Morgunblaðið - 13.09.1981, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1981
35
af kjöti árlega, 5 millj. lítrum af
neyzlumjólk og margs konar öðrum
landbúnaðarafurðum? Hvað græðir
þjóðin á þeim sparnaði á vinnutíma
og sliti á farartækjum, sem við þetta
yrði? Og hvaða örvun í félagslegum
og menningarlegum efnum mun af
slíkri framkvæmd leiða um allt
Vesturland?
Það er skoðun margra giöggra
leikmanna, að brú yfir Hvítá við
Seleyri sé ekki eins mikið mannvirki
og almennt hefur verið talið. Ef
rannsókn staðfestir það, sem við
skulum vona, leyfi ég mér, herra
forseti, að draga í efa, að það sé unnt
að benda á margar framkvæmdir í
þessu landi, sem betur mundu borga
sig en umrædd brúarsmíði.
Landbúnaðarráðherra (Ingólfur
Jónsson): Herra forseti. Það verður
að teljast gott, þegar héraðsstjórnir
eða sýslunefndir gera samþykktir
um það að rannsaka mál og gera
athuganir á þeim, áður en gerð er
áskorun um það, að hafizt verði
handa um framkvæmdir, því að það
er áreiðanlega rétt að fara þannig að
frekar en að flana út í framkvæmdir,
sem ekki hafa verið rannsakaðar og
verða þess v.egna miklu dýrari en
eðlilegt hefði verið og kannski ekki
þjóðhagslega hagkvæmar.
Á sl. sumri voru gerðar fyrstu
frummælingar á Seleyri og við
Borgarneskauptún til þess að kanna
líklegustu veglínu að firðinum
beggja vegna með hugsanlega brúar-
gerð fyrir augum, en fjörðurinn er
þarna 1,7 km á breidd. Hér er þó
aðeins um fyrstu frumathugun að
ræða, og engar mælingar eða rann-
sóknir hafa verið gerðar í sjálfum
firðinum.
3. spurning: Hvenær má vænta
þess, að undirbúningsrannsóknum á
slíkri brúargerð verði lokið? Engar
áætlanir liggja fyrir um þetta atriði.
Hins vegar er ljóst af umferðartaln-
ingu síðustu ára, að leggja þarf
Vesturlandsveg sem hraðbraut vest-
ur fyrir Borgarfjörð og einnig Borg-
arnesbraut samkv. ákvæðum 12. gr.
vegalaganna. Ef leggja á hraðbraut
þessa leið, þar sem núverandi vegur
Ingólfur Jónsson
liggur, mun þurfa að endurbyggja
hann svo til frá grunni og þar með
brýrnar á Andakílsá, Hvítá hjá
Ferjukoti og Ferjukotssíki. Með
lagningu Vesturlandsvegar yfir
Borgarfjörð hjá Seleyri styttist leið-
in milli Reykjavíkur og Borgarness
um 20 km og til Snæfellsness um 23
km og til Vestfjarða og Norður- og
Austurlands um 6 km. Þá yrði leiðin
um Seleyri, Borgarnes og Heydal til
Búðardals nær jafnlöng og núver-
andi leið um Hvítárbrú og Bröttu-
brekku. Af þessum sökum er ljóst, að
fyllsta ástæða er til þess að bera
saman rækilega í stofnkostnaði
endurbyggingu núverandi vegar
fyrir Borgarfjörð og lagningu nýs
vegar yfir Borgarfjörð milli Seleyrar
og Borgarness. í slíkum samanburði
verður einnig að taka tillit til
hagnaðar umferðarinnar af því að
aka mun styttri leið. Rannsókn á
leiðinni Seleyri — Borgarnes mun þó
verða bæði tímafrek og kostnaðar-
söm. Kanna þarf burðarþol botnsins
í firðinum með hliðsjón af hárri
vegfyllingu og brúargerð, þéttleika
hans fyrir mismunandi vatnsþrýst-
ingi innan og utan við veg. Eitt
erfiðasta vandamálið verður þó að
rannsaka, hvaða áhrif vegur og brú
yfir Borgarfjörð getur haft á flóða-
hættu á láglendinu við Borgarfjörð í
miklum vatnavöxtum og samsvar-
andi stórstreymi í suðvestanátt og
lágum loftþrýstingi. Til þess að fá úr
því skorið, þarf m.a. að kortleggja
mikið landssvæði við botn fjarðar-
ins, svo að nokkuð sé talið. Til
samanburðar þarf svo að gera áætl-
un um endurbyggingu núverandi
vegar sem hraðbrautar. Rannsóknir
þessar hljóta að taka nokkuð langan
tíma og kosta mikið fé. Telja verður
æskilegt, að þeim verði lokið að fullu
á næstu árum.
