Morgunblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 West Ham og Ipswich leiða hjörðina - Man. Utd. vann loks leik - Garry Birtles skoraði mark! „Ég horfði á eftir knettinum. svona rétt til að undirstrika oj? ganga úr skuKKa um að hann var í rauninni á leið í netið,“ höfðu fréttaskeyti AP eftir Garry Birtles, miðherja Manchester Utd„ sem skoraði um heÍKÍna fyrsta mark sitt i deildarleik fyrir United, en hann var keyptur til liðsins fyrir offjár, fyrir tæpu ári. Siðan hefur hann verið fastamaður i liði United, leikið yfirieitt prýðilega, nema hvað að markheppni hans yfirgaf hann með öllu. Birtles hélt áfram: „Undir niðri hefur það lfklega farið i taugarnar á mér, hvað það hefur xenKÍð illa að skora, þó svo að ég hafi ekki oft fundið fyrir pressunni. bar hefur spilað inn í, að áhangendurnir hafa verið mér góðir og þolinmóðir, en ég er ekki viss um að því hefði verið að heilsa hjá mörgum öðrum félögum en United.“ Mark sitt skoraði Garry Birtles í fyrri hálfleiknum gegn Swansea á OJd Trafford. Það var jafnframt eina mark leiksins og þvi vann United þarna fyrsta sigurinn á keppnistímabilinu. lyfti sér af botninum. Sigurinn var sanngjarn. en leikurinn daufur. Urslit leikja i 1. deild urðu sem hér segir: Birmingham — M City 3—0 Brighton — Coventry 2—2 Leeds — Arsenal 0—0 Liverpool — Aston Villa 0—0 Manch. Utd. — Swansea 1—0 N. County — Ipswich 1—4 Southampton — Middlesbr. 2—0 Stoke — Nott. Forest 1—2 Sunderland — Wolves 0—0 Tottenham — Everton 3—0 WBA — West Ham 0—0 Vantaði bara mörk á Anfield Það vantaði ekkert nema mörk- in á Anfield Road í Liverpool, þar sem ensku meistararnir Aston Villa komu í heimsókn til Evrópu- meistaranna. Bæði liðin hafa átt í basli í upphafi þessa keppnis- tímabils, en léku stórgóða knatt- spyrnu á laugardaginn. Fyrri hálf- leikurinn var frekar jafn og skipt- ust liðin á um stórsóknarkafla og markverðirnir báðir urðu hvað eftir annað að grípa inn í. En er leið á síðari hálfleikinn fór þúngi Liverpool-sóknarinnar vaxandi og reyndu leikmenn Villa þá með öllum brögðum að hanga í jafn- teflinu. Mark Villa slapp nokkrum sinnum ævintýralega á lokakafl- anum, sérstaklega er Ken McNaught bjargaði af línu eftir darraðardans í vítateignum, einn- ig er Terry McDermott komst einn í gegnum vörn Villa eftir frábæra stungusendingu frá Graeme Sou- 1. DEILD Wrsl llam 5 .12 0 10:1 II Ipswirh 5 12 0 12:0 11 Southampton 5 111 ÍM 10 Swansca 5 10 2 llí) 9 Totlrnham 5 1 0 2 9 NottinKham For. 5 2 2 1 715 8 Man. (’ity 5 2 2 1 7:7 8 Hirmimrham 5 2 12 lOrft 7 (’ovcntry 5 2 12 ÍB 7 NottH ('ounty 5 2 12 7:9 7 Stoke 5 2 0 1 9:8 0 llrÍKhton 5 111 7:0 0 Sundrrland 5 13 1 0:7 0 Aston Vitlu 5 12 2 2:5 5 We»t Bromwirh 5 12 2 5:5 5 Man. (<nitrd 5 12 2 1:5 5 Arscnal 5 12 2 1:1 5 Livrrpool 5 12 2 1:1 r A Kvrrton 5 12 2 5:7 r» liprds 5 12 2 5:10 r» MiddirshrouKh 5 113 líl i WJdvrrhampton 5 111 2:9 i 2. DEILD Shrffirld Wrd. r» i I 0 8:1 11 Luton r> i 0 1 9:0 12 (irimshy i> i 1 1 8:0 10 W atford i 1 1 0:1 10 Norairh r> i 1 1 8:8 10 (íurrns Park K. r» i 0 2 9:5 9 Hlarkhurn .