, mjólkurbússtjóri í Borgarnesi, og kynnti hann hugmynd sína á Rotaryfundi í Borgarnesi skömmu áður en málið kom fram á Alþingi. Eftir þessa kynningu málsins gerist ekkert næstu misserin. Vinstri stjórnin, sem þá sat að völdum, virðist ekkert hafa gert í málinu. Var hljótt um málið fram undir það að líða fer að Alþingis- kosningum 1963. Þá tók Ásgeir Pétursson, sem þá var orðinn svslumaður Borgfirðinga og vara- þingmaður Vesturlands, að kynna málið og hefja umræðu um það. Blaðamaður Mbl. spurði Ásgeir um viðhorf til brúarmálsins á þeim tíma. Ásgeir Pétursson sagði: Það er rétt, að ég var einn þeirra sem fékk áhuga á málinu og hygg ég, að Sigurður Guðbrandsson hafi sérstaklega ýtt undir þann áhuga. Mér varð strax ljóst, að ályktun Alþingis frá 1958 var alltof víð- tæk. Það var auðvitað ærið við- fangsefni að ætla að brúa Borgar- fjörð, þó ekki ætti samtímis að stefna að lausn annarra stórra samgönguvandamáia við Hval- fjörð og Borgarfjörð. Þar við bættist, að þeir, sem stóðu að tillögunni, fylgdu málinu þá lítt eða ekki eftir. Það var mikilsvert, að Halldór E. Sigurðsson hreyfði málinu á Alþingi. En auðvitað gat sérhvert mannsbarn séð, að eng- um einum manni né flokki var ætlandi að koma slíku máli í gegn einsömlum, heldur varð að fá fylgi sem flestra, manna og flokka. Einkum var þá þýðingarmikið að fá stuðning Sjálfstæðisflokksins við málið, því hann réði auðvitað mestu í þessum efnum, hafandi allt í senn, stjórnarforystu, sam- gönguráðherrann, fjármálaráð- herrann og formann fjárveitinga- nefndar. Ég hóf að kynna málið nánar, bæði í blöðum og á fundum. M.a. ræddi ég það á framboðsfundum 1963. Verður að segja eins og er, að menn höfðu takmarkaðan áhuga á málinu, sennilega vegna þess að þeir höfðu litla trú á, að það gæti náð fram að ganga. Ég hafði einnig leitað álits verkfróðra manna um brúarmálið. M.a. þeirra Árna Snævars og Jóns Víðis. Þeir ágætu menn töldu báðir, að viðfangsefnið væri vissu- lega stórt en engan veginn svo óleysanlegt og dýrt eins og sumir héldu fram. í mái 1965 óskaði ég eftir því við þá Bjarna Benediktsson forsætis- ráðherra og Ingólf Jónsson sam- gönguráðherra að fá fund með þeim um brúarmálið. Fór sá fund- ur fram um mánaðamótin, að því er mig minnir. Þar var rætt almennt um málið og töldu báðir - Rætt við Ásgeir Pétursson um aðdragandann að byggingu Borg- arfjarðarbrúar ráðherrarnir ágalla á málatilbún- aði, að ekki lægi fyrir álit héraðs- búa í Borgarfirði á málinu. Hitt þótti einsýnt, að dagar gömlu brúarinnar við Ferjukot væru senn taldir, hún þyldi ekki vax- andi þungaumferð og væri reynd- ar orðin hættuleg. Eg fór þess á leit, að mér yrði heimilað að koma á umræöu um málið á Alþingi næst þegar ég tæki þar sæti. Á það var fallist, enda lægi þá fyrir viljayfirlýsing sýslunefnda Mýra- sýslu og Borgarfjarðarsýslu í þessu efni. Var þá ákveðið að stofna til umræðna um málið á Alþingi með fyrirspurn til sam- gönguráðherra. Hélt ég við svo búið að Ytra- Hólmi og ræddi við Pétur Ottesen um málið. Féllst hann á að taka brúarmálið sérstaklega til um- fjöllunar og að ferjumálið yfir Hvalfjörð biði. Akraborgin gekk nú ekki lengur í Borgarnes og öllum kunnugum var orðið öld- ungis ljóst, að samgöngur við Borgarfjörð voru í vaxandi mæli á landi. Það varð ekki lengur um- flúið að byggja nýja brú. Saman- burður á valkostum um staðsetn- ingu sýndi síðan, að hagkvæmast var að byggja brúna þar sem hún stendur nú. (Segir nánar um þetta atriði í bókinni um Pétur Ottesen, bls. 15, Rvk. 1969.) Fluttum við síðan tillögu í sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu á næsta aðalfundi hennar 1966 um að skora á Alþingi og ríkisstjórn að