Morgunblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 27
35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981
Norður-Atlantshafsflugið:
Verður aldrei f jár-
hagslega arðbært
segir Gunnar Finnsson, hagfræðingur
Alþjóðaflugmálastofnunarinnar
„AÐ MÍNU viti er það alvejf borin
von. að NorAur-AtlantshafsfluK
Flusleiða. í því formi sem það er.
Keti nokkrun tíma orðið fjárhaKs-
leKa aríibært," saKhi Gunnar
Finnsson. haKfræAinKur hjá Al-
þjóUafluKmálastofnunni. ICAO. i
samtali vð Mbl. — Gunnar tók það
sérstakleKa fram. að þetta væru
hans persónuloKU skoðanir.
„Það var strax á árinu 1973 orðið
Ijóst að hverju stefndi, ok ég sagði
Flugleiðamönnum það. Reyndar
var það um og eftir 1970, að
aðstæður fóru að breytast verulega
á Norður- Atlantshafinu, þegar
sterk samkeppnisöfl beggja vegna
hafsins fóru að leysast úr læðingi.
Vietnamstríðið hafði gert banda-
rísku flugfélögunum kleift að
endurnýja flota sína að miklu leyti,
en þau önnuðust gífurlega mikla
flutninga fyrir herinn.
Félögin sáu hins vegar fram á
verkefnaskort þegar stríðinu lyki
og fóru því, að leggja aukna
áherzlu á meiri aðgang að Norður-
Atlantshafinu, en þar gátu þau í
krafti stöðu sinnar boðið mun
lægri fargjöld, en áður þekktust.
Þessi fargjaldalækkun fékk strax
góðan hljómgrunn vestan hafs og
síðar meir austan, þar sem þeirri
spurningu var t.d. mjög oft varpað
fram, hvers vegna væri svo geysi-
legur munur í Evrópu á fargjöldum
leigu- og áætlunarflugs til sólar-
landa.
Aðildarfélögum IATA reyndist
æ erfiðara, að ná samkomulagi
innan sinna vébanda um fargjöld á
Norður-Atlantshafinu eftir því
sem tímar liðu. Frá árinu 1970
fram til 1975 náðist ekki samkomu-
lag, nema endrum og eins og eftir
1975 hefur ekki verið neitt sam-
komulag um fargjöld á þessum
leiðum," sagði Gunnar Finnsson.
Hver er þá framtíð Norður-
Atlantshafsflugsins í heild? —
„Ég tel einsýnt, að það geta ekki
aðrir flogið á þessari leið, en stóru
flugfélögin, sem geta unnið upp
tapið á innlandsleiðum í Evrópu og
Bandaríkjunum, og svo flugfélögin
frá Austur- og Mið-Austurlöndum,
sem hafa aðra leiðir til að vinna
upp lág verð á Atlantshafinu. Ég er
því þeirrar skoðunar, að minni
félögin, og þar með talið Flugleiðir,
verði að snúa sér að öðrum verk-
efnum. Flugleiðir verða að vísu að
sjá um ákveðið flug milli íslands og
Bandaríkjanna, til að sinna okkar
eigin þörfum.
Flugleiðir verða hreinlega að
vera harðari í leit sinni, að öðrum
mörkuðum. Þeir verða að koma
vélum og fólki í leiguverkefni.
I dag fljúga Flugleiðir á frekar
eyðslufrekum vélum, á um það bil
20% lengri tíma á sínum leiðum, en
önnur flugfélög þurfa (auk einnar
viðkomu) og til áfangastaða á
meginlandi Evrópu, sem áhugi far-
þega er takmarkaður á,“ sagði
Gunnar Finnsson ennfremur.
Það kom fram í viðtalinu við
Gunnar Finnsson.að fargjöld með
flugfélögum hafa hækkað mun
minna á undanförnum árum, held-
ur en annar tilkostnaður ferða-
manna, og skipti því hlutfallslega
mun minna máli, en aðrir kostnað-
arliðir ens og hótel, matur og
fleira.
Um 500 Boeing 747-þotur hafa flogið yfir
10 milljónir flugtima á 12 árum:
Hafa flogið fleiri flugtíma
en allar aðrar breiðþotur
FRA því fyrsta Boeing 717-þotan
var afhent eigendum sínum frá
Boeing-verksmiðjunum í Seattle í
Bandaríkjunum fvrir 12 árum. þ.e.
árið 1909. hafa verið framleiddar
liðlega 500 vélar.
Fyrir nokkru náðist sá merki
áfangi í sögu vélanna, að flognir
hafa verið yfir 10 milljón flugtimar
á þeim, en það jafngildir flugtíma
allra annarra breiðþotna á mark-
aðnum til þessa.
Á þessu 12 ára tímabiii hafa
Boeing 747, Jumboþotur, flutt yfir
340 milljónir farþega yfir 5 milljón-
ir mílna. Þær eruí áætlun jafnt á
skemmri sem lengri leiðum. Stysta
áætlun þeirra er milli Dublin og
Shannon á Irlandi, en það eru
liðlega 120 mílur, en það flug er á
vegum Air Lingus. Lengsta fasta
áætlun, sem Boeing 747 er í, er milli
Sydney í Ástralíu og Los Angeles í
Bandaríkjunum, en það eru liðlega
7500 mílur, og er flogið á vegum
bandaríska flugfélagsins Pan Am.