Halldór E. Sigurðsson: Herra
forseti. Ég vil leyfa mér að þakka
fyrirspyrjanda fyrir að leggja þessu
máli lið hér á háttvirtu Alþingi og
taka undir það, sem ekki er vanþörf
á, að héraðsstjórnir ýti á eftir
Vegagerð ríkisins og hæstvirtum
samgöngumálaráðherra aö láta
fram fara rannsóknir, sem Alþingi
hefur fyrir langalöngu samþykkt, að
fram skuli fara.
Þann 26. febrúar 1958 mælti ég
hér á háttvirtu Alþingi fyrir tillögu
um rannsókn á brúargerð yfir Borg-
arfjörð. Þann 30. maí það sama ár
var afgreidd frá háttvirtu Alþingi
svohljóðandi tillaga, sem öll fjár-
veitinganefnd Alþingis stóð að, með
leyfi hæstvirts forseta:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórn að hlutast til um, að Vegagerð
ríkisins láti fram fara rannsókn á
því, á hvern hátt sé unnt að stytta
landleiðina frá Reykjavík til Borgar-
fjarðarhéraðs, Vestur- og Norður-
lands. Skal í því sambandi m.a.
athuga möguleika á framkvæmd og
kostnaði við endurbyggingu á vegin-
um um framanverðan Svínadal og
Geldingadraga, brúargerð á Borgar-
fjörð milli Seleyrar og Borgarness og
komið yrði á ferju yfir Hvalfjörð
milli Hvaleyrar og Kataness."
Hér er allt vegamálið til Vestur-
lands og það eru 10 ár, sem Vegagerð
ríkisins hefur haft samþykkt Al-
þingis fyrir framkvæmdinni.
í des. 1964 gerði ég fyrirspurnir til
hæstvirts samgöngumálaráðherra,
hvað liði þessari framkvæmd, og
kom þá i Ijós, að hún var skammt á
veg komin, eins og síðan hefur komið
fram eða vitað er og kom fram í
ræðu hæstvirts samgöngumáiaráð-
herra hér áðan. Á Alþingi í fyrra
fluttum við þingmenn Vesturlands
tillögu til þingsályktunar enn á ný
um fullkomna rannsókn á sam-
göngumöguleikum yfir Hvalfjörð og
Vesturlandsveginn. Það hefur því
ekki skort á, að Alþingi hafi leitað
eftir því við Vegagerð ríkisins, að
hún rannsakaði þessa leið. Það, sem
hefur skort á, er það, að Vegagerð
ríkisins, undir forustu hæstvirts
samgöngumálaráðherra, hefur
gleymt að framkvæma þá áskorun,
sem Alþingi hefur lagt fyrir hana.
Það gleður mig því stórum, að
almennur skilningur skuli vera á
þessu máli, og ég treysti því, að með
því að ýta á þetta mál enn á ný, átti
Vegagerð ríkisins undir forustu
hæstvirts samgöngumálaráðherra,
sig á því, að það á að rannsaka mál,
sem háttvirt Alþingi afgreiðir til
ríkisstjórnar.
Landhúnaðarráðherra (Ingólfur
Jónsson): Herra forseti. Ég skal
gjarnan verða við tilmælum hátt-
virts síðasta ræðumanns að fylgjast
með því, að nefnd, sem kosin var í
fyrra til athugunar á þessu máli,
vinni. Það er nú svo, að menn lengir
stundum eftir því, að rannsóknum
verði lokið, og eru óþolinmóðir að
bíða eftir því. En rannsóknina skal
fyrst gera, áður en hafizt er handa
um framkvæmdir.
