Morgunblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 40
O Armúla 23 — Simi 86755 fltagmtúnfrifr Valur Aston Villa Eftir 8 daga ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 Áhofn Tunjíufons fyrir utan hótelið sem þeir ííistu á í Penzance (f.v.) Þorsteinn. Hallur. HailKrimur, Gunnar, Theodór, Steinar, Vijfnir, Gísli, Aðalsteinn, borbjörn og Ragnar. Símamynd-Árni Johnsen. „Barðist í von um að sjá dóttur mína“ - sagði HaUgrímur Hauksson sem bar út í sortann frá skipinu Frá Árna Johnson. hlaðamanni MorKiinhlaðsins i Londun. _ÉG a'tlaói aó stökkva i gúm- hjorgunarhátinn frá skipshliö. en hitti okki. þvi aö á niöurlciö- inni kippti alda hátnum undan og cg súrraöi i sjóinn. cn straukst þ<> við hátinn." sagöi llallgrimur Hauksson. 2. stýri- maður um svaöilfarir sínar. þcg- ar Tungufoss sökk. „Um leiö og ég var kominn í sjóinn, var ég eins og seglbátur, stórsjór og vindur fleyttu mér og veltu eins og litlum korktappa. Ég réði ekki neitt við neitt og hef þó alltaf talið mig góðan sundmann, en þetta var vonlaust og ég var alveg búinn, þrotinn af kröftum á þessum stutta tíma, sjórinn var svo hrikalega þungur og mikil brot í honum, eins og í brimgarði. Mig bar aftur með skipinu og framhjá brezka björgunarbátn- um, sem bakkaði á eftir mér með stjaka á lofti. Það munaði marg- oft hársbreidd, að ég næði taki á stjakanum, en þegar það loksins gekk, var það heljartak, sem ég Hallgrímur Hauksson tók. Það er alveg víst, að við værum ekki allir á lífi, ef bátur- inn hefði ekki komið á réttu augnabliki, ef svo má segja, og líklega hefði enginn komizt lífs af til dæmis á hafinu milli íslands og Færeyja. Það er óskemmtileg lífsreynsla að lenda í slíku, en það sem ég fann brenna heitast á mér eitt andartak, þar sem ég barðist í sjónum, var sú von að komast heim til þess að sjá dóttur mína. Það er hrikalegt að björgunar- búnaður skipsins kom ekki að neinu gagni í þessu slysi. Björgun- arsveitarmennirnir brezku sögðu að manntjón væri að meðaltali 90% í slíkum slysum sem þessum á svæðinu, þannig að við megum vel við una. Það var mikill munur að lenda í þessum hrakförum, eða taka þátt í þeim æfingum, sem við sjómenn fáum í meðferð björgun- artækja í sundlaugum. Brezku björgunarmennirnir stóðu aldeilis fyrir sínu og það var gott að lenda í þeirra höndum eftir alla sjó- drykkjuna, því ég hafði drukkið rosalega í þau mörgu skipti, sem ég fór í kaf. Hvað er framundan? „Bíða og sjá til, maður hefur svo sem um ekkert að velja nema fara á sjóinn, því ekki hefur maður efni á að setjast á skólabekk. Ætli það verði ekki sjórinn, maður prófar að minnsta kosti hvernig taugarn- ar verða." Frystihúsamenn á Vestíjörðum: Megn óánægja og hart deilt á ráðherrann Á FUNDI Félags fiskvinnslustöðva, sem haldinn var á Isafirði í ga rdag kom fram mikil óánægja og ádeila á sjárvarútvegsráöherra. Steingrim Hermanns- son. en auk ráðhcrrans sátu fund þennan ólafur Daviðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson forstjóri SH auk um tuttugu forráðamanna frystihúsa á Vestf jörðum. í framsöguræðu, sem Guðfinnur Einarsson í Bolungarvík flutti i upp- hafi fundar um stöðu frystiiðnaðarins á Vestfjörðum kom fram, að staða hans er víðast hvar mjög slæm. Þá deildi Guðfinnur hart á afstöðu stjórnvalda og sagði m.a.: „Er málum virkilega þannig komið, að við verðum að horfa upp á fyrirtæki okkar verða gjaldþrota hvert á fætur öðru.