Morgunblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 , J)reymdi fyrir byggingu Alversins árið 1903“ Rætt við Magnús á kassabílnum, níræðan, sem enn vinnur fullan vinnudag sem bílstjóri og sendill í Reykjavík „Kassabíllinn var mesti brand- arinn i mínu lífi o({ bílakón({arnir Steindór, Egill ot{ hinir, sögðu að ég væri búinn að eyðileggja allt fyrir fínu drossíunum þeirra," sagði Magnús Guðjónsson bílstjóri og sendill sem átti níræðis afmæli í gær, mánudag, en vinnur enn fullan vinnudag sem bílstjóri hjá Natan og Olsen þar sem hann byrjaði að vinna sjötugur að aldri. Magnús er eldhress og eftirtektar- samur í ríflegra lagi, léttlyndur og bjartsýnn og beinn í baki þótt árin séu orðin mörg. Hann er handhafi ökuskírteinis nr. 41 og er tvímæla- laust elzti starfandi bílstjóri á landinu. „Jú, ég var alltaf kallaður Magnús á kassabílnum, enginn vissi hvers son ég var, en á þessum árum keyrði ég megnið af öllum mannskapnum sem ferðaðist á milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur auk þess sem ég keyrði á Þingvöll, í Fljótshlíð, Þjórsárdal og fleiri staði. Þetta var margt fólk sem maður flutti. Eg b.vrjaði með kassabílinn árið 1922, hann tók 13 farþega, síðar eignaðist ég 24 manna bíl og síðast 36 manna. Ég átti bílinn alltaf sjálfur og síðasta hílinn seldi ég Keflavíkurrútunni, R—44 var sá bílj. Ég er fæddur í Straumsvík, svo gott þar sem álverksmiðjan stend- ur nú, nánar tiltekið í Lambhaga, þar sem ég var til tvítugs. Það var ekki langt í sjóinn, hann féll inn um bæjardyrnar þegar slæmt var í sjó á stórstraumsflóði. Tóttirnar eru aðeins spölkorn frá Straums- víkurbryggjunni þar sem maður rölti oft með kindurnar. Kindurn- ar sóttu mikið í söl i fjörunni og það þurfti að hafa mikið fyrir því að gæta þeirra á skerjunum þegar féll að og þá voru þær reknar upp eyrina sem Straumsvíkurbryggjan er byggð á. Á þessum tíma voru þarna 13 býli en nú eru þau öll komin í eyði. Það var gott að búa þarna, mikill fiskur og víst held ég að hægt væri að nota betur til slíkra hluta hina góðu bryggju sem er þar nú. Lengi var ég smaladrengur á þessum slóðum í Hraununum og m.a. var ég með Stjána bláa sem Örn Arnarson orti hið fræga kvæði um. Stjáni var ágætis kall, þótti drykkfelldur slarkari, harð- ur í horn að taka, kaldur og ákveðinn, en skemmdi sig á því að drekka of mikið eins og margir gera. Hann bjó sjálfur til bláa nafnið á sig, var löngum áður kallaður Garða-Stjáni. Nei, ekki var ég nú eiginlega bindindismaður, en ég hef mikið keyrt fyllibyttur og svoleiðis, en ég hef smakkað það og með spiritus læknaði ég mig á sínum tíma. Ég fékk brjósthimnubólgu og hitinn lá lengi í mér og ekkert gekk. Ég átti að fara á Vífilsstaði en ég neitaði ákveðið og greip til minna ráða. Ég drakk síðan óblandaðan spiritus, eina mat- skeið á dag, í þrjá mánuði, og þar náði ég að ráða niðurlögum hitans og losnaði við blóðbragð sem var gjarnt á að koma í munninn. Það hefur svona gengið á ýmsu og í eina tíð var ég í útgerð, gerði út frá Hafnarfirði á nýjan fisk, en sjálfur gat ég ekki róið vegna sjóveiki. Oft keyrði ég sjómenn þegar þeir komu í land og þá spurðu þeir: „Hvar ætli hann sé, hann Magnús á kassabílnum?" Þeir voru með dót og tros og fínu leigubílarnir vildu ekki taka Magnús Guðjúnsson. Ljósm. Mhl. Kristján Kinarsson. þá með, en það var pláss fyrir alla í mínum bílum. Til þess voru þeir. Ég var með fastar ferðir á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar frá 1923 til 1935 og alltaf flutti ég Moggann þarna á milli. Stundum á vetrum þegar færðin stöðvaði bílinn, arkaði ég með Moggann á bakinu í Fjörðinn, því fólkið varð að fá Morgunblaðið, það hefur alltaf verið einn af föstu póstun- um í tilverunni." „Hverju þakkar þú góða heilsu, Magnús?" „Eg hef alltaf verið léttlyndur og í góðu skapi. Það hefur mikið að segja og líka það að segja fólki til vegar, liðsinna því. Þegar sveitafólk kom í bæinn til Hafnar- fjarðar var alltaf vísað á mig, ég vissi