Háttvirtur 3. þingmaður Vestur-
lands sagði, að það veitti nú ekki af
að ýta á samgöngumálaráðherra og
Vegagerðina að fylgja eftir því, sem
búið væri að samþykkja í háttvirtu
Alþingi, svo að það yrði gert, og
vitnaði í tillögu, sem var samþykkt
hér 1958 um brúargerð á Borgar-
fjörð. Það er alls ekki rétt, sem
háttvirtur þm. sagði, að Vegagerðin
eða samgöngumálaráðherra hafi
gleymt þessari tillögu. Það var hafin
lítils háttar rannsókn á þessu máli,
eftir að tillagan hafði verið sam-
þykkt, og það kom í ljós, að þetta var
svo umfangsmikið, að það þótti ekki
á því stigi málsins ástæða til að
verja til þess stórfé, þar sem vitað
var, að brú yfir Borgarfjörð yrði ekki
byggð á næstu árum.
Viðhorfið hefur vitanlega breytzt
á síðustu árum. Framkvæmdir í
vegagerð hafa stóraukizt. Brýr hafa
verið byggðar víðs vegar á landinu
núna á síðustu árum, sem fyrir 10
árum voru litlar vonir til að yrðu
byggðar á næsta aldarfjórðungi, og
það, sem þótti alls ekki fært fyrir 10
árum, þykir jafnvel fært nú, m.a.
vegna aukinnar tækni og vegna þess,
að framkvæmdir í vegagerð hafa
stóraukizt. En við þetta bætist
stórum aukin umferð á Vesturlands-
vegi, eins og annars staðar. Við þetta
bætist, að nú er talaö um það í
alvöru að gera varanlegan veg,
Vesturlandsveg, og eins og ég sagði
hér áðan í fyrri ræðu minni, verður
að endurnýja meginhlutann af
gamla veginum, sem liggur að Hvít-
árbrúnni beggja vegna og þar sem
það liggur fyrir, að það þarf að
endurbyggja þennan veg, er alveg
sjálfsagt, að það verði rannsakað,
hvort heppilegt er að breyta vegar-
stæðinu og flytja það neðar. Það er
þess vegna kominn tími til þess nú
að láta fullnaðarkönnun fara fram á
þessu, og þess vegna verður það nú
gert.
Ég átti ekki von á því frá háttvirt-
um 3. þingmanni Vesturlands, að
hann héldi því fram hér, að þetta
hefði gleymzt, að hér væri um
einhvern slóðaskap að ræða. Við
höfum oftlega talað um þetta mál.
Við höfum báðir gert okkur grein
fyrir því, að þott brú á Borgarfjörð
kynni að koma, var alls ekki von á
henni á þeim árum, sem liðin eru,
síðan tillagan var samþykkt. Og það
líða áreiðanlega nokkur ár enn,
þangað til þessi brú verður byggð,
m.a. vegna þess, að þetta er mjög
Halldór E. Sigurðsson
dýrt mannvirki og vegagerð að
brúnni, og það þarf að afla fjár til
þess að þetta megi verða, áður en
það verður að veruleika.
Það er í rauninni ekki annað en
þetta, sem ég vildi taka fram, hvað
þetta snertir, en sem betur fer hafa
framkvæmdir aukizt á seinni árum
og gefið nýjar vonir um enn auknar
framkvæmdir, en 1958 þótti það
fjarstæða, að ráðizt yrði í mannvirki
eins og það að gera brú á Borgar-
fjörð, m.a. vegna þess, að þá var allt
vegaféð aðeins 80 millj. kr., og
jafnvel á því verðlagi, sem var 1958,
hefði brúin þá og sú vegagerð, sem
að brúnni varð að leggja, kostað það
eða meira. Nú, þegar vegaféð hefur
verið stórum aukið og ýmsum mann-
virkjum hrundið í framkvæmd, sem
ekki þótti fært á því tímabili, verða
menn vitanlega bjartsýnni en áður
og geta jafnvel hugsað sér að ráðast
í brúargerð yfir Borgarfjörð, ef það,
að undangenginni nákvæmri rann-
sókn, verður álitið þjóðhagslega
heppilegt.