Landssamband iðnaðarmanna:
Iðnþing í nóvember
IÐNÞING Landsamhands iðnaðarmanna verður haldið í nóvember-
mánuði nk., en slík þing eru haldin annað hvert ár, að sögn Þórleifs
Jónssonar, framkvæmdastjóra Landsambands iðnaðarmanna.
Þórleifur sagði, að á þinginu
yrðu til umræðu hefðbundin mál,
um atvinnurekstur, rekstrarskil-
yrði iðnaðarins, iðnfræðslumál,
auk þess, sem stefnt væri að því að
setja fram á þinginu stuttorða
stefnuskrá Landsambandsins í að-
gengilegu formi.
Á iðnþingi eru kosnir forseti og
varaforseti Landsambands iðnað-
armanna, en síðan er um tilnefn-
ingar að ræða í framkvæmda-
stjórn sambandsins. Núverandi
forseti Landsambands iðnaðar-
manna er Sigurður Kristinsson og
varaforseti er Sveinn Sæmunds-
son.
Á iðnþingi eru kosnir 10 menn í
sambandsstjórn Landsambands
iðnaðarmanna, síðan eiga fram-
kvæmdastjórnarmenn sæti í
henni og loks eru tíu menn
tilnefndir af félögunum. Þá má
geta þess, að sambandsstjórn kýs
einn mann til setu í framkvæmda-
stjórn sambandsins.
Bridge
Umsjóni ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgefélag
Kópavogs
17. sept. var spilaður eins
kvölds tvímenningur hjá félag-
inu og var spilað í einum riðli.
Úrslit urðu þessi.
1. Haukur — Sverrir 189
2. Aðalsteinn — Ásgeir 182
3. Haukur — Valdimar 176
4. Björn — Sigurður 174
5. Grímur — Guðmundur 169
6. Bjarni — Sævin 168
Næsta fimmtudag verður
einnig eins kvölds tvímenningur
en síðan hefst einhver aðal-
keppni sem verður auglýst síðar.
Keppnisstjóri hjá félaginu er
Sigurjón Þór Tryggvason.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Á fyrsta spilakvöldi félagsins
var spilaður eins kvölds
tvímenningur. Tveir 14 para
riðlar. Úrslit urðu sem hér segir:
A-riðill:
1. Brandur Brynjólfsson —
Þórarinn Alexanderss. 173
2. Ragna Ólafsdóttir —
Ólafur Guðbjörnsson 170
3.-4. Ingibjörg Halldórsd. —
Sigvaldi Þorsteinsson 167
3.-4. Guðm. Skúlason —
Einar Hafsteinsson 167
5.-6. Guðrún Bergsdóttir —
Inga Bernburg 162
5.-6. Steinunn Snorrad. —
Vigdís Guðjónsd. J62
B-riðill:
1. Jón Guðmar Jónss. —
Magnús Oddss. 184
2. Óskar Þór Þráinss.—
Sveinn Helgason 175
3. Magnús Halldórss. —
Þorsteinn Löwdal 171
4. Benedikt Björnss. —
Magnús Björnss. 167
5.-6. Gísli Víglundss. —
Þórarinn Árnas. 159
5.-6. Svava Ásgeirsd. —
Þorvaidur Matthíass. 159
Meðalskor í báð-
um riðlum 156
Næsta fimmtudag, 24. sept-
ember, verður spilaður 5 kvölda
tvímenningur. Spilað er í Hreyf-
ilshúsinu. Væntanlegir þátttak-
endur hringi í Ingibjörgu Hall-
dórsdóttur, sími 32562 eða Óskar
Þór Þráinsson, sími 71208.
GLÆSILEGIR - STERKIR - HAGKVÆMIR
Lítum bara á hurðina: Færanleg fyrir
hægri eða vinstri opnun, frauðfyllt og
niðsterk - og í stað fastra hillna og
hólfa. brothættra stoða og loka eru
færanlegar fernu- og flöskuhillur úr
málmi og laus box fyrir smjör, ost, egg,
álegg og afganga, sem bera má beint
Dönsk gæði með VAREFAKTA, vottorðl
dönsku neytendastofnunarinnar DVN
um rúmmál, einangrunargildi, kæli-
svið, frystigetu, orkunotkun og
aðra eiginleika.
GRAM BÝÐUR EINNIG 10 GERDIR AF
FRYSTISKÁPUM OG FRYSTIKISTUM
/FQ mx
HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420
Ford Taunus
árgerð 1982
Ford Taunus árgerö 1982 er kominn á markaðinn.
Viö bjóöum eftirfarandi gerðir:
Taunus 1600 Gl
Taunus 1600 Gl. sjálfskipting
Taunus 2000 Ghia m/vökvastýri
Taunus 2000 Ghia m/vökvastýri og sjálfskiptingu
Taunus 1600 Gl station
Taunus 2000 Gl station m/vökvastýri
Ford Taunus þýskur bíll í efsta gæöaflokki.
Hafið samband við sölumenn okkar og tryggið ykkur bíl úr næstu sendingu.
SVEINN EG/LSSON HF
SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100 REYKJAVÍK
verð 106.000
verö 106.000
verð 135.000
verð 145.000
verð 111.000
verö 127.000