Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981
Lánskjara-
vísitala hefur
hækkað um
50% á einu ári
Seðlabankinn heíur
reiknað út lánskjaravísi-
tölu fyrir októbermánuð
ok er hún 274. Hún hefur
því hækkað um 3,01% milli
mánaða, eða úr 206 í 274.
Milli mánaðanna áRÚst
og september hækkaði
lánskjaravísitala úr 259 í
266, eða um 2,70%.
Sé hækkunin skoðuð á
einu ári frá október til
október hefur lánskjara-
vísitala hækkað úr 183 í
274, eða um 49,73%-.
Þjóðarbókhlaðan á Melunum. Ljósm. ói K.Mag
Homsteinn Þjóðarbókhlödu lagður í dag
í daK klukkan 14 verður lajtður hornsteinn Þjóðarbókhlöðunnar á Melunum í Reykjavík. Athöfnin
heíst með því að formaður byggingarnefndar. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður, býður gesti
velkomna. Því næst flytur Ingvar Gislason menntamálaráðherra ávarp og loks leggur forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, hornstein byggingarinnar.
Búið að salta í
10 þús. tunnur
BÚIÐ er að salta i rúmar 10
þúsund tunnur af Suðurlands-
síld. sem að mestu hefur veiðst í
fjörðum austanlands.
Mest hafði verið saltað á Eski-
firði um helgina, eða um 3000
tunnur, saltað hafði verið í 1000
tunnur á Fáskrúðsfirði, 100 tunn-
ur á Vopnafirði, 1300 tunnur á
Húsavík og í 1100 tunnur á Dalvík.
Einar Benediktsson hjá Síldar-
útvegsnefnd sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að tregt hefði
verið hjá reknetabátum fram til
þessa, og enn væri ástandið líkt
því sem var á sama tíma í fyrra,
en sömu helgi fyrir ári hafði verið
saltað í um 11000 tunnur. Hins-
vegar glæddist síldveiðin mikið
þegar líða tók á septembermánuð
á síðustu vertíð.
JÓNAS H. HARALZ
VELFERDARRÍKI
ÁVILUGÖTUM
JH.rBunWnbiÖ
Úinstri stjóm
' Reykjavilr
1 ӤS! KJS
. CiM*r TharaMMlvNk'l'
P*bn«n „ ■ rwrtam »»1 Franwókn o«!
..........
/.
r i;
4,
Bók eftir Jónas Haralz
um velferðarríkið
FÉLAG frjálshyggjumanna hef-
ur gefið út bók eftir Jónas II.
Haralz hankastjóra. Velferðar-
ríki á villigötum. Það er safn
greina og erinda Jónasar frá
áttunda áratuginum. þar sem
hann ra-ðir m.a. um rökin fyrir
hagvexti, um hag fyrirtækja i
verðbólgu og við sívaxandi ríkis-
afskipti. um frjálshyggju og
markaðssósíalisma. um stefnu-
mörkun stjórnmálaflokkanna.
einkum Sjálfsta-ðisflokksins. og
um þa-r skorður sem hagstjórn
Þrír valdir
á svæðamót
Skáksamhand íslands hefur nú
valið þrjá skákmenn til að tefla á
na'sta svæðamóti í Randers í
Danmorku. sem haldið verður í
byrjun janúar næsta ár. Skák-
meistararnir eru: Ilelgi Ólafsson,
íslandsmeistari. Guðmundur Sig-
urjónsson. stórmeistari. og Jón L.
Árnason. alþjóðlegur meistari.
upumuuui UX W611I öiiuui
söltun gæti numið 1 milljón
- segir Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Siglósíldar
séu settar. Bókin er 160 bls. og
skiptist i 1.3 kafla. en Jónas
skrifar einnig inngang. sem ekki
hefur birst áður. Tveir kaflarnir
hafa ekki heldur birst áður á
íslensku. einn um ríkisvald og
hagstjórn. annar um reynslu ís-
lendinga af verðbólgu. en i þeim
kafla leggur hann til. að fundin
séu ný úrræði i efnahagsmálum
og varpar fram nokkrum hug-
myndum.