Fyrirspyrjandi (Ásgeir Péturs-
son): Herra forseti. Ég þakka hæst-
virtum samgöngumálaráðherra
greinargóð svör hans við þessari
fyrirspurn, og ég ætla ekki að ræða
þau frekar, en ég held, að menn séu
núna óðum að átta sig á því, að
samgöngubætur eru ekki bara
skemmtilegur munaður, heldur arð-
bær fjárfesting, sem skilar þjóðar-
búinu bæði aukinni og betri fram-
leiðslu og færir menningarstrauma
um landið.
Það er rétt, sem háttvirtur 3.
þingmaður Vesturlands drap á hér
áðan, að áhugi manna á brúargerð
yfir ósa Hvítár er engin nýlunda.
Menn hafa íhugað þetta mál í meira
en 30 ár. Það er líka rétt, sem þessi
háttvirtur þingmaður sagði, að hann
hefði komið þessu máli á framfæri á
Alþingi fyrir 10 árum. Þá sat að vísu
vinstri stjórn, og hún sat, ef ég man
rétt, fram undir áramót það ár, svo
að henni hefur nú getað gefizt tóm
til þess að skipa nefnd eða hefja
rannsókn á því, en það gerði hún þó
ekki, þannig að háttvirtur 3. þing-
maður Vesturlands getur þá beint
skeytum sínurn til hennar, ef hann
vill gera það í þessum efnum.
En þessum háttvirta þingmanni
láðist, úr því að hann fór inn á þessa
línu, að gera hér grein fyrir höfuð-
atriði málsins. Aðalatriði þessa máls
er það, að sigling til Borgarness var
dag hvern 1958, þegar hann flutti
sína tillögu. Þá gekk Akraborgin á
hverjum degi frá Reykjavík um
Akranes til Borgarness. Það voru
hinar þýðingarmestu samgöngur, og
þegar það nú skeði fyrir hálfu öðru
ári, að þær samgöngur brustu, —
það varð að láta skipið hætta þessari
siglingu af fjárhagsörðugleikum, —
skapaðist nýtt viðhorf, og það var
þess vegna, sem héraðsstjórnin í
Borgarfirði, sýslunefndirnar báðar,
gerðu sína eindregnu áskorun um
það, að fram færi þessi rannsókn.
Þetta er meginmá! þessa efnis, að
það hafa brostið allar forsendur
fyrir því að taka á málinu eins og
gert var áður fyrr. Það er nýtt
viðhorf, sem skapast af því, að
þessar þýðingarmiklu samgöngur,
siglingin dag hvern, hefur brugðizt.
Akraborgin flutti áður alla
mjólkina, hún er núna um 5 millj.
lítra á ári, allt kjötið, sem er 12—15
hundruð tonn á ári, og farþega milli
Borgarness, Akraness og Reykjavík-
ur. Þetta skip gengur ekki lengur, og
það er þess vegna, eins og ég sagði
áðan, sem málið horfir allt öðru vísi
við í dag.
Þetta vildi ég að kæmi fram, því
að þetta er ein höfuðforsendan fyrir
því, að háttvirt Alþingi taki þetta
mál nú til sérstakrar meðferðar. Það
má líka minna á það, að það er ekki
ósanngjarnt að segja, að missir
siglingarinnar, sem var studd af
ríkisfé, auki verulega á siðferðilegan
rétt Vestlendinga til þess, að fjár-
munir hins opinbera verði látnir
ganga til þessarar umræddu brúar-
gerðar. Þetta á að sjálfsögðu ekki
aðeins við um Borgnesinga og Borg-
firðinga, heldur jafnframt auðvitað
um Snæfellinga og aðra Vestlend-
inga, og ég vil leyfa mér að segja
aðra íbúa bæði á Norður- og Austur-
landi.
