Morgunblaðið - 23.09.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
.. Jafnt er sem þér sýnist“
' ' ÞAKKIR -------------------
Öllum þeim, sem ylöddu miy á 75 ára afmæli mínu med
heimsóknum, skeytum oy yódum yjöfum sendi éy mitt
innileyasta þakklæti
Gæfan fylgi ykkur öllum,
JAKOB II. RICIITER.
G.G. skrifar:
„Velvakandi góður!
Eins og kunnugt er, var Steinn
heitinn Steinarr manna fyndnast-
ur, og kom það m.a. fram í frægu
viðtali hans við Helga Sæmunds-
son, fyrrv. ritstjóra Alþýðublaðs-
ins. Nýkominn úr austurvegi dró
Steinn sovézka ráðamenn sundur
og saman í háði, og komst þá svo
að orði, að Rússar hefðu „fundið
upp friðinn, hvorki meira né
minna". Að sjálfsögðu reis Þjóð-
viljinn þá upp til varnar vinum
sínum, Rússum, og sendi Steini
óþvegnar kveðjur.
Því er á þetta minnt hér, að nú
hafa Rússar „fundið upp friðinn",
rétt einu sinni, og leita ákaft
liðsinnis vinstri manna á Norður-
löndum. Gengu og fram nokkrir
vinstri menn í Noregi. Vildu
hérlendir kommar auðvitað vera
Jarðskjálftarnir
á Suðurlandi 1896
- og Vestfirðir
Bjarni skrifar:
„Arið 1896 þegar jarðskjálftarn-
ir miklu urðu á Suðurlandi leituðu
menn ýmissa úrræða sér til lífs-
bjargar. Þá fluttust af Suðurlandi
milli tíu og tuttugu fjölskyldur til
Vestfjarða, Arnarfjarðar fyrst og
fremst. Margir þeirra ílentust þar.
Ég tel að með komu þessa fólks og
annarra aðkominna hafi nýtt blóð
runnið til Vestfjarða.
Flestir afkomendur aðkomu-
fólksins og Vestfirðinganna hafa
nú flust burt aftur þó að nokkrir
séu enn eftir.
Afkomendur Jóns Steingríms-
sonar settu þá svip sinn á Bíldu-
dal, svo eitthvað sé nefnt.
Meðal þeirra sem áttu heima á
Bíldudal um tíma var Ásgrímur
Jónsson málari, en hann var
ættaður úr Flóanum."
Jarðskjálftabarn
M.M. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Þórunn Kristins-
dóttir minnist á þrjú „jarð-
skjálftabörn" í viðtali sínu við
Velvakanda á sunnudag. Mig lang-
ar til að bæta einu „barni“ við, þó
að þau geti hafa verið miklu fleiri:
Þuríður hét hún og var Sigurðar-
dóttir. Það voru þau heiðurshjónin
Magnús Árnason trésmíðameist-
ari og Vigdís Ólafsdóttir, sem
hana tóku í fóstur. Ég get þessa af
því að mér er það kunnugt og eins
vegna hins að það var í rauninni
þrekvirki hjá þeim hjónum að
taka barnið að sér og ala það upp,
af því að þau voru töluvert við
aldur, þegar þetta bar við.
þar í slagtogi, eða „komast inn í
umræðuna" eins og þeir orðuðu
það. En þar gætti nokkurrar
tregðu, er vinstri menn á öðrum
Norðurlöndum komust að því, að
helzti leiðtoginn hér yrði líklega
sá maður, sem mjög hafði rætt um
„teppi Quislings" í sambandi við
norræna samningafundi, og að sá
hinn sami hefði verið kosinn
„leiðinlegasti þingmaðurinn" úti á
Islandi.
Nú fór sem fór í norsku kosn-
ingunum. Þrátt fyrir dugnað Gro
Harlem tapaði flokkur hennar
fylgi, og að því er margir telja,
vegna þess að hluti Verkamanna-
flokksins hafði verið hikandi í
afstöðu sinni til varnarmálanna.
Flestir ráðamenn á öðrum Norð-
urlöndum hafa tekið boðskap
Rússa fálega, svo ekki sé meira
sagt. En úrslitin í fyrrnefndum
kosningum og nýir valdamenn í
Noregi verða til þess, að óhætt
mun að segja við þá liðsmenn
Rússa, sem enn hafa „fundið upp
friðinn", hið sama og Kolskeggur
mælti forðum við Kol: „Eigi þarft
þú að líta á: Jafnt er sem þér
sýnist, — af er fóturinn."
Virðingarfyllst,
með þökkum
fyrir birtingu."
Rikisútvarpið/hljóðvarp:
Til móts við hvern
voruð þið að koma?