“ Þá flutti Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri SH yfirlitsræðu um stöðu frystihúsanna i landinu og sérstak- lega á Vestfjörðum. Hann fjallaði einnig um fiskverðsákvarðanir og sagði í því sambandi frá könnun sem SH hefur gengist fyrir á stöðu sex frystihúsa í landinu, þar af tveimur á Vestfjörðum. í niðurstöðum könnun- arinnar kemur m.a. fram að framlegð frystihúsanna sem talin er eiga að vera 20% er í raun aðeins 14%. Sagði Eyjólfur ástæðu þessa mismunar vera breytingar, sem orðið hafa á þessu ári, hvað varðar ýmsar aðstæður frysti- húsa almennt. í framhaldi af þessu benti Eyjólfur á, að Þjóðhagsstofnun hefði ekki tekið þessa þætti inn í grundvöll útreikn- inga sinna til fiskverðsákvörðunar. Þar væri eingöngu beitt framreikn- ingsstuðli. Hann sagði, að auk .6% mismunarins kæmi einnig inn í mynd- ina 3,4% gengissig, þannig að allt í allt væri um að ræða 9,4% misvísun milli framreikningsstuðuls og raun- veruleikans. Það vakti athygli á fundinum, að ráðherra æskti þess, að blaðamaður Mbl. yfirgæfi fundinn áður en hann og aðrir opinberir aðilar tóku þar til máls. Samkvæmt því sem Mbl. kemst næst, mun ástæða þess vera sú, að á fundinum hafi verið rætt um að Þjóðhagsstofnun muni breyta grund- velli útreikninga sinna til fiskverðs til samræmis við þá þætti sem Eyjólfur Isfeld benti á í ræðu sinni og sagt er frá hér að ofan. Mbl. ræddi við fjölmarga aðila í gærkvöldi, en fékk ekki staðfestingu á þessu. Sjó frásögn á bls. 47. Samtalsbók við dr. Gunnar Thoroddsen - kemur út í nóvember næstkomandi VIÐTALSBÓK með endurminn- ingum og skoðunum dr. Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra mun koma út frá Bókaútgáfunni Vöku fyrrihluta nóvcmbermánað- ar na'stkomandi. að því er Ólafur Ragnarsson bokaútgcfandi stað- festi í samtali við blaðamann 28 ára gamall Reykvikingur játar að hafa orðið Hans Wiedbusch að bana: „... gripinn þeirri hugsun að hann yrði að ganga frá manni þessum“ Rannsóknarlögrcgla ríkisins handtók laust fyrir hádcgi á laugar- daginn 28 ára gamlan Rcykvíking. Gcst Guðjón Sigurhjörnsson. iðn- vcrkamann. Skálholtsstíg 2A. og hi fur hann játað að hafa orðið llans W icdhusch. 15 ára gomlum hlóma- skrcytingamanni. að hana aðfara- nótt fimmtudagsins 17. scptcmhcr siðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins, voru atvik mcð þeim hætti að þeir Wiedbusch og Gestur Guðjón hittust á veitingahús- inu Óðali laust eftir miðnætti umrætt kvöld og þáði Gestur Guðjón heimboð Hans Wiedbusch, og héldu þeir síðan með lcigubíl að Grenimel 24, til heimilis Wiedbusch. Við yfirheyrslur hefur Gestur Guðjón sagt, að þeir hafi þar báðir neytt áfengis og ennfremur telur Gestur Guðjón sig hafa reykt mariuhana, sem hann þáði af Wiedbusch. Segir hann sig hafa „komist undir áfengis- og vímuáhrif og orðið sljór og utan við síjí“ og síðan lagst til svefns í íbúðinni. Síðan kveðst hann hafa vaknað við að „Hans Wiedbusch hafi verið að hafa við sig kynmök. Kvaðst Gestur Guð- jón þá hafa orðið ákaflega hræddur Lögreglumenn leita að segulbandstæki og kvikmyndatökuvél, sem Gestur Guðjón fleygði í Tjörnina. og þá ennfremur verið gripinn þeirri hugsun, að hann yrði að ganga frá manni þessum." Þessu