Ég vil svo að lokum minna á það,
að fulltrúar allra stjórnmálaflokka,
eins og háttvirtur þingmaður Jónas
Árnason vék hér að áðan, sem buðu
fram í Vesturlandskjördæmi í fyrra,
lýstu yfir því fyrir kosningarnar, að
þeir styddu þetta mál eindregið.
Ég vil leyfa mér að endurtaka
þakklæti mitt til samgöngumálaráð-
herra fyrir upplýsingar hans.
Jónas Arnason: Herra forseti. Ég
er að sjálfsögðu sammála því, sem
hér hefur komið fram um nauðsyn
samgöngubóta í Hvalfirði og í Borg-
arfirði. Brú á Borgarfjörð, yfir Hvítá
frá Seleyri, mundi að sjálfsögðu
verða til mikilla bóta. Og hér er ekki
aðeins um það að ræða að stytta
mönnum leið úr einum stað í annan,
eins og háttvirtur 4. þingmaður
Vesturlands benti á hér áðan, heldur
er hér um að ræða mikið og
aðkallandi öryggismál. Hin gamla og
mjóa brú á Hvítá hjá Ferjukoti, það
verður að teljast hæpið, að hún dugi
lengur fyrir alla þá umferð, sem á
henni mæðir, og má segja, aö ástand
hennar sé þannig, að af henni stafi
töluverð hætta. Og beggja vegna við
brúna eru svo þeir vegarkaflarnir í
Borgarfirði, sem einna fyrst teppast
af völdum vatnavaxta, eins og hátt-
virtur 4. þingmaður Vesturlands
benti einnig á. Að sunnanverðu er
það svokallað Norðurkotseiði, að
norðanverðu vegurinn yfir Ferju-
kotssíki, sem fróðir menn segja, að
sé orðinn dýrasti vegárkafli á land-
inu. Hann hefur verið að sökkva
síðan hann var í öndverðu lagður,
þessi vegur, og hefur orðið að gera á
honum miklar og dýrar endurbætur
tvisvar og þrisvar sinnum á hverjum
áratug. Það er þar af leiðandi ekki
nein vanþörf á að beina umferðinni
frá þessum vegarköflum þarna og
þessari gömlu brú yfir Hvítá.
Ilalldór E. Sigurðsson: Herra
forseti. Ég skal nú ekki lengja þessar
umræður, en ég vil undirstrika það,
að það gleður mig stórum, að
hæstvirtur samgöngumálaráðherra
skuli nú lýsa því skorinort yfir, að
þessi rannsókn skuli gerð. Ef þetta
verður framkvæmt og brúin kemur,
ætla ég að fyrirgefa það, þó að það
hafi tekið 10 ár að hugsa um málið.
Út af því, sem fram kom í ræðu
hans og háttvirts 4. þingmanns
Vesturlands, vil ég segja það, að þau
rök, sem þar voru nefnd, voru líka
notuð hér fyrir 10 árum, og þá sáu
menn hér á háttvirtu Alþingi, hvert
stefndi með samgöngurnar í landinu,
þær væru óðum að færast inn á
landleiðir, og bentu á, að þetta yrði
sú leiðin, sem væri einna fjölförnust,
og þess vegna yrði í tíma að hugsa
fyrir málinu. Fyrir 10 árum voru
menn það framsýnir hér á háttvirtu
Alþingi, að þeir sáu það, að þessa
leið yrði að rannsaka. Þeir gerðu sér
það ljóst, að það yrði að byggja nýja
brú yfir Hvítá. Ferjukotssíkisbrýrn-
ar mundu ekki anna þeirri umferð,
sem í framtíðinni myndi á þær lögð,
og annað því um líkt. Þess vegna
ályktuðu þeir hér samhljóða, að
þessi rannsókn skyldi fara fram. Það
er hins vegar hryggðarefni, að í
valdastóli samgöngumála skuli hafa
setið menn, sem ekki hafa komið
auga á þetta fyrr en nú, að samgöng-
urnar eru daglega stöðvaðar, eins og
hefur verið síðustu dagana, vegna
þess að leiðin getur ekki annað því
hlutverki, sem henni er ætlað. Þess
vegna gleðst ég — og enginn meira
en ég — yfir því, að nú skuli þó
loksins vera skilnings að vænta í
þessu máli, og þegar framkvæmdin
verður hafin, vona ég, að þeir biðjist
ekki afsökunar á því, forustumenn í
samgöngumálum, að þeir hafi eitt-
hvað verið við það riðnir, eins og
kom fram í blaðaummælum á sl.