hraða rannsókn á brúargerð á Hvítá við ósa hennar. Var tillagan samþykkt einróma. Samskonar tillaga var svo samþykkt í sýslu- nefnd Mýrasýslu. Sýnt þótti, að umferð um hina þegar úreltu brú við Ferjukot myndi enn vaxa við það að samgöngur á sjó (Akra- borg) legðust niður til Borgarness. Ný og öflugri brú varð að koma. Rannsókn þurfti til þess að kanna hagkvæmasta staðinn. Með þessar samþykktir sýslu- nefnda Mýramanna og Borgfirð- inga að vopni, flutti ég málið inn á Alþingi með fyrirspurn til sam- gönguráðherra, Ingólfs Jónssonar. Umræðan á Alþingi markaði tímamót, einkum vegna yfirlýs- ingar Ingólfs Jónssonar um, að byrjaðar væru mælingar vegna fyrirhugaðrar brúar og að æski- legt væri, að þeim yrði lokið á næstu árum. Þá fengust og fyrstu fjárveitingar á fjárlögum til rann- sóknanna á árinu 1969. Undirbún- ingur var þá kominn af stað og það var aðalatriðið. I kjölfar umræðunnar fóru fram viðræður heimamanna, okkar Pét- urs Ottesens við Ingólf Jónsson, sem lýsti þá þeirri stefnu sinni, að brúin kæmist í fjárlög innan tíðar. Það varð og, því í samráði við Ingólf beittu þeir Magnús Jónsson fjármálaráðherra og Jón Árnason, sem var þá orðinn formaður fjár- veitinganefndar, sér fyrir því, að í fjárlög ársins 1969 kom fjárveit- ing til rannsókna vegna brúar- gerðarinnar. Var hún síðan endur- nýjuð árlega til 1972. Það varð því hlutskipti viðreisn- arstjórnar dr. Bjarna Benedikts- Pétur Ottesen sonar að færa brúarmálið í endan- legan farveg. Upp frá því þurfti enga sérstaka baráttu fyrir þessu mikla máli, enda starfaði Vega- gerð ríkisins markvisst að rann- sóknum og öðrum undirbúningi sjálfrar brúarsmíðinnar. Árið 1974 var svo samþykkt fjárveiting til brúarsmíðinnar sjálfrar. Halldór E. Sigurðsson var þá Uármálaráðherra í ríkis- stjórn Olafs Jóhannessonar og beitti hann sér fyrir því. Árið 1974 var all sérstakt í stjórnmálunum. Kosningar og stjórnarskipti. Af framkvæmdum við brúna varð ekki það árið. En ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar settist að völdum seint á árinu 1974 og hélt hún áformun um brúna áfram og hóf framkvæmdir við hana árið 1976. í ríkisstjórn Geirs gegndi Halldór E. Sigurðs- son embætti samgönguráðherra. Til liðs við hann um framgang brúarsmíðinnar voru fjármálaráð- herrann, Matthías Á. Mathiesen, og síðast en ekki síst Jón Árnason, formaður fjárveitinganefndar. Um afstöðu Alþingis til máls þessa má segja, að þar voru svo sem er um önnur mál ætíð skiptar skoðanir. En hitt er staðreynd, að ætíð var þar drjúgur meirihluti fyrir framgangi málsins, sagði Ásgeir Pétursson að lokum. Jón Árnason Nú eru menn bjartsýnir og geta hugsað sér brúargerð yfir Borgarf jörð í tilefni af því, aö Borgarfjaró- arbrú er vígö í dag, birtir Morg- unblaðiö hér til fróðleiks nokkuó stytta frásögn af umræöum, sem fram fóru um þetta mál á Alþingi hinn 28. febrúar 1967, en þær voru taldar mjög stefnumarkandi í sambandi víð brúarbygginguna. Fyrirspyrjandi (Ásgeir Péturs- son): Herra forseti. Fyrirspurnir þær, sem ég hef beint til hæstv. samgöngumálaráðherra, varða tvo alveg aðgreinda þætti, sem lúta að samgöngubótum við Vesturland, og hef ég því hvorki óskað skýrslu um heildaráætlun um samgöngubætur fyrir Hvalfjörð né heldur vakir fyrir mér að stofna til almennra umræðna um þetta mál. Fyrirspurnir mínar eru bornar fram af sérstöku og gefnu tilefni. Sýslunefndir beggja sýslnanna, sem Borgarfjarðarhérað mynda, samþykktu á síðustu aðalfundum sínum í fyrra áskorun á ríkisstjórn og Alþingi m.a. um það, að upp yrðu teknar rannsóknir, sem miði að tilteknum umbótum og bættum sam- göngum við Vesturland. Ég vil vekja sérstaka athygli á því, að fyrirspurn- ir