*» i 0 2 7:5 9 liarnslry r» 2 1 2 9:1 7 Drrby ’* 2 1 2 8:9 7 Shrrwshury í» 2 1 2 7:8 7 Lrirrstrr r» 2 1 2 0:7 7 Oldham i 1 1 Ö 0:1 0 ( amhridttr r» 2 0 1 7.-0 0 Chrlsra r» 2 0 2 5:5 0 ( rystal f*alarr r» 2 0 1 1:1 0 ( harlton i 2 0 2 1:5 0 Kothrrham r» 2 0 1 5:7 0 Orirnt i 1 1 2 3:5 1 Nrwra.stlr i 1 0 1 2:0 3 ( ardiff i 0 1 1 1:8 1 W rrxham i 0 1 3 1:7 1 Itolton i 0 0 1 1:9 0 ness. Skot McDermotts fór í stöngina og framhjá. Sem sagt, engin mörk, en Ray Kennedy var rekinn út af á 80. mínútu. Ipswich sýndi sínar bestu hliðar Lið Ipswich er að ná sama styrkleika og um tíma á síðasta keppnistímabíli, er ekkert lið hafði roð við því. Notts County átti aldrei glætu gegn Anglíu-lið- inu og hefði sigur þess hæglega getað orðið stærri. Staðan í hálf- leik var 1—0 og skoraði Alan Brazil markið strax á 6. mínútu. Snemma í síðari hálfleik skoraði John Wark annað mark Ipswich með þrumuskoti af 20 metra færi og þess var ekki langt að bíða, að Arnold Muhren bætti þriðja markinu við. Russel Osman, mið- vörður Ipswich varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark rétt fyrir leikslok, en það kom ekki að sök, því Alan Brazil bætti fjórða marki Ipswich við 3 mínútum fyrir leikslok. Áhorfendur voru aðeins rúmlega 12.000. Southampton eins on skuggi Southampton fylgir efstu liðun- um eins og skuggi og þykir liðið líklegt til afreka, a.m.k. eins og það hefur leikið í fyrstu umferð- unum. Middlesbrough átti aldrei möguleika á „The Dell“ og 2—0 sigur heimaliðsins var í minnsta lagi. Bæði mörkin voru skoruð á 20 fyrstu mínútunum, Mick Baxter skoraði fyrst og síðan skoraði markaskorarinn mikli, Steve Mor- an, fyrsta mark sitt í deildar- keppninni að þessu sinni. Fjöldi dauðafæra fór síðan í súginn. Fátt um mörk West Ham hefur forystu í deild- inni þegar hér er komið sögu, hefur sama stigafjölda og Ipswich, en betri markatölu. Liðið hefur enn ekki teflt fram lykilmanni sínum, Trevor Brooking, sem er að ná sér af meiðslum og er velgengni liðsins því þeim mun athyglisverð- ari. West Ham var sterkari aðil- inn gegn WBA, sem lék án Remi Moses og Bryan Robson. En mörk- in létu ekki sjá sig. Þess má geta, að Moses var seldur í síðustu viku til Manchester Utd. og kom hann inn á sem varamaður fyrir liðið í síðari hálfleiknum gegn Swansea. Hugsanlegt er að Robson fylgi félaga sínum til Old Trafford áður en langt um líður. Sunderland var mun sterkari aðilinn í annars afleitum leik gegn Wolverhampton. Ally McCoist, hinn ungi skoski framherji Sund- erland, klúðraði þremur opnum færum fyrir lið sitt og fleiri góð tækifæri fóru forgörðum. Úlfarn- ir, sem léku án Andy Gray áttu aðeins tvö umtalsverð skot að marki Sunderland, en Barry Sid- dall í marki heimaliðsins af- greiddi bæði eins og að drekka vatn. Leeds og Arsenal skildu einnig jöfn í markalausum leik og var það mál AP og BBC, að viðureign- in hafi síður en svo boðið upp á betri tilþrif heldur en leikurinn á • Þrir af lykilmönnum Tottenham, sem allir iéku vel um helgina, f.v. Ardiles, Villa og Perryman. • Ray Kennedy, Liverpool, lenti í handalögmálum við Alan Evans, miðvörð Aston Villa, og fékk fyrir vikið að sjá rauða spjaldið hjá dómaranum. Roker Park