næst greip hann skæri og rak þau í brjóst Wiedbusch og kom þá tii átaka á milli þeirra. Náði þá Gestur Guðjón til annarra skæra, auk hnífs, og með þeim lagði hann til Wiedbusch og særði hann mörjfum sárum, uns yfir lauk. Eftir að hafa banað Wied- busch tók Gestur Guðjón segul- bandstæki og kvikmyndatökuvé! úr Ljósm. Mbl. Júlíus. íbúðinni og fleygði hann hlutunum síðar í Tjörnina. Gestur Guðjón hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 2. desember og einnig til að sæta rannsókn á geðheilbrigði og sakhæfi. Hann situr nú í Síðumúlafangelsinu. Hefur Gest- ur sagt að hann eigi við vanheilsu að stríða og þess vegna legið á geðdeiid Landspítalans. Um aðdraganda að dauða Hans Wiedbusch er það fleira að segja, að Wiedbusch átti von á gestum á miðvikudagskvöldið. Tveir gestanna, maður og kona, komu til hans um klukkan 21.45 og síðan kom til hans maður milli 22.30 og 23. Sá fór skömmu síðar, en hinir gestirnir, maðurinn og konan, fóru laust eftir klukkan 24 og óku þau Wiedbusch að veitingahúsinu Óðali, þar sem hann síðan hitti Gest Guðjón. í samtali við Morgunblaðið sagði Þórir Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóri ríkisins, að upplýsingar þær sem leiddu til handtöku Gests Guðjóns, hefðu borist lögreglunni á laugardagsmorgun. Aðspurður gat Þórir þess að rannsóknarlögreglan hefði verið komin á sporið og mætti ætla að ekki hefði liðið langur tími þar til Gestur Guðjón hefði verið handtekinn. Þórir sagði að upplýs- ingar þessar hefðu komið sér mjög ,vel og hefðu flýtt fyrir greiðri uppljóstr- an málsins. Hann sagði ennfremur að rannsóknin hefði gengið mjög vel, en á annan tug rannsóknarlögreglu- manna vann að henni þegar mest var. Þá hvíldi og mikið starf á herðum tæknideildar RLR undir stjórn Ragn- ars Vignis aðstoðaryfirlögregluþjóns. Sjá hlaðsiðu 30. Morgunblaðsins i gær. Olafur sagði cndanlcgt nafn á bókina ekki vera ákveðið, en í henni rifjaði dr. Gunnar upp ýmislegt frá löngum stjórnmálaferli sínum. og greindi frá skoðunum sinum á mönnum og málefnum. Þá sagði Ólafur að inn í viðtölin væri fléttað margvíslegum fróðleik, svo sem samtíma hlaðafrásognum af þeim athurðum er rætt væri um. Ólafur hefur sjálfur skráð bókina. og kvað hann hana ritaða að sinu frumkva'ði. Ólafur kvaðst í gær ekki vilja ræða einstök efnisatriði bókarinn- ar á þessu stigi. En í bókinni væri víða komið við á löngum stjórn- málaferli forsætisráðherra, og fjöl- mörg atriði og atvik rædd. Sagðist Ólafur hafa átt mjög ánæjyulegt samstarf við dr. Gunnar í sumar, sem fallist hefði á að eyða stærst- um hluta frítíma síns í viðtölin. Lífshlaupið selt úr landi? _ÞAÐ ER aðcins eitt tilhoð kom- ið fram í Lífshlaup Kjarvals og það er danskt," sagði Guðmund- ur Axelsson í Klausturhólum, cigandi verksins, er Morgunblað- ið innti hann eftir þvi hvc mörg tilboð hefðu komið fram. Guðmundur sagðist ekki vilja segja neitt um upphæðir í sam- bandi við þetta tilboð, en gat þess að Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, hefði átt við sig óformlegar viðræður vegna „Lífs- hlaupsins" fyrir rúmri viku, en ekki komið fram með formlejrt tilboð. Það danska væri það eina enn sem komið væri. Sjá nánar grein Geirs Borg um Lifshlaup Kjarvals á miðopnu hlaðsins i dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.