mínar lúta einvörðungu að rann- sóknum, sem varða umræddar sam- göngubætur. Ég get þessa, vegna þess að það er skoðun mín, að lítt rökstuddar áskoranir um, að í hinar og þessar framkvæmdir skuli ráðizt án nokkurra rannsókna, eru oft fjarri því að vekja traust Alþingis og stjórnvalda á viðkomandi máli. Ættu raunar allir að geta fallizt á það sjónarmið, að áður en ráðizt er í kostnaðarsöm mannvirki, þarf óhjákvæmilega að fara fram hlut- læg, vísindaleg, þ.e.a.s. tæknileg og fjárhagsleg rannsókn á viðfangsefn- inu. Sú rannsókn á síðan að verða forsenda ákvörðunar um það, hvort í framkvæmdina er ráðizt eða ekki. Getsakir eða tilfinningamál hvorki eiga né mega ráða því, í hvaða framkvæmdir við leggjum. Með lík- um hætti má segja, að það sé einnig óverjandi að framkvæma ekki rann- sóknir, sem almennar röksemdir benda til, að gætu orðið undanfari þýöingarmikilla umbóta í þjóðfélag- inu. Ég sagði áðan, að hér væri fylgt eftir áskorun héraðsstjórnar Rorg- — sagði Ingólfur Jónsson í umræðum á Alþingi 1967 firðinga á Alþingi og ríkisstjórn um samgöngubætur við Vesturland. Einn þáttur þeirrar samþykktar var sá, að sem allra fyrst hæfust rann- sóknir á hugsanlegu brúarstæði yfir Hvítá við Seleyri. Seleyri er, eins og menn vita, andspænis Borgarnesi, lítið eitt ofar. Það var ekki skorað á ríkisstjórn að láta þegar í stað hefja slíka brúarsmíð, heldur láta rann- saka fræðilega, hvort slíkt verk væri af þjóðhagslegum ástæðum hag- kvæmt og réttmætt. Mér skilst, að vegamálastjórnin hafi svo í sumar byrjað einhverjar rannsóknir á þess- um stað, og nú æski ég upplýsinga um það, hvað fyrir liggur af fróðleik um þetta efni. Óskir sýslunefnda eru studdar ýmsum almennum röksemdum. í fyrsta lagi þeim, að núverandi að- stæður við gömlu Hvítárbrúna við Ferjukot eru orðnar með öllu óþol- andi. Undirstöður, brýr og að- keyrslugarðar við Ferjukotssíki síga stöðugt, og þar hefur legið nærri stórslysum hvað eftir annað. Norð- urá brýzteinatt í vatnavöxtum niður í síkið og stundum yfir Eskiholts- flóa, sem þar er vestur af, og veldur þar algerri ófærð. Að sunnanverðu við Hvítárbrú hagar þannig til, að í vatnavöxtum flæðir Hvítá stundum yfir bakka sína meðfram Hvítár- vallahálsi og veldur þar ófærð. Af þessum sökum er ljóst, að það er óhjákvæmilegt, að það verður að gera stórt átak til þess að bæta úr þessum annmörkum, og þá vaknar spurningin um það, hvort ekki sé skynsamlegra þegar af þessari ástæðu einni að brúa ána annars staðar. En það eru fleiri veigamikil rök, sem koma hér til. Ef niðurstöður rannsóknar yrðu jákvæðar og brúin yrði byggð, mundi leiðin frá Borg- arnesi út á Akarnes styttast um nær helming. Það mundi þýða ótrúlega breytingu á svo margvslegan hátt, að jaðrar við eins konar framfara- byltingu á sviði samgangna. Það mundi t.d. þýða, að það væri unnt fyrir verkafólk úr Borgarnesi að hagnýta sér vertíðarvinnu á Akra- nesi einmitt á þeim tíma, þegar vinna er minnst í Borgarnesi. Það mundi einnig þýða, að Borgnesingar og héraðsbúar norðan Hvítár gætu sparað sér að koma upp sjúkraskýli í Borgarnesi. Þannig gæti brúarsmíð- in beinlínis sparað milljónaútgjöld, að ekki sé minnzt á öryggið fyrir sjúka og særða, sem nú þarf að flytja þessa löngu leið á spítalann á Akranesi. Það þarf varla að fara mörgum orðum um það ástand, sem skapast, þegar menn til viðbótar langri vegalengd geta svo átt það á hættu, að samgöngur lokist vegna vatnavaxta eða af fannfergi. Þá er líka rétt að benda á þann sparnað, sem við það yrði, að leiðin til Reykjavíkur styttist um fjórðung. Hvað skyldi þjóðarbúið spara á því við flutninga á 1200—1500 tonnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.