hvar allir áttu heima, en þetta er nú orðið langt síðan. Til þess að muna eftir kassabílnum mínum þurfa menn að vera yfir sextugt, en þetta var hart sótt og stundum komst enginn bíll á milli á vetrum nema kassabíllinn. Einu sinni var séra Bjarni í bílnum hjá mér, við vorum hjá Kópavogslæknum um kl. 23.30 og þar þurfti ég að fara yfir tjörn við veginn. „Ertu nú kominn til sjós,“ kall- aði séra Bjarni þegar farið var að leka inn í bílinn. „Rétt sem 'snöggvast," svaraði ég og svo fjaraði á ný. Ég hef nefnilega alltaf verið lánsamur í lífinu, geðgóður og stunda mitt starf á sem öruggast- an hátt. Það er lóðið og hvað mest hefur það að segja að hægt sé að treysta á menn.“ „Ertu trúaður?“ „Ég er vel trúaður og hugsa alltaf um þau mál, er mikill kirkjumaður, en hvað annað líf varðar þá hefur mig aldrei dreymt fyrir öðru lífi. Þetta er svo sem ómögulegt að segja, það verður að Hegðan Tómasar í þessu máli í raun fáheyrð pólitísk valdníðsla „ÞFITTA er einfalt mál, það sem Tómas segir í þessari frétt eru ósannindi og Ijótur leikur af hans hálfu og þessi hegðan er í raun fáheyrð pólitísk valdníðsla. Én til nánari skýringa á þessu máli verð ég að rekja nokkrar staðreyndir," sagði Óttar Yngva- son, framkvæmdastjóri íslenzku útflutningsmiðstöðvarinnar, er Morgunblaðið innti hann álits á ummælum Tómasar Árnasonar, viðskiptaráðherra, um tilhögun á útflutningi fisks til Bandaríkj- anna og neitun hans á útflutn- ingsleyfi fyrir íslenzku útflutn- ingsmiðstöðina. Samhandið og SII komu í vcg fyrir að okkur yrði veitt útflutningsleyfi „Við höfum verið með freð- fiskútflutning frá íslandi í þrjú ár og höfum náð allmiklum árangri í sölu. Árið 1980 fluttum við til dæmis út 3.000 lestir af freðfiski og að öllu eðlilegu hefði útflutningur þessa árs numið 4 til 5 þúsund lestum. Mest höfum við flutt út til Evrópu vegna hagstæðra markaðsskilyrða í verði og gengi, en í byrjun þessa árs urðu verulegar breytingar á ytri markaðsskilyrðum, það er gengisbreyting dollars gagnvart Évrópugjaldmiðlunum, og strax og þetta kom fram fórum við fram á að viðskiptaráðuneytið veitti okkur útflutningsleyfi á freðfiski til Bandaríkjanna og var okkur veitt slíkt leyfi í nokkur skipti. Þá skeður það 23. marz síðastliðinn að Sigurður Markússon í sjávarafurðadeild SIS og annar aðili frá SH gengu á fund viðskiptaráðherra og kröfðust þess að ráðuneytið stöðvaði þessar leyfisveitingar til okkar. Tómas Árnason varð við þessari beiðni. Síðan hef ég sjálfur átt margendurteknar viðra*ður við hann um málið og jafnframt hafa framleiðendur okkar sent honum skriflegar óskir um að veita okkur útflutn- ingsleyfi á freðfiski til Banda- ríkjanna. Á fundi með Tómasi Árnasyni og nokkrum af fram- leiðendum okkar í byrjun maí síðastliðins óskaði Tómas eftir því við framleiðendur okkar að þeir leituðu eftir því við SÍS og SH að þau fyrirtæki seldu fyrir þá á Bandaríkjamarkaðinn. Því höfnuðu Sölusamtökin, ekki kom til greina að selja nema alla framleiðsluna eða ekkert. Þá þumbaðist Tómas enn við leyfis- veitingu og hafði greinilega ekk- ert meint með þessari tillögu um að leita til Sölusamtakannna um Bandaríkjaframleiðsluna. Því hann hafði allan tímann tekið það fram að freðfiskframleið- endur ættu að fá að selja á þá markaði, sem hagstæðastir væru hverju sinni og það án þvingana um sölu á allri framleiðslunni að okkur skildist. Nú liggur það loksins fyrir að viðskiptaráð- herra ætlar að láta hafa sig út í það að vernda einokun SIS og SH á Bandaríkjamarkaðinum og jafnframt að neita okkur um áframhaldandl viðskipti við þá aðila, sem við höfum skipt við um árabil. Með þessu er hann í raun og veru að rífa niður viðskiptatengsl og beina þeim undir einokunarhælinn með ráðuneytisvernd. Gróf mismunun og óIojí- lejíar KPÓþóttaákvarðanir viðskiptaráðherra Reyndar gerir Tómas nokkra undantekningu með því að veita Bjarna Magnússyni, fram- kvæmdastjóra íslenzku umboðs- sölunnar, leyfi til útflutnings freðfisks á Bandaríkjamarkað