I inngangi segir Jónas m.a.:
„Engin ein kenning, enginn einn
flokkur, enginn einn maður getur
um það dæmt, hvernig samfélag-
inu sé best skipað eða starfsemi
þess best háttað. Þess vegna er
lýðræðið það þjóðskipulag, sem
best hentar, þrátt fyrir alla ann-
marka þess. En lýðræði grefur
sína eigin gröf, ef því er beitt til
að hindra og hefta starfsemi
borgaranna utan vettvangs sjálfra
stjórnmálanna. Meginatriðið er að
kunna sér hóf, að skilja, hverjum
árangri þurfi að ná og unnt sé að
ná með stjórnmálastarfi og hvar
verði að nema staðar."
„ÞAÐ ER vitað mál að gífurlegur
sparnaður hefði orðið af því,
hefðum við saltað vinnslusíld
okkar sjálfir í stað þess að kaupa
hana að. Miðað við verðlag i
fyrrahaust hefði sparnaðurinn
numið um 1 milljón og því farið
nærri. að hægt hefði verið að
reka verksmiðjuna taplaust í ár.“
sagði Pálmi Vilhjálmsson. fram-
kva-mdastjóri Siglósíidar á Siglu-
firði. er Morgunblaðið innti hann
eftir mögulegum sparnaði á
þessu sviði.
Pálmi sagði ennfremur, að þessi
tala, 1 milljón, væri miðuð við, að
saltaðar hefðu verið um 6.000
tunnur í fyrrahaust og við talsvert
óhagræði í rekstri, þannig að ef
vel væri í haginn búið, gæti hún
hugsanlega orðið enn hærri. í
fyrra hefðu 5.000 tunnur af salt-
síld verið keyptar, að mestu frá
Höfn í Hornafirði, og tapið á
þessu ári hefði verið eitthvað á
aðra milljón króna. Það, sem ylli
því að ekki hefði verið farið út í
síldarsöltun hjá fyrirtækinu nú,
væri það, að menn hefðu hreiniega
ekki búizt við því í vor að fá síld og
því hefði nauðsynlegur undirbún-
ingur ekki verið fyrir hendi, auk
þess sem húsnæði vantaði til
síldarsöltunar.
Pálmi sagðist ekki geta sagt um
það, hve mikið af saltsíld yrði
keypt nú, það kæmi ekki í Ijós fyrr
en um áramót, þegar ljóst yrði
hvort samningar næðust við
Rússa og hvert verðið yrði. Þá
kæmi í ljós hvort grundvöllur yrði
fyrir vinnslu hjá fyrirtækinu. En
hvað sem þessu liði væri það brýnt
mál að athuga hvort ekki væri
hægt að salta síldina hjá fyrir-
tækinu, bæði til sparnaðar í hrá-
efnisverði og til atvinnubóta.
Stofnstærðarmælingar á
loðnustofninum að hefjast
tækju þátt í mælingunum yrðu
Bjarni Sæmundsson, þar sem
Hjálmar verður leiðangursstjóri,
og G.O. Sars, en leiðangursstjóri
þar verður Johannes Hamre.
IJM MÁNAÐAMÓTIN hefjast ár-
legar stofnsta'rðarmælingar á ís-
lenzka loðnustofninum og munu
Norðmenn og íslendingar annast
þessar mælingar i sameiningu.
svo sem verið hefur undanfarin
ár. NiðurstiWlur mælinganna
munu svo va ntanlega liggja fyrir
seinni hiuta mánaðarins.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiski-
fræðingur, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að skipin sem
„Tíminn sem fer í stofnstærð-
armælingarnar fer mikið eftir
veðri, en áætlað er að leiðangrin-
um Ijúki 25. október og að niður-
stöður liggi frammi kringum mán-
aðamót," sagði Hjálmar.
