Morgunblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 + HANS WIEDBUSCH, Grenimel 24, Reykjavík, lézt 17. þ m. Rjarni Finnsson og Hendrik Berndsen. Eiginmaöur minn. + GÍSLI SIGHVATSSON frá Sólbakka, Garöi, andaöist 19. september. Helga Steinsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, DAGNYR BJARNLEIFSSON, skósmiöur, andaöist í Borgarspítalanum aö morgni hins 20. þ.m. Útför hans verður auglýst síöar. Steinunn Síguröardóttir og börnin. + Systir mín, GUÐRUN J. KRISTMUNDSDÓTTIR frá Kírkjubóli, Skutulsfíröi, lést á Elliheimilinu Grund 20. september. Fyrir hönd vandamanna, Annas Kristmundsson. Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTÍN VIKTORÍA GÍSLADÓTTIR, Jaðri, Garöi, andaöist í Borgarspítalanum 20. september. sl. Jaröarförin auglýst síöar. Olafur Haraldsson, Þórdís Haraldsdóttir, Margrét Haraldsdóttir, Benóný Haraldsson, Þorbjörg Haraldsóttir, Þórdis Malmquist, Gunnar Guðbjörnsson, Magnús Kolbeinsson, Vilborg Jóhannesdóttir, Ingimundur Arngrímsson, barnabörn og barnabarnabarn. Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, RAGNAR ÓLSEN fyrrverandi veghefilsstjóri, Skipasundí 84, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 23. sept- ember kl. 3. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaöra. Anna Skarphéöinsdóttir, Rannveig Ragnarsdóttir, Ólöf Ragnarsdóttir, Guörún Ragnarsdóttír, Elin Ragnarsdóttir, Ester Ragnarsdóttir, og barnabörn. Ragnar Olafur Ragnarsson, Guðmundur Karl Sveinsson, Stefán G. Eövaldsson, Haukur Hallsson, Páll Þorgríms Jónsson + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns, fööur, tengdafööur og afa, GUNNARS AUSTFJÖRO pipulagningameistara, Munkaþverárstræti 9, Akureyri. Olína Austfjorö, Heiðar Austfiörö, Jóhanna B. Austfjörö, Erla Austfjörð, .löróur Þorfínnsson, oarnnbörn Páll Gíslason á Aðalbóli - Minning Fæddur 18. janúar 1912. Dáinn 23. ágúst 1981. Nú er Páll Gíslason á Aðalbóli aliur. Hraustmennið sem lék sér að því um langan aldur að heyja harðsótta glímu við náttúruöflin, bjóða þeim byrginn og bera hærri hlut í þeirri viðureign, féll í valinn fyrir þeim sem engin grið gefur, fremur en Níðhöggur, sem nagaði rætur Yggdrasils forðum. Læknar Borgarspítalans háðu harða en vonlitla baráttu við sjúkdóm Páls og gáfu honum af kunnáttu sinni hálfs árs viðbót við of stutta en viðburðaríka ævi. Þessari viðbót eyddi Páll heima á Aðalbóli, uns ekki var lengur vært þar, fyrir ásókn þess sem engu hlífði. Hafði þó greinilega verið setið heima meðan sætt var, því að ferðin frá Aðalbóli til fyrirheitna landsins tók aðeins tíu daga, og var þó komið við bæði á Egilsstöðum og í Reykjavík í þeirri ferð. Það er erfitt að horfa á hraust- mennin falla, en aðdáun hlýtur alltaf að vekja, begar þau kveinka sér hvorki við sár né bana. Páli var kunnugt um, að hverju stefndi, en hann tók á móti gestum með spaugsyrði á vörum, meðan hann gat gengið óstuddur. Heljarmenni hafa yfir sér ævintýraljóma á Islandi. Á marg- an hátt átti Páll heima í hópi heljarmenna, svo mikill var hann vexti, kraftalegur og burðarmikill. Hann var eini maðurinn sem ég hef séð setjast flötum beinum við 100 kg síldarmjölspoka, seilast annarri hendi í horn á pokanum yfir öxl sér og standa upp með hann á bakinu. Og það var sama að hvaða verki hann vann, allt virtist leikandi létt í höndunum á honum sem var erfiðisvinna þeim sem af minna höfðu að taka. Það var eðlilegt, að maður með burði, atorku og skaphöfn Páls leitaði á brattann og sækti þangað sem afkomuvonin var góð, þó að mikið þyrfti fyrir lífinu að hafa á stundum og við margháttaða erf- iðleika þyrfti að glíma. Það þurfti kjarkmikinn bjartsýnismann til Móöir okkar, STEFANÍA BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Starmýri, lézt í Landspítalanum 20. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. septemberT<l. 10.30 f.h. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á aö láta Elliheimiliö Grund eöa Sjálfsbjörg njóta þess. Oddný Þórarinsdóttir, Elís Þórarinsson. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, VALGERDUR ANDRÉSDÓTTIR, Framnesvegi 5, andaöist í Landakotsspítalanum 20. sept. Lýður Björnsson, Guöbjörg Óskarsdóttir, Ólafur Björnsson, Elínborg Björnsdóttir, Hans Rödtang, Sigurbjörg Björnsdóttir, Höskuldur Stefánsson, Örn Grundfjörö, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför RUNÓLFS RUNOLFSSONAR frá Hólmi í Landbrotí. Vandamenn. + Þökkum innilega auösýnda vináttu og samúö viö andlát og útför GUDBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Eyjabakka 6, Reykjavík. Haukur Claessen, Hailgrímur Arason, Guörún Ófeigsdóttir, Björn Arason, Kristín Sveinsdóttir, Sigríöur Aradóttir, Björn Finnbjörnsson og barnabörn. + Viö sendum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og jaröarför dóttur minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, HULDU VALDIMARSDOTTUR WHITE. Valdimar Jónsson Ágústa Olsen, Grétar Jónsson, Valdimar Olsen Þórhildur Árnadóttir, Hulda Margrét Waddel, barnabörn. + Faöir minn, tengdafaöir, afi, bróöir okkar og mágur, GUNNLAUGURJÓNSSON, fyrrv. starfsmaöur hjá Eimskipafélagi íslands, veröur jarösettur miövikudaginn 23. sept. kl. 1.30 frá Fossvogs- kirkju. Anna Vígdís Gunnlaugsdóttir, Sigurjón Markússon og börn, Salvör Jónsdóttir, Guörún Jónsdóttir, Einar Jónsson, Sigríöur Hrefna Guömundsdóttir, Agústa Jónsdóttir, Kristinn Óskarsson, Salvör Guömundsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÓLÍNU EYJÓLFSDÓTTUR. Eyjólfur Tómasson, Elínborg Guömundsdóttir, Magnús Tómasson, Þorbjörg Eiösdóttir, Ólafía Tómasdóttir Meeks, Tómas Ó. Tómasson, Hjördís Ragnarsdóttír, Sigmundur Tómasson, Anna S. Jensen, Sigríöur M. Tómasdóttir, Erlingur Antoníusson, barnabörn og barnabarnabörn. að flytja að Aðalbóli í Hrafnkels- dal sumarið 1945. Þá voru flest hús þar orðin léleg og engin tök á að hafast við með fjölskyldu í bæjarhúsunum vetrarlangt. En Páll heyjaði þar um sumarið, bjó þar einn með féð um veturinn, gerði upp bæjarhúsin um vorið og sótti svo konu sína og tvö elstu börnin, sem þá voru fædd til sín sumarið 1946. Búskaparsaga Páls á Aðalbóli var að sumu leyti ekkert ólík sögu margra annarra á öllum öldum Islandsbyggðar, sem komust yfir jarðnæði inni í afdal, byggðu þar' upp og komu upp stórum barna- hóp. Það sem skar sig úr með búskap Páls á Aðalbóli var það, að hann sótti á móti straumnum. Þegar aðrir fluttu frá jörðum sínum í afdölunum og freistuðu gæfunnar í þéttbýlinu, flutti Páll í afdalinn og fann gæfuna þar. En Páll fór ekki einsamall í hamingjuleitina í Hrafnkelsdal- inn. Eftirlifandi kona hans, Ing- unn Einarsdóttir, er bæði kjark- mikil, áræðin, úrræðagóð og glað- sinna. Hún þurfti oft á öllum þeim eiginleikum að halda í lífsbarátt- unni á Aðalbóli, en þar byggðu þau hjón stórhýsi yfir fjölskyld- una upp úr engu og komu upp níu mannvænlegum börnum. Páll var umhyggjusamur heimilisfaðir, og sérstaklega var hann nærgætin við ung börn. Það er ekki heiglum hent að búa i næsta nábýli við öræfi íslands. Páll bjó i innsta bæ í Jökuldals- hreppi og land Aðalbóls liggur að víðlendu og gróskumiklu afrétt- arlandl, Vestur-Öræfum, sem eru afréttur Fljótsdælinga. Aðalbólsfé leitaði oft langt inn á Vestur-Öræfi eftir síðustu haust- göngur en Páll lét sig ekki muna um að skreppa eftir því lengst inn á öræfi, þó að mörgum öðrum hefði þótt það kvíðvænlegt. Einu sinni fór hann við annan mann í eftirleit inn á Vestur-Öræfi, þegar komið var fram að jólaföstu. Smöluðu þeir félagar þá í leiðinni Kringilsárrana, en hann er gróskumikið landssvæði milli Jök- ulsár á Brú og Kringilsár inni við Vatnajökul. I Rananum voru ein- göngu ljónstyggar útigöngukind- ur, sem þeir félagar tóku með hundum og drógu á streng yfir Jökulsá á Brú milli skara. Kindun- um urðu þeir að sleppa lausum austan árinnar, þegar þær komu úr ánni, því að mikið frost var, og töpuðu þeim út í myrkrið, því að daginn þraut, áður en þær voru allar komnar yfir. Þeir fóru þá út í Sauðárkofa og gistu þar um nóttina. Daginn eftir náðu þeir kindunum síðan saman og ráku þær án hvíldar út í Aðalból og það dagsverk tók alls um 30 klukku- stundir. Einstæðasta þrekvirki sitt, sem lengi mun í minnum haft, vann Páll þegar hann féll úr kláf í Jökulsá á Brú og bjargaði sér úr því foraðsvatnsfalli á sundi. Páll var fróðleiksfús og sjófróð- ur, og hann átti eitt af stærstu bókasöfnum í einkaeign í landinu, þegar hann féll frá. Páll var eftirminnilegur maður á allan hátt. Margir munu minn- ast hans nú við fráfall hans, og tek ég undir samúðar- og saknaðar- kveðjur þeirra til eftirlifandi eiginkonu hans, barna, tengda- barna og barnabarna. Megi hans lengi minnst verða. Stefán Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.