Morgunblaðið - 23.09.1981, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.09.1981, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981 O.Johnson & Kaaber 75 ára Húsakynni 0. Juhnson & Kaaber við Sætún — ásamt húsakynnum systurfyr- irtækisins Heimilistæki hf. Ljósm.: ól.K.M. Með komu símans opnuðust viðskiptamöguleikar og f yrirtækið varð að veruleika Núverandi stjórn og stjórnendur fyrirtækisins: ólafur ó. Johnson, forstjóri, Rafn F. Johnson, Stefán Þ. Arnason, Jóhann Möller, Arent Claessen og Hannes Ó. Johnson. Á myndina vantar Gunnar Steingrímsson. Simadama fyrirtækisins Sölumenn að störfum. Ileildverzlunin 0. Johnson & Kaaber er 75 ára í dag. Fyrirtækið er stofnað 23. september 190fi af tveimur ungum mönnum, sem gcrðu með sér samstarfssamning og hrintu af stað þeirri verzlun, sem allir Islendinga þckkja. Þetta voru þeir Ólafur John- son. sem þá var 25 ára gamall og Ludvig Kaaher, sem var 27 ára. Ólafur hafði þá um skcið vcrið starfandi við verzlunina F]dinborg, en Ludvig Kaaber hafði þá unnið hjá Ditlev Thomsen, í Tomsensmagasíni um fjögurra ára skeið. • Síminn opnaði viðskiptamtiguleika Ekki er ljóst, hvernig þessir tveir menn kynntust, en talið er að Ludvig Kaaber hafi verið leigjandi hjá Þorláki Johnson, föður Ólafs, og þeir kynnzt þar. Tilgangur þeirra var að stofna innflutnings- verzlun, en um tíma voru þeir og með útflutning, enda átti verzlun- in um skeið skonnortur, sem þurfti að fylla á leið utan. Sex dögum eftir að þeir félagar stofna fyrirtækið, er síðan sent fyrsta símskeytið í þess nafni til útlanda, 29. september. Segja má, að þetta fyrirtæki sé eins konar barn símans, sem þá var að komast í gagnið á Islandi, því að þeir félagar sáu viðskiptamöguleika opnast víðar en í Danmörku með tilkomu þessa undratækis. Eftir stofnun fyrirtækisins, fóru þeir Ólafur og Ludvig utan til Englands og Þýzkalands til þess að gera innkaup. Hið fyrsta, sem þeir keyptu og höfðu á lager var tóbak, rúgmjöl og nýlenduvörur. Hinn 30. nóvember er fyrirtækið síðan skráð opinberlega. Fyrstu heimkynni fyrirtækisins voru í Lækjargötu 4, húsi Þorláks John- son. Síðar var þar verzlun ekkju hans, Verzlun Ingibjargar John- son og nú er þar Hagkaup til húsa. í Lækjargötu 4 voru skrifstofur fyrirtækisins, en pakkhús þess voru í Kolasundi. 1915 var síðan Fálkahúsið, Hafnarstræti 1, keypt af Brydes-verzlun. Þar var fyrir- tækið síðan til húsa til 1962, er skrifstofur þess voru fluttar í Sætún 8, þar sem þær eru nú. • Kaffi <>k ,,export“ Þeir félagar, Ólafur Johnson og Ludvig Kaaber, hófu fljótlega verzlun með kaffi og kaffibæti, osta o.fl. Um 1910 hófu þeir útflutning og fram til ársins 1920 fluttu þeir mikið af ull út til Bandaríkjanna. Vegna umfangs þessa útflutnings og rekstrar- fjárskorts fyrirtækisins, urðu þeir félagar í lokin að selja ullina í umboðssölu. Á þessum árum fluttu þeir félagar einnig út fiski- mjöl til Bandaríkjanna, saltkjöt til Noregs og hesta til Danmerkur. Lýsi fluttu þeir einnig út til Bandaríkjanna og stofnuðu lýsis- bræðslu 1923. 0. Johnson & Kaaber stofnuðu kaffibrennslu 1924 og var hún fyrst í Hafnarstræti 1, til 1943, er hún fluttist í Höfðatún, þá í Sætúnið og loks 1963 í Ártúns- höfða. Um 1930 voru settar strangar hömlur á innflutning. Þá hófu þeir félagar framleiðslu hér innan- lands á kaffibæti með einkaleyfi frá þýzkum framleiðanda, Ludvig David. Á pakkningunum stóð „ex- port“, þar sem kaffibætirinn, sem þeir félagar höfðu keypt til lands- ins var framleiddur til útflutnings í Þýzkalandi. Er skemmst frá því að segja, að kaffibætir var í daglegu tali hérlendis aldrei kall- aður annað en export, sem sem menn rekur minni til. • Drjár skonnortur I fyrri heimstyrj'öldinni var skipuð sérstök velferðarnefnd, sem Sigurður Eggerz, ráðherra var formaður í. Þessi nefnd bað Svein Björnsson, sem síðar varð fyrsti forseti íslands, og Ólaf Johnson um að fara til Bandaríkj- anna og selja þar vörur og gera innkaup. Þetta var árið 1914. Leigt var norskt skip, sem hét „Her- mod“, það fyllt með gærum og 2400 tunnum af síld, sem þeim Sveini ogÓlafi var falið að koma í verð vestanhafs. Keyptu þeir svo fyrir andvirðið vörur, sem skipið kom með til baka. Þetta var upphaf mikillar verzlunar við Bandaríkin, sem stóð til 1920. Á árunum 1915 og 1916 keyptu O. Johnson & Kaaber tvær skonn- ortur, „Venus“ og „C.H. Friis". Þessi skip entust stutt, annað fórst, er j>að sigldi á tundurdufl, en hitt fórst í óveðri við Færeyjar. Upp úr þessu, um 1917, keyptu þeir félagar svo ásamt Ólafi Dav- íðssyni, útgerðarmanni í Hafnar- firði þrímastraða skonnortu frá Bandaríkjunum hingað til lands, „Francis Hyde“, 1.000 rúmlesta skip með kolahjálparvél. Þessi skonnorta var leigð ríkisstjórn- inni, þegar eigendur þurftu ekki á henni að halda og eftir stríðið var hún seld aftur til Bandaríkjanna. Skonnortan var að því leyti merki- leg, að hún hafði áður verið notuð til þess að flytja granítblokkir í smíði Brooklyn-brúarinnar í New York. Nokkrir starfsmanna í vöruafgreiðslu O. Johnson & Kaaber. í vöruafgreiðslu Skrifstofustúlka við vinnu á tölvu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.