Þ.G.S. skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Fimmtudagskvöld eru þau kvöld
sem þeir, er ekki hafa myndsegul-
bönd, nota gjarnan til að hlusta á
útvarp. Það er ágætt að hlusta
þessi kvöld og hvíla sig á sjón-
varpi. Maður væntir þess, að á
þessum kvöldum sé komið til móts
við hinn almenna hlustanda með
áheyrilegu efni. Síðastliðið
fimmtudagskvöld voru þrennir
klassískir tónleikar: kl. 20.05—
20.30, frá tónl. í Norræna húsinu,
Sólveig Faringer söng; kl. 21.25—
21.55 sellóleikur í útvarpssal og
23.00—23.45, a. tilbrigði op. 42
eftir Sergei Rachmaninoff, b.
Hornkvintett í Es-dúr (K407) eftir
Mozart.
Eigum við
engan rétt?
Skoðanakannanir sýna, að lítið
brot hlustenda vill klassíska tón-
list. Ég spyr þess vegna: Til móts
við hvern voruð þið á útvarpinu að
koma síðastliðið fimmtudags-
kvöld? Eigum við kannski engan
rétt sem borgum meirihluta af-
notagjalda?"
Þessir hringdu . . .
EftirJakob
Thórarensen
Á sunnudag birtist hér fyrirspurn frá Þórunni
Kristinsdóttur í Reykjavík, þar sem hún ieitaði
aðstoðar við að rifja upp kvæðið um Hrefnu á
Heiöi og spurðist fyrir um höfund. Þóra
Jóhannsdóttir á Sauðárkróki leysti vanda okkar;
benti á að kvæðið væri eftir. Jakob Thorarensen
og væri að finna í heildarútgáfu verka hans, 4.
bindi.
Hrefna á Heiði
Fögur þótti Hrefna á Heiði,
heillar sýslu meyjaval.
En sogð var hún á sjafnarskeiði
sýnd en ekki gefin veiði;
hafnaði mörgum myndar-hal.
Enginn vissi í hennar huga; —
hláturkast var skrýtin fluga,
er vitnaðist hrösun Valda i Dal.
Hraðan þeysir höfðingsmaður
heitan, bjartan júlídag.
Stúlkna yndi, en ókvongaður,
íturvaxinn, brúnaglaöur.
Leiðir að Heiði hófaslag.
Og bóndanum skjótt í skála inni
skýrir ’ann hljótt frá ætlun sinni
og býður dús og bræðralag.
„Hér er kominn herramaður,
heyrðu, kæra dóttir min, —
glæsibúinn. glóhnappaður,
gleðimall og hámenntaður.
Erindi hann á til þín.
Sýslumaðurinn sjálfur, góða,
setztur er hér með ásýnd rjóða,
og vill nú hreint þú verðir sin.
Þóknun mina þarf ég eigi
þér að greina, Ijósið mitt.
Ei fer slika auðnuvegi
alþýðan á hverjum degi,
og flestir reyna að sjá um sitt.
Þungt er að gutla á kotungskænum.
Kembd’ þér og greiddu i öllum bænum,
leiktu þér svo við lániö þitt.“
Fram hún gekk i hversdagsklæðum,
kurteis, há og tiguleg. —
„Hýðst mér sess á heiðurshæðum,
heyri ég sagt frá yðar ræðum,
lægri þótt ég velji veg:
Heitin þjófi, — sekum sveini;
sjálfur geymið þér hann í steini.
Iæyndunum hér með lýsi ég.
Stundum þegar gjöful gæfa
gumum réttir hnossin bezt,
ólánshvatir, engin hæfa,
annars vegar móti þæfa
og skjóla láni á langan frest.
Svo var þar. — En Hrefnu hlátur
harðlega byrgður ofsagrátur.
Slik eru hugarveðrin verst.
Þegar hann þér lausan lálið,
leggjum við á brattans fjöll.
Heitt skal beðið, hljótt skal grátið,
að hendi hann aldrei sama mátið.
Seint á að kvölda i kærleikshölT. —
Burt hún gekk i glæstum skrúða
gofuglyndis, — mærin prúða.
Mjúk á fæti og fögur öll.
Hrefna
á Heiði
Vegna fyrirspurnar G. Árna-
dóttur í Velvakanda í gær
birtist hér aftur svar frá 10.
júní sl., en skömmu áður
hafði verið spurt um þetta
sama kvæði:
/JRGERÐIRPÍAR
áleiðinni
til landsins
Auói
Nýjir bflar
Betri búnaður
Betriveið
SIGGA V/öGA £ iiLVtmt
M<W lOu WK A3
QúA \1/W4
< VNMAtfOíOMA,)
\lúlV YAl\Ayt
'ðílMÁMÁOYT-)
ZÖLLAQI
W/OCJtf S77<SAHN
iá mw Hö mn
töWMlLOft-
mr
mSlJF$T,\IEYYA
tZVZOfAVltööZ!
PRISMA