f.vrir um þremur vikum. Islenzka umboðssalan hefur ekki haft leyfi til útflutnings á frystum þorskflökum og blokk á Banda- — segir Óttar Yngvason fram- kvæmdastjóri ís- lenzku útflutnings- miðstöðvarinnar um skipulag freðfisks- útflutnings til Bandaríkjanna ríkjamarkað áður og var það staðfest við mig sjálfan á fundi með Þórhalli Ásgeirssyni, ráðu- neytisstjóra, og Stefáni Gunn- laugssyni, deildarstjóra, sem átti sér stað í viðskipta- ráðuneytinu, að mig minnir 19. ágúst. Síðan skeður það að Bjarni Magnússon, hinn gamal- gróni framsóknarmaður, kemur á fund með Tómasi 21. ágúst og á þeim fundi verður sú stefnu- breyting hjá Tómasi að veita Umboðssölunni þetta leyfi. Þessi stefnubreyting var síðar staðfest á fundi með ráðuneytisstjóra og deildarstjóra viðskiptaráðuneyt- isins í næstu viku þar á eftir. Sem sagt Tómas Árnason lét sig hafa það að veita æskuvini sínum frá Akureyrarárunum, Bjarna Magnússyni, útflutn- ingsleyfi, meðal annars fyrir Sæfang hf. í Grundarfirði, sem við höfðum selt svo til allan frystan fisk fyrir síðastliðið eitt og hálft ár. Þetta kalla ég grófa mismunun og í raun ólöglegar geðþóttaákvarðanir viðskipta ráðherra. I framhaldi af þessari geðslegu meðferð mála er svo einn stærsti framleiðandi okkar, Jökull hf. á Raufarhöfn, neyddur til að leita með viðskipti sín til annars aðila, þannig að við- skiptaráðherra þrýstir fyrirtæk- inu inn í einokunina á ný. Reyndar eru líkur fyrir því, að sá aðili hefji viðskipti við SH en ekki við sambandshringinn SÍS og framsóknarmönnum þykir SH, eins staðnað og þunglama- legt kerfi og þar er á ferðinni, örugglega þægilegur keppinaut- ur og samstarfsaðili í einokun- inni. Ekki þarf nema að benda á aukningu SIS í freðfiskútflutn- ingi síðustu ára, úr 10% í 30%. íeftir Suðureyrarkaupin). Er nokkuð óeðlilegt þó að sam- bandsmenn vilji halda þessu kerfi áfram óbreyttu í nokkur ár til viðbótar. Ég vil því kalla stöðuna í dag í freðfiskút- flutningnum 20:0 fyrir Sam- bandið svo að notað sé líkinga- mál sambandsforstjórans." Ástandió verra en á cinokunartímunum Er þá þörf á því að breyta fyrirkomulaginu á Bandaríkja- markaðinum? “Ég tel að það sé nauðsyn að veita þessum einokunarsamtök- um verulegt aðhald á öllum mörkuðum, Sölusamtökin eru í samkeppni við rnarga aðila, Kanadamenn, Norðmenn, Dani og fleiri nú þegar og telja sig sjálfa hafa byggt upp traust og öflug sölusamtök. Það er því óskiljanleg þessi hræðsla þess- ara sterku aðila við til dæmis tvo til þrjá litla innlenda samkeppn- isaðila. í raun og veru ráðskast um 10 menn í dag með megnið af útflutningi íslenzkra sjávaraf- urða, ástandið er sem sagt verra heldur en á einokunartímunum. Ég sé ekkert athugavert við það, að framleiðendur slái sér saman í félagsskap til að sjá um sölu afurða sinna, en ég tel að einokunarkrafan frá SIS og fleiri aðilum sé ekki í samræmi við atvinnufrelsisákvæði stjórn- arskrárinnar. Stundum er því haldið fram, að einokunaraðstaðan sé nauð- synleg til þess að koma í veg fyrir undirboð á erlendum mörk- uðum. Þetta er fásinna, en átti reyndar við í einstaka tilfellum á krepputímum fyrir 50 árum, þegar framleiðendur voru svo til sambandslausir við umheiminn. En nú er það eitt af hlutverkum viðskiptaráðuneytisins í gegnum útflutningsleyfakerfið að fylgj- ast með hugsanlegum undirboð- um. Ég vil í þessu sambandi nefna dæmi af útflutningssviði, þar sem algjört frelsi hefur verið í sölumálum á annan áratug. Það er rækjumarkaðurinn. Eftir uppgjör á útflutningi fyrstu 5 mánaða þessa árs kemur í ljós að meðalútflutningsverð SH, sem flutti út þriðjung rækjunnar, var 8%. lægra en meðalútflutnings- verð allra annarra útflytjenda. Sölukeríi Sölusamtakanna jók kostnaó á hvert frysti- hús í landinu um allt aó einni milljón á ári Þetta beinir kannski sjónum manna að því að starfsemi Sölusamtakanna hér á landi gæti frekast kallazt útskipunar- skrifstofur, en sölu- og markaðs-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.