Morgunblaðið - 23.09.1981, Side 1

Morgunblaðið - 23.09.1981, Side 1
32 SIÐUR 211. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Skipverjarnir af Tungufossi, sem sökk við Englandsstrendur, komu til landsins í gærdag með flugi frá London. Hér er einn skipverjinn, Hallur Helgason, 3. vélstjóri, að heilsa syni sínum, Halli, gegnum glerið sem skilur að farþega og gesti. Þar hjá stendur kona Halls, Sæunn Klemenz. Ljósmynd mw. rax Rússar hóta Samstöðu með efnahagsþvingunum Varsjá, 22. septemher. AP. STEFAN Olszowski, einn af helztu leiðtogum pólskra komm- únista. varaði við því í dag, að Rússar kynnu að stöðva ýmsa hráefnisflutninga til Póllands í Þota hrapar á náttstað hermanna Ankara. Napólí. Tókýó. 22. september. AP. TYRKNESK orrustuþota hrapaði til jarðar á nátt- stað á æfingasvæði herja Atlantshaísbandalagsins í dag og er óttast að allt að citt hundrað hermenn haíi farist. Þotan sem fórst var af gerðinni F-5. Flugmanninum tókst ekki að bjarga sér í fallhlíf. Varist hefur verið allra fregna af tildrögum slyssins, sem varð við borgina Babaeski í nágrenni grísku landamæranna. í undir- búningi voru umfangsmiklar her- æfingar með þátttöku hermanna frá flestum ríkjum Atlantshafs- bandalagsins. Æfingarnar hefjast á fimmtudag. þeirri von að bæla mætti niður „andsovézka starfsemi“ i Pól- landi. Olszowski veittist harðlega að Samstöðu og flokksþingi sam- takanna i beinni sjónvarpsræðu í dag. Ilann er háttsettasti valda- maðurinn sem orðið hefur til að gagnrýna samþykktir þings Samstöðu. „Við komumst ekki af án þeirra," sagði Olszowski, en stöðv- uðu Rússar útflutning til Pól- lands, mundi innflutningur Pól- verja á ýmsum hráefnum minnka á einu bretti um 50% og jafnvel meira á olíu. Pólverjar standa þegar frammi fyrir því að þurfa að draga úr innflutningi frá Vestur- löndum. Nefnd háttsettra sovézkra emb- ættismanna kom í dag til Varsjár til viðræðna við pólsku stjórnina um efnahagsaðstoð Rússa við Pólverja á næstu árum. Oháð samtök járnbrautar- starfsmanna birtu í dag reiðilegt svar við viðvörun Kremlverja við „andsovétisma" og afhentu það sovézka sendiherranum í Varsjá. Járnbrautarstarfsmennirnir og ýmsar aðrar deildir Samstöðu hafa boðið sovézkum stallbræðr- um sínum til Póllands til þess að kynnast ástandi þar af eigin raun. Izvestia, málgagn sovézkra stjórnvalda, sagði í dag, að það væri hlutverk Varsjárbandalags- ríkjanna allra að standa vörð um kommúnismann í Póllandi. Haig utanríkisráðherra Banda- ríkjanna ræddi stöðu mála í Pól- landi við fulltrúa margra ríkja hjá Sameinuðu þjóðunum í dag og gær, og lagði þar áherzlu á að •eggja yrði niður deilur í Póllandi með friðsamlegum hætti. Hann sagðist mundu skýra Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna frá því á miðvikudag, að Rússar yrðu að afskrifa áform um innrás í Pólland ef þeir vildu bæta sambúð sína við Bandaríkjamenn. Gromyko sagði í ræðu hjá SÞ að Rússar þráðu vinsamleg samskipti við Bandaríkjamenn. Benn og Healey standa hnífjafnir London. 22. septembcr. AP. BARÁTTA þeirra Tony Benn ok Denis Ilealey um varaformennsku í Verka- mannaflokknum er nú tvísýnni en nokkru sinni áður, eftir að stjórn sam- taka flutningaverka- manna lýsti stuðningi við Benn og hvatti fulltrúa samtakanna á þinjgi flokksins í Brighton um heljíina til að veita Benn fulltinjíi. Flutningaverkamenn eiga 40 fulltrúa og ráða yfir sjö prósent- um atkvæða á þingi flokksins, og verði fulltrúarnir við áskorun stjórnarinnar, standa Benn og Healey nokkuð jafnt að vígi. Ákvörðun samtaka flutninga- verkamanna er talin meiri háttar áfall fyrir Healey, sem telst til hófsamari aflanna í flokknum. Fróðir menn segja, að fari Benn með sigur af hólmi, kunni það að kljúfa Verkamannaflokkinn end- anlega í tvennt. Fjöldi þingmanna flokksins hefur sagt í einkavið- ræðum, að sigri Benn í varafor- mannskjörinu á sunnudag, muni þeir ganga til liðs við sósíaldemó- krata. Atvinnumálaráðuneytið skýrði frá því í dag, að í könnun sem gerð var 12. september síðastliðinn hefði tala atvinnulausra verið komin upp í 2.998.789. Fjölgaði atvinnulausum um rúm 58 þúsund frá síðustu talningu í fyrra mán- uði. Embættismenn telja, að í dag séu rúmar þrjár milljónir brezkra launamanna atvinnulausar. Nor- man Tebbit atvinnumálaráðherra sagði, að þrátt fyrir að merki sæjust þegar um aukna framleiðni og betri hag í iðnaði, þá mætti við því búast að atvinnuleysi ætti eftir að aukast enn um sinn. Hann sagði, að mánaðarleg aukning atvinnulausra færi stöðugt minnkandi. 70.000 útilokaðir úr skólum í íran lieirút. 22. scptcmbor. AP. SJ() TUGIR þúsunda táninga í íran hafa verið útilokaðir frá skólanámi í vetur, að sögn áreiðan- le>;ra hcimilda. Er þetta liður í herferð stjórnar Khomeinis erkiklerks >?e>ín utanþjóðkirkjumönnum ok pólitískum andstæðingum sínum. Af hálfu menntamálaráðu- Fyrir tveimur vikum voru 30 neytisins hefur þessari tölu menntaskólastúlkur úr einum verið mótmælt, en embættis- skóla í norðurhluta Teheran leiddar fyrir aftökusveit, tveim- ur dögum eftir að þær voru teknar fastar fyrir meinta aðild að hryðjuverkasamtökum og fyrir að dreifa áróðri gegn stjórn Khomeinis. Fjölda nem- enda úr sama skóla, sem ein- göngu er fyrir stúlkur, var en menn hafa þó viðurkennt, að um marga tugi þúsunda ungl- inga sé að ræða. Sömu heimildir hermdu, að margir táningar hefðu verið líflátnir í íran á síðustu vikum í herferð stjórnarinnar gegn and- stæðingum sínum. meinað að setjast á skólabekk í vetur „vegna þátttöku í stjórn- málastarfi". Abolhassan Bani-Sadr, fyrr- um forseti írans, sagði í dag í viðtali við blað í Kuwait, að stjórn Khomeinis væri öllu verri og illskulegri en keisara- stjórnin fyrrverandi. Ólætin og mótmælaaðgerðir í Teheran væru eðlileg viðbrögð við fjöldamorðunum, sem erki- klerkurinn hefði fyrirskipað. Einn af nánustu samstarfs- mönnum Bani-Sadrs, Rashid Sadr 01 Hefazi, var líflátinn í dag ásamt 23 öðrum andstæð- ingum stjórnar Khomeinis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.