Flutningaskipið Isnes:
Fékk á sig sljigsíðu
í óveðri út af Mandi
ÍSNES. eitt af skipum skipafé-
lagsins Nesskips hf.. lenti í hvöss-
um fellihyl þar sem það var statt
ura 600 mílur vestur af írlandi
helgina 12. til 13. sept. sl. Losnaði
um farm í skipinu cr það fékk á
sig sjó og fékk það á sig slagsíðu
en ekki var hægt að rétta það við
Arnarflug beðið um nánarí skýringar varðandi millilandaflug:
„Eitt stórt og eitt lítið milli-
landaflugfélag væri heppilegtu
„ÉG IIEF óskað oftir nán-
ari upplýsinKum frá Arn-
arflutíi hvernití þeir
hyiílíjast reka þetta flutí
or þá m.a. með hvaða
vélum.“ sajíði Steintfrímur
Ilermannsson, samtroniíu-
ráðherra. í samtali við
Mhl., er hann var inntur
eftir meðferð ráðuneytis-
ins á beiðni Arnarfluifs
um leyfi til áætlunarflugs
- segir Steingrímur
Hermannsson,
samgönguráðherra
milli Islands og nokkurra
staða í Evrópu.
„Arnarflugsmenn hafa hins
vegar ekki látið þessar upplýs-
ingar í té ennþá. Þegar svarið
hefur borizt ráðuneytinu verður
það sent flugráði eins og venja er
til og fær þar væntanlega sína
meðferð," sagði Steingrímur Her-
mannsson ennfremur.
Hver er þín skoðun á því, að hér
séu starfandi þrjú millilandaflug-
félög? — „Ég tel, að hæfilegt væri
að hafa hér eitt stórt flugfélag
starfandi og eitt minna, sem veita
myndi því stóra einhverja sam-
keppni. Nú, þau mál hafa öll verið
til umræðu á fundum að undan-
förnu og ég vona að þau leysist
farsællega," sagði Steingrímur
ennfremur.
Ertu þá fylgjandi því, að Arnar-
flug og Iscargó gangi í eina sæng
og sameinist? — „Ég fagna þeim
viðræðum, sem hafa farið fram
milli félaganna. Ég hef hins vegar
ekki haft nein afskipti af þeim, en
hef vitað um þær. Þá er ég þeirrar
skoðunar, að mjög mikilsvert
væri, að flugfélögin næðu sam-
komulagi um ýmis atriði, sem
flugið varða og óeining er um, og
ég sé ekki annað en það ætti að
takast ef viljinn er fyrir hendi,"
sagði Steingrímur Hermannsson,
samgönguráðherra að síðustu.
fyrr en veðrið lægði. Meðan
stormurinn gekk yíir var skipinu
anda-ft, en veðrið sté)ð ta-pa tvo
sólarhringa og var veðurhæðin
mest 12 vindstig.
Að sögn Más Gunnarssonar hjá
Nesskipi hf., er ekki hægt að tala
um að þarna hafi verið mikil
hætta á ferðum — enginn meidd-
ist meðan á óveðrinu stóð og gekk
siglingin til lands mjög vel en þá
hafði skipið verið rétt við með
ballestartönkum. Sagði Már að
skipið hefði verið að koma frá
Kanada með timburfarm áleiðis
til Dublin á írlandi. Þegar þangað
kom leit á tímabili mjög illa út
með losun skipsins. Hafði timbur-
farmur á dekki raskast nokkuð í
óveðrinu og neituðu hafnarverka-
menn að afferma það nema til
kæmi 37 þúsund punda aukaþókn-
un. Sagði Már að skipið hefði
raunverulega orðið að pólitísku
bitbeini verkalýðsfélaganna við
höfnina í Dublin, sem eiga nú í
launadeilum. Hefðu hafnarverka-
menn fljótlega lækkað framan-
greinda upphæð niður úr öllu
valdi og náðist loks samkomulag.
Var talið að lokið yrði við losun
skipsins í gærkvöldi þegar síðast
fréttist.