í Sunderland. Bæði liðin hugsuðu mest um varnarleik- inn, en ef nokkuð var, þá var lið Arsenal meira sannfærandi, ef hægt er að nota það orð í þessu tilviki. Góðir sigrar Tottenham og Nottingham For- est náðu sér vel á strik og unnu sannfærandi sigra. Tottenham fékk Everton í heimsókn og vörð- ust gestirnir framan af mjög vel. En sóknarþungi Tottenham braut vörn Everton að lokum á bak aftur og þrjú mörk á síðasta hálftíman- um færðu heimaliðinu þrjú dýr- mæt stig. Graham Roberts, Chris Houghton og Glenn Hoddle (víti) skoruðu mörkin og er Everton í hópi neðstu liða deildarinnar þrátt fyrir geysilegan fjölda nýrra stjörnuleikmanna. Nottingham Forest mátti þola að Stoke skoraði fyrst á heima- velli sínum og virtist Stoke til alls líklegt eftir tvö tapleiki í röð. Adrian Heath skoraði markið strax á 5. mínútu leiksins og var Stoke betri aðilinn í fyrri hálfleik. En leikmenn Forest tóku höndum saman í síðari hálfleik og þá jafnaði fyrst Colin Walsh á 51. mínútu og sðan skoraði Garry Mills sigurmarkið með þrumu- skoti á 81. mínútu. Enska knatt- spyrnan liðið leika frísklega sóknar- knattspyrnu. Heimaleikur liðsins var að sögn fréttaskeyta og BBC skemmtilegur á að horfa. Mick Robinson náði forystunni fyrir Brighton á 23. mínútu, en Cov- entry tókst að jafna rétt fyrir leikhlé, gegn gangi leiksins, með marki Hollendingsins Rudi Kaiz- er. Coventry náði síðan forystunni á 56. mínútu, Steve Hunt skoraði þá eftir ljót mistök Steve Gatting rétt fyrir utan vítateig Brighton. En heimaliðið jafnaði aðeins fjór- um mínútum síðar, er Neil McNab skoraði úr víti. • * 2. deild: Bolton 0 — Oldham 2 (Palmer, Heaton) Cambridge 2 (Mayo 2) — Barnsley 1 (Banks) Cardiff 1 (Ronson) — Blackburn 3 (Stonehouse, Pontin sj.m.) Charlton 2 (Walsh 2) — Grimsby 0 Leicester 1 (Lyne víti) — Luton 2 (White 2) Norwich 2 (Watson, Jack) — Newcastle 1 (Waddle) Orient 0 — Wrexham 0 QPR 1 (Stainrod) — Cr.Palace 0 Sheffield Wed. 1 (Megson) - Derby 1 (Powell) Shrewsbury 1 (Biggins) — Chelsea 0 Watford 1 (Armstrong) — Rother- ham 0 Eina þrennan Tony Evans, framherji Birm- ingham, vann besta markaskorun- arafrekið á laugardaginn, en hann skoraði öll mörk liðsins í góðum 3—0 sigri. Evans skoraði fyrst á 2. mínútu, síðan á 47. mínútu og loks á 78. mínútu, eftir að Joe Corrigan í marki City hafði misst frá sér knöttinn eftir þrumuskot Franks Worthington. John Bond, foring- inn hjá City, gerði miklar breyt- ingar á liði sínu fyrir leikinn, setti meðal annars út báða bakverðina og inn í þeirra stað m.a. strák son sinn, Kevin Bond. En drengurinn var slakur og átti að sögn fréttaskeyta nokkra sök á því hvernig fór. Fjörugur leikur Þeir þykja jafnan fjörugir leik- irnir hjá Brighton, enda þykir Bennett til Cardiff ENSKA 2. drildar knattspyrnu- liðið Cardiff City festi í siðustu viku kaup á kunnum 1. deildar framherja. Er um Dave Bennett að ræða. hinn svarta miðherja Manchester City. Bennett var góður síðasta keppnistimahil, en hefur ekki tryggt sér sa-ti í liöinu í haust. Cardiff greiddi City 120.000 sterlingspund fyrir gripinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.