hausti.
Jón Árnason: Herra forseti. Ég
skal ekki lengja þessar umræður
mikið. Ég vil aðeins nota tækifærið
og þakka háttvirtum fyrirspyrjanda
fyrir að hafa hreyft þessu máli hér
og ennfremur hæstvirtum sam-
göngumálaráðherra fyrir þær upp-
lýsingar, sem hann hefur gefið af því
tilefni.
Eins og kunnugt er, er nú síðasta
árið af fjögurra ára vegaáætluninni,
og stendur því yfir nú endurskoðun
og mótun þeirrar vegaáætlunar, sem
við tekur á næsta ári. Það er því ekki
óeðlilegt, að ýmsum málum, sem
snerta samgöngur á landi, sé hreyft
hér á þessu þingi, og vitanlega er það
svo, að margar þingsályktunartillög-
ur hafa verið samþykktar, sem fela í
sér að rannsaka eitt og annað, sem
snertir vegasamgöngur. Og það er
ekki óeðlilegt, að oft sé rætt um
þessa leið hér fyrir Hvalfjörð og
Vesturlandsveginn og samgöngurn-
ar yfir Hvalfjörð, þar sem þessar
vegasamgöngur snerta hvorki meira
né minna en samgöngur fyrir þrjá af
fjórum landsfjórðungum. Við vitum
það, sem kunnugt er, að allar
samgöngur á landi til Vestfjarða, til
Norðurlandsins og enn sem komið er
til Austurlandsins, eru undir því
komnar, hvernig þessi vegur hér
fyrir Hvalfjörð er hverju sinni. Og
eins og hér hefur komið fram, var
samþykkt á síðasta þingi þingsálykt-
unartillaga um að athuga sérstak-
lega, hvernig bezt yrði fyrir komið
vegasamgöngum hér fyrir Hvalfjörð.
Það var nokkru eftir að tillagan var
samþykkt skipuð þriggja manna
nefnd, og mér er kunnugt um það, af
því að ég hef haft áhuga á því að
fylgjast með störfum þessarar
nefndar, að hún hefur þegar unnið
að margvíslegum og miklum upplýs-
ingum, sem nauðsynlegt er að afla í
sambandi við það mál.
Það var ákveðið með samþykkt
þessarar tillögu, að upplýsingarnar
skyldu liggja fyrir í lok yfirstand-
andi árs, og að því tel ég að sé stefnt.
Það var gert fyrst og fremst með
tilliti til þess, að þessar upplýsingar
geti legið fyrir, þegar hin nýja
vegaáætlun, sem á að koma til
framkvæmda á árinu 1969, verður
mörkuð og samþykkt hér á Alþingi.
Og það er einmitt með tilliti til þess,
að hér er um mjög mikið hagsmuna-
mál og nauðsynjamál að ræða í
sambandi við samgöngur á þessu
landi.
Ég tel ekki ástæðu til að fjölyrða
frekar um málið. Ég vil taka það
fram að nýju, að ég þakka þeim, sem
hér hafa átt hlut að máli, að þessum
umræðum var hreyft, og ég tel, að
það hafi ýmislegt komið fram í
sambandi við þessar umræður, sem
undirstrikar það, hve mikil nauðsyn
er á, að þessar vegaframkvæmdir og
auknu samgöngubætur, sem hér um
ræðir, verði númer eitt í þeirri
vegaáætlun, sem samþykkt verður
fyrir næsta tímabil.